Morgunblaðið - 05.07.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.07.1981, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ1981 Hér áður fyrr var niður- lægjandi að sjást á hjóli Það heíur varla íarið fram hjá neinum að nú á dögum er mikið sport hér á íslandi. sérstaklega á sumrin, að fara út helst í góðu veðri, og fara að hjóla. Reiðhjól standa stutt við í verslunum og heilu fjölskyldurnar kaupa saman. Rétt eins og skíði. A síðasta ári voru flutt inn í landið rúmlega 12.000 reiðhjól og á þessu ári er áætlað að flutt verði inn um 20.000 stykki. Það eru aðallega þessi fjölgírahjól eins og þau eru kölluð sem eru með fleiri gíra en þrjá, sem eru mest keypt, enda eru þau til í öllum stærðum og gerðum. Það er af sem áður var þegar sást í einn og einn kall vera að burðast, hokinn í baki, upp einhverja brekkuna á svörtu stóru þungu hjóli. Nú er þotið um á léttum, gljáandi fögrum og hraðskreiðum hjólum og virðist lítið þurfa að reyna á sig til að ná miklum hraða. Það gera gírarnir. Því fleiri sem þeir eru því léttara er að hjóla. Og fyrir utan nú allt annað þá er þetta geysilega holl og góð líkamsæfing og skemmtileg líka. Morgunblaðið fór á stúfana og leit inn í reiðhjólaverslanir og spjallaði við hjólreiðamenn á göt- um úti og spurði þá spjörunum úr. í versluninni Erninum hittum við fyrir Loga Einarsson, sem er sölustjóri þar, og spurðum hann fyrst hvers vegna hann héldi að svona mikill áhugi á reiðhjólum hefði allt í einu skotið upp kollin- um hér á landi. „Það er nú ekki til nein ein skýring á því,“ sagði Logi. „Ég hugsa að það séu aðallega þrír svona meginpunktar: í fyrsta lagi aukinn áhugi á útivist hér á landi, í öðru lagi er fólk farið að nota hjólreiðar meira sem trimm og líkamsæfingu og í þriðja lagi hleypti niðurfelling á 80 prósent tolli, sumarið ’79, flóðinu af stað. Reyndar er enn 80 prósent tollur á varahlutum í reiðhjólin þannig að það gæti orðið dýrkeypt fyrir reiðhjólaverslun að koma sér upp varahlutalager." Logi sagði einnig að mest hreyf- ing væri á 10 gíra hjólum úr búðinni enda væri 10 gíra kerfið langvirkasta gírskipting sem hægt væri að fá. Það væri besta lausnin á drifkerfi. Það væri reyndar opið fyrir öllu hnjaski og kallaði það á meira eftirlit og viðhald en mestu máli skipti að halda búnaðinum hreinum og rétt smurðum. Logi sagði að dýrasta hjólið sem nú væri í versluninni væri franskt og kostaði 3.350 kr. og bætti við að þeir væru að fá mun dýrari hjól næstu daga. Guðgeir Leifsson í Hjól og vagnar sagði að við íslendingar værum þremur árum á eftir í þessu eins og öllu öðru. í Ameríku og Evrópu byrjaði fólk að kaupa sér hjól út af heilsufarsástæðum, enda voru menn þar mikið hvattir til að hreyfa sig. Einnig kom það í kjölfar orkukreppunnar og hækk- andi bensínverðs að fólk fór að nota hjól meira. Sagði Guðgeir að það hefði ekki tekið nema tvö ár að metta markaðinn í Ameríku og væri hann nú orðinn nokkuð stöðugur. „Markaðurinn hér á íslandi er ekki orðinn mettur ennþá," sagði Guðgeir. „Hér áður fyrr var það talið niðurlægjandi að sjást á hjóli, og voru það ekki nema litlir krakkar sem hjóluðu eitthvað að ráði. í dag er þetta öðruvísi. Til dæmis á tíu gíra hjóli sem fram- leitt er í dag er hægt að komast leiðar sinnar á miklu auðveldari hátt en áður fyrr. Það er mun léttara að hjóla á þessum fjölgíra- hjólum. Það er þara svo ferleg aðstaða hér á höfuðborgarsvæð- inu. Hún er ekki til.“ Aðspurður um hvort það væri ekki hættulegt að hjóla á þeim hjólum sem eru með kappakst- urstýri þar sem sleppa verður annarri hendinni til að bremsa, sagði Guðgeir að flest hjól með svona stýri væru með tvöfaldar bremsur þ.e. bremsuhandföngin væru fjögur þar sem hægt væri að grípa í bremsurnar þegar fólk héldi ofan á stýrinu. Sagði Guð- geir að þetta væru jafnöruggar bremsur og fótbremsurnar á gömlu „vísitöluhjólunum" eins og hann kallaði þau. Hanr. sagði að það væri svo auðvelt að hjóla á þessum fjölgírahjólum vegna farið að draga úr sölu hjá þeim. Tíugírahjól kostuðu á bilinu 2.900 tl 3.700 í Fálkanum, en hann sagði að mest væri keypt af venjulegum hjólum. Það væri þó nokkuð af yngra fólki sem keypti sér hjól. Jón sagðist alveg vera til í að hjóla í vinnuna á hverjum degi, en þar sem hann ætti heima upp í Breiðholti væri hann ekki svo áfjáður að hjóla heim aftur. „Það væri í lagi,“ sagði hann, „ef hægt væri að hengja reiðhjólin á stræt- isvagna." Niður í Nauthólsvík hittum við fyrir Sigurð Friðfinnson en hann er úr Hafnarfirði og var hér á árum áður mikill frjálsíþrótta- garpur. Keppti m.a. í landskeppn- inni milli Dana og Islendinga 1950 og vann þar til verðlauna. Hann var að fylgjast með skútum á siglingu þegar við komum að honum þar sem hann sat á reiðhjóli sínu. „Ég er búinn að eiga þetta hjól í tvö ár. Ég á líka bíl en stundum skil ég hann eftir heima og hjóla í vinnuna, sem er svona átta kíló- metra leið. Maður reynir að hjóla eins og maður getur, til að fá hreyfingu á líkamann og áreynslu á hjarta og lungu auk þess sem maður er að halda sér við og í æfingu." Finnst þér ekki líka gaman að hjóla? „Jú, maður er eins og fuglinn fljúgandi. Þegar maður er ekkert að flýta sér og getur tekið það rólega, þá er þetta alveg stórkost- legt. Mun betra en að hossast í bíl. Þetta er allt annað líf. Það er þó svolítil hætta í sambandi við umferðina, en það er bara um að gera fyrir hvern og einn að finna sína leið, til dæmis, í vinnuna. En það er einn ókostur við þetta og hann er sá að þegar maður hefur hjólað í vinnuna þá er maður svolítið sveittur sem er hvimleitt. Það vantar eiginlega sturtu í vinnuna. Svo vil ég minna fólk á að fara ekki of geyst og ofreyna sig, heldur taka það ró- lega fyrst og smá auka við sig,“ sagði Sigurður að síðustu. Nú er áætlað að flutt verði inn 20.000 hjól á þessu ári Logi Einarsson i Erninum gírskiptingarinnar að það væri hægt að nota þau miklu meira og væru það því betri hjól þannig. Verð á hjólunum í Hjól og vagnar er svona frá 2.400 og upp í 3.200. Svo var hægt að fá hjól á 9.000 en það væri sérstakt kapp- reiðahjól sem fáir keyptu. í Fálkanum hittum við fyrir Jón Jóhannsson afgreiðslumann og sagði hann að ástæður þess að nú væri svo mikil sala sem raun ber vitni á hjólum, væri niðurfellingin á tollum auk þess sem framboðið hefði aukist geysilega mikið. „Svo er þetta nú bara tíska," bætti hann við. „Hér á árum áður vorum við með um 80 prósent af reiðhjóla- markaðinum á íslandi, en samt seljum við miklu meira af hjólum í dag. Aður fluttum við inn varla meira en fimm stykki af þessum kappakstursreiðhjólum og áttum við í erfiðleikum með að selja þau yfir sumarið. Eftir verðlækkunina og út af tískunni sem nú er í gangi, flytjum við inn óhemju af reiðhjólum og eigum ekki í nokkr- um erfiðleikum með að losa okkur við þau. DBS sendir okkur vissan kvóta á ári eftir því hvað við seljum vel árið áður og við erum núna löngu búnir með kvótann." Jón sagðist halda að markaður- inn væri að mettast þó ekki væri í Nauthólsvík tókum við einnig tali ungan mann, sem sagðist heita Gauti Þór Ástþórsson og vera tíu ára. Hann ber út blöð og safnaði fyrir hjólinu, sem hann var á, í þrjá mánuði. „Ég nota það mikið þegar ég ber út,“ sagði Gauti. „Ég hjóla mikið, og er mjög gaman að eiga þetta. Allir kunningjar mínir eiga hjól og ég er oft með þeim úti að hjóla." Gauti Þór sagðist aldrei hafa lent í umferðarslysi og að hann þekkti eitthvað í umferðarreglum. Sagði hann að bremsurnar væru ekki nógu góðar á hjólinu og að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.