Morgunblaðið - 16.05.1981, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1981
Tap á frystingunni
er 8% frá áramótum
og 6-7% bætast við með 8% hækkun kaupgjalds
og fiskverðs, segir Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson,
forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna
„AFKOMA frystinKar er með
eindamum léleK það sem af er
þessu ári. ennþá lakari en gert
var ráð fyrir við síðustu fisk-
verðsákvörðun. enda hefur vcrð-
Menntaskólinn á
Egilsstöðum:
Fyrstu stúdent-
arnir brautskráð-
ir á sunnudag
FYRSTU stúdentarnir frá
Menntaskólanum á Egilsstóðum
útskrifast næstkomandi sunnu-
dag, en þeir eru 22 að tölu. í
skúlanum hefur í vetur verið 151
nemandi á 6 námshrautum. Út-
skrift stúdentanna fer fram í
Egilsstaðakirkju og hefst athöfn-
in kl. 14.
í M.E. hefur verið kennt eftir
eininga- og áfangakerfi og eru þar
starfandi uppeldisbraut, náttúru-
fræði-, viðskipta-, félagsfræði-,
mála- og eðlisfræðibrautir. í frétt
frá skólanum segir m.a., að sam-
starf framhaldsskóla á Austur-
landi hafi verið mikið og gott.
Stjórnunarnefnd hefur yfirum-
sjón með námi og leitast við að
fryggja samræmingu náms og
prófkrafna, en í nefndinni eiga
sæti skólastjórar allra fram-
haldsskóla fjórðungsins.
lag afurða ekkert hækkað, en
aftur á móti allur tilkostnaður.
auk þess sem samdráttur í fram-
leiðslu er nálægt 20%,“ sagði
Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, for-
stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna. í samtali við Mbl.
„Það má áætla, að tapið á fyrstu
fjórum mánuðum ársins sé a.m.k.
8% af veltu. Á heilu ári næmi það
160 milljónum króna (16 milljörð-
um gkróna). Frystihúsin geta að
sjálfsögðu ekki staðið undir slíku,
enda borgar Verðjöfnunarsjóður
nú helming þess, eða 4%.
Þá hafa flest frystihús ein-
hverja saltfisk- eða skreiðarverk-
un. í sumum tilvikum hvort
tveggja. Gott útlit er.fyrir afkomu
þessara vinnslugreina það sem af
er árinu. Nú fer hins vegar í hönd
sá tími, sem ekki er heppilegur til
skreiðarverkunar og sumarfiskur
er mun lakara hráefni til saltfisk-
verkunar, heldur en vertíðarfiskur
þar sem söluverð er lægra og
tilkostnaður hærri.
Framundan er hækkun kaup-
gjalds um nærri 8%, auk fisk-
verðshækkunar. Hækkanir þess-
ara kostnaðarliða eru einungis
viðbótartap fyrir frystinguna og
ef gengið er út frá 8% hækkun
kaupgjalds og fiskverðs, að
óbreyttu gengi, þá hækkar tapið
um 6—7%, eða 120—140 milljónir
(12—14 milljarða gkróna)," sagði
Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, for-
stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna, að síðustu.
Umsögn Tryggingaeftirlits ríkisins:
88,3% hækkun ábyrgð-
artrygginga bif reiða
Mæla með 45,4% hækkun nú, 29,5%
hækkunarheimild frá fyrra ári
TRYGGINGAEFTIRLIT ríkisins
hefur mælt með 45,4% hækkun
iðgjalda ábyrgðartrygginga bif-
reiða við stjórnvöld. Er það sama
talan og tryggingarfélögin fóru
fram á við Tryggingaeftirlitið.
Eí þessi hækkun verður sam-
þykkt af rikisstjórninni þýðir
það samtals 88,3% hækkun
ábyrgðartrygginga á einu ári,
því heimiluð var á sl. ári 29,5%
ha'kkun nýtrygginga ársfjórð-
ungslega á þessu ári.
Að sögn Erlendar Lárussonar
forstjóra Tryggingaeftirlitsins var
ábyrgðartrygging á minnstu gerð
bíla 5. marz 1980 kr. 1.313 á fyrsta
áhættusvæði, sem er suðvestur-
horn landsins, en 830 kr. á þriðja
áhættusvæði sem er landsbyggðin.
Þetta eru heildarupphæðir, en
flestir tryggingatakar fá síðan
ákveðinn „bónus", sem náð getur
allt að 50%. Þessar tölur munu
hækka um 88,3%, ef afgreiðsla
Tryggingaeftirlitsins verður sam-
þykkt af stjórnvöldum.
Erlendur sagði einnig, að húf-
tryggingar bifreiða (kaskó) væru
enn til umfjöllunar hjá Trygg-
ingaeftirlitinu og yrðu væntanlega
afgreiddar fljótlega. Tryggingafé-
lögin fóru fram á 53.3% hækkun
þeirra og sagði Erlendur einnig,
að afgreiðslur Tryggingaeftirlits-
ins væru nú orðið oftast mjög
ájækkar beiðnum félaganna, enda
svipaðar reikningsaðferðir og for-
sendur notaðar til að finna út
hækkanaþörfina.
Mikill fjöldi unglinga safnaðist saman á Lækjartorgi um miðjan dag i gær er poppstjarnan B.A.
Robertson áritaði plötu sína „Bully for you“ í Karnabæ. Reyndar fór svo að Robertson áritaði margt
annað en plntuna og sést hann hér á myndinni árita handlegg ungrar stúlku. Nánar greinir frá þessu
og ferð Robertsons um landið á siðum 14 og 15. Ljósm. Mbi. rax.
„Frumvarp Hjörleife
fyllti mælinn..
— segir Hrafnkell Jónsson, bæjarfulltrúi á Eski-
firði, sem sagt hefur sig úr Alþýðubandalaginu
IIRAFNKELL Jónsson, bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins á Eskifirði,
hefur sagt sig úr Alþýðuhandalaginu, en hefur jafnframt neitað að
víkja úr bæjarstjórninni að sinni. — „Ég vil taka mjög skýrt fram, að
það er ekki um neinn ágreining að ræða við Alþýðubandalagið hér á
staðnum. Bæjarmálin hafa gengið mjög snuðrulaust fyrir sig. Ég er
hins vegar alls ekki sáttur við virkjanafrumvarp það sem iðnaðarráð-
herra hefur lagt fram á Alþingi,“ sagði Hrafnkcl) Jónsson i samtali
við Mbl.
„Eg tel, að þrátt fyrir, að hann
sem iðnaðarráðherra verði að líta
á málin út frá fleiri hliðum en
beinum kjördæmissjónarmiðum
hér, þá sé hann þrátt fyrir allt
þingmaður okkar Austfirðinga. Ef
hann getur ekki komið jafnmikil-
vægu máli í gegn og Fljótsdals-
virkjun, sem iðnaðarráðherra,
verður hann einfaldlega að gera
upp á milli þess, að vera þingmað-
ur kjördæmisins eða iðnaðarráð-
herra.
Eg tel, að frumvarpið sem lagt
var fram, segi manni í raun ekkert
umfram það sem fyrir lá áður. við
eigum heimildarlög frá 1975 um
Bessastaðaárvirkjun og iðnaðar-
ráðherra mun eiga í fórum sínum
bréf upp á það, að hafnar verði
framkvæmdir við fyrsta áfanga
Fljótsdalsvirkjunar frá 1979.
Ég lít hirts vegar á, að þótt við
fáum heimildarlög fyir Fljótsdals-
virkjun innan áratugs, þá sé það
sama pappírsgagnið og þessi atr-
iði, sem ég nefndi," sagði Hrafn-
kell ennfremur.
Er þá úrsögn þín úr flokknum
fyrst og fremst komin til vegna
stefnumörkunar iðnaðarráðherra
í virkjanamáium? — „Það má
Pekingóperan hingað
Sýnir fjórum til fimm sinnum í Þjóðleikhúsinu
PEKINGÓPERAN er vænt-
anleg til Reykjavíkur í októ-
ber n.k. og mun þá halda
fjórar til fimm sýningar í
Þjóðleikhúsinu.
Sveinn Einarsson Þjóðleik-
hússtjóri staðfesti þessa
frétt, er Mbl. hafði samband
við hann í gær. Hann sagði þó
að ekki væri enn frágengið
hvaða dag óperan kæmi, en
hún væri heimsfræg og hefði
komið tvívegis áður til ís-
lands. í fyrra skiptið í nóv-
ember 1955 og hélt hún þá
fimm sýningar en í síðara
skiptið í nóvember 1959 og
hélt þá einnig fimm sýningar.
segja, að það hafi fyllt mælinn, en
ég hef lýst því yfir, að ég væri í
grundvallaratriðum ósammála
stefnu Alþýðubandalagsins að
undanförnu. Ég taldi hins vegar
réttlætanlegt að starfa innan
flokksins þar sem ég taldi mögu-
leika á að koma fram þeirri
iðnaðarstefnu, sem ég tel nauð-
synlega, meðan Hjörleifur var
iðnaðarráðherra. Hann þurfti á
öllum stuðningi að halda. Ég tel
nú þessa forsendu vera brostna,"
sagði Hrafnkell ennfremur.
Hvað verður þá með framtíð
þína innan bæjarstjórnar Eski-
fjarðar? — „Ég hef ekki talið
ástæðu til að segja mig úr bæjar-
stjórninni að svo stöddu, enda tel
ég að samkvæmt lögum sé mér
heimilt að sitja í henni fram til
næstu kosninga. Ég mun hins
vegar meta það, ef og þegar fram
kemur beiðni um að ég víki úr
bæjarstjórninni. Ég mun meta
hvernig að því verður staðið,
hverjir það verða og hversu fjöl-
mennt lið það verður," sagði
Hrafnkell Jónsson, bæjarfulltrúi
Alþýðubandalagsins á Eskifirði,
að síðustu.
Ungir þjófar í
gæzluvarðhald
TVEIR 17 ára piltar voru í
vikunni úrskuröaöir í gæzluvarö-
hald til 27. maí á meöan rann-
sókn fer fram á meintum afbrot-
um þeirra.
Piltarnir brutust í vikunni inn í
hús í borginni og að því búnu stálu
þeir bifreið húsráðanda og þeystu
á brott. Húsráðandinn varð var
við þetta og gerði lögreglunni
viðvart. Hún brá skjótt við og náði
piltunum. Þeir eru grunaðir um
mörg innbrot, þar sem aðallega
var stolið peningum. Þótti því
nauðsynlegt að hneppa piltana í
gæzluvarðhald á meðan rannsókn
fer fram á málum þeirra.