Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 85 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakið.
Vísindaafrek
Það fyllir íslendinga gleði og stolti, þegar fréttir berast um
það, að vísindarannsóknir íslenskra manna vekja athygli
úti í hinum stóra heimi og þykja marka tímamót. Þannig er
mönnum innan brjósts, þegar þeir ræða um niðurstöður rann-
sókna þeirra, er Þórir Helgason, yfirlæknir á göngudeild syk-
ursjúkra á Landspítalanum, hefur stundað um upptök sykursýki
með aðstoð Magnúsar R. Jónassonar, læknis. Eins og Þórir
Helgason segir í viðtali við Morgunblaðið í gær, þá liggur sú
straðreynd fyrir eftir rannsóknina, að upphaf sykursýki getur
orðið í móðurkviði, þó svo fari, að niðurstöður dýratilrauna í
Aberdeen sanni ekki þá kenningu Þóris, að N-nítrósósambönd
geti valdið sykursýki.
í sjálfu sér felst mikil viðurkenning á rannsóknum íslensku
læknanna í því, að hið virta breska læknatímarit Lancet tók
grein Þóris Helgasonar, um að efni í reyktu kindakjöti geti
framkallað sykursýki, til birtingar. Þórir Helgason hefur með
rannsóknum sínum fikrað sig inn á þær brautir í læknisfræð-
inni, sem menn beina athyglinni æ meira að, hvaða áhrif veiru-
sýkingar hafi á upptök sjúkdóma. Rannsóknir Þóris Helgasonar
sýna, að veirusýking eykur líkurnar fyrir sykursýki; kann hið
sama til dæmis að eiga við um krabbamein? Það eru spurningar
eins og þessi, sem víða er leitað svara við, og niðurstöður ís-
lensku læknanna geta fært menn nær svarinu við þeim.
Þegar menn lesa í blöðum um það, sem kom Þóri Helgasyni á
sporið; neyslu hangikjöts og tíðni sykursýkis hjá drengjum
fæddum í október á Akureyri, sýnist þráðurinn vera ótrúlega
einfaldur og liggja næstum í augum uppi. Stærstu vísindaafrek-
in felast oft og tíðum í því, að skarpskyggnir greina samhengi
hluta og benda öðrum á þá. Til þess að draga þannig fræðilegar
ályktanir af því, sem er að gerast umhverfis okkur, kostar oftast
meira átak en svo, að það sé á hvers manns færi. Löngum hefur
verið sagt, að vegna fámennis og fjarlægðar frá öðrum séu
Islendingar kjörið rannsóknaandlag fyrir læknavísindin. Rann-
sóknir Þóris Helgasonar staðfesta þessa kenningu og ættu að
vera hvatning til okkar allra um að veita alla þá aðstoð, sem
nauðsynleg er til að stuðla að og flýta slíkum rannsóknum.
Læknisfræðilegar rannsóknir miða í senn að því að sanna
vísindalegar tilgátur og stuðla að bættu mannlífi með því að
koma í veg fyrir upptök sjúkdóma, hefta útbreiðslu þeirra eða
lækna þá. Slíkar rannsóknir á auðvitað ekki að ræða á öðrum
forsendum. Fyrir vísinda- og fræðimenn er ekki nægilegt að
hafa húsnæði, tækjakost og fjármagn til að stunda rannsóknir,
þeir verða einnig að starfa í því umhverfi, er hvetur menn til
vísindalegra og fræðilegra dáða. Mikið skortir því miður á, að
slíkt andrúmsloft ríki hér á landi, í því efni hefur fámennið sína
ókosti. Fleira kemur einnig til. Er það ekki dæmigert fyrir
umræðustigið hér á landi, að í kjölfar frétta um vísindaafrek
Þóris Helgasonar og Magnúsar R. Jónassonar skuli fjölmiðlar
leita leiða til að koma þeim upp á kant við hangikjötsframleið-
endur? Það kostar enga peninga að viðhalda umræðum á.menn-
ingarlegu stigi en það er ef til vill frumforsenda þess, að hér á
landi þróist vísindastarfsemi og fræðiiðkanir, sem athygli vekja
úti í hinum stóra heimi. Lágkúran í þessu efni eins og öðrum er
þjóðfélaginu of dýrkeypt til að henni sé látið ómótmælt um leið
og Þóri Helgasyni og félögum hans eru færðar heillaóskir.
6. einvígisskákin frá Meranó:
Korchnoi sækir
í sig veðrið
SVO VIRÐIST sem að áskorandinn sé allur að hressast, a.m.k. ef marka
má taflmennsku hans í 6. einvígisskákinni. Skákin fór í bið þegar leikinn
hafði verið 41 leikur og hefur Korchnoi öllu vænlegri stöðu.
Karpov hóf skákina með því að leika kóngspeði sínu fram og svaraði
Korchnoi með opna afbrigðinu í Spánska leiknum. Skákin fylgdi hefð-
bundnum leiðum fram í 17. leik er Korchnoi kom með nýjung. Stuttu
síðar fórnaði hann peði og fékk í staðinn gott mótspil. Heimsmeistarinn
tefldi framhaldið frekar linkulega og bætti áskorandinn stöðu sína smátt
og smátt. í 41. leik fór skákin í bið og lék Korchnoi biðleik. Að sögn
sérfræðinga hefur Korchnoi vinningsstöðu en það er e.t.v. full mikið sagt
þó að áskorandinn hafi óneitanlega fallega stöðu.
Hvítt: Karpov
Svart: Korchnoi
Spánski leikurinn
I. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5
— a6, 4. Ba4 — Rf6, 5. (H) —
Rxe4. Opna afbrigðið svonefnda
sem mikið kom við sögu í síðasta
einvígi Karpovs og Korchnois í
Baguio 1978. 6. d4 — b5, 7. Bb3 —
d5, 8. dxe5 — Be6, 9. c3 — Bc5,
10. Rbd2 — 0K), 11. Bc2 — Bf5, 12.
Rb3 — Bg6. í Baguio lék
Korchnoi jafnan 12. — Bg4 þar
til Karpov fann framhaldið 13.
h3 - Bh5, 14. g4 - Bg6,15. Bxe4
— dxe4, 16. Rxc5 — exf3,17. Bf4
og hvítur stendur betur. 13. Rfd4
— Bxd4, 14. cxd4 — a5, 15. Be3 —
a4, 16. Rcl — a3, 17. b3 — f6.
Endurbót Korchnois á fram-
haldinu 17. — Rb4,18. Bbl — c5,
19. dxc5 og hvítur hefur betra
tafl (Ceskovsky — Geller Sov-
éska meistaramótið 1980). 18.
exf6 — Dxf6, 19. Re2 — Rb4, 20.
Bbl — De7, 21. Del — Hfe8, 22.
Rf4 — Bf7, 23. Dcl
Skák
Jóhannes Gísli Jónsson
23. — c5!? Korchnoi fórnar peði
en fær í staðinn ýmis gagnfæri
s.s. sterkt frípeð í d-línunni. 24.
dxc5 — Df6, 25. Bxe4 — Hxe4, 26.
Re2 — d4, 27. Rg3 - Hee8, 28.
Dd2 - Rc6. Eftir 28. - fxe3, 29.
fxe3 vinnur hvítur manninn til
baka með betri stöðu. 29. Bg5 —
De5, 30. Racl — d3!. Svartur not-
ar tækifærið og ýtir peðinu
lengra áfram. 31. Hfdl — Bg6,
32. Be3 — He6, 33. Bf4 — Df6, 34.
Hel — Rae8, 35. Hxe6 — Hxe6,
36. Hbl — h5! Þessum leik er
fyrst og fremst stefnt gegn ridd-
aranum á g3. Frumkvæðið er nú
í höndum svarts. 37. h3 — h4, 38.
Bg5 — Dd4, 39. Be3 — Dd5, 40.
Rfl? Mun sterkari leikur var 40.
Re2 með hótuninni 41. Rf4 40.—
Be4, 41. Bf4.
Hér fór skákin í bið og hefur
svartur óneitanlega góða vinn-
ingsmöguleika.
Menntaskólinn í HamrahJíð:
Beðið eftir viðbrögðum
Menntamálaráðuneytisins
Á FUNDI nemenda í Menntaskólan-
um við Hamrahlíð á miðvikudag var
samþykkt tillaga um frestun allra
mótmælaaðgerða þar til kennarar
hefðu sent Menntamálaráðuneytinu
ályktun sína. Kins og fram hefur
komið í fréttum snýst deilan um nýj-
ar reglur frá ráðuneytinu um starfs-
hætti áfangaskóla, sem ráðuneytið
gaf út í sumar. Þar er m.a. kveðið á
um 80 prósent mætingaskyldu í
hverju fagi í stað heillar annar áður.
Þá er og sagt að falli nemandi í
sama fagi þrisvar sinnum skal hann
rekinn úr skóla. Er í reglum þessum
einnig breytt einkunnakerfinu úr
bókstöfum í tölustafi.
I ályktun kennara til Mennta-
málaráðuneytisins segir að kenn-
arar hafi fundið galla á flestum
greinum þessara reglna, suma al-
varlega en aðra léttvægari. Segir
að kennarar í MH telji það bráð-
ræði að láta reglurnar taka gildi á
næstunni. Þess í stað bæri að gefa
kennurum svigrúm til að ræða
þær í skólunum og síðan yrðu
reglurnar endursamdar í sam-
starfi ráðuneytis og kennara. Seg-
ir einnig í ályktuninni.
„Menntaskólinn við Hamrahlíð
er fyrsti áfangaskólinn á íslandi.
Þar hafa orðið til starfsreglur sem
aðrir skólar hafa síðan tekið upp,
sumar óbreyttar, aðrar með lítið
eitt öðru sniði. Á liðnum árum
hafa reglur þessar þróast í kjölfar
aukinnr reynslu stjórnenda skól-
ans og annarra kennara af
áfangakerfinu. Meðal starfandi
kennara við MH eru menn sem
upphaflega sömdu þessar reglur
og hafa síðan átt drjúgan þátt í
endurbótum á þeim. Reynslan hef-
ur sýnt að reglur verða seint full-
komnar, stöðugar endurbætur eru
nauðsynlegar. Við vitum að ýmsar
reglur sem við búum við nú þarfn-
ast lagfæringa.
Þegar menntamálaráðuneytið
setur nú fram reglur um starfs-
hætti áfangaskóla, reglur sem
reynslan hefur kennt okkur að
sumar hverjar eru gallaðar, aðrar
þungar í vöfum eða óþarfar, hljóta
kennarar að mótmæla því. Við
treystum því að ráðuneytið vilji
fremur skipa málum skóla í land-
inu í samráði við starfsmenn
þeirra en í andstöðu við þá.“
Er það haft eftir kennurum að
málið snúist ekki síst um hvað
mikið ráðuneytið eigi að skipta sér
af almennum málefnum skólanna
og hvað mikinn rétt skólarnir hafi
til að ákveða sín „innanhúss“mál.
Fridarverðlauii Flugrá():
Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna fær friðarverðlaun
Nóbels í ár. Fer vel á því að heiðra þessa mikilsverðu
stofnun í annað sinn með þessum verðlaunum. Fljóttamanna-
hjálpin fékk verðlaunin í fyrra skiptið 1954, þegar hún glímdi
við vandamál eftirstríðsáranna í Evrópu og"áðstoðaði allan hinn
mikla fjölda fólks, sem flosnaði upp í heimsstyrjöldinni og í
kjölfar hennar. Flóttamannavandinn er nú mestur utan Evrópu,
en talið er, að Flóttamannahjálpin þurfi að aðstoða um 10
milljónir manna nú á tímum í 80 þjóðlöndum. Þegar John San-
ness, formaður friðarverðlaunanefndarinnar, gerði grein fyrir
niðurstöðum hennar nefndi hann sérstaklega flóttamanna-
straum frá Víetnam, Afganistan og Eþíópíu. I þessum þremur
ríkjum hefur fátæktarstefna heimskommúnismans verið að
ryðja sér til rúms í krafti hervalds og ofríkis. Nú eins og 1954 er
ótti manna við ofríki kommúnista og yfirráð Kremlverja helsta
ástæða þess, að þeir rjúfa tengslin við heimahaga sína og ætt-
jörð og leggja á flótta út í óvissuna.
Afgreiðslu á umsókn Arnar-
flugs frestað til 29. október
FLUGRÁÐ kom saman til fundar í
gærmorgun og fjallaði þá meðal ann-
ars um beiðni Arnarflugs um áætl-
unarflug til Sviss og Þýzkalands. Af-
greiðslu málsins var hinsvegar frest-
að í Flugráði samkvæmt beiðni Al-
berts Guðmundssonar, í bókun sem
hann lét gera í upphafi fundar fór
hann þess á leit að þingmenn
Sjálfstæðisflokksins gætu kynnt sér
öll gögn um málið, en þingflokkur
inn mun hafa rætt þetta mál.
Leifur Magnússon, formaður
Flugráðs, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að flug-
ráðsmenn hefðu fengið ýmis gögn
varðandi umsókn Arnarflugs fyrir
fundinn. Albert Guðmundsson
hefði strax látið gera bókun, um
að ákvörðun í málinu yrði frestað,
þannig að þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins gætu kynnt sér málið
betur. Undir það hefði Skúli Alex-
andersson, alþingismaður, tekið
og sagt að þingmenn Alþýðu-
bandalagsins þyrftu einnig að
kynna sér málið. Því hefði verið
ákveðið að senda gögn varðandi
umsóknina til allra þingmanna og
málið yrði því ekki tekið fyrir fyrr
en á næsta fundi Flugráðs þann
29. október nk.