Morgunblaðið - 16.05.1981, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.05.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1981 35 Þorbjörg Bergþórs- dóttir: Minningarord Minning: Sigríður Jóna Magnúsdóttir Þorbjörg vinkona okkar er látin. Hún fæddist í Fljótstungu í Borg- arfirði og ólst þar upp í glöðum systkinahópi á menningarheimili. Hún stundaði nám í Reykholti og síðar í Kennaraskóla íslands. Þaðan útskrifaðist hún árið 1944. Framhaldsnám stundaði hún við Kennaraháskólann í Kaupmanna- höfn. Kennslu stundaði hún m.a. á Haliormsstað í nokkur ár og síðan í Sandgerði. Þaðan fluttist hún til Blönduóss og dvaldi þar æ síðan. Hún rifjaði stundum upp hvað henni þótti gott að koma hingað úr fiskinum í Sandgerði. Þar voru allir bundnir við mikla vinnu og börnin fóru ekki varhluta af ys og þys umhverfisins. Hér þótti henni öllu rólegra og ánægjulegt að fást við kennsluna. Enda fann hún gæfuna í þorpinu litla við Húna- flóa. Haustið 1956 réðist hún sem kennari við Barnaskólann á Biönduósi, sem nú heitir Grunn- skólinn á Blönduósi. Mikil og góð kynni tókust þegar á milli hennar og þáverandi skólastjórahjóna, Steingríms Davíðssonar og Helgu Jónsdóttur. Helga var ein af stofnendum Kvenfélagsins Vöku. Ekki Ieið á löngu þar til Helga tók Þorbjörgu með á félagsfund í Vöku. Var það upphaf að miklu og giftudrjúgu starfi hennar að fé- lagsmáium á Blönduósi. Þá gerðist hún einnig virkur félagi í Ung- mennafélaginu. Áður hafði Þor- björg starfað í kvenfélagi i Sand- gerði. Fljótlega hlóðust ýmis trún- aðarstörf á hana í Vöku. Vararit- ari var hún kjörin 1961, síðar gegndi hún störfum sem ritari, gjaldkeri og formaður var hún um 6 ára skeið, til ársins 1980. Þann 3. maí 1962 giftist Þor- björg eftirlifandi manni sínum, Jónasi Tryggvasyni frá Finns- tungu. Var það til mikillar gæfu fyrir bæði. Heimili þeirra varð brátt miðstöð menningariífs á staðnum. Þar voru iðulega haldnir fundir um menningarmál. Tónlist- in var í hávegum höfð og oft haldnar söngæfingar. Ótaldir eru þeir hópar sem komu til Jónasar og æfðu söng um lengri eða skemmri tíma. Á heimili þeirra var undirbúningsfundur haldinn um stofnun Tónlistarfélags A-Hún. Fleira mætti nefna. Hús- freyjan veitti af rausn og lagði gott til málanna. Ekki mun ofmælt að á þeim tíma er Þorbjörg var formaður Vöku ríkti mikið blómaskeið í starfi félagsins. Drýgstan þátt í því átti formaðurinn. Þorbjörg vildi veg félagsins sem mestan og leitaði stöðugt nýrra leiða og hugmynda. Hún hvatti konurnar óspart til starfa. Alltaf var hún reiðubúin að leggja fram sína krafta og ótrúlega lagin að fá okkur konurnar til liðs við sig. Áður en við vissum af vorum við búnar að samþykkja það sem hún bað um, jafnvel þótt við héldum að við hefðum ekki tök á því. Eitt af því skemmtilega sem við minnumst frá þessum tíma er ferð sem Vökukonur fóru til Færeyja. Þorbjörg kom á kynnum villi Vöku og Kvenfélagsins í Þórshöfn, sem leiddu til þess að okkur var boðið þangað. Síðar var það boð endur- goldið. Dvölin í Færeyjum var ógleym- anlegt ævintýri fyrir þær konur og eiginmenn sem þátt tóku í ferðinni. Þar var formaðurinn okkar leiðtogi og mælti af snilld í gestaboðum, hvort heldur var á íslensku eða dönsku eftir því sem við átti hverju sinni. Ferðalög og skemmtun voru þó aðeins smá útúrdúrar i félags- starfinu. Oftast var unnið að málefnum sem vörðuðu almenn- ingsheill. Markmið félagsins var að vinna öðrum til gagns. Fleiri félög nutu krafta Þorbjargar. Hún var dyggur stuðningsmaður Tón- listarfélagsins og Tónskólans. Starfaði einnig í bindindishópi. Máiefni aldraðs fólks lét hún sig miklu varða. Óhætt er að segja að þau störf í Vöku sem hún hafði hvað mesta ánægju af voru að halda skemmtanir fyrir eldri borgara staðarins. Því undraði engan er hreppsnefnd Blönduós- hrepps valdi hana ásamt fleirum í nefnd til að vinna að máiefnum aldraðs fólks. þar vann hún mikið og gott starf. Þorbjörg var um árabil einn aðalaflgjafinn í Sam- bandi austur-húnvetnskra kvenna. Árið 1963 var hún kjörin gjaldkeri sambandsins og sinnti því starfi til leiðarloka. Samstarfið í stjórn- inni var framúrskarandi gott og mörgum góðum málum komið til leiðar. Eitt af áhugamáiunum var Fæddur 27. ágúst 1911. Dáinn 8. mai 1981. „Við sjánm. að dýrð á djúpið slær, þó detci sé farið að halla. I>að er eins ok festinjcin færist nær ok faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sænx. að þar heyrast en^lar tala. »K einn þeirra blakar bleikum vænK. svo hrjóstið þitt fái svala. Nú stríkur hann barm þinn blitt ok hljótt. svo blaktir síðasti loKÍnn. F)n svo kemur dæ^ur »k sumarnótt »K svanur á bláan voKÍnn. Davið Stefánsson frá FaKraskÓKÍ Þegar ég sest niður með penna í hönd til að minnast tengdaföður míns, er mér efst í hug þakklæti, þakklæti yfir því að hafa fengið að kynnast manninum Ágústi Óskari Sæmundssyni, sem ég hef þekkt síðan 1966 er ég kynntist syni hans. Hann tók mér strax vel og ávallt síðan var hann mér sem besti faðir, alltaf mjög góður og sleppti aldrei af mér hendinni. Einnig var hann mjög hugulsamur við foreldra mína þegar þau misstu heilsuna og færi ég honum sérstakar þakkir fyrir það og kveðju frá móður minni. Nú finnst mér sem ég hafi misst tvo pabba á rúmu hálfu ári. Ágúst Óskar var fæddur í Reykjavík 27. ágúst 1911 og lést á Borgarspítalanum 8. maí 1981. Óskar, eins og hann var kallaður, var sonur hjónanna Guðlaugar Jóhannsdóttur frá Eyvakoti á Eyrarbakka, af Bergsætt, og Sæmundar Þórðarsonar, múrara, frá Fellsmúla í Landssveit, af Lækjarbotnsætt. 1. nóvember 1941 kvæntist hann Guðnýju Karls- dóttur og eignuðust þau 7 börn sem öll eru á lífi. Svo sem sjá má var hann kominn af sterkum ættarstofnum, enda duldist engum sem kynntust honum að þar fór traustmennið, skapmikill og fastur fyrir, hann lét ógjarnan hlut sinn en var sannur vinur. Hann var glæsi- legur á velli og bar mikla persónu, glaður í viðmóti er hann gaf sér tóm til samræðna, enda var hann vel lesinn og fróður um margt, að efna til iistkynninga, helst ár hvert og vann Þorbjörg ötullega að því af miklum áhuga. Hún átti um tíma sæti í skóla- nefnd Kvennaskólans á Blönduósi, sem fulltrúi SAHK. Þorbjörg lét af störfum við Grunnskólann á Blönduósi vorið 1980. Hafði hún þá stundað kennslu í 36 ár samtals. Hæfileika til kennslunnar hafði hún hlotið í vöggugjöf. íslensku- og sögu- kennsla var henni sérstakiega hugstæð. Hún hafði mjög gott vald á íslensku máli og sætti sig ekki við að illa væri með það farið. Frásagnargáfu hafði hún í ríkum mæli og náði vel eyrum ungra barna. Hún hafði líka þann eigin- ieika að geta miðlað öðrum hávað- alaust á nærfærinn hátt. Hug- myndarík var hún og kom það jafnt fram í kennslunni og störf- um hennar að félagsmálum. Börn- um okkar kenndi hún á viðkvæmu mótunarskeiði og þótti þeim mjög vænt um hana. Þessum fátæklegu kveðjuorðum ásamt upprifjun nokkurra þátta í lífi nierkrar heiðurskonu fylgja fyrst og fremst þakkir og hlýhug- ur Vökukvenna og þeirra kvenna sem störfuðu með henni í stjórn SAHK fyrir drengilega samvinnu og mikið starf. Jónasi sendum við hlýjar sam- úðarkveðjur og vitum að ætíð stóðu þau saman og studdu hvort annað. Öll áhugamálin áttu þau sameiginiega. Það er sannfæring okkar að í landi eilífðarinnar, þar sem .aldrei ber skugga á, sé líka vettvangur fyrir þá sem ánægju hafa af fræðslu og félagsmálum. Þökk fyrir órjúfanlega vináttu. Aðaibjörg Ingvarsdóttir, Elisabet Sigurgeirsdóttir. einkum í ættfræði og kunni því frá ýmsu að segja, enda hafði hann, svo sem flestir á hans aldri, lifað tvenna tímana. Óskar var KR-ing- ur af lífi og sál og mikili íþrótta- maður á yngri árum og vann til afreka bæði í glímu og sundi, einnig var hann Islandsmeistari í sleggjukasti 1939. Þótt hann byggi lengst af ævi sinnar í þéttbýli, var hann fyrst og fremst barn náttúrunnar og naut þess mjög að komast út í sveit og dvelja þar við bjarkarilm og lækjarnið í tómstundum sínum. Hann unni landinu sínu en þó einkum sveitinni fögru, þar sem hinn trausti meiður, sem hann var hluti af, á sér djúpar rætur. Hann sýndi sóma sinn í því að standa fyrir lagfæringum á kirkjunni á Skarði þar sem hann verður nú að eigin ósk lagður til hinstu hvíldar. Nú kveð ég hann tengdaföður minn, maðurinn minn kveður kær- an föður með ást og virðingu, litli Ágúst Óskar, Sverrir Þór og Guð- rún Olga kveðja afa sinn. Sá mikli Guð sem gefur okkur lífið hefur nú tekið hann til sín aftur. Ekki ber ég kvíðboga fyrir velferð hans í eilífðinni, „því svo sem maðurinn sáir, svo mun hann og uppskera". Sara Ólafsdóttir Fædd 28. febrúar 1917. Dáin 8. maí 1981. Við fráfall skyldmenna eða vina verður maður hljóður, lítur til baka og minningar rifjast upp. Svo fór mér þegar móðir mín tilkynnti mér lát föðursystur minnar, Lóu í Hvammi. Lóa, ei'ns og hún var ávailt köiluð, var fædd 28. febrúar 1917 í Björnskoti í Vestur-Eyjafjalla- hreppi. Foreldrar hennar voru hjónin Ingigerður Sigurðardóttir frá Miðhúsum í Hvolhreppi og Jón Gunnlaugur Jónsson frá Reynis- hólum í Mýrdal. Þau hjón hófu búskap í Björnskoti nokkrum ár- um áður ög bjuggu þar til ársins 1945 er Jón lést. Ingigerður og Jón eignuðust 5 börn, Sigurð, sem lést fyrir 10 árum, Sigríði Jónu, sem hér er minnst, Guðrúnu, búsetta í Ameríku, Kristin Ingólf, sem lést fyrir tveimur árum og Guðmundu, búsetta í Garðabæ. Lóa ólst upp hjá foreldrum sínum í Björnskoti og vann við bú þeirra eftir að aldur leyfði. Ung giftist hún Magnúsi Sigurjónssyni frá Hvammi í sömu sveit. Hófu þau búskap fyrst á Efri-Rótum í V-Eyjafjallahreppi í nokkur ár en síðar fluttu þau að Hvammi. Bjuggu þau fyrst í sambýli við foreldra Magnúsar, Sigurjón og Sigriði, í mörg ár, en síðar ein. Þegar Lóa fiutti að Hvammi, varð hún húsfreyja á fjölmennu heimili. Börnin urðu mörg, auk annars heimilisfólks. Alltaf sóttu margir unglingar að koma þar til sumardvalar, enda áttu þeir þar gott atlæti. Verkahringur hús- freyju í sveit er stór, í mörg horn að líta. Gestkvæmt hefur alltaf verið í Hvammi, enda hjónin með eindæmum gestrisin. Þau voru bæði ræðin og skemmtileg, enda leið öllum vel í návist þeirra Lóu og Magnúsar. Fann ég það fljótt, þegar ég kom fyrst að Hvammi í heimsókn, ungur að árum, hversu barngóð frænka mín var. Þrátt fyrir mikinn eril, gaf hún sér góðan tíma til að ræða við mig, sem og önnur börn, sem þar voru í heimsókn. Lóa var félagslynd og rækti frændskap sinn vel. Reyndi hún sem oftast að koma í heim- sókn til frændfólksins, ekki síst á gleðistundum, svo sem í afmæli og fermingar. Hún var söngelsk og árum saman sungu þau hjón íÁsólfsskálakirkjukór. Þau Lóa og Magnús eignuðust sjö börn, sem eru eftirtalin: Einar, hárskeri í Reykjavík. Kona hans Hinn 2. maí sl. andaðist á Fáskrúðsfirði Friðrik Jóhannes- son, skipstjóri og fyrrverandi toll- vörður, fæddur 15. maí 1927, sonur Guðfinnu Árnadóttur og Jóhann- esar Michelsen skipstjóra, sem bæði eru látin. Friðrik fór í Sjómannaskólann og gerðist strax skipstjóri á bátum hjá öðrum, en fljótlega eignaðist hann bát, „Rán“, sem hann gerði út árum saman. Þegar sú útgerð hætti, gerðist hann tollvörður og gegndi því starfi þar til embættið var lagt niður. Gat hann fengið vinnu áfram hér syðra, en vildi ekki flytja. Var því keyptur bátur, sem ætlunin var að stunda sjó á, en eftir fyrsta róðurinn fannst hann látinn um borð. Friðrik átti 4 börn, Sigurberg, bókasafnsfræðingur, Margréti, húsmóðir, Kristínu og Árna, sem ennþá eru heima við. Stjúpson átti hann, Svein Sigurjónsson lyfja- fræðing. Kvæntur var hann Stef- aníu Ingólfsdóttur. Ýmsum góðum málum lagði hann lið. Var t.d. fyrsti formaður er Sigurlína Gísladóttir. Tryggvi, trésmiður í Reykjavík. Kona hans er Þórunn Ólafsdóttir. Jón Ingi, trésmiður, var búsettur á Heliu, en lést fyrir nokkrum árum. Sig- ríður, húsfreyja í Reykjavík. Mað- ur hennar er Ásgeir Kristjánsson bifreiðastjóri. Anna, húsfreyja og organisti á Hellu. Maður hennar er Kristinn Eyjólfsson bifreiða- stjóri. Sigurjón, trésmiður, bú- settur á Hellu. Kona hans er Guðrún Karlsdóttir. Hugi, bóndi í Hvammi. Kona hans er Birna Gunnarsdóttir. Barnabörn þeirra hjóna eru 20. Nú fyrir fáum árum létu þau Lóa og Magnús bú sitt að mestu í hendur yngsta syni sínum og tengdadóttur. Um tíma eftir það störfuðu þau hjón bæði við virkj- unarframkvæmdir við Sigöldu. Vann Lóa þar í eldhúsi fjöimenns mötuneytis. Einnig voru þau um tíma í Reykjavík hjá börnum sínum. En hugurinn stefndi heim í sveitina, þar sem hún vildi jafnan vera. Enda fóru þau fljótt austur að Hvammi aftur. Fyrir tveimur árum veiktist Lóa af mjög alvarlegum sjúkdómi. Náði hún sér nokkuð vel aftur og vonuðu allir að um varanlegan bata væri að ræða. Svo varð þó ekki, því fyrir skömmu veiktist hún aftur og lést á Borgarspítal- anum að kvöldi 8. maí sl. Ég vil að síðustu færa Lóu frænku minni innilegar þakkir fyrir alla ástúð og hlýju í minn garð. Ég bið aigóðan guð að styrkja Magnús minn á þessari sorgar- stundu og færi honum, börnum, tengdabörnum og öðru venslafólki innilegar samúðarkveðjur mínar og fjölskyldu minnar. Páimar Kristin.sson Björgunarsveitarinnar og sat í hreppsnefnd. Þá kenndi hann sjó- vinnslu við unglingaskólann á Fáskrúðsfirði. Friðrik var jarðsunginn 9. maí frá Búðakirkju. J.J. Minning: Agúst Oskar Sæmunds- son rafvirkjameistari Friðrik Jóhannesson skipstjóri — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.