Morgunblaðið - 05.07.1981, Qupperneq 32
Sími á ritstjóm og sKriístofu:
10100
SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ1981
Austur-þýzkum togara
visað út fyrir 200 mílur
MIKILL fjöldi skipa frá austan-
tjaldslöndunum er nú að veiðum
á kolmunnamiðunum norðan oií
austan við landið. um 200 til 270
miiur frá iandi. Auk þess eru
nokkrir austur-þýzkir togarar að
veiðum rétt við 200 milna mörkin
norðaustan við landið. ok í eftir-
litsflujíi LandheÍKÍsKæziunnar i
fyrradaK var einn þeirra staðinn
að óiöKÍeKum veiðum um 2 mílur
innan markanna ok var honum
vísað út fyrir.
Við talninKu kolmunnaveiði-
skipanna voru talin 98 skip, en
þau voru mjög dreifð um svæðið
svo ætla má að þau séu talsvert
fleiri. Að sögn Gunnars Ólafsson-
ar, skipherra hjá Landheigisgæzl-
unni, þótti ekki ástæða til annars
en að vísa austur-þýzka togaran-
um út fyrir mörkin, enda væri það
miklum vandkvæðum bundið fyrir
Landhclgisgæzluna að eltast við
skip, s'-m staðin væru að smá-
vægilegum brotum, þegar fjárhag-
ur hennar leyfði aðeins að 2
skipum væri haldið úti. Til þess
væri landheigin allt of stór og því
yrði að vega það og meta hve
miklum kostnaði væri hægt og
réttlætanlegt að verja til siíkra
aðgerða.
World Open-skákmótið:
Góð byrjun hjá
Islendingum
FIMM íslenzkir skákmenn taka
um þessar mundir þátt í World
Open-skákkeppninni i New Paltz
i Bandarikjunum.
Fiskveiðiviðræður
13 MANNA viðræðunefnd frá
EfnahaKsbandalagi Evrópu kem-
ur til íslands eftir helgina til
viðræðna um hafsvæðið milli ís-
lands og Grænlands.
Viðræðurnar verða á þriðjudag
og miðvikudag í Reykjavík. Rætt
verður um gerð rammasamnings,
fiskverndun og fiskveiðimál, en
jafnframt verður rætt um skipt-
ingu fiskistofna, hvernig hyggi-
legast sé hægt að nýta þá og hvað
komi í hvers hlut.
íslendingarnir hafa byrjað vel
og er vinningafjöldi þeirra sem
hér segir eftir 3 umferðir: Elvar
Guðmundsson og Jóhannes Gísli
Jónsson 3 v., Karl Þorsteins 2'A v.,
Kristján Guðmundsson 2 v. og
Haukur Angantýsson 1 'k v.
Tefldar verða 9 umferðir eftir
Monrad-kerfi en þátttakendur í
aðalflokknum, sem íslendingarnir
tefla í, eru 194. Þar á meðal eru
þrír stórmeistarar, Benkö, Lom-
bardy og Bisguier.
íslendingarnir hafa ekki mætt
mjög sterkum andstæðingum í
fyrstu umferðunum. Þó ber þess
að geta að Jóhannes Gísli sigraði
alþjóðameistarann Zaltsman í 2.
umferð í 31 leik og hafði hann þó
svart í skákinni.
Almennur fundur IMA:
Ávítar Kaupmannasamtök-
in fyrir skort á félagsanda
ALMENNUR fundur IMA. Inn
kaupasamhands matvörukaup-
manna sem haldinn var 2. júlí.
samþykkti vitur á Kaupmanna-
samtök Íslands. fyrir þann skort
á félagsanda. að senda lögrcKl-
una á sina eigin félagsmenn. eins
og það er orðað i áiyktun fundar-
ins.
Þá segir: Ennfremur væntum
við skýringa á því, hvers vegna
samtökin berjist ekki fyrir frjáls-
um verzlunarháttum undir eigin
stjórn, í stað þess að viðurkenna
vald hins opinbera í úrskurðar-
málum viðvíkjandi frjálsri verzl-
un. Að okkar mati er þetta barátta
fyrir opinberri einokun.
í frétt IMA segir, að Innkaupa-
samband matvörukaupmanna séu
samtök 41 matvöruverzlunar, sem
séu öllum opin.
» . ■■■ ,** ja :x, ■ ■ J
,'!***' **'$&*'.
&*#&*&**■
m
»»w**-*'
.........
....... 'atmc ■'**■
'
...
&'■&'. ^ mms '<***&* ».
T Mm*,.
Austur-þýzki togarinn Walter Denmel frá Rostock, sem staðinn var að ólöglegum veiðum innan
fiskveiðitakmarkanna, og var vísað út fyrir. Ljósm.: Tomas Heixason
Fisksölur á Bandaríkjamarkaði:
Kannast ekki við
samdrátt í sölu
- segir Guðmundur H. Garðarsson, blaðafulltrúi SH
«ÞAÐ ER mánuður síðan hækk-
un varð á Randarikjamarkaði á
nokkrum fisktegundum, þar á
meðal á 5 punda pakkningum og
þorskflökum, sem hefur verið
þýðingarmesta pakkningin þar,
og sölur hafa verið með eðlilegum
hætti hjá okkur í júnímánuði,
þannig að ég kannast ekki við
samdrátt hjá okkur,“ sagði Guð-
mundur H. Garðarsson, blaða-
fulltrúi Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna i samtali við Morg-
unblaðið í gær.
Tilefni þess, að Morgunblaðið
hafði samband við Guðmund var
frétt, sem birtist í fyrradag um
verðhækkunina á Bandaríkja-
markaði, en þar var haft eftir
Óttari Yngvasyni hjá íslenzku
útflutningsmiðstöðinni, að verð-
hækkunin hafi verið „algjört
frumhlaup" og hefði aðeins orsak-
að „algjöra sölustöðvun". Sagði
Óttar að ekki þýddi annað en
fylgja markaðnum í Bandaríkjun-
um, ef ekki ætti illa að fara og
verðhækkunin myndi valda sölu-
stöðvun, yrði henni haldið til
streitu.
Landsvirkjun:
Raforkuverð
hækkar unt 17%
Kjaradeilan í graskögglaverksmiðjunum:
löfum óskað eftir að gera samn-
—ninga VMSI
- segir Indriði Þorkclsson
„STAÐAN er óljós og það hefur
ekki náðst samkomulag. Við
höfum óskað eftir að gera samn-
inga á grundvelli samninga
Verkamannasamhandsins og
hliðstæðra samninga. en þeir
hafa ekki viljað faliast á það. f
siðustu viðra*ðum komu þeir
með þá hugmynd eða tillögu að
það yrði settur gerðardómur í
málið. Ráðuneytið hefur ekki
tekið endaniega afstöðu til
þessa.“ sagði Indriði Þorkels-
son í fjármálaráðuneytinu i
viðtali við Mhl. um stöðu mála I
fulltrúi fjármálaráðuneytisins í samninganefnd
kjaradeilu graskögglaverk- í kjaradóm.
smiðja.
Indriði sagði að síðustu við-
ræður hefðu farið fram hjá
sáttasemjara. Aðspurður sagði
hann að afstaða til tillögu verka-
lýðsfélaganna um gerðardóm
yrði væntanlega tekin í byrjun
næstu viku. Hann sagði einnig:
„Þetta er að mínu mati svolítið
einkennileg aðferð, því yfirleitt
vilja menn semja um ágreinings-
mál en ekki láta dæma um þau.
Þarna eru allar forsendur þekkt-
ar og ekki ástæða að setja þetta
Að sögn Indriða, er hér fyrst
og fremst um kaupliði að ræða
og við hvað eigi að miða en í gildi
eru samningar sem þessi félög
eru aðilar að og Verkamanna-
sambandið einnig. Hann sagði
ríkið vera með samninga við
stóran hóp manna á þessum
grundvelli bæði á þessu sviði og
öðrum, t.d. við Vegagerðina. „Við
teljum að það sé nóg af hliðstæð-
um sem hægt er að fara þarna
eftir, en þeir í verkalýðsfélögun-
um eru með aðrar hugmyndir."
Iðnaðarráðherra, Hjörleifur
Guttormsson, hefur heimilað 17%
hækkun á heildsöluverði raforku
frá Landsvirkjun frá og með 1.
júií að telja og mun sú hækkun að
öllum líkindum valda um 8%
hækkun raforkuverðs frá Raf-
magnsvcitu Reykjavíkur.
Að sögn Eiríks Briem, fram-
kvæmdastjóra Landsvirkjunar,
hafði ekki verið óskað eftir þessari
hækkun nú, en hún væri tilkomin
vegna þess að síðasta hækkun,
sem Landsvirkjun hefði verið
veitt, hefði alls ekki verið nægjan-
leg. Það væri þessi hækkun í raun
og veru ekki heldur og til þess að
unnt væri að standa undir rekstri
Landsvirkjunar til áramóta, yrði
væntanlega sótt um enn frekari
hækkanir á þessu ári.
Fjórðungsmótið á Hellu:
Gífurleg ölvun í fyrrinótt
llellu á Kangárhokkum. 4. júli.
GÍFURLEG ölvun var hér á
Fjórðungsmóti sunnlenskra
hestamanna i nótt sem lcið, að-
faranótt laugardags, að sögn
lögreglunnar. Slagsmál og ólæti
voru alia nóttina og mikið um
minni háttar pústra og áföll.
Einn maður fékk glerbrot í auga,
og varð að flytja hann á sjúkra-
hús.
Lögreglumenn, er blaðamaður
talaði við, kvörtuðu undan skipu-
lagsleysi við löggæslu á staðnum,
svo sem við að vista drukkna
menn og færa þá af mótssvæðinu.
Ekki voru geymslur fyrir hendi, og
urðu lögreglumenn að nota lög-
reglubíla til að taka drukkna
menn úr umferð, þar sem þeir
voru geymdir uns mesti móðurinn
var runninn af þeim.
Á laugardagsmorgun var talið
að hér á mótssvæðinu væru á
fjórða þúsund manns, veður var
gott og útlit fyrir gott veður þar
sem eftir er mótstímans.
VK