Morgunblaðið - 28.11.1981, Blaðsíða 13
BjftRrW & UNGIINQaB'EKUR
I
Aftröllurn
ogQÖUum...
APRÍLÁST eftir norska höfundinn Evi Böge-
næs, í þýðingu Andrésar Kristjánssonar er lif-
andi og skemmtileg unglingasaga, einkum
handa stúlkum. Bækur hennar um Kittu sem
Iðunn hefur gefið út, náðu miklum vinsœldum
íslenskra lesenda. APRÍLÁST segir frá Önnu
Betu sem er fjórtán ára og hefur búið ein með
pabba sínum alla ævi. Allt í einu er pabbi giftur
í annað sinn og allar aðstæður á heimilinu
gjörbreyttar. Nýja konan flytur inn á heimilið
ásamt dóttur sinni, Önnu Betu til mikils ang-
urs. En svo kemur til sögu sonur stjúpmóður-
innar, Friðrik. Hann virðist helst átta sig á
hvað Önnu Betu líður. Samt er hart að þola
slíka innrás.
APRÍLÁST verður áreiðanlega vel þegin
af ungum stúlkum, ekki síður en Kittubækurn-
ar.
ÁSTARSAGA ÚR FJÖLLUNUM eftir Guð-
rúnu Helgadóttur er bráðskemmtilegt ævintýri,
byggt á þjóðlegri hefð, gamansamt og elskulegt,
með frábærum myndum Brians Pilkington.
Sagan um Flumbru gömlu
og strákana hennar
„Hún Flumbra gamla tröllskessa varð einu
sinni ógurlega skotin í stórum og Ijótum tröll-
karli. Hann átti heima langt, langt í burtu.
Tröllkarlinn var svo ægilega latur, að hann
nennti næstum aldrei að heimsækja hana. Þess
vegna varð hún að elta hann út um allar jarðir.
Hún hljóp svo hratt að jörðin titraði og skalf
undir fótum hennar, því að hún varð að komast
heim áður en sólinfœri að skína.“
ÁSTARSAGA ÚR FJÖLLUNUM er ein
fallegasta og skemmtilegasta barnabókin í ár.
Guðrún og Brian hafa i sameiningu búið til bók
sem er óvenjulegt augnayndi, hvernig sem á er
litið. Og brátt munu börn í öðrum löndum fá að
kynnast henni líka.
wilhelm Busch
MAX OG MÓRITS
strakasaga
i sjö strikum
IÐUNN
Frægir hrekkjalómar
í íslenskum búningi
MAX OG MÓRITS eru sköpunarverk þýska
teiknarans og skáldsins Wilhelms Busch
(1832—1908). Textann þýddi dr. Kristján Eld-
járn.
Skopteikningar Busch með rímuðum frá-
sagnartextum (myndsögur) birtust á sinni tíð í
þýsku skopblaði og urðu fljótlega almennings-
eign meðal Þjóðverja. Frægastir af verkum
Busch urðu þeir kumpánar Max og Mórits og
bárust þeir langt út fyrir þýsk landamœri,
reyndar í torkennilegri mynd. Þeir urðu fyrir-
mynd annarra teiknimyndapersóna og eru þeir
Knold og Tot, sem margir þekkja úr dönsku
blöðunum, reyndar Max og Mórits í dulargervi.
En í þessari bók eru þeir komnir eins og Wil-
helm Busch gekk frá þeim, eins og þeir eru í
raun og veru.
Knold og Tot, eða hvað?
MAX OG MÓRITS er prakkarasaga í
myndum og Ijóðum, hvort tveggja gert af leik-
andi hagleik. Sagan er í sjö „strikum“ sem hvert
um sig segir frá sínu prakkarastriki þeirra fé-
laga, með léttu skopi sem að vísu snýst í nokkuð
grátt gaman um það er lýkur.
Kristján Eldjárn hefur þrýtt textann við
Max og Mórits og ritar formála að bókinni.
Hagmælska hans, orðfærni og skopskyn nýtur
sín með ágætum í þessu verki. Ungir lesendur
— og þeir eldri raunar lika — munu áreiðan-
lega hafa góða skemmtun af að kynnast þessum
frægu hrekkjalómum í svo skemmtilegum ís-
lenskum búningi.
Góðar sögur fyrir litlu börnin
TVÆR SÖGUR UM TUNGLIÐ eftir Vilborgu
Dagbjartsdóttur með teikningum Gylfa Gísla-
sonar eru Ijómandi skemmtilegt efni fyrir lítil
börn til að lesa og skoða. Fyrri sagan heitir
ALLI NALLI OG TUNGLIÐ, en sú síðari
GÓÐA GAMLA TUNGLIÐ MITT. Sú sagafjall-
ar um Rósu Stínu. Bæði Vilborg og Gylfi hafa
áður látið frá sér fara efni fyrir börn, Vilborg
gefið út bækur um Alla Nalla, og Gylfi
myndskreytt barnabækur og svo gerði hann
sviðsmynd við leikrit Guðrúnar Helgadóttur,
Óvita sem Iðunn gaf út.