Morgunblaðið - 05.07.1981, Síða 16

Morgunblaðið - 05.07.1981, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ1981 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ1981 17 Útgefandi itliXnbiíi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 80 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Einangrun áréttuð Persónulega sýnast mér orð Brezhnevs og gerðir stangast verulega á. Hann segist vera reiðubúinn að lofa því, að Sovétríkin beiti ekki kjarnorkuvopnum gegn Norðurlöndum, en þó er eldflaugum beint gegn þeim á Kólaskaga. Það væri betra, ef hann fjarlægði þær ... Sovésk stjórnvöld verða að vera mun nákvæmari í til- lögum sínum, til að ég geti dæmt um, hvað þau eru að fara.“ Þannig komst Joseph Luns, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, að orði, þegar Morgunblaðið leitaði álits hans á ummæl- um Leonid Brezhnevs, for- seta Sovétríkjanna, í finnsku blaði um kjarnorkuvopna- laust svæði í Norður-Evrópu. Luns taldi ummælin alltof óljós til að byggja á þeim. Sama viðhorf kom fram hjá þeim Benedikt Gröndal, Geir Hallgrímssyni og Ólafi Jó- hannessyni, þegar Morgun- blaðið leitaði álits þeirra. Benedikt Gröndal sagði: „Mér finnast þessi ummæli mjög óljós og erfitt að átta mig á því, hvaða þýðingu þau hafa á þessari stundu." Benti Benedikt á, að ekki væri unnt að ganga fram hjá þeirri staðreynd, að Sovét- menn hefðu mikinn viðbúnað á Kólaskaga umhverfis Murmansk, en Norðurlöndin væru í raun og veru kjarn- orkuvopnalaust svæði. Geir Hallgrímsson sagði engin kjarnorkuvopn á Norður- löndunum og eðlilegast væri „að gera þá kröfu að Sovét- ríkin sýndu vilja sinn í verki með því að draga úr kjarn- orkuvopnum á eigin land- svæði svo sem á Kólaskaga, við Eystrasalt og annars staðar". Jafnframt taldi Geir, að Sovétríkin ættu að láta af „þeim aðgerðum sem stofna einkum heimsfriðnum í hættu og á ég þar við ógn þeirra gagnvart Póllandi og innrásina í Afganistan," eins og hann komst að orði. Ólafur Jóhannesson sagði, að það væri sjálfsagt ekki ofmælt hjá Joseph Luns, að tillögur Brezhnevs væru óljósar. Ólafur sagði einnig: „Við höfum engin kjarnorku- vopn, ætlum ekki að fá þau. Við teljum einhliða yfirlýs- ingu takmarkaðs hóps eins og Norðurlandanna gagns- litla ef hún er ekki liður í samningum um gagnkvæma fækkun kjarnorkuvopna.“ Eins og af þessum tilvitn- unum sést eru málsvarar lýðræðisflokkanna þriggja samstiga í afstöðu sinni til ummæla Brezhnevs. Hins vegar kvað við annan tón í svörum Svavars Gestssonar, formanns Alþýðubandalags- ins, við spurningum Morgun- blaðsins um boðskap Brezh- nevs. „Mér finnast þetta at- hyglisverðar yfirlýsingar," sagði Svavar og bætti við: „Mér finnst rétt að það verði látið reyna á það hvaða alvara fylgir slíkum orðum og ummælum." Og enn segir Svavar: „Það eru nú skiptar skoðanir um það, hvort Norðurlöndin eru kjarnorku- vopnalaus ..." Og formaður Alþýðubandalagsins telur, að orð Brezhnevs séu „and- svar við þeim ábendingum sem komið hafa fram á Norðurlöndum og í Vestur- Evrópu um þessi mál.“ í ræðu, sem Benedikt Gröndal flutti í umræðum um skýrslu utanríkisráð- herra á Alþingi í maí síðast- liðnum, komst hann svo að orði: „Það leynir sér ekki, að allur undirtónn í hinni nýju áróðurssókn Alþýðubanda- lagsins er stuðningur við Sovétríkin og fordæming á hinum frjálsu ríkjum." Við- brögð Svavars Gestssonar við óljósum ummælum Brezhnevs árétta einangrun Alþýðubandalagsins í um- ræðum um utanríkis- og öryggismál. Talsmenn Al- þýðubandalagsins hafa keppst við að gera ísland grunsamlegt, þegar kjarn- orkuvopn ber á góma og Svavar Gestsson gefur hið sama til kynna um Norður- löndin öll, þessar fölsku og hættulegu forsendur eru síð- an lagðar til grundvallar, um leið og „friðarhjal“ Kreml- verja er tekið trúanlegt og látið undir höfuð leggjast að vara við gífurlegum vígbún- aði þeirra og yfirgangs- stefnu. Það sannast enn einu sinni, að kommúnistar hafa það ekki í huga, sem kemur sér best fyrir öryggi og sjálfstæði íslands. Þrefalt stjórnleysi Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fimmtu- daginn vantraust á vinstri- meirihlutann, að tillögu Sjafnar Sigurbjörnsdóttur var tekið af borgarráði um- boð til að stjórna málefnum borgarinnar í sumarleyfi borgarstjórnar. Viðbrögð þeirra Sigurjóns Pétursson- ar, oddvita kommúnista, og Kristjáns Benediktssonar, oddvita framsóknar, við van- traustinu staðfesta enn rétt- mæti glundroðakenningar- innar. Þeir segja, að van- traustið sé á Björgvin Guð- mundsson, oddvita krata, en Björgvin ' sjálfur bregst þannig við, að hann lýsir flokkssystkinum sínum, Sjöfn Sigurbjörnsdóttur og Bjarna P. Magnússyni, sem óhæfum, gjörðir þeirra mót- ist af „misskilningi" og „fljótfærni". Það er því ekki nóg að borgin sé stjórnlaus, meirihlutinn er stjórnlaus og borgarstjórnarflokkur krata er stjórnlaus. Kosninga- skjálfta fer nú að gæta í borgarstjórninni, greinilegt er að eitt af helstu stefnu- málum þríeykisins, sem fékk vantraustið á fimmtudaginn, verður að úthrópa krata. IXIIHMIIllMI III N 11 )• ININI M . IIII NMltt.fl M 2.V I'INI TRIDENT GOES TO SEA AMERICAS FIRST TRIDENT SEBMARINE, THE OHIO, RETLRNED FROM SLCCESSFLL SEA TRIALS ON JLNE 20,1981. Trident is the free world’s most important new strategic weapons system Designed and built by the men and women of Electric Boat QBNBRAL DYNAMICl Electnc Boat Division Þessa heilsíðuauglýsingu birti Generai Dynamics, framleiðandi Ohio-kafbátsins, eftir fyrstu reynslu- ferð hans. 1 textanum segir: Trident á haf út. Fyrsti bandaríski Trident-kafbáturinn, Ohio, kom úr vel- heppnaðri reynslusiglingu 20. júní 1981. Trident er mikilvægasta og nýjasta langdræga kjarnorkuvopna- kerfi hins frjálsa heims. Karlar og konur hjá Electric Boat hönnuðu og smíðuðu það. Trident á haf út Breska ríkisstjórnin gaf út áætlun um varn- armál 25. júní síðastliðinn. Þar er staðfest, að haldið verði áfram undirbúningi að endurnýjun á breska eldflaugakafbátaflotanum, settar verði Trident-eldflaugar í 4 til 5 kafbáta í stað Polaris-flauganna, sem þeir bera nú. Trident- eldflaugarnar draga 7400 km og því verður það svæði, sem nýtist kafbátum með þessum eldflaugum um 10 sinnum stærra en það, sem kafbátar búnir Poseidon- og Polaris-eldflaugum nota og miðast við, að flaugar þeirra nái til skotmarka í Sovétríkjunum. Bretar stefna að því, að hinir nýju kafbátar verði komnir til starfa á næsta áratug og á hver þeirra að bera 16 eldflaugar en í hverri flaug verða allt að átta kjarnorkusprengjur, sem senda má á jafnmörg skotmörk. Eins og sést á meðfylgjandi auglýsingu, sem birtist í blaðinu Intemational Herald Tribune 25. júní sl. hefur fyrsti Trident-kafbáturinn nýlokið reynsluferð sinni. Þessir kafbátar eru af svonefndri Ohio-gerð og hafa tveir þegar verið smíðaðir í Bandaríkjunum. Kostnaðaráætlanir hafa síður en svo staðist og reikningar langt frá því að vera gerðir upp milli stjórnvalda í Washington og verktaka. Kostnaður við hvern kafbát hleypur á bilinu 1 til 2 milljarðar Bandaríkjadala og er stefnt að þvi, að smíða einn bát á ári fram til ársins 1984. í nýútkominni skýrslu Alþjóðahermálastofnunar- innar í London um þróun hermála á árinu 1980 er sérstakur kafli um gagnkafbátahernað. Þar segir, að á árinu 1980 hafi Sovétmenn átt 62 kjarnorkukaf- báta búna langdrægum kjarnorkueldflaugum. Hins vegar hafi Bandaríkjamenn aldrei átt fleiri en 41 slíkan kafbát og þeim geti fækkað niður í 32 fyrir lok 1981 en síðan væntanlega fjölgað aftur í um 40 fyrir lok þessa áratugar. Telur stofnunin, að gífurleg fjárfesting Sovétmanna í þessum kafbátum sýni, að þeir telji öryggi sínu best borgið með miklum fjölda. Sovétmenn hafa markvisst stefnt að því að taka úr notkun þá eldflaugakafbáta, sem hafa orðið að sækja út á Kyrrahaf og suður fyrir ísland á Atlantshafi til að ná til skotmarka í Norður- Ameríku. Nú eru sovésku Delta III-eldflaugakafbát- arnir að taka við af eldri tegundum. Delta-kafbát- arnir eru með SS-N-8- og SS-N-18-kjarnorkueld- flaugar um borð, sem draga allt að 8000 km, og eiga Sovétmenn 33 Delta I-, II- og Ill-kafbáta, sem búnir eru langdrægum eldflaugum. Allt að 70% af þessum kafbátum eiga heimahöfn á Kola-skaga við landa- mæri Noregs. Vegna þessarar endurnýjunar geta Sovétmenn haldið meirihluta eldflaugakafbáta sinna á bak við varnarlínu, sem dregin yrði á hafinu tiltölulega nálægt heimahöfnum þeirra. Telur Al- þjóðahermálastofnunin, að fyrir Norðurflotann sov- éska yrði varnarlínan líklega dregin um mitt Noregshaf eða sunnar, en eins og kunnugt er, þá telja herfræðingar helstu hindrunina á leið sovéska flotans frá Kola-skaga út á Atlantshafið vera í svonefndu GIUK-hliði, það er á varnarlínu Vestur- landa, sem dregin yrði frá Grænlandi um ísland til Bretlands. Það atriði í bresku varnaráætluninni, sem út kom 25. júni, sem mest var til umræðu, er sú ákvörðun að fækka „yfirborðsskipum" í breska flotanum og leggja þeim mun meiri áherslu á kafbáta og notkun flugvéla í þágu flotans. Ætlunin er að halda úti um 50 freigátum og tundurspillum í stað þeirra 59, sem Bretar eiga nú. Ljúka á smíði nýja flugmóðurskips- ins Ark Royal og á það að taka til starfa við hlið systurskipa sinna Invincible og Illustrious, en þegar til lengdar lætur ætla Bretar aðeins að eiga tvö flugmóðurskip og hefur verið rætt um, að eitt skipa þeirra verði selt til Ástralíu. Fjölga á kjarnorku- knúnum árásarkafbátum, sem eru minni en eld- flaugakafbátarnir og ekki búnir langdrægum kjarn- orkueldflaugum. Um miðjan þennan áratug munu Bretar taka í notkun nýja gerð af orrustuþotum, svonefnda Tornado F2-þotu, og þá er einnig væntanleg ný gerð af Nimrod-þotum, sem mun gegna sama hlutverki og AWACS-þoturnar, það er sinna eftirlits- og flugstjórnarstörfum. Tvær sveitir Phantom-orr- ustuþotna munu starfræktar áfram en ekki lagðar niður við tilkomu Tornado-þotnanna, eins og áður var áætlað. Bresku Phantom-þoturnar hafa átt nána samvinnu við systurvélar sínar á Kefla- víkurflugvelli og áherslan á auknar loftvarnir í Bretlandi endurspeglar áhyggjur Breta af tíðari ferðum sovéskra herflugvéla frá Kola-skaga suður um Noregshaf og út á Atlantshaf. __________________________________________Bj.Bj. I Reykjavíkurbréf !»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 4. júli Kanada og flutti þar fyrirlestra við tvo háskóla. Var kjörinn heið- ursdoktor við háskólann í Winni- peg- Síðast en ekki sízt minni ég á boð biskups vors í páfagarð, hann tók þar þátt í hinu mikla kirkju- þingi, sem þar var haldið fyrir nokkrum árum. Hann var þar áheyrnarfulltrúi." Þakklæti og virðing Biskup íslands, herra Sigur- björn Einarsson, varð sjötugur 30. júní sl. og lætur af biskupsstörf- um 1. október nk. Það er engum vafa undirorpið að Sigurbjörn Einarsson er í hópi mikilhæfustu kirkjuhöfðingja íslenzkra fyrr og síðar. Þegar hann lætur biskups- starfið í hendur eftirmanni sínum verður þakklæti og virðing efst í hugum þjóðarinnar: þakklæti fyrir farsælt leiðtogastarf í ís- lenzku þjóðkirkjunni og virðingin fyrir þeim samferðarmanni, sem hefur öðrum betur talað til þjóð- arinnar tungu kærleikans og kristindómsins í ölduróti samtím- ans. Þórarinn Þórarinsson, fyrrum skólastjóri á Eiðum, sem lengi sat í kirkjuráði undir forsæt’ biskups, segir svo frá: „Þegar frá fyrsta fundi er ég sat með honum í kirkjuráði, varð mér ljóst að Islendingar höfðu eignazt af- burðamann fyrir biskup. í þau seytján ár er við sátum saman í þessu ráði styrktist þessi skoðun mín, svo að segja með hverjum fundi. Svo byrjað sé á trúarskoðunum, sem mestum uggnum ollu, kom aldrei til neinna deilna, þótt eitthvað bæri á milli að mínu mati allra fyrst. Ef til þess kom að slík mál bæri á góma, sem var afar sjaldan, flutti biskup mál sitt af slíkri hófstillingu, mannviti og djúpri alvöru að ekki var hjá því komizt að fallast á skoðun hans. í máli hans birtist mér nýr skiln- ingur á að vera „kallaður" til starfa af æðri máttarvöldum en ekki eigin skynsemi eða annarra. Hér verða ekki upptalin þau mál er kirkjuráð afgreiddi á þessum árum, oftast að frumkvæði bisk- ups. Nægir að minna á endurreisn Skálholts og skólans þar, Hjálpar- stofnun kirkjunnar og eflingu æskulýðsstarfsins innan hennar, til að sýna hvernig biskup hafði forystu um „eflingu íslenzkrar kristni og (að) styðja að trúar- og menningaráhrifum þjóðkirkjunn- ar“, eins og mælt er fyrir í 16. grein áðurnefndra laga um kirkju- þing og kirkjuráð. Það vakti at- hygli okkar er sátum með biskupi í kirkjuráði á fyrstu árum hans þar, hversu skjótt hann hafði yfirsýn yfir kristnihald í landinu, jafnt í hinum dreifðustu, fámenn- ustu og fátækustu byggðum sem í þéttbýlinu. Það vakti einnig at- hygli hversu annt honum var um að allar þessar byggðir nytu sem jafnastrar aðstöðu í kristnihaldi sínu." Mikilsmetinn kirkjuhöfð- ingi og guðfræðingur Ingólfur Ástmarsson segir svo í afmælisgrein í Mbl. um Sigur- björn Einarsson sjötugan: „Dr. Sigurbjörn hefur verið af- kastamikill rithöfundur. I hjá- verkum með sínum inikla verka- hring í prestsstöðu, prófessors- störfum og biskupsembætti. Mér telst svo til, að frá hans hendi hafi komið út 19 bækur, 13 frumsamdar. Þar á meðal fræðirit um Opinberun Jóhannesar. Sex bækur þýddar úr erlendum málum hafa komið út. Meðal þeirra má nefna: Helztu trúarbrögð mann- kyns, sem líklega er ekki síður sjálfs hans verk en þýðing. Hann á 27 sálma í nýju sálmabókinni, fimm af þeim eru frumsamdir. Tímaritið Víðförla gaf hann út í nokkur ár. Hann hefur einnig séð um útgáfu merkisbóka. Eg minn- ist Passíusálma í viðhafnarútgáfu með formála biskups. Ég minnist þess, að það var Sigurbjörn Einarsson, þá ungur maður, sem innleiddi passíu- sálmalestur í útvarp. Hann las þá sjálfur, framsögn afburða fögur. Biskup vor er mikils metinn sem kirkjuhöfðingi og guðfræðingur meðal erlendra kirkjuleiðtoga og guðfræðinga. Það var hans vegna, sem stjórnarnefnd Lúterska heimssambandsins hélt aðalfund sinn hér á landi. Hann hefur verið fenginn til prédikunar á öllum Norðurlöndum og boðinn til Grænlands til pré- dikunar þar. Ennfremur hefur hann þegið boð til Þýzkalands til fyrirlestra þar í nokkrum borgum. Þangað fór hann 1974. Hann hefur einnig þegið boð til fyrirlestra- halds í enskum háskólum — og naut jafnframt heimboðs erki- biskupsins í Kantaraborg. — Hann hefur þegið heimboð til Grimsby. Hann hefur verið boðinn til „Marxisti var ég aldrei“ Dagblaðið Vísir birti viðtal við fráfarandi biskup í tilefni af sjötugsafmæli hans. Þar er vikið að þjóðmálaviðhorfum hans á yngri árum. Um það efni sagði hann: „Ég var ungur mjög ákveð- inn jafnaðarmaður og gekk í félag jafnaðarmanna þegar það var stofnað. Marxisti var ég aldrei og þegar ég var ákveðnastur jafnað- armaður á unglingsárum var ég jafnframt eindregnastur kristinn maður og fannst það falla mjög vel saman." Blaðamaður Vísis víkur að því að Sigurbjörn Einarsson var árið 1949 í hópi þeirra sem ólu efa- semdir í brjó^ti um aðild íslands að NATO og spyr: „Ert þú sömu skoðunar í dag og þú varst 1949?“ í svari biskups kom m.a. eftirfar- andi fram: „Átlantshafsbandalag- ið var að sjálfsögðu byggt upp með tilliti til veru Islands í því og það er annað mál, að þegar við erum á annað borð komin í það, þá þurfti að athuga það að nýju, hvort það væri raunhæft, eðlilegt og verjan- legt að ísland gengi úr þessu bandalagi. Ég tel ekki raunsætt að hverfa úr þessari fylkingu úr því sem komið er ...“ (Leturbr. Mbl.). Um samskipti sín við Bjarna heitinn Benediktsson segir biskup í þessu viðtali: „Það var dálítið furðulegur tími á meðan þessi átök stóðu yfir en ég held að við Bjarni höfum gegnum allt virt Ragnhildur Helgadóttir afhendir Auði Auðuns Auðarbók. hvor annan. Hann var minn ráð- herra fljótlega eftir að ég tók við embætti. Þá tókust með okkur ágæt kynni. Ég man ekki eftir að hafa farið erindisleysu til hans með kirkjuleg málefni. Bjarni fylgdi fast eftir lögunum um Skálholt. Hann var sögumaður og ég hafði orðið var við að hann hafði áhuga á Skálholtsmálum þegar við vórum að byrja að vekja athygli á þeim. Hann kom á Skálholtshátíðir, sem við héldum undir berum himni í túnbrekkunni í Skálholti. Ekki lét hann þann málstað gjalda mín þótt þetta væri á sama tíma og deilurnar stóðu yfir.“ Bjarni heitinn Benediktsson, þáverandi kirkjumálaráðherra, og herra Sigurbjörn Einarsson, bisk- up, vóru óumdeilanlegir leiðtogar, hvor á sínu sviði, og samátak þeirra um endurreisn Skálholts- staðar mun bera hátt í íslenzkri sögu. En þar komu margir fleiri við sögu, m.a. innan Skálholtsfé- lagsins, sem dyggilega vann að endurreisn Skálholtsstaðar. í hugum íslenzkrar þjóðar er Sigurbjörn Einarsson, biskup, hinn mikli meistari orðsins, bæði í ræðu og riti, og að baki hrífandi framsetningar býr víðfeðm þekk- ing og leiftrandi greind. Hann er fyrst og fremst kristniboði meðal þjóðar sinnar; predikari, sem með trúarsannfæringu sinni, listrænni túlkun, einlægni og hreinskiptni hefur náð eyrum þjóðarinnar. Þegar hann lætur af löngu og farsælu biskupsstarfi er sá Islend- ingur vandfundinn, sem ekki býr yfir þakklæti og hlýhug í garð Biskupshjónin Magnea Þorkels- dóttir og Sigurbjörn Einarsson. þeirra hjóna, frú Magneu Þorkels- dóttur og herra Sigurbjörns Ein- arssonar, fyrir leiðsögn þeirra og margþætt störf í þjóðkirkjunni. Audarbók Auduns Landssamband sjálfstæðis- kvenna og Hvöt, félag sjálfstæðis- kvenna í Reykjavík, hafa gefið út Auðarbók Auðuns, sem hefur að geyma, auk formála Ragnhildar Helgadóttur, 18 ritgerðir um margvísleg efni, sem öll eru innan áhugasviðs frú Auðar. Á titilblaði bókarinnar stendur: „Þetta rit er helgað brautryðj- andanum Auði Auðuns i tilefni sjötugsafmaiis hennar hinn 18. febrúar 1981“ Auður Auðuns er brautryðjandi um mjög margt í sögu íslenzkra kvenna. Hún er fyrsti íslenzki kvenlögfræðingurinn; lauk emb- ættisprófi 1935. Hún varð og fyrsti kvendómarinn í landinu. Hún er eina konan sem gegnt hefur stöðu borgarstjóra í Reykjavík og eina konan sem gegnt hefur ráðherra- störfum í ríkisstjórn hérlendis, en hún var dóms- og kirkjumála- ráðherra í ráðuneyti Jóhanns heit- ins Hafstein. Auður Auðuns var bæjar- (borgar-) fulltrúi í Reykja- vík 1946—1970, í bæjar- (borgar-) ráði 1952—70 og forseti borgar- stjórnar 1954—1959 og 1960— 1970. Hún sat á Alþingi sem varaþingmaður 1947—49 en var kjörin þingmaður Reykvíkinga 1959 og sat á Alþingi til 1974. Hún gegndi margvíslegum trúnaðar- störfum innan Sjálfstæðisflokks- ins, m.a. formennsku í Hvöt og Landssambandi sjálfstæðiskvenna og sat í miðstjórn flokksins um árabil. Guðmundur H. Frímannsson, sem skrifar ritdóm um Auðarbók Auðuns í Mbl., segir m.a. svo um Auði: „Hún hefur ekki talað hæst um kvenréttindi, enda skiptir það ekki öllu máli endanlega, hver hefur hæst á hverjum tíma, en hún hefur orðið fyrsta konan til að neyta margra þeirra réttinda, sem konum vóru veitt 19. júní 1911. Það er mun mikilvægara þegar formlegum réttindum hefur verið náð. Það sýnir öðrum konum að þær geta öðlast virðingu og völd, ef þær kæra sig um að sækjast eftir þeim og það sýnir líka, að lögin eru ekki dauður bókstafur.“ Ragnhildur Helgadóttir, fyrrv. alþingismaður, orðar þetta svo í formála fyrir bókinni: „Auður hefur alla tíð verið mikil kvenrétt- indakona. Mestum árangri hefur hún náð á því sviði með þeim sporum, er hún sjálf steig með miklum sóma inn á nýjar brautir og efldi þannig kjark og þrótt með konum.“ Þátttaka kvenna í sveitarstjórn- ar- og þjóðmálum hefur ekki orðið jafnmikil og vænta hefði mátt með hliðsjón af framvindu í ná- grannaríkjum. Engin stjórnmála- flokkur, íslenzkur, hefur þó af jafn mörgum konum að státa í þjóð- málaforystu og Sjálfstæðisflokk- urinn. Ingibjörg H. Bjarnason, fyrsta konan sem kjörin var á Alþingi, 1922, var ein af stofnend- um íhaldsflokksins og síðar Sjálf- stæðisflokksins. Síðan hefur mörg konan gegnt fulltrúastarfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, bæði í sveit- arstjórnum og á Alþingi, en hlutur kvenna er þó enn langtum of lítill. En fordæmi Auðar Auðuns er lýsandi vegvísir. Forvitnileg bók Auðarbók Auðuns geymir marg- þættan fróðleik í framsetningu ágætra höfunda. Guðmundur H. Frímannsson rekur efnisþætti hennar í ritdómi með þessum orðum: „I þessa bók hefur verið safnað saman 18 ritgerðum, 8 eftir konur og 10 eftir karla, og fjalla þær um margvísleg efni, en allar tengjast þær hugðarefnum Auðar Auðuns. Fjórar ritgerðanna eru um lög- fræðileg efni eða lagadeild Há- skólans. Agnar Kl. Jónsson rifjar upp atvik frá því, er hann sat í lagadeild fyrir fimmtíu árum. Ingibjörg Rafnar fjallar um rétt- arhjálp án endurgjalds sem tæki til að ná því takmarki að allir njóti jafnræðis fyrir lögunum. Baldur Möller fjallar um ríkis- borgararétt og Steinunn Margrét Lárusdóttir um upptöku ólöglegs sjávarafla og vanda, sem fylgir reglugerð þar um frá 1976. Fimm greinar huga að baráttu kvenna fyrir réttindum sinum. Ólöf Bene- diktsdóttir greinir frá lífshlaupi og baráttu Þorbjargar Sveinsdótt- ur. Kristín Norðfjörð segir frá tveimur baráttukonum fyrir mannréttindum í Sovétríkjunum, Nadezhdu Mandelstam, eiginkonu Osips Mandelstam, ljóðskálds, sem var myrtur í hreinsunum Stalíns, og Natalyu Gorbanev- skayu, sem er menntuð í málvís- indum, en hefur eytt drýgstum hluta starfsævi sinnar í baráttu gegn yfirvöldum í austurvegi og hefur gefið út A Chronicle of Current Events, sem flytur fregn- ir af föngum í Sovétríkjunum. Bessí Jóhannsdóttir segir frá Ingi- björgu H. Bjarnason, fyrstu kon- unni, sem sat á Alþingi, og aðdragandanum að kosningu hennar. Esther Guðmundsdóttir veltir fyrir sér, hvort réttlætan- legt sé að veita konum réttindi umfram karla um tíma, til að þær standi jafnar að vígi í samkeppn- inni við karla. Gísli Jónsson segir frá 7. júlí 1915. Ein ritgerð greinir frá fræðslu- málum í Reykjavík og er eftir Áslaugu Friðriksdóttur, önnur frá velferðarmálum aldraðra og sjúkra í Reykjavík, eftir Þóri Kr. Þórðarson, en bæði þessi viðfangs- efni hafa verið Auði Auðuns kær um dagana. Geir Hallgrímsson og Ólafur Björnsson lýsa þáttum úr sögu Sjálfstæðisflokksins. Friðrik Friðriksson fjallar um ímynd Lange af markaðssamhyggju og gagnrýni á þessa ímynd. Matthías Johannessen veltir fyrir sér frelsi listamannsins til orðs og æðis og þeirri tilhneigingu sósíalista að beygja öll mannanna verk undir eitt allsherjar markmið. Kjartan Gunnarsson svarar þeirri stað- hæfingu, sem nýlega hefur komið fram um herstöðina í Keflavík, að hún gegni ekki sama hlutverki og áður. Sigríður Snævarr lýsir kenningum Hönnu Arendt um uppruna alræðisstefnunnar og setur fram gagnrýni á hana. Halldór Guðjónsson rekur hug- myndir um, hvert verði hlutverk menntakerfisins á næstu árum og áratugum." Ritnefnd Auðarbókar Auðuns skipuðu: Elín Pálmadóttir, blaða- maður, Hannes H. Gissurarson, sagnfræðingur, og Ragnhildur Helgadóttir, fyrrv. alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.