Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981 Norsk laxahrogn í vínberjaolíu brátt á boðstólum Frá Jan Krik Laure, TrétUriUra Morgunblaðsins í Osló, 15. október. Al*. SÆLKERAR um víða veröld munu Schmidt á batavegi Bonn, 15. október. AP. HELMUT Schmidt, kanslari Vest- ur-l>ýskalands, er á batavegi eftir hjartauppskurð. Hann hefur þé hætt við ferð sína á fund þjóðarleiðtoga iðnaðar- og þróunarlanda í Mexíkó í næstu viku en Hans Dietrich Genscher, utanríkisráðherra, mun fara í hans stað. Leonid Brezhnev mun fara í opinbera heimsókn til V-Þýska- lands í þriðja skipti í næsta mán- uði. Schmidt bauð honum þegar hann var í Moskvu í júní 1980. Brezhnev heimsótti V-Þýskaland 1978 og 1974. brátt gæða sér á norskum laxa- og regnbogasilungahrognum niður soðnum í olíu, sem unnin er úr vínberjasteinum. Þau eru nú kynnt á alþjóðamatvælasýningunni í Frank- furt. Rannsóknastofa lagmetisiðnað- arins hefur fundið aðferð til að hreinsa þessa gerð hrogna. Starfs- mennirnir þar fara ekki leynt með að þeir hafa lært mikið af starfsbræðrum sínum á Islandi. „Við bindum álíka miklar vonir við þessa framleiðslu og loðnu- hrogn sem við kynntum á alþjóða- markaði 1976,“ segja starfsmenn við iðnaðinn. Vínberjaolían gerir hrognin sérlega lystug. Rannsóknastofa lagmetisiðnaðarins er 50 ára um þessar mundir. Þar eru nú gerðar tilraunir með pökkun á hráum sardtnum og varðveislu selkjöts. 4/5 smjör Z O > 1/5 sojaolía „Þessi afuiö sameinar bratjógæói og bætiefnamnihald smjörs og mýkt olíunnar" segir Dr. Jón Óttar Ragnarsson í grein sinni, ,,Mjúka fitan og neytandinn” sem birtist í Frétta- bréfi um heilbrigðismál, júníhefti 1981, um Bregott sem er sænskt smjör, blandað mjög mjúkri jurtaolíu Nú hefur Osta-og smjörsalan fengið einka- leyfi fyrir þessari framleiðslu sem hefur hlotið nafnið SMJÖRVI. SMJÖRVI er eins og áður segir að 4/5 hlutum smjör en að 1/5 hluta sojaolía. Smjörvi- sá eini sí mjúki meó smjörbragði. Friðkaupa- stefna talin ógna að nýju Washington, 15. okt. AP. LAWRENCE Eagleburger, aðstoðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna, líkti í dag friðarstefnu í Evrópu nú, við friðkaupastefnuna fyrir síðari heimsstyrjöldina og varaði við því að „veiklyndi, hik og friðarkaup'* mundu aðeins auka líkur á árekstr um milli Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna. Hann sagði að eina skynsama stefnan sem Vesturlönd gætu tek- ið, væri að hefjast þegar handa í því skyni að „gera Sovétríkjunum ljóst að útþenslustefna þeirra gæti ekki heppnazt. öld heimsvelda er liðin". Hann benti á að heimsstyrjöld hefði brotizt út aðeins nokkrum mánuðum eftir ferð Neville Chamberlains til Munchen 1938 til að kaupa „frið um vora daga, frið með sóma“. „ótti, óskhyggja og af- vegaleiddar hugsjónir tvinnuðust saman. Þetta má aldrei koma fyrir aftur.“ Hann sagði að þessar tilfinn- ingar hefðu á ný breiðzt út í Evr- ópu vegna kvíða um að Bandaríkin kunni að ganga of langt í tilraun- um sínum til að endurvekja hern- aðarmátt sinn og svara áskorun- um Rússa. En hann sagði að Bandaríkin hefðu lagt niður herskyldu, fækk- að í herafla sínum og dregið úr raunverulegum herútgjöldum á sama tíma og Rússar hefðu fjölg- að um einn þriðja í herafla sínum, í 4,8 milljónir manna og aukið raunveruleg herútgjöld um rúm- lega 50%. Skilnaðir algengastir í Bandaríkjunum Sameinudu þjóóunum, 15. október. AP. SKILNAÐIR eru algengastir í Bandaríkjunum samkvæmt nýjum upplýsingum Sameinuðu þjóðanna. Þar skilja 5,17 af hverjum 1000 íbúum. Næstar koma Jómfrúreyjar með 4,54 af 1000 íbúum og síðan Úkraína í Sovétríkjunum með 3,68 af 1000. ísland var 10. i röðinni. Hér skilja 2,06 af hverjum 1000 íbúum. í Danmörku bíður skilnaður 2,98 af 1000, í Svíþjóð 2,46, í Finnlandi 2,18 og í Noregi 1,54.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.