Morgunblaðið - 05.07.1981, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ1981
29
Messur í dag
í Neskirkju verður Kuðsþjón-
usta í dag kl. 11 árd. Prestur er
sr. Þórhallur Höskuldsson, sókn-
arprestur að Möðruvöllum i
HörKárdal. Organisti er Reynir
Jónasson.
GUÐSbJÓNUSTA verður i LauK-
arneskirkju kl. 11 árd. i dag.
Sóknarprestur messar.
KÓPAVOGSKIRKJA: Messað
verður kl. 11 árd. í dag. Sr. Árni
Pálsson messar.
Sýning í þjóð-
minjasafninu:
Ur sögu
lækninga
á íslandi
SÝNING er lýsir þáttum i sögu
lækninga á ísíandi fram til stofn-
unar Háskóla íslands var opnuð i
bjoðminjasafni íslands þann 15.
júní og hefur sýningin verið opin
á venjulegum sýningartima
safnsins í sunu.r.
Stofn sýningarmuna er úr svo-
nefndu Nesstofusafni, en til þess
var safnað á vegum Félags
áhugamanna um sögu læknisfræð-
innar, sem stofnað var árið 1964.
Á undanförnum árum hefur
Nesstofu áskotnast nokkurt safn
tækja, bóka og handrita er snerta
þetta málefni.
Á þessari sýningu er brugðið
upp mynd af nokkrum sjúkdóm-
um, allt frá heiðni til loka lækna-
skólans 1910. í annan stað er sýnt
hvernig brugðist var við ríkjandi
kvillum á hverjum tíma og sýndar
helstu heimildir okkar þar að
lútandi.
írland:
„Lög landsins
ná til allra44
Bcllast. 3. júli. AP.
HUMPHREY Atkins, sem fer með
mál Norður-írlands í bresku
stjórninni, varaði séra Ian Paisley
við því í dag að stofna eiginn her.
Paisley, sem er heittrúaður mót-
mælandi, sór á miðvikudag, að
hann ætlaði að stofna herinn til að
berjast á móti írska lýðveldis-
hernum. Atkins sagði, að Paisley
myndi ekki komast upp með að
brjóta lög landsins fremur en
aðrir.
Sprenging
á Spáni
Barrrlona, 3. júll. AP.
bRÍR létust í mikilli sprengingu
sem varð í gasverksmiðju í iðnað-
arhverfi Barcelona i dag.
Mikið tjón varð í grenndinni og
meðal annars varð að flytja brott
hundrað og fimmtíu sjúklinga á
spítala í grenndinni. Tveir hinna
látnu voru starfsmenn gasstöðvar-
innar, sá þriðji vegfarandi sem
leið átti hjá, þegar þetta gerðist.
f KAUPMENN- VERSLUNARSTJÓRAR
AVEXTIR
IKUNWAR
Bananar Del Monte — Epli rauö — Epli Granny
Smith — Epli frönsk — Appelsínur — Sítrónur —
Sítrónur Vi kassar — Greipaldin — Vínber græn —
Vínber blá — Perur — Melónur — Vatnsmelónur —
Ferskjur — Nektarínur — Plómur — Ananas —
Avocado — Kiwi
EGGERT KRISTJANSSON HF
Sundagörðum 4, simi 85300
VANTAR ÞIG VINNU
VANTAR ÞIG FÓLK
ÞARFTU AÐ KAUPA?
ÆTLARÐU AÐ SELJA?
|»l AK.l.VSIR l M \I.LT I.AND ÞK(i\R
l»l M (íI.YSIR 1 MORC.l NRl.ADINl