Morgunblaðið - 05.07.1981, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ1981
23
Séra Friðrik Friðriks.son ásamt nokkrum eldri nemendum úr MálIeysinKjaskólanum að koma frá
Kuðsþjónustu í KFUM við AmtmannsstÍK-
Skólahúsið að Stakkholti 3. en þanKað
flutti skólinn árið 1920. Sleðarnir
voru heimasmíðaðir ok sumir hofðu
sæti fyrir tvo. I>að þurfti því sterkar
hendur til að ýta, ef eitthvað hallaði á
móti.
Ilelen Keller heimsótti ís-
land árið 1957. Hér ávarpar
Brandur Jónsson hana, en
túlkur hennar, Polly
Thompson, stafar ræðuna í
ha'Kri hönd Helenar Kellcr.
HelKÍ TryKKvason kcnnari
stendur hjá ok hraðritar.
lííið hús með allmikilli lóð, sem
náði niður á LauKaveg og Rauð-
ará, en síðar varð Stakkholt 3. Þar
var gerð viðbygging við skólann og
gat hann stækkað eftir þörfum.
Frú Margrét varð fyrst manna hér
á landi til að kenna varamál, en
hún lét af störfum skólastýru árið
1944, sakir aldurs.
Nýjar kennsluað-
íerðir teknar upp
Er frú Margrét Bjarnadóttir
Rasmus lét af stðrfum tók Brand-
ur Jónsson við skólanum, en hann
hafði þá stundað nám erlendis í
sérkennslu mál- og heyrnarlausra
barna. Ýmsar markverðar breyt-
ingar voru gerðar á starfsemi
skólans er Brandur tók við for-
stöðu hans, en þær fólust meðal
annars í því að skólinn var gerður
að skóla eingöngu fyrir heyrnar-
og mállaus börn. Tekin var upp ný
kennsluaðferð, þar sem mest
áhersla var lögð á að kenna
nemendum að tala og skilja mál,
og notaður til þess sem allra mest
þaer heyrnarleifar sem fyrir hendi
kynnu að vera hjá hverjum nem-
anda. Byrjað var á því að taka
börn inn í skólann þegar þau voru
fjögurra ára gömul. Það hefur
ailtaf verið gert síðan og með
lögum fyrir skólann frá árinu 1962
var lögieidd kennsluskylda fjög-
urra ára barna sem voru heyrnar-
laus eða heyrnarlítil. Auk þess má
geta þess að Brandur beitti sér
niikið fyrir því að kennarar við
skólann fengju sérmenntun sem
heyrnleysingjakennarar og enn-
fremur var það honum mikið
áhugamál að skoiinn fengi nýtt
húsnæði undir starfsemi sína.
Árið 1971 flutti skólinn í það
húsnæði sem hann nú er í við
Öskjuhlíð.
Brandur Jónsson lætur af störf-
um skólastjóra Heyrnieysingja-
skólans þann 1. september næst-
homandi og hefur þá gegnt þeim
störfum í 38 ár og verið kennari
heyrnleysingja í yfir fjörutíu ár. í
starf Brands hefur nú verið skipuð
Guðlaug Snorradóttir, en hún
gegndi áður starfi yfirkennara
Heyrnleysingjaskólar.s.
Áttatíu nemendur
í fjórum deildum
í Heyrnleysingjaskóla íslands,
sem er eina stofnun sinnar teg-■
undar hér á landi, eru nú 80
nemendur í fjórum deildum. Eins
og áður segir eru heyrnaskert
börn skólaskyld frá fjögurra ára
aldri til átján ára, en skólinn
skiptist niður í fjórar deildir. í
athugunardeild eru þau börn tekin
til athugunar og meðferðar, sem
talin eru heyrnaskert. Starfar
deildin í nánu sambandi við lækna
og sérfræðinga á því sviði en hefur
jafnframt yfirumsjón með
heyrnaskertum nemendum úti í
hinum almennu skólum. Hlutverk
deildarinnar er einnig að veita
foreldrum aðstoð og leiðbeiningar
að svo miklu leyti sem hægt er.
í forskóladeild eru nemendur á
aldrinum 4 til 7 ára, og eru þeir á
mjög mismunandi stigi hvað getu
til náms snertir. Fyrstu árin fara
oft í að undirbúa barnið fyrir
námið, auka sjálfstraust þess og
félagsþroska, auk þess sem barnið
er æft í samhæfingu augna og
handa og fleira af því tagi. Mikil
áhersla er lögð á að þjálfa barnið í
að nota allar skynleiðir hvar svo
sem barnið er statt á þroskabraut-
inni, þó einkum þær heyrnarleifar
sem barnið kann að hafa. Segja
má að hér hefjist hinn langi ferill
sem barnið á fyrir höndum i að
læra málið og geta tileinkað sér
það sem best.
I grunnskóladeild Heyrnleys-
ingjaskólans eru nemendur á aldr-
inum 7 til 18 ára og er þar
námskrá hins almenna grunn-
skóla höfð til hliðsjónar við niður-
röðun og val á námsefni, en flestar
þær kennslubækur sem kenndar
eru í hinum almenna skóla verður
að umskrifa og endursemja og
færa á auðveldara mál. Þegar
grunnskólanámi lýkur, eiga nem-
endur kost á áframhaldandi námi
í framhaldsdeild Heyrnleysingja-
skólans, en hún starfar samkvæmt
lögum sem samþykkt voru á Al-
þingi árið 1978 og var þar með
brotið blað í sögu framhalds-
menntunar heyrnarlausra hér á
landi.
Framhaldsdeildin starfar nú i
mjög nánum tengslum við hina
ýmsu framhaldsskóla og er mark-
mið dq,ildarinnar einkum fólgið í
því að aðstoða nemendur við
náms- og starfsval og veita þeim
undirbúning undir nám á þeim
námsbrautum sem þeir hafa valið
sér.
Ný heimavist tók til starfa við
skólann haustið 1973 og búa í
henni þeir nemendur skólans sem
eiga heima úti á landi. Heimavist-
in er starfrækt í þremur húsum og
í hverju þeirra er ein húsmóðir
sem tekur að sér að annast
ákveðinn hóp nemenda. í heima-
vist eiga heima eiginmenn og börn
búsmæðranna, en með því móti er
leitast við að gera hvert heima-
vistarhús sem líkast einu stóru
heimili þar sem heimilisfaðirinn
stundar sína vinnu utan heimilis-
ins. Mikil áhersla er lögð á að
nemendurnir eigi þar sem trygg-
astan samastað og líti á þetta sem
sitt annað heimili.
Eins og að framan segir hafa
miklar breytingar átt sér stað frá
því er menn fyrst fóru að huga að
málefnum heyrnar- og mállausra.
Viðhorf almennings gagnvart
þeim sem ekki eru heilbrigðir hafa
breyst mjög mikið á þessum tíma,
en sú breyting á viðhorfum á
eflaust rætur sínar að rekja til
hins mikla og góða starfs, sem
unnið hefur verið á þessum málum
á undanförnum árum. A.K.
Ný sending
Angorahattar, kollur og alpahúfur. 10 litir.
Hattabúð Reykjavíkur.
NÚER
TÆKIFÆRIÐ
AÐ EIGNAST ELDHÚSÁ
HAGK\ðEMUM KJÖRUM
Nú er tækifærið að eignast glæsilegar
innréttingar á sérstöku kynningarverði
og greiðslukjörum.
Komið á Smiðjuveg 44 og skoðið og
kynnið ykkur eldhúsinnréttingar - bað-
innréttingar og fataskápa í stórum og
björtum sýningarsal.
Ráðgjafaþjónusta á staðnum.
LUKKUHÚSIÐ
^HEIMILISINNRÉTTINGAR Smið)uvegi 44. 200 Kópavogi, sími 1V\QoJ
tnwrrtGUNBLAÐIÐMOR1
MORGUt/^LAÐIÐMG!<
MORGU7
jMORGl/^'
,MORG/ "
^MORGUNBLAÐIÐ
y/-—^RGUNBLAOIÐ
^NBLAÐIÐ
BLAÐIÐi
MOF/ á..
Blað-
buróar-
fólk
óskast
Austurbær
Laugavegur 34—80
Barónstígur
Snorrabraut
Vesturbær
Tómararhagi
Faxaskjól
Hringið í síma
35408
M^HG^
MORGUf^
MORGUNBLl^.---
MORGUNBLADfc^//;>W^rADÍ1
MORGUNBLAÐIÐMÖ^ íNBLADIÐMC
/jlmOIÐ
iBLAÐIÐ
^LAÐIÐ
ftBLAÐIÐ
/0NBLAÐIÐ
ÁUNBLAÐIÐ
(gunblaðio
IGUNBLAÐIÐ