Morgunblaðið - 05.07.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ1981 5
Björn Kristinsson:
Raforkuverin
stórkostleg
iðnaðarverkefni
- Framtíðarverkefni islenzks rafiðnaðar
Nýsamþykkt heimildalöK um
raforkuver — aö vcrðmæti 4500
milljónir nýkróna — þýða, að
stefnt er að opinberum innkaup-
um á tækjum ok tæknibúnaði
fyrir rúmlcKa 1600 milljónir
króna (160 milljarða g. króna),
saKÖi Björn Kristinsson i erindi á
OrkuþinKÍ, „Útboð i orkuiðnaði
ok innlend framleiðsla“.
Framtiðarsýn min er, saKði
Björn. að á næsta áratuK verði öll
helztu tæki i vatnsaflsvirkjanir
ok Kufuaflsvirkjanir framleidd á
tslandi: vatnshverflar, skiljur ok
varmaskiptar. rafalar, spennar,
stjórnbúnaður ok tölvustýrinKar.
t>á standa vonir minar til að á
sama áratuK verði öll helztu tæki
til orkunýtinKariðnaðar fram-
leidd innanlands: raÍKreininKar-
tæki. IjósboKaofnar, önnur hitun-
artæki. stórir mótorar, spennar,
stjórnbúnaður ok tölvustýrinKar.
Ljóst er þvi að raforkuverin ok
iðjuvcrin, sem nýta orkuna, eru
sjálf stórkostleK iðnaðarverkefni,
ef rétt er að verkum staðið.
Athujíun á rafiðnaði
Björn Kristinsson skýrði m.a.
frá því að sérstök úttekt hefði
verið Kerð á ýmsum málefnum
varðandi rafiðnað í víðum skiln-
ingi á vegum VÍR, vinnuhóps á
vegum iðnaðarráðuneytisins.
Framkvæmdar hefðu verið ýmsar
forathuganir vegna nýframleiðslu,
svo sem í tengslum við raforku-
vinnslu, póst og síma, rafbúnað í
fiskimjölsverksmiðjum, rafþurrk-
un á fiskimjöli og búnað til fiski-
ræktar og stríðeldis. Þá hefur
aðbúnaður rafiðnaðar verið á
dagskrá hópsins, fræðslumál,
tollameðhöndlun hráefnis til raf-
iðnaðar og lánastofnanir og sjóðir.
I undirbúningi er og kynning á
rafiðnaðarfyrirtækjum.
Björn sagði ýmsa álitlega fram-
leiðslukosti vera fyrir hendi í
tengslum við virkjanir. Þessum
kostum má skipta eftir því, hvort
talið er að þeir séu framkvæman-
legir nú þegar vegna þess að
tæknileg reynsla er fyrir hendi hjá
Björn Kristinsson
innlendum aðilum — eða verða
framkvæmanlegir síðar þegar auk-
innar reynslu og þekkingar hefur
verið aflað.
í landinu er nú tii staðar
tæknileg þekking og mannafli til
að:
• — hanna vatnsaflsvirkjanir til
fullnustu fyrir útboð.
• — sérhanna allan þann búnað
sem til greina kemur að smíða
og setja saman hér heima.
Ennfremur er til í landinu verk-
þekking og mannafli til að:
• — setja upp öll tæki, leggja
allar leiðslur og framkvæma
allar teningar í slíkri vatnsafls-
virkjun.
• — smíða of? setja saman allan
þann búnað sem til greina
kemur að vinna hér heima.
Tæki sem hæfa innlendri
hönnun or framleiðslu
Af tækjum sem talið er að hæfi
innlendri hönnun og framleiðslu
má nefna þrýstivatnspípur, vatns-
lokur, segulmögnunarbúnað, hjálp-
arbúnað fyrir aflvél (stýrisskápa,
mælaspenna og tilheyrandi, raf-
geyma og hleðslutæki), spenna,
rofaskápa 6—20 kílóvolt, lág-
spennubúnað og rakstraumsskápa
fyrir stöðvarnotkun, sjálfvirkni-
búnað, liðavernd, fjarskiptabúnað
og fjargæzlubúnað fyrir stjórn-
búnað, stjórnbúnað í vararafstöð,
ýmsan búnað í stöðvarhús (bruna-
varnarkerfi, loftræstikerfi, raf-
kerfi 400 volt, lýsingarkerfi, og
hitakerfi, möstur í tengivirki).
Tæki sem ekki vóru talin hæfa
innlendri framleiðslu: sogrör frá
hverfli, hverflar (túrbínur), gang-
ráðar, rafalar, hjálparbúnaður
fyrir aflvélar (vatnsdælur, kælar,
olíudælur, loftpressur, pípur og
mælitæki), aflvélar í vararafstöðv-
ar, stöðvarhúskranar, búnaður í
spennistöðvar (stórir aflspennar,
háspennurofar, mælaspennar, ein-
angrar, aflstrengir og stýristreng-
ir). Af þessum búnaði er þó líklegt
að brátt verði unnt að framleiða
hér heima sogrör, hverfla, rafala,
stöðvarhúskrana og stóra afl-
spenna.
Verkefni í tengslum
við búnað virkjana
Björn fór siðan nokkrum orð-
um um það, hvern veg auka megi
verkefni fyrir véla- ok rafiðnað
landsins i tcngslum við búnað til
vatnsaflsvirkjana og einnÍK Kufu-
aflsvirkjana. Í þvi efni ræddi
hann samkeppnisstöðu okkar.
bæði hvað verði ok K«eði snertir.
Ilann rakti ýmis nýleK verk þar
sem islenzkir aðilar hefðu skilað
Koðum verkþáttum er tilheyra
rafmaKnsverkfræði ok varða bún-
að í virkjunum ok orkuiðnfyrir-
tækjum. svo sem við Ilitaveitu
Suðurnesja og járnblendiverk-
smiðjuna á GrundartanKa.
Björn saKði ta'knilega fram-
kvæmanleKt að taka mikið af
véla- og rafbúnaði til virkjana og
orkuiðnaðar lika til framleiðslu
innanlands. Eðlilegt er að vél- ok
rafbúnaður sé að mestu settur
undir sama hatt. sagði hann. f
lokaorðum benti hann á eftirfar-
andi atriði.
• 1. Hafa þarf innlenda fram-
leiðslu í huga strax við frum-
hönnun.
• 2. Raf- og vélbúnað þarf að
meðhöndla sem óaðskiljan-
lega hluta eftir því sem við á.
• 3. Framleiðsla eða uppsetning
þarf að vera hjá innlendum
aðilum sem aftur velja sér
samstarfsaðila eftir þörfum
innanlands og utan.
• 4. Ábyrgð verði að mestu hjá
verkkaupa sjálfum en hann
komi upp öflugu eftirliti með
hönnun, framleiðslu og upp-
setningu eftir því sem við á.
• 5. Fjármögnun er grundvallar-
atriði og opinber verkkaupi
verður að fá bankakerfið til
samstarfs.
• 6. Afgreiðslufrestur verður að
vera sanngjarn gagnvart
framleiðendum.
Snaggarctleg írlandsferö er engu lík
írland - ,,græna eyjan" er á margan hátt heillandi og spennandi feröamannaland. par hefur verið haldiö fast í gamla siöi og venjur,
sveitahéruöin eru rómuö fVrir kvrrláta fegurö sína og í borgunum ægir saman fornum kirkjum, krám og minnismerkjum, en inn á milli
hafa stungið sér nýtískulegar verslanir og stórhýsi.
Prátt fyrir sívaxandi straum ferðamanna hafa írar varöveitt af kostgæfni
þjóðlíf sitt. Cömlu og góöu írsku krárnar hafa t.d. ekki breyst í áratugi.
þjóölagatónlist, mynda hiö daglega mynstur kráarlífsins og gjarnan er
írskri krá - þar eru allir virkir þátttakendur
Dublin og rútuferðir
20. - 30. júlí -11 dagar — Verð frá kr. 2.335
í ellefu daga ferðinni til Dublin gefstfarþegum
kosturá þremurmismunandi rútuferðum um
sveitir og borgir landsins, og eru þær4 - 5 daga
langar. Komið ertil fjölmargra sögufrægra
staða og sveitarómantíkin blasir hvarvetna við.
M.a. er ekið til Waterford, Killarnev, Tralee,
Galway, Limerick og Bunrattv, auk þess sem í
einni ferðinni er ekíð norður til borgarinnar
Sligo.
I upphafi og lok ferðarinnarer dvalistá
Hótel Burlington í Dublin. Peir sem kjósa
hins vegar að dveljast í borginni allan tímann
gista á Burlington eða Roval Marine, - öndvegis
hótelum með fyrsta flokks þjónustu.
Alls fyrir rútuferð A kr. 5.420
Alls fyrir rútuferð B kr. 5.420
Alls fyrir rútuferð C kr. 5.530
Dvöl í Dublin með gistingu kr. 4.365
Innifalið í verði:
Flug, flutningurtil og frá flugvelli erlendis, gisting með írskum morgunverði
og íslensk fararstjórn, auk gistingar og aksturs í rútuferðunum.
hiö sérstaka og aö mörgu leyti fábrotna
Söngur, glens og gaman, ásamt írskri
sagt aö enginn geti veriö einmana á
Fimmdagarí
Dublin
30. júlí - 3. ágúst
Stutt og bráðsmellin ferð, þar sem aðeins
einn vinnudagur tapast. Lagt er af stað síðari
hluta fimmtudags og komið til baka á mánu-
dagskvöldi verslunarmannahelgarinnar
Gisting á Burlington eða Roval Marine.
Yerd frá kr. 3.120
Innifalið í verði:
Flug, flutningur til og frá flugvelli erlendis,
gisting með írskum morgunverði og íslensk
fararstjóm.
Gagnkvæmt leiguflug - lægra verð!
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTR/ETI 12 - SÍMAR 27077 & 28899