Morgunblaðið - 05.07.1981, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ1981
Rúm öld
liðin írá því að
skólaskylda
heymleysingja
var leidd í lög
í Heyrnleysingjaskóla íslands eru nú
áttatíu nemendur í fjórum deildum
„Þróun í málum heyrnarlausra í 114 ár“ er yfirskrift
allsérstæðrar sýningar, er nú stendur yfir að SkólavorðustÍK
21, en þar er til húsa félagsheimili heyrnarlausra.
Þesar 31. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna lýsti því yfir
að árið 1981 skyidi vera alþjóðlegt ár fatlaðra var leitað til
allra öryrkjafélaga landsins og þau hvött til þess að kynna
málefni sín sem best, þar sem slík kynning skyldi vera eitt
meginmarkmið alþjóðlegs árs fatlaðra. í því tilefni ákvað
Félag heyrnarlausra að efna til þessarar sýningar, en þar er
leitast við að rekja þróunina í málefnum heyrnarlausra frá
upphafi fram til dagsins i dag og spannar hún 114 ár.
Veg og vanda að öflun efnis og heimilda fyrir sýninguna
átti Guðmundur Egilsson, cn ásamt honum voru i sýningar-
nefnd þeir Vigfús Hallgrímsson og Vilhjálmur G. Vilhjálms-
son. Er blaðamaður og ljósmyndari Mbl. hittu Guðmund að
máli í síðustu viku sagði hann að efnið væri fengið víða að, en
málefni heyrnarlausra hefðu lítið verið í fjölmiðlum og ekki
mikið skrifað um þeirra mál og því ekki af mörgu að taka.
Hann kvaðst alveg undrandi yfir því hve tekist hefði að ná
saman miklu efni, en myndir væru flestar fengnar að láni hjá
eldra fólki.
Skólahúsið að Spítalastíg 9. en þar var skólinn til húsa árin 1914 til 1916. í forgrunni má sjá gaslukt. en
baerinn var á þessum árum lýstur upp með gasi.
Sýningarnefnd skipuðu þeir Guðmundur Egilsson. sem hér er á
myndinni ásamt konu sinni. Hervöru Guðjónsdóttur, formanni Félags
heyrnarlausra. Vilhjálmur G. Vilhjálmsson en Vigfús Hallgrimsson
vantar á myndina. I 4<Vtin. Mbl. Kristján.
Séra Páll Pálsson, sem fyrstur
manna hóf að kenna mál- og
heyrnarlausum hörnum á ís-
landi.
„Uppsetning sýningarinnar var
einkum fólgin í því að láta stækka
myndir og annað og líma upp á
spjöld. Til þess fengum við lánað-
an bílskúr uppi á Freyjugötu, þar
sem vinnan fór að mestu leyti
fram, en þess á milli var ég á
hlaupum upp á Landsbókasafn og
Borgarskjaiasafn til þess að viða
að mér heimildum, auk þess sem
ég átti mörg viðtöl við fólk, sem
einhverjar upplýsingar gat gefið
um málefni heyrnarlausra undan-
farin ár og áratugi. Margt af þessu
efni er ákaflega fróðlegt og sam-
antekt þess hefur mikið heimilda-
legt gildi fyrir sögu heyrnleys-
ingjafræðslunnar á íslandi. Sam-
starf okkar í sýningarnefndinni
var sérlega gott enda áhugi
manna mikill fyrir þessum mál-
um,“ sagði Guðmundur.
Heyrnleysingjar
skólaskyidir á
undan heilbrigðum
Eins og áður segir nær sýningin
yfir 114 ára tímabil en fyrsti
skólinn í heiminum fyrir heyrnar-
og mállausa var stofnaður i París
árið 1770. Séra Páll Pálsson,
prestur að Þingmúla í Skriðdal,
var upphafsmaður að kennslu
heyrnaríausra hér á landi, en
hann var fæddur í Hörgsdal á
Síðu í október árið 1836. ólst hann
upp í Hörgsdal, en hélt síðan til
Reykjavíkur til náms. Um vetur-
inn 1852 lagðist hann veikur og
var sagður úr skóla. Vegna veik-
inda sinna mistti hann málið, en
um miðjan vetur árið 1853 hélt
hann til Kaupmannahafnar og
gekk þar í daufdumbraskóla og
lærði þar meðal annars fingramál.
Þá gerðist það, að hann fékk málið
aftur og fór þá heim til íslands og
hélt áfram námi. Lauk hann
guðfræðiprófi árið 1861 og hélt þá
austur á æskuslóðir sínar. Hóf
hann þar preststarf og fór jafn-
framt að kenna mállausum börn-
um. Hneigðist hugur hans mjög að
þessari kennslu, en kennslubækur
vantaði alveg.
Árið 1867 var Páll skipaður
mál- og heyrnleysingjakennari, og
var hann jafnframt fyrsti maður-
inn, sem gegndi því starfi hér á
landi. Hann hélt uppi skóla fyrir
mállaust fólk á heimili sínu til
æviloka, eða í 23 ár.
Til þess að bæta úr kennslu-
bókaskorti þeim, sem helst stóð
kennslu séra Páls fyrir þrifum,
ritaði hann þrjár kennslubækur
handa mállausum börnum og voru
þær allar prentaðar í Kaup-
mannahöfn árið 1867 undir hans
umsjá. Bækurnar hétu „Bibliusög-
ur handa mál- og heyrnarlausum
unglingum á íslandi", „Kristin-
fræði Lúthers" og „Orðasafn til
undirbúnings kennslu handa mál-
og heyrnleysingjum", en útgáfa
þeirra lýsir mjög framsýni séra
Páls í þessum málum. Séra Páll
drukknaði í Grímsá á Völlum á
afmælisdaginn sinn árið 1890,
aðeins 54 ára að aldri.
Eftir lát séra Páls tók séra
Ólafur Helgason prestur í Gaul-
verjabæ við heyrnar- og málleys-
ingjakennslunni, en hann hafði
áður kynnt sér daufdumbra-
kennslu í Danmörku. Skólinn var
staðsettur í Gaulverjabæ fyrstu
tvö árin sem séra Olafur hafði
þessa kennslu með höndum en
fluttist síðan með honum að stóra
Hrauni í Árnessýslu.
Húsakynni á Stóra Hrauni voru
rnjög þröng og fékk séra ólafur
því þá framgengt að flytja inn
tilhoggið hús frá Noregi, en það
mun hafa verið nýiunda í þá daga.
Fyrir tilstilli séra Ólafs var komið
á 8kólaskyldu heyrnar- og mál-
lausra barna frá 10 til 14 ára
aldurs, en það var árið 1872.
Börnin áttu þá að koma inn í
skólann er skólaskyldualdrinum
var náð, nema sérstakar kringum-
stæður mæltu með því að gerðar
væru undantekningar frá þeirri
reglu. Námstími var 7 til 8 ár og
vom .nemendur því oft fulltíða
fólk, þegar þeir yfirgáfu skólann.
Til samanburðar má geta þess að
fræðsluskylda heilbrigðra barna
var fyrst lögleidd árið 1908.
Séra ólafur var vinsæll meðal
heyrnleysingja og í sóknum sin-
um. Hann lést fyrir aldur fram,
aðeins tuttugu og níu ára gamall,
en við skólanum að Stóra Hrauni
tók þá Gísli Skúlason prófastur.
Stjórnaði hann skólanum á árun-
um 1906 til 1908 eða þar til skólinn
flutti til Reykjavfkur árið 1909.
Þröngur húsakostur
íyrstu árin í Reykjavík
Frú Margrét Theódóra Bjarna-
dóttir Rasmus hafði þá lengst
allra fengist við kennslu heyrnar-
lausra hér á landi og lá það því
beint við að hún tæki við stjórn
skólans af Gísla Skúlasyni.
Frú Margrét lærði kennsluað-
ferðir fingramáls í málleysingja-
skólanum í Kaupmannahöfn, en
stundaði síðan nám í talskóla í
Fredericia í Danmörku og lauk
þaðan prófi. Er skólinn flutti til
Reykjavíkur og hún tók við stjórn
hans var hann í fyrstu til húsa við
Laugaveg 17, en þar var þröngur
húsakostur, því honum fylgdi
heimavist. Nokkrum árum síðar
flutti skólinn í stórt timburhús að
Spítalastíg 9 en þar var hann
fremur stutt, því árið 1920 var
ráðist í að kaupa handa skólanum
Skólamynd af nemendum og
kennurum Málleysingjaskólans
frá árunum 1909 til 1910. Skól-
inn var þá til húsa að Laugavegi
17, en það sem vekur athýgli á
mvndinni er klaónaður nemenda
t»g höfuðföt piltanna. sem líkist
mjög húfum ungs skólafólks er-
lendis á þeim tima. Tveir fast-
ráðnir kennarar voru við skól-
ann á þessum árum. forstöðukon-
an Margrét Th. Bjarnason Rasm-
us og Ragnheiður Guðjónsdóttir
kennari.