Morgunblaðið - 16.05.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.05.1981, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1981 Með morgunkaffinu Við skulum halda okkur í hæfilegri fjarlægð, sýnist mér? HÖGNI HREKKVÍSI Eiður Guðnason skrifar: „Til Velvakanda. Undanfarna daga hafa birst í Morgunblaðinu greinar þar sem bílbeltum er fundið flest til for- áttu og fullyrt, að ýmsir eigi því líf að launa að hafa ekki notað bílbelti, er slys bar að höndum. Nú bið ég þá, sem efast um réttmæti þess að lögleiða notkun bílbelta, að hugleiða eftirfarandi staðreyndir: 1. Það er sannað með óyggjandi og óhrekjanlegum rökum, að bílbelti draga úr meiðslum, þau bjarga mannslífum. 2. Með síendurteknum og dýrum augiýsingaherferðum í blöðum útvarpi og sjónvarpi, er um stundarsakir hægt að koma beltanotkun upp í 25—30%. Með því að lögleiða beltanotk- un, fer hún strax upp í a.m.k. 80-90%. Bílbelti — bjargbelti 3. Tuttugu og átta lönd hafa lögleitt notkun bílbelta, þ. á. m. Noregur, Danmörk, Svíþjóð og Finnland. Er hugs- anlegt, að allir þeir, sem fjali- að hafa um þessi mál í 28 löndum og komist að þeirri niðurstöðu, að lögleiða beri notkun bílbelta, hafi rangt fyrir sér? Ég trúi því ekki. Er hugsanlegt að þeir tiltölulega fáu, sem hamast gegn notkun bílbelta hér á landi hafi rétt fyrir sér? Ég er sannfærður um að þeir hafa ekki kynnt sér málið nægilega vel. 4. Norræna umferðaröryggis- nefndin hefur komist að þeirri niðurstöðu, að ef allir notuðu bílbelti, mundi dánartíðni vegna umferðarslysa lækka um 33—46%. Ef 80% ökumanna í Bandaríkjunum notuðu bílbelti mundi það bjarga 14 þúsund mannslífum á ári og koma í veg fyrir slys á hálfri milljón manna. 5. í nýjum bæklingi frá embætti landlæknis um bílbelti og hversvegna notkun þeirra sé nauðsynleg segir um ástandið hér á landi: „... lögleiðing bílbeltanotkunar er eitt brýn- asta úrlausnarefnið varðandi fyrirbyggjandi aðgerðir í heil- brigðismálum hér á landi. Árið 1980 létust 25 manns í um- Eiður Guðnason ferðinni og 711 slösuðust. Lækkun þessara talna um fjórðung með þessari einu aðgerð, er verkefni, sem vinna ber að með öllum tiltækum ráðum.“ Þennan bækling ættu allir að lesa. 6. Oft er því háldið fram, að við óvenjulegar aðstæður eða í sérstökum tilvikum hafi bíl- belti beinlínis haft skaða í för með sér. Staðreynd er frá erlendum rannsóknum, að til- vik af því tagi hefur reynst erfitt að rekja og þau hafa ríka tilhneigingu til að gufa upp við nána athugun. 7. Til eru þeir sem halda því fram, að það sé skerðing á persónufrelsi að skylda menn til að nota bílbelti. Sannað er að belti draga úr meiðslum og bjarga mannslífum. I þjóðfé- lagi okkar er sjúkrakostnaður greiddur úr sameiginlegum sjóðum. Mánaðardvöl á sjúkra- húsi kostar vægt reiknað 30 þúsund krónur (3 millj. gkr.) Með þeirri einföldu aðgerð að spenna beltið, er sannanlega hægt að koma í veg fyrir milljónaútgjöld úr sameigin- legum sjóðum. Slíkt getur aldrei orðið einkamál þeirra sem andvígir eru notkun bíl- belta. Svo skulum við ekki gleyma því tjóni sem verður í umferðarslysum og engir fjár- munir geta bætt — ekki öll heimsins auðæfi. 8. Bílbeltin eru áhrifaríkasta líftrygging, sem ökumenn og farþegar eiga völ á. Við bökum okkur ábyrgð með því að beita ekki öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir mannlegar þjáningar, meiðsl og dauða. Notkun bílbelta er ódýrasta og einfaldasta leiðin, sem völ er á, til að draga úr fórnum á altari umferðarinnar." „Bílbeltin eru áhrifarikasta líítrygging, sem ökumenn og farþegar eiga völ á.“ Þessir hringdu . . . Ekkert dregið undan Ágúst Gunnarsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að biðja þig að koma á framfæri þakklæti okkar vinnufé- laganna fyrir heimildamyndina frá Breiðafjarðareyjum, sem sýnd var í sjónvarpinu síðastliðið sunnudags- kvöld. Okkur fannst þetta frábær mynd, þar sem saman fóru góð myndataka og nákvæm vinnubrögð. Ekki var hikað við að fara eftir þeim heimildum sem fyrir lágu um atvinnuhætti á þessum slóðum og ekkert dregið undan, enda var heildarsvipurinn yfir myndinni mjög eðlilegur. Og ekki má heldur gleyma því hvað náttúrufegurðin naut sín þarna vel. Okkur finnst ástæða til að þakka fyrir, þegar svona vel er að verki staðið, og við vorum sammála um það, að þetta væri raeð bestu myndum sem sjón- varpið hefur sýnt af þessu tagi. Frá Breiðafirði. Vonandi verður hún einnig til þess að ýta undir einstaklingsframtakið hjá kvikmyndagerðarmönnum. Hvað heitir kvæð- ið og hver er höf- undur þess? St.Þ. hringdi og sagði: — Þegaf ég var ungur lærði ég hugþekkt kvæði, ort í orðastað stúlku nokk- urrar sem er berklasjúklingur, minnir mig. Hún er á hæli, trúlofuð ungum manni, en er svikin. Ég held að það byrji svona: Meö fcxins hu«a. vinur, í för éK slóst með þér, um fjöll ok daii lífsins oK kóÍKU þrunyinn vck. Ok saklaus a-skuKÍeói i sálu okkar hjó OK sólin hrosti i heiði i vorsins kyrrð ok ró. Nú er framhaldið allt fremur óvisst hjá mér og ekki man ég heldur hver höfundur kvæðisins er. Þess vegna leita ég til þín um hjálp þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.