Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981 23 „Aukin frædsla auðveldar ieiðina til kjarabóta Rætt við Sigrúnu D. Elíasdóttur nýkjör- inn formann Alþýðusambands Vesturlands „ÉG VONAST til þess að kosning konu til formennsku Alþýðusam- bands Vesturlands verði því til góðs. Sambandið er ungt að árum og ekki fullmótað. Konur eru van- ar að sjá um uppeldi ungviðisins og því ef til vill ekki illa til fallið að kjósa konu til að annast áfram- haldandi uppbyggingu hins unga Alþýðusambands Vesturlands,“ sagði Sigrún D. Klíasdóttir, hinn nýkjörni formaður sambandsins. Sigrún sagðist vera búin að starfa í Verkalýðsfélagi Borg- arness í 4 ár. Ahuga fyrir fé- lagsmálum hefði hún fengið er hún sótti Félagsmáiaskóla al- þýðu í Ölfusborgum og eftir það hefði hún farið á leiðbeinenda- námskeið. Sagðist Sigrún hafa verið í stjórn Verkalýðsfélags Borgarness og gegnt þeim störf- um sem til hefðu fallið þar. Aðspurð kvaðst Sigrún leggja mesta áherslu á launamálin. Teldi hún einnig nauðsynlegt að efla fræðslustarfsemina innan Alþýðusambands Vesturlands, því aukin fræðsla auðveldaði kjarabaráttuna. Sigrún býr í Andakílsárvirkj- un þar sem maður hennar, Bjarni Skarphéðinsson, er starfsmaður. Þau hjón eiga fjög- ur börn en þrjú þeirra eru upp- komin. Sagði Sigrún, að þau 19 ár, sem þau hefðu búið í Anda- Sigrún D. Elíasdóttir kílsárvirkjun þá hefði fjarlægð staðarins aðeins gert henni mögulegt að fara í íhlaupavinnu. Sagðist hún víða hafa tekið að sér ráðskonustörf, þó einkum hjá RARIK. Einnig hefði hún starfað á Bændaskólanum á Hvanneyri við ræstingar og símavörslu og sitthvað fleira. Annars er Sigrún fædd og uppal- in á Drangsnesi í Strandasýslu og því vön fiskvinnu og síldar- söltun. Sitt aðalstarf kvað Sigrún þó vera húsmóðurstarfið. Yngsta barn þeirra hjóna er 5 ára dóttir. Sagði Sigrún að engin barna- gæsla væri í sveitinni en fyrir góða samvinnu heimilisfólksins hefði hún getað sinnt félags- störfum. Aðspurð kvað Sigrún að aðal- mál Alþýðusambands Vestur- lands hefðu verið kjaramálin, fræðslumál og öryggis- og heil- brigðismál. Aðaláhersia hefði verið lögð á að ná upp kaup- mætti launa. Þingið hefði talið að allar raunhæfar aðgerðir til lækkunar verðbólgu bæri að meta en Al- þýðusamband Vesturlands mót- mælti síendurtekinni íhlutun ríkisvaldsins við gerð kjara- samninga. Tók þingið undir ályktun 54 manna nefndarinnar frá 31. ág- úst 1981 þar sem segir að vegna fenginnar reynslu hljóti verka- lýðshreyfingin að krefjast þess að ríkisvaidið ábyrgist þann kaupmátt, sem samið verður um í komandi kjarasamningum og tryggi að sú launastefna, sem verður mótuð, verði ekki brotin á kostnað launafólks. Taldi þingið ennfremur, að jafna bæri aðstöðumun dreifbýl- is og þéttbýlis svo sem í mennta- málum, mun á raforkuverði, kyndingarkostnaði íbúðarhús- næðis, símakostnaði og fleiru. Kartöfluuppskeran: 70.000 tunnum minni - óhagstætt tíðarfar um allt land hamlaði vexti og upptöku R/EKTIIN varðávaxla hefur í sumar öflur fvrir almennan markað eru samtals 176.000 tunnur á móti RÆKTUN garðávaxta hefur í sumar gengið mun verr en í fyrra og ef á heildina er litið munar um 70.000 tunnum á kartöfluuppskerunni nú og í fyrra. Þá eru kartöflur nú nokk- uð smærri en í fyrra og má búast við því, að bilið verði að brúa með inn- flutningi á 10 til 15.000 tunnum, að- allega af stærri kartöflum. Um gul- rófnauppskeruna er svipaða sögu að segja. Stafar þetta aðallega af slæmri tíð, næturfrostum og kuld- um. Að sögn Eðvalds B. Malmquist, yfirmatsmanns garðávaxta, verð- ur kartöfluppskera í Eyjafirði nú um 12.000 tunnur, en í fyrra var hún um 30.000 tunnur. Tíðarfar í Eyjafirði var mjög kalt í sumar og garðar varla orðnir algrænir fyrr en í ágústbyrjun. Septembermán- uður var svo mjög áfallasamur og bændur og fleiri kartöflurækt- armenn eiga nú allt að einum fimmta af uppskerunni undir snjó og er það undir veðráttu komið hvort eitthvað af því næst upp. Á Fljótsdalshéraði er ástandið svipað, þar var metuppskera í fyrra, en nú lítur út fyrir að hún verði aðeins einn þriðji hluti upp- skerunnar í fyrra. Slæm nætur- frost komu þar 18. ágúst og víða verður því ekki tekið upp úr görð- um. Athyglisvert er þó, að gras féll ekki hjá bændum í Fella- hreppi og er uppskera þar í meðal- lagi. Það getur sem sagt verið mikill munur á því hvorum megin Lagarfljótsins kartöflugras fellur. Hvað varðar gulrófnarækt er það að segja, að rófurnar liggja nú undir snjó eins og víðast hvar norðan- og austanlands. Á Hornafirði og nærsveitum mun uppskeran í ár vera um helm- ingur miðað við síðastliðið ár, eða um 1.700 tunnur. Svipað ástand er í Öræfasveit, þar er uppskeran nú 1.500 tunnur en var 3.000 í fyrra, en þetta er fimmta árið, sem kart- öflur fyrir almennan markað eru ræktaðar þar. Þá var tekin upp sú nýjung á félagsbúinu Víðihlíð, að sá gulrótum í rúman hektara lands og þrátt fyrir að seint væri sáð og tíðarfar óhagstætt, reynd- ist uppskeran góð. í Vestur-Skaftafellssýslu hefur verið nokkuð um kartöfluræktun, sérstaklega í Landbroti og Mýrdal og þar er bezta útkoman á land- inu, eða 2.500 tunnur, sem er svip- að magn og fékkst i fyrra. Þess skal þó getið að heldur meira var sett niður nú en í fyrra. Mikið var um kartöfluræktun í Rangárvallasýslu og eins og und- anfarin ár er það Djúpárhreppur- inn (Þykkvibærinn), sem er stærstur með 46.000 tunnur. Aðr- ar sveitir í sýslunni eru með 2.600 tunnur. Þar var sett 1.000 tunnum meira niður en síðastliðið ár og má því segja að uppskeran nú sé til muna lélegri en í fyrra, en þá var hún 60.000 tunnur í allt. Hins vegar hefur hagstætt tíðarfar á uppskerutíma verið mjög til bóta og hjálpað til við að ná kartöflun- um ósködduðum upp og hafa þær því meira geymsluþol. I Árnessýslu var meira sett niður en í fyrra og uppskeran því nokkuð góð eða víða 10-föld, til dæmis í Hrunamannahreppi. Hins vegar væri nú mikið af guirófum og gulrótum í frosinni jörð og gæti orðið erfitt að ná þeim upp óskemmdum. Á Snæfellsnesi og í Borgarfirði hafa kartöflur verið ræktaðar fyrir markað á nokkrum stöðum og þar er sömu söguna að segja, uppskera er mun minni en í fyrra. Þannig að heildarútkoman, að sögn Eðvalds B. Malmquist, er sú að heildaruppskera markaðs- bænda nemur um 80.000 tunnum á móti 116.000 tunnum í fyrra og heimilisræktun aðeins um 25.000 tunnur á móti 60.000 í fyrra, eða samtais 176.000 tunnur á móti 105.000 síðastliðið ár. Eðvald sagði einnig, að nú væru kartöflur al- mennt smærri en í fyrra og flokk- uðust því verr, en þess bæri að gæta að kartöflur eins og rauðar íslenzkar væru alltaf smáar og lentu því í 2. flokki, sem væri 25% ódýrari, en þær væru samt sem áður ákaflega góðar kartöflur. Þá sagði hann að enn væri of snemmt að spá nokkru um innflutning, en sagðist búast við að flytja þyrfti inn 10 til 15.000 tunnur til al- mennrar neyzlu. Þá yrði einnig að flytja inn kartöflur til vinnslu í verksmiðjunni á Svalbarðseyri, en þar væru gerðar franskar kartöfl- SÍS afhendir styrki úr menningarsjóði NÝLEGA voru afhentir styrkir úr Menningarsjóði Sambandsins er út- hlutað var fyrr á árinu. Menningarsjóðurinn var stofn- aður á aðalfundi Sambandsins ár- ið 1919. Sjóðurinn veitir árlega styrki til ýmissa aðila er vinna að menningar- og velferðarmálum, í samræmi við það markmið sam- vinnuhreyfingarinnar, að efla menningarlíf í landinu. Að þessu sinni nam styrkfjár- hæð samtals 105.000 kr. og hlutu eftirtaldir aðilar styrki: Gigtarfélag íslands 25.000 kr., Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á Akur- eyri 25.000 kr., Styrktarfélag van- gefinna 25.000 kr., ICYE — Al- þjóðleg kristileg ungmennaskipti 15.000 og Flugbjörgunarsveitin 15.000. Valur Arnþórsson, stjórnarfor- maður Sambandsins, afhenti full- trúum þessara aðila styrkina í höfuðstöðvum Sambandsins að viðstöddum forstjóra Sambands- ins og Eysteini Jónssyni fulltrúa í stjórn sjóðsins. (FréU fr» SÍS.) Þorsteinn Pálsson: Samningar gildi frá undirskrift eins og venjulega TVÖ AF þeim fjórum félögum, sem kynnt hafa vinnuveitendum kröfur sínar, Félag bókagerðar manna og Blaðamannafélag ís- lands, gera kröfur um að samning- ar gildi frá 1. nóvember hvenær svo sem samið verður. Morgun- blaðið bar þessa kröfu undir l»or.stein Pálsson, framkvæmda- stjóra Vinnuveitendasambandsins, og sagði hann að slíkt kæmi ekki til greina. „Samningar munu eins og venjulega gilda frá undirskrift- ardegi. Ég tel fráleitt, að þeir verði látnir gilda frá 1. nóvemb- er ef samið verður síðar, sagði Þorsteinn Pálsson. „Við höfum engin afskipti af innanbúðarvandamálum Al- þýðusambandsins," sagði Þor- steinn er hann var spurður álits á því að samflot aðildarfélaga ASÍ hefur nú riðlast og er ekki hið sama og áður. Þá var hann spurður hvort minnkandi sam- flot hefði ekki áhrif á samninga- gerðina og kallaði á aukna vinnu. „Svo þarf ekki að vera og við erum reiðubúnir til að leggja þá vinnu á okkur," sagði Þor- steinn Pálsson. I síðustu kjarasamningum rauf Rafiðnaðarsamband ís- lands samflotið. Það hyggst halda óbreyttri stefnu og fleiri iðnaðarmannasambönd hafa tekið upp þessa stefnu og verður því tæpast um neitt ákveðið samflot að ræða nema hvað varðar verðbótaákvæði. Aðeins Verkamannasambands íslands og Landssamband verzlunar- manna hafa ályktað um ákveðið samflot. Sendi engum boðskort - segir Veturliði um sýningu sína að Hverfsigötu 32 VETURLIÐI Gunnarsson sýnir um þessar mundir í nýjum sýningarsal að Hverfisgötu 32 í Reykjavík. Á sýningunni eru 47 olíukrítarmyndir og eru þær allar til sölu. Blm. tók Veturliða tali og spurdi hvernig að- sókn að sýningunni væri. „Jú, hún er ágæt. Ég er þegar búinn að selja 11 verk. Annars angrar það mig mest í augnablik- inu að sýningin opnaði ekki með pomp og prakt eins og vant hefur verið hjá mér. Mínir ágætu gömlu viðskiptavinir og félagar mega ekki misvirða það við mig, því ég sendi engum boðskort að sýning- unni, hafði reyndar hvorki til þess tíma né peninga. Það er nú alltaf meiri stemmning að opna sýn- ingar svolítið eftirminnilega, fólk skartar gjarnan sínum bestu klæðum og hittir hvert annað en af þessu gat þó ekki orðið hjá mér núna.“ Hvað er langt síðan þú hélst sýningu síðast? „Ætli það séu ekki um 4 ár, myndirnar sem ég sýni eru allar fremur nýjar, en þessar myndir eru nú raunar skissur að stærri málverkum." Ertu farinn að undirbúa aðra sýningu? „Já, það er óhætt að segja það. Ég ætla að sýna stór olíumálverk á Kjarvalsstöðum í febrúar á næsta ári. En hvað snertir sýning- una hjá mér núna á Hverfisgöt- unni vil ég leggja áherslu á að all- ir eru velkomnir þangað, það kost- ar ekkert inn, nema náttúrulega að menn falli fyrir myndum mín- um og geti ekki farið af sýning- unni án þess að taka þær með sér,“ segir Veturliði og hlær. Sýningin er opin alla daga frá kl.14—22 tvær næstu vikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.