Morgunblaðið - 16.08.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.08.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1981 59 Merkilegt nokk, um þessar mundir er verið að sýna hvorki meira né minna en tvaer ísraelsk- ar myndir samtímis. Hér sjást þeir Topol og Nick Mancuso og Alfred Burke í myndinni Húsið við Garibaldastræti. Iláskólabíó Farið Það hefur verið hálfgert sumarslen yfir kvikmynda- húsunum að undanförnu. Miðlungsmyndir, og þaðan af verri, vaðið uppi með nokkr- um heiðarlegum undantekn- ingum. Apocalypse Now. hef- ur nýrunnið sitt skeið á enda í Tónabíó, við mun meiri aðsókn en reiknað var með og næsta leikinn þar á Israelsk gamanmynd um unglingsár- in. Lemon Popsicle. Myndin naut mikilla vinsælda í Evr- ópu. þegar hún var fyrst sýnd fyrir nokkrum árum og nýlega var frumsýnd á meg- inlandinu þriðja myndin í þessum flokki. Laugarásbíó hefur haldið sig við léttar gamanmyndir síðustu vikurnar og þessa dagana má berja þar augum _good old boy“ nr. 1, Burt Reynolds. I Reykur og bófi nr. 2, að sjálfsögðu framhald hinnar vinsælu myndar. Með gamalkunnug hlutverk fara Sally Field, Jerry Reed og Jackie Gleason. Og til að krydda innihaldið enn betur má nú finna Dom DeLuise í samsetningunni. Gamla bíó býður uppá ný- lega gamanmynd, Karlar í krapinu. hér er líkt og í Laugarásbíó, um fram- haldsmynd að ræða, því fyrir nokkrum árum sáum við hina broslegu félaga Don Knotts og Tim Conway í myndinni The Apple Dumpling Gang. The Riddle of the Sand, hefur bersýnilega valdið fleirum en mér vonbrigðum því eftir snögglegt fráfall hennar hefur nú Háskólabíó tekið til sýningar, ísraelska mynd, The House on Gari- baldi Street. Efnisþráðurinn er flestum kunnur því hér er rakin saga þess er leyniþjónusta Israela vann það afreksverk fyrir tveim áratugum að hafa uppi á stríðsglæpamanninum, gyð- ingaböðlinum Adolf Eich- mann. Hann bjó þá í skjóli sterkra bræðrabanda fyrr- verandi SS-manna og rotinn- ar ríkisstjórnar í Argentínu, en eftir tvisýnan leik tókst Israelsmönnum að hafa upp á mannskrattanum og flytja úr landi. Maður skyldi ætla að hér sé allt sannleikanum sam- kvæmt, því myndin er byggð á endurminningum Isser Harels, fyrrverandi yfir- manns leyniþjónustunnar, (Mossad). sem skipulagði þetta fífldjarfa mannrán. Oft er sannleikúrinn skáldskapnum lygilegri og það sannast í Húsið við Garihaldastræti, söguþráður- inn gæti verið frumsaminn af Ludlum eða Forsythe. En helstu galla myndarinnar er einmitt að finna í kvik- myndagerð Steve Shagans, (The Formula. Ilustle) Hrynjandi myndarinnar í heild er góður, en hinsvegar gætir Shagan sínn ekki oft í smáatriðum. Dramatiserar t.d. stundum um of sjónarmið gyðinga og er það hæpið til vinnings á utanlandsmarkaði, með fullri virðingu fyrir ör- lögum þeirra og staðreynd- inni að myndin gerist aðeins 15 ár frá stríðslokum. Þá hættir hinum kunna, Israelska leikara, Topol að ofleika, það má reyndar skrifa að nokkru leiti á fram- angreinda galla handritsins. Tæknilega er Húsið við Garibaldastræti all vel gerð og heildarsvipurinn fag- mannlegur. Þessi upprifjun á hinum sögulega, lygilega at- burði er forvitnileg og vel- komin og fróðleg yngri kyn- slóðum. Þeim sem halda að Hitler hafi verið forseti ít- alíu. Þá er og horfin sjónum, góðu heilli, óþverrinn, Föstu- dagurinn þrettándi, mynd sem má gjarnan flokka með ámóta afreksverkum andans og The Texas Chainsaw Massacre í staðinn er komin í Aust- urbæjarbíó, nokkurra ára gömul stórslysamynd, Eitur- flugnaárásin, gerð af einum aðalforsprakka og „heilá" slíkra mynda, Irwin Allen. En sem betur fer þá leik- stýrði Allen ekki sínum fyrri myndum líkt og hér, heldur lét sér nægja að framleiða Stjörnu- og eiturflugnasægur er uppistaðan í Eitur- flugnaárásinni í Auturbæjarbiói. myndir á borð við The Posei- don Adventure og The Tow- ering Inferno, sem báðar tvær má flokka i hópi þeirra bestu af þessum toga. Og framtakssemi karls leynir sér ekki því hér er öllu á verri veg farið. Heldur er nú söguþráður- inn í Eiturflugnaárásin, grannur og iitlaus og með meiri háttar ólíkindum. Upp á gamla mátann er sópað saman misskærum stjörnu- fans, sem að þessu sinni berst við, og/eða er fórnarlömb hins djöfullega eiturflugna innrásarhers, sem hægt og bítandi er að leggja undir sig Suðurríkin (!) Látum það 'nægja í lýsingu efnisins. Það er semsagt ekki margt nýtilegt hér á seyði, skemmt- unin fremur léleg. Þó má, með jákvæðu hugarfari, nokkurt gaman hafa af vit- leysunni. Michael Caine, (sem er að eyðileggja sig á B-myndum), er það góður leikari og mikill karakter, að hann segir enda- leysuna sem honum er lögð í munn, allt að því sannfær- andi. Sama máli gegnir með heillakarlinn Henry Fonda. Eru þetta hápunktar Eitur- flugnaárásarinnar... Þeir sem kunna að meta þrumurokk fá óskir sínar uppfylltar í Ilafnarbíó. Þar var í vikunni frumsýnd glæný mynd með áströlsku hljóm- sveitinni AC/DC, sem i dag er ein vinsælust þeirra sem flytja þungt rokk. Nefnist myndi Let There Be Rock Regnboginn sýnir nú í A- sal, glænýja, breska mynd, Spegilbrot, sem byggð er á sögu Agöthu Christie. Hún er ábyggilega ekki sú heppi- legasta til kvikmyndagerðar, en hvað um það myndin í heild er hin ágætasta skemmtun. Það sem vantar uppá spennuna er bætt upp með skemmtilegheitum. Spcgilhrot er og tilvalin skemmtun þeim sem voru á táningaaldrinum á fimmta og sjötta áratugnum, hér gefur nefnilega að líta allnokkrar af þeim stjörnum sem þá skinu hvað skærast en eru fremur sjaldséðir fuglar í dag. Fyrsta skal fræga telja Elisabeth Taylor, sem hér fer á kostum, (hefur engu gleymt) heillandi kona þó komin sé á sextugsaldurinn slæma. Tvær „Universal-stjörnur“, Rock Hudson og Tony Curtis, minna okkur á forna frægð og þá gleður Kim Novak ennþá augað. Og það ma mikið vera ef hún vinnur ekki hér sinn stærsta leiksigur til þessa! En það er Angela gamla Lansbury sem stelur senunni, óborganleg í hlutverki Mrs. Marple. Semsagt ágæt fjöl- skyldumynd með nostalgísku ívafi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.