Morgunblaðið - 05.07.1981, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1981
Allsherjarþing Alþjóðavinnu-
málastofnunarinnar:
Tryggja skal öllum rétt
til að semja sameigin-
lega um starfskjör
ALLSHERJARWNG Alþjóðavinnu-
málastofnunarinnar. hið sextuKasta
<>K sjóunda. var háð i Genf daKana
3.-24. júní sl.
Svavar Gestsson. fðlaxsmálaráð-
herra. sótti þetta þinK, en aðrir
fulltróar fslands voru dr. Hannes
Jónsson. sendiherra. ok Jón S. Ölafs-
son. skrifstofustjóri. sem stjórnar-
fulltrúar. Skúli Jónsson, viðskipta-
fra'ðinKur hjá Vinnuveitendasambandi
fslands. sem fulltrúi atvinnurekenda
<>K Kristin Mantylá. skrifstofustjóri
Alþýðusambands íslands. sem var full-
trúi launafólks. f>á var <>K Tómas
karlsson. sendiráðunautur, vara-
maður stjórnarfuiltrúa.
Alls voru þátttakendur í þessu þingi
nálægt 1900 manns frá 137 aðildarríkj-
um. Forseti þingsins var kjörinn Ali-
oune Diagne, ráðherra frá Senegal.
Á þinginu fór fram kosning stjórnar
Alþjóðavinnumálaskrifstofunnar til
næstu þriggja ára. Samþykkt var fjár-
hagsáætlun fyrir árin 1982 og 1983, en
samkvæmt henni er gert ráð fyrir að
framlög aðildarríkja á þessu tveggja
ára tímabili verði samtals 230 milljónir
dollara. Hlutur íslands er nú 0,03% og
nemur framlag þess á næsta ári 35.707
dollurum.
Þingið gerði aiþjóðasamþykktir um
þrjú mál. í fyrsta lagi er um að ræða
samþykkt um kjarasamninga, sem mið-
ar að því að tryggja öllum atvinnurek-
endum og öllu launafólki rétt til þess að
semja sameiginlega um starfskjör.
í öðru lagi er samþykkt, er varðar
launþega, sem hafa börn sín eða
vandamenn á framfæri. Samþykkt þessi
miðar að jafnrétti karla og kvenna með
tilliti tii atvinnu.
f þriðja lagi er svo samþykkt um
öryggi, heilbrigði og umhverfi á vinnu-
stað.
Auk þessara samþykkta voru gerð
drög að samþykktum um félagslegt
öryggi launþega, sem starfa utan síns
heimalands og samþykkt um ráðn-
ingarslit að frumkvæði atvinnurekenda.
Þessi mál verða svo tekin til annarrar
umræðu og afgreiðslu á næsta þingi.
Þingið samþykkti nýja yfirlýsingu
um aðskilnaðarstefnu stjórnar Suður-
Afríku, en fyrri yfirlýsing um þetta efni
er frá árinu 1964. í þessari yfirlýsingu
er stefna stjórnar Suður-Afríku í kyn-
þáttamálum harðlega fordæmd og
ákveðið að skipa fasta þingnefnd til
þess að fjalla um þetta mál. Ennfremur
var ákveðið að auka fjárráð Alþjóða-
vinnumálastofnunarinnar til þess að
vinna að þessum málum.
Fjórar ályktanir voru gerðar á þessu
þingi. Sú fyrsta þeirra fjallar um
nauðsyn á þjálfun stjórnenda og verk-
taka. Önnur felur í sér hvatningu til
aðildarríkjanna um að framfylgja sam-
þykktum og reglum Alþjóðavinnumála-
stofnunarinnar. Með þriðju ályktuninni
er framkvæmdastjóranum falið að hafa
náið samband við þær stofnanir Sam-
einuðu þjóðanna, sem sinna afvopn-
unarmálum með það íyrir augum að
Alþjóðavinnumálastofnunin haldi
áfram að leggja sitt af mörkum í þeim
málum. Fjórða ályktunin fjallar svo um
nauðsyn þess að allir hópar þjóðfélags-
ins öðlist sömu möguleika til þjálfunar.
Á sérstökum þingfundi flutti forseti
Venezuela, Luis Herrera Camping,
ræðu. Þá kom póiski verkalýðs-
leiðtoginn Lech Walesa sem gestur
þingsins og flutti ávarp.
FréttatilkynninK írá
fjármálaráðuneytinu.
Frá setningu orlofsvikunnar á Hvanneyri.
Norrænar konur
í húsmæðraorlof i
á Hvanneyri
Maria Pétursdóttir, formaður
Kvenfélagasambands íslands,
ávarpar fundargesti.
Hvanneyri. 2. júlí.
í MORGUN hófst hér á Hvann-
eyri norrænt húsmæðraorlof og
veróa hér í vikutíma á annað
hundrað konur frá ollum Norður-
löndum.
María Pétursdóttir, formaður
Kvenfélagasambands íslands,
bauð fulltrúa velkomna til íslands
og fulltrúi hvers lands flutti ávarp
og sungnir voru þjóðsöngvar allra
landanna. Undirleikari var frú
Kristjana Höskuldsdóttir og Sig-
ríður Thorlacius flutti ljóð. Kon-
urnar munu ferðast mikið um þá
daga, sem orlofið varir og einnig
munu þær þiggja heimboð forseta
Islands, Vigdísar Finnbogadóttur.
A staðnum er fyrirferðarlítil en
ákaflega athyglisverð sýning af
fatnaði fyrir fatlaða og snið til
saumaskapar fata fyrir þá.
Fréttaritari.
Stórglæsilegt úrval af
roccocosófasettum og stólum
Ótrúlega
hagstætt verð
húsgögn
Langholtsvegi 111 Reykjavík Símar 37010 — 37144
Sólarlanda-
f erðir og aðrar
skemmtiferð-
ir aldraðra
Félagsmálastofnun Reykja-
víkur hóf sumarstarfsemi sína
fyrir aldraða um miðjan júní og
hófust þá bæði dagsferðir og
sumarorlof að Löngumýri í
Skagafirði ásamt með opnu húsi
i húsakynnum félagsstarfsins
að Norðurbrún, Lönguhlíð og í
Furugerði. Þá var einnig brydd-
að upp á þeim nýjungum að efna
til tveggja daga ferðar til Akur-
eyrar og Mývatns þar sem flogið
verður háðar leiðir.
Vorferð til sólarlanda hefur
þegar verið farin og dvaldist um
90 manna hópur aldraðra á
hinum fallega stað Marbella á
Suður-Spáni og var ferðin skipu-
lögð í samvinnu við Ferðaskrif-
stofuna Útsýn.
Mikil eftirspurn hefur verið í
vor og sumar eftir haustferðum
aldraðra til sólarlanda og hefur
Félagsmálastofnun Reykjavíkur
nú ákveðið að efna til tveggja
ferða síðla sumars í samvinnu
við Ferðaskrifstofuna Útsýn.
Fyrri ferðin verður farin til
Júgóslavíu 28. ágúst, dvalist í
Portoros og boðið upp á margar
skoðanaferðir í þessu fagra
landi.
Síðari ferðin verður farin 9.
september og þá til Mallorca og
dvalist á fögrum stað við Maga-
lufflóann.
Kynnisfundur vegna sólar-
landaferða verður haldinn að
Norðurbrún 1 mánudaginn 6. júlí
kl. 16.30.
Að Norðurbrún 1 eru höfuð-
stöðvar félagsstarfs Félagsmála-
stofnunar Reykjavíkur og er
unnt að fá allar nánari upplýs-
ingar um sumardagskrána þar
ásamt kynningarbæklingi sem
stofnunin hefur gefið út í tilefni
sumarstarfsins.