Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981
5
Ráðsteftia um utan-
ríkisstefnuna og
Sjálfstæðisflokkinn
„UTANRÍKISSTEFNAN og Sjálfstæðisflokkurinn" er yfirskrift ráðstefnu,
sem hefst í dag kl. 14.30 í sjálfstæðishúsinu Valhöll við Háaleitisbraut.
Ráðstefnan er haldin að frumkvæði utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokks-
ins og verður þar fjallað um alla meginþætti utanríkismálanna.
Ásgeir Pétursson, bæjarfógeti,
flytur erindi um lýðveldisstofnun-
ina og utanríkisstefnu íslendinga í
kjölfar hennar og þau Ragnhildur
Helgadóttir, fyrrv. alþingismaður,
og dr. Þór Whitehead, prófessor,
fjalla um efnið. Eyjólfur K. Jóns-
son, alþingismaður, ræðir um
landhelgismálið og Már Elísson,
fiskimálastjóri, og Valdimar
Indriðason, framkvæmdastjóri,
fjalla um það. Björn Matthíasson,
hagfræðingur, ræðir um þátttöku
íslendinga í alþjóðlegri efna-
hagssamvinnu og Guðmundur
Magnússon, rektor, og Guðmund-
ur H. Garðarsson, viðskiptafræð-
ingur, fja.lla um málið.
sem Geir Hallgrímsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, flytur ávarp.
Fundarstjóri á ráðstefnunni verða
þau Matthías Á. Mathiesen, al-
þingismaður, Árni Sigfússon,
blaðamaður, og Margrét Einars-
dóttir, sjúkraliði. Björn Bjarna-
son, blaðamaður, er formaður
utanríkismálanefndarinnar, sem
hefur skipulagt ráðstefnuna og
mun hann slíta henni síðdegis á
laugardag.
Þeim, sem hyggjast taka þátt í
ráðstefnunni, er bent á að snúa sér
til skrifstofu Sjálfstæðisflokksins
(sími 82900).
^jálfstæðiskonur
í Reykjavik:
kvenna-
llsta
SjálfstæAiskonur hugleiAa
nú alvarlega að bjóða fram
sérstakan kvennalista Inafni
flokksins I næstu borgar-
stjórnarkosningum.
Björg Einarsdóttir
formaöur Hvatar var spurð
um þetta og svaraði hún
spurningunni á þessa leið:
,,Énda þótt sú skoðun sé
rfkjandi hjá konum i röðum
Sjálfstæðismanna, aö eðli-
legast sé að vera i framboði
. á almennum flokkslista, þá
hafa þær ekki gefið frá sér þá
hugmynd aö bjóða fram sér-
Stakan kvennalista i nafni
i flokksins sem þrautalend-
ingu.”
„Hugsum ekkert frekar um sérlista
en konur í öðrum stjórnmálaflokkum“
segir Björg Einarsdóttir
í ÞJÓÐVIUANUM í gær var það
haft eftir Björgu Einarsdóttur, for
manni Hvatar, að sjálfstæðiskonur í
Reykjavík væru alvarlega að hug-
leiða að bjóða fram sérstakan
kvennalista í nafni Sjálfstæðis-
flokksins við næstu borgarstjórnar
kosningar. Morgunblaðið hafði sam-
band við Björgu í gær og spurði hana
hvort hér væri rétt með farið og kvað
hún svo ekki vera að öllu leyti.
„Sjálfstæðiskonur eru ekkert
frekar en aðrar konur í stjórnmál-
um á íslandi að hugsa til sérfram-
boðs innan flokka. Hugmyndin að
sérlista innan flokka kom til um-
ræðu á ráðstefnu Kvenréttindafé-
lags íslands með konum í sveita-
stjórnum í október í fyrra. Þar var
því varpað fram, að ef allt um
þryti fyrir konur að komast í ör-
ugg sæti á almennum framboðs-
listum hver hjá sínum flokki, þá
gætu þær gripið til þess ráðs sem
konur á Norðurlöndum hafa
stundum viðhaft, og þá jafnvel að
frumkvæði flokksforystu, að bjóða
fram sérlista í nafni flokksins,"
sagði Björg.
„Hugmyndinni að þessari „neyð-
arlausn" var fagnað af konum úr
flokkum á ráðstefnu kvenréttinda-
félagsins og var mikið rædd og
framhaldsumræða mun fara fram
á ráðstefnu sem KRFÍ hefur boðað
til um konur og kosningar þann
21. nóvember nk. í þessu felst að
sjálfstæðiskonur hafa ekki frekar
en aðrar konur í stjórnmálaflokk-
um gefið frá sér hugmyndina um
sérstakan kvennalista í nafni
flokksins, sem yrði þá þrautalend-
ing, en hins vegar er það ríkjandi
skoðun hjá flestum konum í
Sjálfstæðisflokknum að sérfram-
boð af hvaða tagi sem þau eru
spunnin séu ekki af hinu góða
fyrir flokkinn," sagði Björg að lok-
um.
Á laugardaginn hefst ráðstefn-
an á því, að Kjartan Gunnarsson,
framkvæmdastjóri, ræðir um
varnar- og öryggismál og þeir
Ólafur G. Einarsson, alþingismað-
ur, og Baldur Guðíaugsson, lög-
maður, fjalla um efnið. Geir H.
Haarde, hagfræðingur, ræðir um
samskipti við þróunarlönd og
Ólafur Björnsson, prófessor, og
Guðmundur Heiðar Frimannsson,
menntaskólakennari, fjalla um
efnið. Ágúst Valfells, verkfræð-
ingur, er málshefjandi um alþjóð-
lega samvinnu um auðlindir, orku
og stóriðju og Birgir ísl. Gunn-
arsson, alþingismaður, og Jónas
Elíasson, prófessor, fjalla um efn-
ið. Einar K. Guðfinnsson, stjórn-
málafræðingur, ræðir um alþjóð-
leg hugmyndafræðileg átök og
Pétur J. Eiríksson, hagfræðingur,
og Björg Einarsdóttir, skrifstofu-
maður, fjalla um málið.
Ráðstefnugestir munu í hádegi
á laugardag sitja hádegisverð þar
Húsvíkingar
á skíðum til
rjúpnaveiða
liúsavík, 15. október.
UNDANFARIN ár hafa Húsvíkingar
fjölmennt til rjúpnaveiða fyrsta dag-
inn, sem veiði er leyfileg, en vegna
ófærðar og snjóa er mér ekki kunn
ugt um nema fimm menn sem til
veiða fóru í morgun og þeir sem
lengst fóru voru á skíðum.
Lítið sáu þeir enda skyggni
slæmt og hríðarmugga öðru
hverju. Skíðamennirnir fengu 7 og
10 stykki, en hinir minna.
Minnkandi éljagangur hefur
verið hér í dag, en þetta er jafn-
framt 17. dagurinn sem snjóað
hefur.
Fréttaritari
Þriðja prests-
embættið
á Akureyri
RÍKISSTJÓRNIN hefur heimilað
stofnun nýs prestsembættis á Akur
eyri; þess þriðja, sem nefnist Gler
árprestakall og nær yfír Lög-
mannshlíðarsókn og Miðgarðasókn í
Grímsey.
Biskup hefur því auglýst laus til
umsóknar tvö prestaköll á Akur-
eyri; það nýja og embætti það sem
hann sjálfur gegndi áður en hann
varð biskup. Umsóknarfrestur er
til 14. nóvember og ættu kosn-
ingar að geta farið fram í desem-
ber og Akureyringar fengið tvo
nýja presta fyrir jólin.
Komdu
og kíktu
á fínar buxur
Stretch flannel buxur
98% ull, 2% lycra
Litir; Grátt, milligrátt, brúnt, millibrúnt,
blátt.
Verð frá: 495.-
Stærðir 76 cm til 100 cm í mitti.
Satín fóðraðar.
Herra flannel buxur
100% uli.
Stæröir: 76 cm til 100 cm.
Verð frá: 435 _
Liir: Grátt, brúnt, blátt.
EINKAUMBOÐSMENN UM LAND ALLT