Morgunblaðið - 28.11.1981, Qupperneq 12
ESAPrWGUNGIÍNQflBEKUR
DÓRA OG KÁRI eftir Ragnheiði Jónsdóttur er
hin ftriðja af Dórubókunum vinsælu sem Iöunn
gefur nú út í nýrri útgáfu meö nýjum teikning-
um eftir RagnheiÖi Gestsdóttur. Sögumar
komu út á fimmta og sjötta áratugnum og hafa
nú um langt skeið verið ófáanlegar. Ragnheið-
ur Jónsdóttir var á sinni tíð einn fremsti ungl-
ingasagnahöfundur þjóðarinnar og sögur henn-
ar eru hinn ágætasti lestur handa unglingum
enn í dag.
Dóra í Kaupmannahöfn
DÓRA OG KÁRI gerist í lok seinna stríðs
og rétt eftir það. Dóra lýkur gagnfræðaprófi og
nú fær hún að láta þann draum sinn rætast að
komast í ballettskóla. Hún kveður vini sína,
Völu og Kára, og heldur til Kaupmannahafnar
þar sem ný reynsla bíður hennar og hún kynn-
ist nýju fólki. Kára hafði langað mjög til að
læra söng enda hefur hann hæfileika á því
sviði, en efnahagurinn sýnist ekki munu leyfa
það. Aður en sögunni lýkur kemur hann þó
óvænt til Hafnar og verða þá fagnaðarfundir.
LAMBADRENGUR eftir Pál H. Jónsson er
þriðja barnabók höfundar.
Fyrir fyrri sögurnar, Berjabít og Agnar-
ögn hlaut hann mikið lof og báðar voru þær
sæmdar verðlaunum fræðsluráðs Reykjavík-
urborgar sem veitt eru bestu frumsaminni
barnabók hvers árs. Enda hafa ekki aðrir um
langt skeið samið barnabækur af meira list-
fengi og alúð en Páll. Og raunar eru bækur
hans, eins og aðrar góðar barnabækur, engu
síður við hæfi fullorðinna lesenda.
LAMBADRENGUR er indæl saga. Hún
gerist í sveit á þeirri tíð þegar enn var fært frá
á íslandi. Aðalpersónan er ungur drengur, sag-
an lýsir samskiptum hans við fólkið á bænum
— og ekki síður við náttúruna, blómin og dýrin.
Sagan er skrifuð á afar fallegu máli, auðugu og
blæbrigðaríku, og lýsir djúpri og næmri tilfinn-
ingu fyrir landinu og lífi þess í ýmsum mynd-
um. Páll H. Jónsson eykur hróður sinn með
þessari sögu. Hún er prýdd myndum eftir Sig-
rid Valtingojer.
KÁTT ER í KRUMMAVÍK eftir Magneu frá
Kleifum er sjálfstætt framhald sögunnar
Krakkarnir í Krummavík.
Nú er aðalpersónan frændi krakkanna i
Krummavik, Danni, sem líka kom við sögu í
fyrri bókinni og á heima í Reykjavík. Hann fær
að vera hjá frændfólki sinu um sumartíma og
sú dvöl reynist mikið ævintýri. Mörg spaugileg
atvik gerast, fyrst i ferðinni sjálfri og síðan
þegar til Krummavikur er komið.
Þar sem eru margir fjörugir krakkar er
auðvitað fundið upp á ýmsu, og ekki er full-
orðna fólkið alltaf hrifið af tiltækjunum. En
víst er um það að enginn dagur í Krummavik
er leiðinlegur.
Öll einkennist frásögnin af glaðværð, gáska
og hlýju, kjörið lestrarefni fyrir böm. Og ekki
spilla hinar skemmtilegu myndir sem Sigrún
Eldjárn hefur teiknað i söguna.
EINS OG í SÖGU eftir Sigrúnu Eldjám en hún
sendi frá sér i fyrra skemmtilega barnasögu í
máli og myndum, Allt í plati! Varð hún afar
vinsæl, af ungum lesendum.
Nú kemur önnur bók frá Sigrúnu EINS
OG í SÖGU! og fjallar um tvo krakka, Eyvind
og Höllu og ævintýri þeirra. Þau hitta vini
sína, Sigvalda krókófil og Þjóðhildi. En Loftur
lyftuvörður sem þau léku grátt í fyrri bókinni
er nú kominn á stúfana og hyggur á hefndir.
Hann stendur reyndar ekki einn uppi þvi hann
á dreka fyrir vin. Þegar við slíka kumpána er
að eiga er betra að kunna eitthvað fyrir sér!
GLEYMMÉREI er skemmtileg bók fyrir litlu
bömin. Teikningar eftir Sigrúnu Eldjárn, en
Þórarinn Eldjárn Ijóðskreytti. Á hverri mynd
er sýnt hvernig það að gleyma einhverjum hlut
sem þarf að nota í daglega lifinu veldur fólki
dálitlum vandræðum, og rímaður texti Þórar-
ins skýrir það ennfrekar. Og svo er þarna líka
falin mynd sem sýnir hvað til þarf svo að allt
komist i lag!
HIMNARÍKI FAUK EKKI UM KOLL eftir
Ármann Kr. Einarsson.
Simmi er ellefu ára og á heima i Breið-
holti. Þangað er hann nýfluttur með foreldrum
sínum og yngri systur, og húsið ekki nærri full-
búið. Pabbi hans er smiður og vinnur að því í
frístundum að innrétta íbúðina. Drengurinn er
elskur að pabba sínum, en hann finnur að ein-
hver skuggi hvilir yfir heimilislífinu. Pabbi er
stundum lengi i burtu og mamma verður þá
kuldaleg i viðmóti við hann á eftir. Hvernig
stendur á því? Og hvað getur Simmi gert til að
bæta andrúmsloftið milli foreldra sinna sem
honum þykir svo vænt um?
Einn þekktasti barnabókahöfundur
þjóðarinnar
Ármann Kr. Einarsson hefur hér bætt
skemmtilegri sögu við safn barna- og ungl-
ingabóka sinna. Hann er einn af þekktustu og
mikilvirkustu barnabókahöfundum þjóðarinn-
ar. Liggja eftir hann tugir bóka og hafa margar
þeirra verið þýddar á erlend tungumál.
Þetta er viðburðarík saga þótt hún sé
raunsæ, og hún er gædd hlýju og samúðarskiln-
ingi. Hinn stóri lesendahópur höfundar mun
áreiðanlega taka henni tveim höndum. Myndir
í bókina teiknaði Pétur Halldórsson.
SÓLARBLÍÐAN eftir Véstein Lúðvíksson er
fyrsta barnasaga höfundar sem er löngu kunn-
urfyrir bækur sínar handa fullorðnum, skáld-
sögur og leikrit. SÓLARBLÍÐAN fjallar um
samskipti lítillar stúlku sem nefnd er þessu
nafni við yfirstjóra sem settur er til að gæta
hennar. Hann vill hafa strangan aga á stúlk-
unni en hún reynir að verja sjálfstæði sitt og
vera eins og henni er eðlilegt. Verður því spenn-
andi viðureign milli þeirra. En Sólarblíðan
stendur ekki ein í stríðinu, hún á vini sem
sitthvað kunna fyrir sér. Fara brátt óvæntir
atburðir að gerast sem koma yfirvöldum úr
jafnvægi.
Þetta er skemmtileg barnabók prýdd teikn-
ingum eftir Malínu Örlygsdóttur.