Morgunblaðið - 05.07.1981, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ1981
25
Karls og vinátta þeirra hjóna
beggja við æskuheimili mitt á
Torfalæk, meðan þau bjuggu á
Blönduósi, og síðar við heimili
mitt á Hvanneyri og í Reykjavík
eru mér mjög minnisstæð og
hugljúf. Gestrisni þeirra og góð-
vild, áhugi fyrir félagsmálum og
styrkur í lund, þegar eitthvað blés
á móti, var mun meiri en almennt
gerist og gerði það að verkum, að
þau voru í þessum efnum oftar
veitendur en þiggjendur.
Karl naut ekki langrar skóla-
göngu í æsku. En það var mikið
lán fyrir hann að fá að dvelja tvo
vetur í Héraðsskólanum á Núpi í
Dýrafirði, er hann var rétt innan
við tvítugt. Þar var þá skólastjóri
hinn kunni skólamaður og uppeld-
isfrömuður Sigtryggur Guðlaugs-
son (1906—1929) og kennari Björn
Guðmundsson, er síðar varð skóla-
stjóri við þann skóla. Tel ég
vafalaust, að áhrif þessara kenn-
ara Karls hafi mjög komið fram í
störfum hans síðar. Einnig naut
hann einkakennslu í tungumálum
og bókfærslu og dvaldi við nám
erlendis um skeið.
Karl Helgason fluttist til
Blönduóss 1924, var þar í fyrstu
verslunarmaður. Árið 1930 var
hann ráðinn póst- og símstjóri þar
og var það til 1947, er hann tók við
þvi starfi á Akranesi. Því embætti
gegndi hann þar til 1973. Fluttu
þau hjón þá til Reykjavíkur og
hafa búið þar síðan. Póst- og
símstjóri var hann því alls 43 ár.
Karl kom víða við sögu í félags-
málum. Ef til vill ber þar hæst
félagsmál símstjóra, þar sem
hann var brautryðjandi, en einnig
ber að nefna söngmál og kirkju,
ungmennafélagsmál og skáta-
hreyfingu, störf í Rauðakrossdeild
og Slysavarnafélagi íslands.
Karl var einn af stofnendum
Rótarýklúbbs Akraness 1947. Var
hann þar ötull starfsmaður og
forseti klúbbsins 1955—1956.
Seint á árinu 1956 var stofnuð
Oddfellowstúka á Akranesi. Gerð-
ist Karl þar félagsmaður í byrjun
næsta árs (1957). Tók hann strax
að sér starf organleikara, sem er
eitt af mikilvægustu og vanda-
mestu störfum í hverri oddfellow-
stúku og krefst öryggis, kunnáttu
og stundvísi meira en flest eða allt
annað, sem fram fer á fundum í
hverri stúku. Karl lagði stund á
þetta hlutverk sitt með sérstakri
alúð og festu, auk annarra verk-
efna, er hann innti af hendi fyrir
stúku sína. Við brottför frá Akra-
nesi veitti stúkan honum heiðurs-
merki fyrir störf sín. Stjórn
Oddfellowstúkunnar á Akranesi
hefur beðið mig að færa fram
einlægar þakkir fyrir starf hans í
stúkunni og hluttekningu til konu
hans og fjölskyldu allrar.
Karl kvæntist eftirlifandi konu
sinni 6. ágúst 1927, en hún var þá
kennari við Kvennaskólann á
Blönduósi (1925-1932 og að
nokkru síðar). Frú Ásta er dóttir
hins þekkta og mikilhæfa banka-
stjóra Sighvatar Bjarnasonar og
konu hans Ástgerðar Sigfúsdóttur
prests á Undirfelli í Vatnsdal. Frú
Ásta lauk námi úr Kvennaskólan-
um í Reykjavík 1914. Síðar stund-
aði hún vefnaðarnám í Danmörku
og Svíþjóð og hússtjórnarnám í
Danmörku og kenndi vefnað í
Reykjavík 1921-1924.
Eg þakka margar góðar og
eftirminnilegar stundir á heimili
þeirra Karls og Ástu og bið þess,
að henni verði veittur styrkur og
þrek, svo sem oft áður, þegar
boðar sorgar og erfiðleika hafa
borið að landi, og að fjölskylda
hennar og vinir megi enn um
árabil geta heimsótt hana á hinu
nýja og snyrtilega heimili hennar
Víðimel 45 í Reykjavík.
Innilegar samúðarkveðjur sendi
ég einnig börnum þeirra hjóna,
Sighvati og Sigrúnu, og fjölskyld-
um þeirra.
Guðmundur Jónsson
frá Hvanneyri.
Sumir menn eru slíku atgervi
búnir að þeir þroskast að mann-
viti fram á efstu ár. Þeim eykst
víðsýni og umburðarlyndi. Þeir
grotna ekki niður á sjálfhverfri
nærsýni heldur dafna „að
drengskap og hetjulund". Þeir
stækka í erfiðleikum og and-
streymi. Þeim auðnast að bregða
ljóma á umhverfi sitt og samtíð.
Slíkur maður var Karl Helgason
sem lengi var stöðvarstjóri Pósts
og síma á Blönduósi og Akranesi,
en síðustu árin þingvörður í
Reykjavík. Honum tókst að lifa
þannig að jafnan var hugbót að
hitta hann, hvort sem var í önn
dagsins eða á góðri stund.
Karl Helgason var eflaust
prýðilegur embættismaður. Þar
hefur komið til góð greind hans,
reglusemi og skapfesta. Mér var
hann kunnari sem félagsmála- og
hugsjónamaðurinn. Lengi var
hann meðhjálpari í Akraneskirkju
og fórst það frábærlega vel í
samstarfi við vin sinn kæra, séra
Jón M. Guðjónsson. Hann tók
virkan þátt í starfi margra félaga
og þótti það hverju máli mikill
styrkur ef hann lagði því lið. —
Hann var ræðumaður góður og
smekkvís upplesari. Mál hans var
jafnan yljað þeirri glóð sem kveik-
ist af góðvild og hollustu.
Karl Helgason var kvæntur
hinni bestu mannkostakonu, frú
Ástu Sighvatsdóttur. Heimili
þeirra var mótað af menningar-
legum smekk, hlýlegt og notalegt,
og bar vitni ræktuðu og rótgrónu
fegurðarskyni. Þeim varð tveggja
barna auðið, Sighvats og Sigrún-
ar, og sonarsynir þeirra tveir,
Karl og Sigurjón, voru löngum
undir handarjaðri þeirra.
Þann áratug, sem ég átti heima
á Akranesi, stýrði ég skóla. Þó að
verk mitt væri að kenna varð það
svo að ég lærði sjálfsagt meira af
góðu fólki á Skaga en því nam sem
mér tókst að miðla öðrum. Þar
voru ekki sístir kennarar frú Ásta
og Karl. Því á ég þeim skuld að
gjalda.
Karl Helgason hefur kvatt.
Minningin lifir um prúðmennið
glaða og drengilega, skilningsrík-
an og umburðarlyndan öndveg-
ismann. Heilshugar vottum við
hjónin frú Ástu og öðrum ástvin-
um hans samúð okkar.
Ólafur Ilaukur Árnason
Nú þegar Karl Helgason, fyrr-
verandi stöðvarstjóri Pósts og
síma á Akranesi, er borinn til
grafar þykir okkur rétt að senda
honum hinstu kveðju.
Karl var í forystusveit stéttar
okkar og ótrauður vann hann að
hagsmunamálum stöðvarstjóra
meðan hann skiþaði raðir þeirra.
Karl var aðalhvatamaður að
stofnun deildar stöðvarstjóra
fyrir 40 árum og lengst af í stjórn
deildarinnar.
Við hyggjum að honum hafi
stundum þótt árangurinn af þeim
störfum minni en hann vildi, en
hvernig væri kjörum stöðvar-
stjóra komið í dag ef ekki hefði
notið þeirra forystumanna, sem
hvöttu stöðvarstjóra til samstöðu
í kjaramálum þeirra?
Við finnum það nú að samtaka-
máttur þessa starfshóps er það
eina afl sem getur þokað málefn-
um hans í rétta átt. Því þökkum
við þeim mönnum sem höfðu
framsýni og skipulagsgáfu til að
gera það átak sem þurfti á réttri
stundu, en Karl var fremstur í
þeim hópi.
Margt fleira mætti segja um
félagsmálastarf Karls ten það
verður ekki gert nú.
Við sendum eftirlifandi eigin-
konu hans, frú Ástu Sighvatsdótt-
ur, og börnum þeirra hjóna inni-
legar samúðarkveðjur.
Deild stöðvarstjóra
Pósts og síma
Að sjálfsögðu_____
. . . getur þú eftir sem áöur keypt annaö
tveggja, litsjónvarp eöa myndsegulband á Nesco
vildarkjörunum.
ivo iæKi meo aoeins ouuu Kr.uiDorgun.
Það er ekki á hverju ári sem þér býöst annað
eins tilboð. Grundig litsjónvarp og myndsegulband
í einum pakka með 5000 kr. útborgun og
eftirstöðvum sem geta dreifst á allt að 10 mánuði.
Sannkallað sinnartilboð sem slær allt út.
Ert þú ekki sammála?
Þannig geturðu sparað þér stóran pening en
samt verið með nýtt efni í gangi áhyggjulaust og
með lítilli fyrirhöfn.
Efnisbankinn opinn í fulla gátt.
Efnið streymir inn og úrvalið eykst dag frá
degi ( sjá sýnishom af titlum).
Við kaup á Grundig myndsegulbandi og þá
ekki síöur ef þú slærð þér á allan pakkann, öðlast þú
frían aðgang að EFNISBANKA okkar í eitt ár.
Þaö veitir þér rétt til þess að skipta á
kassettunni, sem þú kaupir með tækinu, fyrir
einhverja aöra, eina í senn, eins oft og þér þóknast
yfir árið.
Sýnishom af titlum hjá okkur:
VIDEO
2000
Laugavegi 10 Sími: 27788
ALNENS FROM SPACESHIP EARTH,
A MAN FOR HANGING,
BLAZING FLOWERS.
BRUCE'S FINGERS.
BLACK BEAUTY,
BRUCE LEE STORY,
BONEY M.
BLOOD SABBATH,
CROCODILE,
CIRCUS WORLD (JOHN WAYNE),
CRYPT OF THE LIVING DEAD,
CARTOON SENSATIONS,
DEATH GAME,
DISCO DYNAMITE (BONEY M).
DONT RIDE ON LATE NIGHT TRAINS.
DARK STAR.
DISCO BEAM (DONNA SUMMER O FL ),
55 DAYS AT PEKING (CHARLTON HESTON.
AVA GARDNER, DAVID NIVEN),
EL CID (SOPHIA LOREN, CHARLTON HESTON),
EYES BEHIND THE STARS,
ELVIS.
ERUPTION IN CONCERT,
EAT TO THE BEAT (BLONDIE).
FIST OF FURY (BRUCE LEE),
FORMULA 1 RACING,
GETTING OVER (THE LOVE MACHINE O FL ),
HOUSE OF THE LIVING DEAD.
INVADERS FROM MARS,
IS THIS TRIP REALLY NECESSARY,
JOE PANTHER,
KING OF KONG ISLAND,
KING OG KUNG FU (BRUCE LEE),
LASERBLAST.
LEGACY OF BLOOD.
MR SYCAMORE,
MEAN JOHNNY BARROWS,
MIRRORS.
NIGHT CREATURE.
NO 1 OF THE SECRET SERVICE.
POP SENSATION (BONEY M. O.FL ).
PISTOLE,
PAESANO.
POPPEY THE SAILOR.
ROCK CIRCUS,
SIN (RAQUEL WELCH),
SPY STORY.
SANTA AND THE THREE BEARS,
STRAMP1NG GROUND (PINK FLOYD. SANTANA.
OFL).
SCREAM BLOODY MURDER,
SUPER SEAL,
SLAVERS.
SISTERS OF DEATH.
STREISAND IN CONCERT SPECIAL,
SOMEBODY'S STOLEN OUR RUSSIAN SPY,
SINATRA.
SCREEM FREE.
SEEDS OF EVIL.
TOUCH ME NOT (LEE REMICK),
THE FLORIDA CONNECTION,
THE BILLION DOLLAR FIRE,
THE FALL OF THE ROMAN EMF1RE (SOPHIA
LOREN. STEPHEN BOYD).
THE MAN FROM BUTTON WILLOW.
THE REAL BRUCE LEE.
THE KILLING KIND,
THE LEGEND OF ALFRED PACKER,
THE BEES,
TOURIST TRAP,
THE HEIST.
THEY CALL ME LUCKY,
THE VIOLENT BREED,
THE BEST OF JUDY GARLAND,
THE HILLS HAVE EYES,
THE PINK GARTER GANG,
THE ALPHA INCIDENT,
THE CAPTURE OF BIG FOOT COUNT DRACULA.
TRAEUMEREIEN/DREAMS.
UNKNOWN POWERS,
WINGS OF EAGLE.
O.FL.
Einstakt tilboð sem gerir sjónvarpslokunina að engu og þig að dagskrárstjóra.