Morgunblaðið - 28.11.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.11.1981, Blaðsíða 7
AUSTAIR MadJEAN WmUVSLODUM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981 HÁSKAFÖR Á NORÐURSLÓÐUM eftir Ali- stair MacLean í þýðingu Önnu Valdimarsdótt- ur. Ný saga frá meistara spennusögunnar. HÁSKAFÖR Á NORÐURSLÓÐUM er „saga sem grípur lesandann heljartökum þegar í stað ...“, sögðu bresk blöð um bókina. „Látlaus taugatitringurfrá upphafi til loka... Aðdáend- ur höfundarins verða i engu sviknir á þessari æsilegu frásögn hans úr víti frerans ..." A ísbreiðum Norður-Kanada Alistair MacLean er engum líkur. Alltaf tekst honum að finna ný æsileg söguefni sem hann sviðsetur víðsvegar um heiminn. Þessi saga gerist á ísflæmi norðurslóða Kanada. — Hvað gerist ef olíuleiðslan sem sér Bandaríkja- mönnum fyrir helmingi þeirrar olíu sem þeir þarfnast er sprengd i sundur? Slíkt skemmdar- verk vofir yfir leiðslu norður á ísflæmi Kan- ada, og ekkert virðist unnt að gera til að hindra það. Öryggisverðirnir eiga ekki annars völ en vona hið besta en vera viðbúnir því versta ... Eina björgunarvonin er bundin við lið Bradys, flokk sérþjálfaðra og harðskeyttra manna. En þeir leggja sig i gífurlega hættu. Dælustöð er sprengd í loft upp og tveir verk- fræðingar liggja dauðir. Hverjir eru þessir samviskulausu hryðjuverkamenn? Hvað vakir fyrir þeim? — Atburðarásin i þessari hrikalegu sögu er afar hröð, spennan nánast óbærileg, — og endalokin koma að óvörum eins og sprengju sé varpað... Ósvikin MacLean-bók. Á bláþræði i Eiffelturni Snjallasti glæpamaður heimsins ræðst i sitt djarfasta stórræði: að ræna móður Bandaríkja- forseta á ferð í Paris og halda henni i gíslingu uppi i Eiffelturni. Hann hefur ráðið til sín þrautreynda aðstoðarmenn, fólk sem á enga sína líka að hugprýði, leikni, afli og snarræði. Og hann ræður yfir ægilegu vopni, skæðara en nokkum getur órað fyrir, í sannleika bráðdrep- andi! Hvemig á að hafa hendur i hári slíks manns? Taugaspennan er gífurleg, jafnt á jörðu niðri sem uppi í tuminum. Heill her lög- reglumanna leggur sig allan fram, heilar stofn- anir. Hér er líka mikið i húfi, æðstu valdamenn stórvelda standa á öndinni... Lesandinn stendur á öndinni allt frá upp- hafi sögunnar til loka. SVIK AÐ LEIÐARLOK- UM er MacLean-saga eins og þœr gerast æsi- legastar. SVIK AÐ LEIÐARLOKUM eftir Alistair MacLean í þýðingu Önnu Valdimarsdóttur. Tværnýiar fraMacLean YVESFRÆNDI íslandssjómaður Skemmtileg heimild um Frakka og Islendinga YVES FRÆNDI, ÍSLANDSSJÓMAÐUR er rit- uð af Jacques Dubois. Jón Óskar þýddi bókina, en Vigdis Finnbogadóttir ritaði formála. Bókin er saga Tonton Yves, eða „Yves frænda“ sem stundaði veiðar á skútum við ís- land á lokaskeiði þeirrar útgerðar. Jacques Dubois skráði eftir frásögn Yves og i bókinni eru allmargar myndir sem efninu tengjast. Vigdis Finnbogadóttir er manna fróðust um íslandssiglingar Frakka. í formála segir hún m.a.: „Þessi bók sem hér hefur verið þýdd af frönsku á íslenzku er, auk þess að vera merk ævisaga einstaklinga, drjúgt heimildarrit um siglingar Frakka á íslandsmið og samskipti þeirra við íslendinga á siðasta skeiði 300 ára siglingasögu. Hún staðfestir ýmislegt um mannlega reynslu sem lesa má á milli lina í þurrum skýrslum frá skipstjórum á eftirlits- skipum sem fylgdu franska skútuflotanum og dreifibréfum til flotans frá franska sjávarút- vegsráðuneytinu. Hér er brugðið upp myndum af þvi hvemig lífið var um borð langa mánuði með endalaust hafið við sjóndeildarhring, hvemig menn vom keyrðir áfram til vinnu og veikum og slösuðum allar bjargir bannaðar um læknishjálp, þar sem hagur útgeröarinnar var stærri og meiri en hagur einstaklingsins. Hún segir frá strandi franskrar skútu á söndunum suður af jöklum og viðbrögðum skipverja og heimamanna... Þá er í þessari bók rifjað upp hvemig veiðar fóm fram áfrönsku skútunum. “ YVES FRÆNDI, ÍSLANDSSJÓMAÐUR er fomitnileg bók um samskipti íslendinga og Frakka, áhrifamikil bók, fróðleg og upplýsandi. ■HHhHhHkhB márta tikkanen ástarsaga • aldarinnar ÁSTARSAGA ALDARINNAR eftir Mártu Tikkanen, þýdd af Kristínu Bjamadóttur. ÁSTARSAGA ALDARINNAR er ein sú Ijóðabók sem mesta athygli hefur vakið á Norð- urlöndum síðustu ár. Höfundurinn er sænsku- mælandi Finni, og fékk fyrir bókina norræn bókmenntaverðlaun kvenna. Kristín Bjama- dóttir þýddi bókina. — Afmikilli hreinskilni og vægðarleysi segir hún frá hjúskap konu sem gift er ofdrykkjumanni. „Þetta er bók sem vissulega lætur lesendur sína ekki ósnortna, “ sagði Dagens Nyheter. Og Svenska Dagbladet sagði: „Ástarsaga um örvæntingu sem hlýtur að vera ástarsaga aldarinnar. Þetta er kona sem í sannleika er aðdáunarverð.u

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.