Morgunblaðið - 05.07.1981, Side 31

Morgunblaðið - 05.07.1981, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ1981 31 Erlendar _____baskur______ Jóhanna Kristjónsdóttir Innocent Blood eftir P.D. James P.D. James hefur verið nefnd hin nýja drottning sakamálasagnanna, en ég er nú ekki betur að mér en svo, að ég hef ekki lesið bók eftir hana fyrr en nú að Innocent Blood rak á fjörur mínar. Philippa er ung stúlka, kjördóttir, og hún stendur í þeirri bjargföstu trú að þeir elski hana ekki. Foreldrar hennar hafa sagt henni ein- P.D. James hverjar kynjasögur um upp- runa hennar og þegar hún hefur aldur til fer hún á stúfana til að leita uppruna síns. Kemst að raun um að sannleikurinn er dálítið öðruvísi: Foreldrar hennar voru dæmd í lífstíðarfang- elsi eftir að faðirinn hafði nauðgað tólf ára telpu og móðirin síðan fullkomnað verkið með því að drepa hana. Faðir hennar er nú látinn, en móðirin lifir og það á að sleppa henni til reynslu innan tíðar. Phil- ippa fyllist ómótstæðilegri löngun til að kynnast þess- ari móður og heimsækir hana í fangelsið og ákveður síðan að taka á leigu íbúð í tvo-þrjá mánuði, eða þar til hún hefur háskólanám um haustið, fyrir sig og móður sína. En á öðrum stað í London er roskinn maður, faðir telpunnar Julie Scase sem myrt var, að undirbúa hefnd. Eftir þá hryllilegu atburði sem urðu með dóttur hans snerist tilvera hans og konu hans sem nú er að vísu dáin um það eitt að koma fram hefndum. Kærleikur þeirra kafnaði í beizkju og ólýsanlegri hefndarþörf og á banabeði hafði hún tekið af honum loforð að hætta ekki við þótt hann yrði að gera þetta upp á eigin spýtur. Það er út af fyrir sig ekki ástæða til að rekja sögu- þráðinn nákvæmlega né öllu lengra. P.D. James skrifar mjög læsilega, hún er full- smámunasöm fyrir minn smekk, hún leggur mikið upp úr umhverfislýsingum og þvílíku sem stundum verður bara að óþarfa mála- lengingum. En hún heldur lesanda í spennu bókina út og það vaknar hjá manni forvitni að kynnast bókum hennar nánar við tækifæri. <r D D 0 D D D D D D frhMjxipja. ítalíu 0 Farangursgrindur o Buröarbogar Ókeypis ásetning fyrir þá sem koma í verzlun okkar Skeifunni 2 Sendum í póstkröfu um land allt D D D D D D D IMPERIAL farangursgrindur fyrir flesta fólksbíla, auðveldar IMPERIAL farangursgrindur fyrir rennulausa bíla, t.d í meðförum. Skoda, Renault, Simca, Citroen, Plymouth o.fl. 0 D D D D D D D D D ERMAX farangursgrindur fyrir stærri fólksbíla. UNIPORT burðarbogar fyrir fólksbíla og jeppa. Hentugir fyrir t.d. Ijóskastara, loftnetsstangir, Taxi-merki o.fl. Alls kyns aukahlutir fáanlegir, s.s. skíðafestingar, reiðhjólafest- ingar, bátafestingar, grind o.fl. SPECIAL TOP fesllngar fyrlr rennulauaa bíla, t.d. ýmaa nguíln“a *TLANT,C sérs,'Tk,ir bu'6a'b»8- ameríska bíla, transka bíla, Skoda o.fl. bíla, sem venjulegar nrindina festingar henta ekki. grindina. Höfum einnig bögglabönd og farangurspoka EINNIG FÁANLEGT: BLOCK-FIX TORTUGA CABOT CICKLOWAY skíðafestingar farangurskassar bátafestingar reiðhjólastativ D D 0 D D D 0 D D D Bílavörubúóin FJÖÐRIN Skeifunni 2 82944 Heildsala Smásala

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.