Morgunblaðið - 16.08.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.08.1981, Blaðsíða 17
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1981 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1981 49 SPJALLAÐ VIÐ AL OERTER MARGFALDAN HEIMSMETHAFA í KRINGLUKASTI SEM ÆTLAR AÐ VINNA SÍN FIMMTU GULLVERÐLAUN ^i Á ÓLYMPÍULEIKUNUM í LOS ANGELES 1984 Grein Þórarinn Ragnarsson Viö höföum maelt okkur mót í gestamóttökunni á Hótel Esju. Þaö fór ekki á milli mála hver af hinum fjölmörgu gestum sem þar voru fyrir var íþróttakappinn og kringlukastar- inn Al Oerter. Hann bar höfuó og herðar yfir alla sem þar voru. Hann heilsaöi mér vingjarnlega og eftir að hafa komió okkur vel fyrir hóf ég spjalliö viö þennan einstaka afreksmann í frjálsum íþróttum. Oerter er eini íþrótta- maðurinn fyrr og síöar sem hefur tekist aó sigra í sömu íþrótta- greininni á fjórum Ólympíu- leikum í röö. Fjögur gullverölaun í kringlukasti. Frábært afrek sem verður seint eöa aldrei leikió eftir. Þaö var fyrst áriö 1956, sem Oerter sigraði. Síðan á Ol-leikun- um 1960, 1964 og 1968. Al Oerter er fæddur og uppalinn í New York og hefur búiö þar alla tíö, ef undanskilin eru þau ár sem hann stundaði háskólanám í Kansas. Ég baö Oerter fyrst aó segja mér frá því hvers vegna hann hóf aó æfa kringlukast og stunda frjáls- ar íþróttir. — Eins og títt er meö unga pilta í Bandaríkjunum þá hóf ég fyrst aö leika bandaríska knattspyrnu í gagnfræöaskóla, jafnframt lék ég mér í kýlubolta. Ég haföi líka mikinn áhuga á frjálsum íþróttum og hóf að æfa þær þegar ég var 14 ára gamall. Fyrst var ég ákveðlnn í því aö veröa spretthlaupari. Þá keppti ég í 100 og 200 metra hlaupum. Gekk líka bara nokkuö vel í þessum greinum. En ég stækkaöi nokkuö ört á þessum árum og þyngdist. Ég reyndi fyrir mér sem míluhlaupari. Mílan heill- aöi marga unga menn sem reyndu fyrir sér sem frjálsíþróttamenn. En áfram hélt ég aö þyngjast og styrkjast, svo aö þaö lá beinast viö fyrir mig aö reyna viö kastgreinar. Þar sem í mörgum ríkjum er bannaö aö kasta spjóti og sleggju í gagnfræöaskólum, reyndi ég fyrir mér í kúlu og kringlu. Ég féll fyrir kringlukastinu, og hef haldið mér viö þá grein alla tíö síðan. Ég var 15 ára gamall þegar ég tók þátt í minni fyrstu kringlukastkeppni. Þá kastaöi ég rúma 44 metra. Reyndar með lítilli kringlu. Ári síöar 47 metra og síöan fór þetta batnandi ár frá ári. Þriöja áriö sem ég keppti í kringlukasti setti ég svo bandarískt skólamet í kringlukasti. Þaö varö til þess aö ég fékk styrk tll þess aö stunda nám viö háskóla og haföi gott tækifæri til þess aö æfa íþrótt mína af kappi. Það var svo stórkost- legt að vinna fyrsta gullið á Ól-leikunum Afrek Al Oerter á Ól-leikum eru einstök. Fyrsti Ól-sigur hans var árið 1956 í Melbourne Ástralíu. Hvaö hafði Oerter um þá leika aö segja? — Þeir veröa mér ávallt eftir- minnilegir og ofarlega í huga mín- um. Ég var aöeins tvítugur áriö 1956. Satt best aö segja átti ég ekki von á því aö komast í Ól-lið Bandaríkjanna. Þaö er nefnilega æöi erfitt. Haldiö er sérstakt úr- tökumót á hverju ári. Og þrír bestu í hverri grein fá farseöil á Ólympíu- leikana. Þaö er því mikilvægt aö vera í mjög góöri æfingu á réttu augnabliki. Keppni í úrtökumótun- um er afar hörö og taugatrekkj- andi. Mér heppnaðist samt aö vera í einu af þremur efstu sætunum og var sendur til Melbourne. Feröin til Ástraliu var mín fyrsta utanlandsferö og hún var mér mikil lífsreynsla. Ég var mjög taugaóstyrkur fyrir sjálfa keppnina. Ég keppti á móti reyndum kösturum og var ekki Merkilegasta — kannske Mexico áriö 1968 var kringlukast Bandaríkjamannsins Al Oerter, sem vann Olympíugull í fjóróa sinn í röð. Eins og í þrjú fyrri skiptin varó hann aó sigra heimsmethafa og kasta lengra en hann hafói áöur gert til aó hljóta sigur. Sigurkast hans var 64,78 m, en heimsmethafinn Jay Silvester kastaöi aöeins 61,78 m og varó í fimmta sæti. Á myndinni má sjá Al Oerter í hringnum á leikunum í Mexico. Kringlukast var ein þeírra greina er Grikkir til forna kepptu í á hinum miklu mótum sem kennd voru við borgina Ólympíu, en til þeirra var efnt fyrir árþúsundum. Eitt fræg- asta og þekktasta lista- verk er einmitt högg- myndin af kringlukast- aranum Discobolous, sem Myron meitlaði í stein á sínum tíma. Kringlan sem notuð var til forna var þó stærri og þyngri en þaö áhald sem notað er í dag, en það er tvö kílógrömm og 22 senti- metrar í þvermál. Kast- hringurinn, sem kringlu- kastararnir kasta úr er 2,50 metrar í þvermái. Kringlukast var önnur tveggja kastgreina, sem keppt var í þegar Ólympíuleikarnir voru endurvaktir 1896. En það hryggði Grikki mjög, að Bandaríkjamaðurinn Robert Garrett, sem aldr- ei haföi keppt í kringlu- kasti, skyldi fara með sigur af hólmi. Grikkir þóttust vissir að þeirra meistari, Athanasics Paraskevopoulos, mundi sigra, enda á heimavelli í Aþenu, en Garrett kastaði 20 sentimetrum lengra. Garrett sigraöi síðar í kúluvarpi á þessu móti. Það verður að segja Grikkjum til hróss, að þeir lögðu meira upp úr fögrum hreyfingum og atgervi, en aö kasta sem lengst. „Ég reyndi ad gleyma sársaukanum og lét ógurlegt hróp fylgja kringlunni eftir“ Al Oerter ásamt vin- konu sinni á Reykjavík- urleikunum. Eg veit aó ég get unnið kringlukastió á leikun- um í Los Angeles 1984, sagói Oerter. Tékkin Ludvig Danek einn helsti keppinautur Oerters í mörg ár. Hann varö annar í Tokyo áriö 1964. Þrióji árið 1968 í Mexico. Og sigraði loks árið 1972 í MUnchen, kastaöi 64,40 m. Þá keppti Al Oerter ekki. Oerter á fullri feró í hringnum, og einbeitnin skín út úr svipnum. bjartsýnn á góöan árangur. En heppnin var meö mér. Ég haföi góöan aöstoöarmann aö nafni Drake. Hann sá hversu tauga- óstyrkur ég var og gaf mér góöar ráöleggingar. Hann sagöi viö mig: Útilokaöu alla hugsun um keppnina sjálfa. Hugsaöu bara um fyrsta kastiö þitt. Leggöu alla áherslu á þaö kast. Hann talaöi í mig kjark, og hélt áfram aö segja mér að einbeita mér aö fyrsta kastinu. Þegar ég hóf keppnina var öll einbeiting mín á minni fyrstu til- raun. Kastiö heppnaöist mjög vel og ég ætlaöi varla aö trúa mínum eigin eyrum, þegar þulurinn til- kynnti nýtt Ólympíumet í kringlu- kasti 56,36. Þetta varö mitt lengsta kast og dugöi mér til sigurs. Hin köstin og það sem á eftir kom er enn og var þá í þoku t huga mér. Ég var varla meö sjálfum mér, svo ánægöur var ég. — Þaö voru marglr heimsfrægir kastarar sem tóku þátt í leikunum og enginn átti von á því aö ég myndi fara meö sigur af hólmi. Félagar mínir, þeir Fortune Gordi- en og Desmond Koch, áttu báöir betri árangur fyrir leikana. Gordien átti reyndar heimsmetiö í greininni um þessar mundir. Á blaöamannafundi eftir keppn- ina, man ég eftir því dö hafa sagt aö þaö heföi veriö svo stórkostlegt aö vinna gullverölaunin aö ég ætlaöi mér aö vinna fimm gullverð- laun á Ól-leikum. Þau eru oröin fjögur og eiga eftir aö veröa fimm. Tapaöi ekki keppni í tvö ár Eftir leikana í Melbourne hélt ég áfram námi viö háskólann. Keppti jafnframt mjög mikiö og gekk vel. Ég setti strax stefnuna á næstu Ólympíuleika sem fram áttu aö fara fjórum árum síöar í Róm. Síöustu tvö árin fyrir leikana, 1958 til 1960, sigraði ég í öllum mótum sem ég tók þátt í. Ég haföi þaö á tilfinning- unni aö enginn gæti sigraö mig. Eg var mjög sterkur um þessar mundir og kastaöi vel. Ég var ekki í neinum vandræöum meö aö veröa einn af þremur fyrstu í úrtökumótinu heima fyrir. En þegar kom aö sjálfum Ól-leikunum þá gekk mér mjög illa. Ég man alltaf eftir því aö í sjálfri keppninni var ég allt aö því kominn aö fara aö örvænta. Þaö var sama hversu mikiö ég lagöi mig fram, köstin mistókust. Tæknin hjá mér var ekki í lagi. Ég fór aö hugsa meö sjálfum mér hvort mér ætlaöi virkilega aö mistakast. Vinur minn, Rink Babka, sem um langt árabil var einn af betri kringlukösturum í heimi var minn aöalkeppinautur á þessum leikum. Viö höföum æft vel og lengi saman fyrir leikana og þekktum því kast- stíl hvors annars út í gegn. Babka reyndist mér betri en enginn í sjálfri keppninni. Hann sagöi mér í sífellu hvaö ég þyrfti aö laga. Ég sló ekki mjööminni nægilega mikiö fram í sjálfu útkastinu, og fylgdi ekki kastinu nægilega vel eftir. Þetta tókst mér loks aö laga í næst síöustu tilraun minni. Fimmta kast- inu og sigra. Ég kastaöi 59,18 m. Vinur minn Babka varö í ööru sæti, kastaöi 58,02 m. Hann heföi sigraö örugglega ef ég heföi ekki getaö lagaö stílinn hjá mér. Samt lagöi hann sig allan fram viö aö hjálpa mér. Sannur vinur og íþróttamaö- ur. Tveimur árum eftir keppnina í Róm tókst mér svo loks að setja heimsmet í greininni. Heimsmetiö kom 18. maí 1962. Þá kastaöi ég 200 fet og 5’/2 þumlung, eöa 61,10 metra. Sama ár sló Rússinn Vladimir Trusenyov met mitt. Ég náöi metinu aftur sama ár, 1. júlí, og varö því feginn. Bætti ég heimsmetiö um rúma 20 sentimetra. Ég kastaöi 62,44 metra, sem var minn besti árangur þaö ár. Þetta met stóö allt til aö ég bætti þaö áriö eftir. Áriö 1963 tvíbætti ég heimsmet- iö. í apríl setti ég heimsmet, kastaöi 62,62 metra. Og á sjálfu Ólympíuárinu, 1964, bætti ég metiö enn frekar. Kastaöi 62,94 metra 25 apríl. Ég haföi undirbúiö mig af kostgæfni undir Ólympíuleikana og ætlaöi mér ekkert annaö en sigur. Keppnin á Ol-leíkunum 1964 sú erfiðasta sem ég hef tekið þátt í — Þrátt fyrir aö ég heföi sett heimsmet snemma á árinu 1964 var ég ekki álitinn sigurstranglegur á Ól-leikunum. Mér gekk illa á úrtökumótinu heima fyrir. Tékkinn Danek, frábær kringlukastari, tók af mér heimsmetiö í ágúst sama ár. Þá fer margt ööru vísi en ætlaö er. — Á æfingu sex dögum áöur en Ólympíuleikarnir hófust, meiddist ég mjög illa. Ég var aö kasta í rigningu. Kasthringurinn var háll, og ég varö aö fara varlega. Þjálfari minn vildi engu síöur aö ég tæki vel á. í einu kastinu rann ég til í hringnum og hrasaöi illa. Eg var fluttur á sjúkrahús og í Ijós kom aö ég haföi brákaö í mér rifbein og tognaö í mjööm. Læknar sögöu mér aö þaö væri engin von aö ég gæti tekiö þátt í kringlukastkeppn- inni á leikunum. Ég var ekki á sama máli. Ég ætlaöi ekki aö gefast upp. Ég spuröi aö því hvort möguleik- ar væru á því aö meiöslin myndu versna ef ég keppti og færi varlega. Nei varla, var svarið sem ég fékk. Þaö var mér nóg, óg ákvaö aö taka þátt. Sjálfan keppnisdaginn vakn- aöi ég snemma og lét íþróttalækn- ana vefja mig allan. En áöur en þaö var gert haföi veriö boriö á mig óhemju af hitameöali. Þegar ég fór að hita upp fyrir keppnina fann ég fyrir miklum sársauka. Ég var sárlega kvalinn. Orkunni mátti ég ekki eyöa í upphitun. Ég varö aö fara beint í keppnina sjálfa. Danek, Silvester og fleiri afbragös kastarar áttu góö köst í upphitun- inni. Þaö blés ekki byrlega fyrir mér. Þaö heföi verið nógu erfitt aö sigra þá ómeiddur, hvaö þá sár- þjáöur eins og ég var. Keppnin hófst. Mér gekk hörmu- lega illa. Ég gat ekki á heilum mér tekiö. Eftir sum köstin var næstum liöið yfir mig af sársauka. Þá brá ég á þaö ráö, aö ákveöa aö leggja alla mína krafta í eitt kast og hætta svo keppni. Þaö geröi ég. Ég fór í hringinn, lokaöi augunum, beit á jaxlinn og hóf svo snúninginn. Ég reyndi aö gleyma sársaukanum og lét ógurlegt hróp fylgja kringlunni eftir þegar hún flaug út úr hringn- um. Þaö hróp kom af sársaukanum og er eitt þaö mesta sem ég hef rekiö upp. Ótrúlegt en satt. Á þessu kasti sigraöi ég í keppninni og hlaut mitt þriöja Ólympíugull. Kastiö mældist 61,00 m. Ludvig Danek varö annar, kastaöi 60,52 metra. Þessi keppni, sem fram fór í Tokyo, er sú erfiöasta sem ég hef tekiö þátt í fyrr og síöar. Þaö er ekkert grín aö keppa meiddur á slíku stórmóti sem Ólympíuleikar eru. Alltaff gert mitt besta Frá fyrstu tíö hef ég haft þaö fyrir vana, aö gera mitt besta í keppni. Leggja mig allan fram. Alltaf reynt aö ná því besta út úr sjálfum mér. Aldrei lagt þaö í vana minn aö bera fram afsakanir yfir veörinu, aö- stæöum, mat eöa þvíumlíku. Þaö eru of margir íþróttamenn sem leggja slíkt í vana sinn. Vann fjórða Ólympíugullið 1968 og ákvað að hætta Ólympíuleikarnir 1968 fóru fram í Mexico. Fyrir þá leika æföi ég í rúmar tvær vikur í þunnu lofti hátt til fjalla. Ég var langt frá því álitinn sigurstranglegur á leikunum. Tékk- inn Danek átti besta árangurinn fyrir leikana. En sem fyrr reyndi óg aö vera á hátindi þjálfunarinnar þegar leikarnir fóru fram. Með yfirvegun og meö því aö nýta mér reynslu mína tókst mér vel upp, í sjálfri keppninni. Mér tókst aö sigra. Sigurkast mitt reyndist vera 64,78 m. Austur-Þjóöverjinn Loth- ar Milde varö annar meö 63,08 m og Danek þriöji meö 62,92 m. Eftir þessa leika ákvaö ég aö hætta þátttöku í íþróttum. Ég helgaöi mig börnum mínum og fjölskyldu. í heil átta ár, frá 1968 til ársins 1976, lék ég eingöngu tennis og skokkaði örlítiö. Kom ekki nálægt öörum íþróttum. Og hreyföi aldrei viö kringlunni. Ég fann ekki til þess aö ég saknaöi æfinganna eöa keppnisferöanna. Þaö var gott aö slaka á eftir öll þessi ár. Áhuginn kviknaði afftur Áriö 1978 var þess farið á leit viö mig aö gerður yröi sjónvarþsþáttur um mig. Þetta átti aö veröa einn af fimm þáttum sem gera átti um íþróttamenn sem unniö höföu góö afrek á Ólympíuleikum, eöa unniö til margra verölauna á leikunum. Þaö var viö gerö þessara þátta sem áhugi minn á íþróttinni vakn- aöi aftur. Viö aö sjá gamlar fréttamyndir frá liðnum árum. Ólympíuleikar fyrri ára rifjuöust svo rækilega upp fyrir mér aö keppnin var Ijóslifandi í huga mínum. Ég tók fram gömlu skóna og kringluna og hóf æfingar. Rólega í fyrstu en svo af fullum krafti. Ég sé síöur en svo eftir því. Þaö var gott aö hvíla sig í átta ár. Nú er gott aö vera byrjaöur aftur. Náði sínum besta árangri fyrir ári síöan Ég fór aö hugsa meira um tæknina í íþróttinni eftir aö ég hóf æfingar á nýjan leik. í fyrrasumar, þegar ég var 44 ára gamall náöi ég mínum besta árangri. Kastaði 70 metra. Ég veit aö ég get gert betur. Ég stefni núna markvisst aö því aö sigra á Ólympíuleikunum sem fram fara áriö 1984 í Los Angeles. Þar ætla óg mér aö vinna fimmtu gullverölaun mín. Hefði aldrei farið á leikana í Moskvu Ég var á móti því aö Bandaríkin sendu liö á Ól-leikana í Moskvu. Þaö var mín persónulega skoöun aö leikar friöar, vináttu og bræöra- lags færu fram í landi sem fremur slík voðaverk eins og Rússar geröu og gera í Afganistan og víöar. Æfir sex daga vikunnar Al Oerter er mjög unglegur aö sjá og heldur sér mjög vel. Þaö er ekki aö sjá á honum aö þar fari hálffimmtugur maöur. Ég spuröi hann því aö því hver væri leyndar- dómur hans til aö ná slíkum árangri eins og raun ber vitni og hvernig hann færi aö því aö halda sér svo vel. — Ég hef alla tíö fylgt þeirri reglu aö passa vel upp á þrjá hluti. Gott mataræöi, góöa hvíld og nægan og reglubundinn svefn. Ég þarf varla aö taka fram aö ég er reglumaöur á vín og tóbak. Þaö nær enginn langt í íþróttum sem hefur þaö um hönd. Varðandi mataræði vel ég mér ávallt góöan mat. Ég sleppi Coca Cola og boröa til dæmis afar sjaldan franskar kartöflur. Nú, hreyfing er öllu fólki nauö- synleg. Ég æfi núna sex daga vikunnar. Þrjá daga æfi ég í tvo tíma, hina þrjá í einn tíma. Það er persónuleg skoöun mín aö ég geti bætt árangur minn verulega. Því æfi ég núna meiri tækni en nokkru sinni fyrri. Það þarf aö nota kraftana rétt, ööru vísi nýtast þeir ekki. Ég hef foröast allt pilluát. Þaö getur veriö hættulegt. Þegar Ólympíuleikarnir fara fram áriö 1984 verö ég 47 ára gamall. Þá ætla ég mér aö vinna fimmtu gullverölaun mín. Ég veit aö ég get gert þaö, sagöi Oerter ákveöinn og viljastyrkurinn skein út úr andliti hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.