Morgunblaðið - 28.11.1981, Side 2

Morgunblaðið - 28.11.1981, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981 MANASILFURIII IÐUNN MÁNA QTT rr TTJ Ferskur tónn í íslenskri Ijóðagerð RÓBÍNSON KRÚSÓ SNÝR AFTUR eftir Einar Má Guðmundsson. Höfundur er eitt af álit- legustu IjóÖskáldum meðal yngri manna. RÓBÍNSON KRÚSÓ SNÝR AFTUR er óvenju friskleg og skemmtileg Ijóðabók, full af óvæntum uppákomum. Einkenni Ijóðstílsins er fjör og hraði. Hann er hispurslaus og snarpur, yrkisefnin öll kunnugleg og viðhorfin fersk. All- ir sem vilja fylgjast með ungu Ijóöskáldunum munu lesa þessa bók sér til ánægju. Skondin lítil bók sem gleður augað BLÁTT ÁFRAM, RAUTT, klippibók eftir Ás- geir Lárusson myndlistarmann. Sérkennilegar tilraunir með uppsetningu texta og mynda. Skondin lítil bók sem gleður augað. Nýmæli í bókagerð að nota texta þannig i myndrænum tilgangi. Skuggsjá íslensks mannlífs fyrri tíðar MÁNASILFUR III, sýnishom úr íslenskum sjálfsævisögum og minningarþáttum, tekið saman af Gils Guðmundssyni. MÁNASILFUR er orðið eitt vinsælasta rit- safn sem út kemur hér um þessar mundir. í það velur Gils Guðmundsson sýnishom úr íslensk- um sjálfsævisögum og minningaþáttum. Hann er jafnan fundvís á skemmtilegt efni og hefur dregið fram margt hugtækt sem grafið er í gömlum ritum og fáir þekkja. MÁNASILFUR geymir ýmsar perlur islenskrar frásagnarlistar að fornu og nýju. Af rithöfundum, menntamönnum, embættismönnum og alþýðufólki sem samdi fyrstu íslensku sjálfsævisöguna. Yngsti höfundurinn í bókinni er fæddur árið 1933. í MÁNASILFRI stígafram karlar og kon- ur úr ýmsum stéttum, reyndir rithöfundar, menntamenn, embættismenn og forkólfar, en einnig alþýðufólk sem engu síður kann að segja frá. Og frásagnarefnin eru margs konar. Hér segir frá bemskudögum i sveit á öld- inni sem leið — og listsigrum á erlendu leik- sviði; frá örlagastundum í þjóðarsögu, fundi í stjómarráðinu á alvarlegum tímamótum, — og hér er líka sagt frá samvistum við eftirlætis- reiðhestinn. Hér getum við lesið um námsdvöl í belgísku klaustri fyrir meira en hundrað árum, — og svo um það hvemig lítill drengur á Homströndum loerði að lesa i byrjun þessarar aldar. Efni þriðja bindis er ekki síður fjölbreyti- legt en hinna tveggja sem áður eru komin. Höf- undar eru 31. Hinir elstu fæddir á seinni hluta sextándu aldar, annar Jón Ólafsson Indíafari MÁNASILFUR er skuggsjá íslensks mannlífs fyrri tíðar, lifandi myndasýning sem verða mun ungum sem öldnum til fróðleiks og skemmtunar og vex að gildi er stundir líða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.