Morgunblaðið - 09.12.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.12.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981 Örfá orð um fíkni- efnafélagsfræði eftir Magnús Óskarsson Undarlegt var að vakna föstu- daKÍnn 4. des. sl., við þann vanda að hotna ekkert í aðalfrétt Morfíunblaðsins á baksíðu blaðsins þann dag. Eftir nokkr- ar atrennur var ég engu nær um það, hvers vegna og sér í lagi hvernig stjórnendur landsins hafa hugsað sér að takast á við eitt alvarlegasta vandamál þjóð- arinnar með þeim vinnubrögð- um, sem lýst var í fréttinni. Upphaf hennar var á þessa leið og skráð feitu letri, eins og al- gengt er, ekki sízt, þegar meiri- háttar tíðindi gerast: „SVAVAR Gestsson (óbreytt letur Morgunbl.) heilbrigðis- ráðherra, hefur skipað Hrafn l'álsson, félagsráðgjafa, til að kanna, hvaða áhrif fíkniefna- dómar, sem féllu árið 1980, hefðu haft á líf þeirra, sem dæmdir voru. Hvort viðbrögð þjóðfélagsins væru á ein- hvern hátt til góðs og hvort fylgni sé milli dóms og breyttrar hegðunar eftir dóm- inn.“ (Athyglisvert er, að enginn áhugi virðist vera fyrir því að rannsaka áhrif fíkniefnanna sjálfra.) Svo mæltist Morgunblaðinu, en á eftir kemur lýsing Hrafns Páissonar, félagsráðgjafa, á hlutverki hans, sem hann m.a. skilgreinir svo: „Mér var falið að kanna hvaða áhrif dómar hefðu haft á viðkomandi. HVORT (leturbr. hér) þeir hefðu breytt einhverju í lífi þess- ara einstaklinga, hvort þeir hefðu haft heilsufarslega breytingu í för með sér, til líkama og sálar." Áframhaldandi útlistun á því, hvað Hrafn ætlar að rannsaka, svo sem það, hvort dæmdum eit- urlyfjamönnum „finnist með- ferð á sér réttlát eða ranglát", var ekki mjög sannfærandi vís- bending um, að von væri á merkilegum uppgötvunum að rannsókn lokinni. Þá gekk mér ekki nógu vel að skilja, hvaða tilgangi það hefur þjónað, að dæma 280 eiturlyfjamenn á ár- inu 1980 til refsingar, ef það breytir ekki „einhverju í lífi þessara einstaklinga", en um það virðast félagsvísindin hafa nokkrar efasemdir — eftir á að hyggja. Auðvitað er það fallega hugs- að af félagsmálaráðherra, að gera eitthvað í fangelsismálun- um, þótt þau heyri að vísu ekki undir hann, og ekki sé áberandi markvisst af stað farið. En fyrst svo er að sjá, sem stefnan sé ekki alveg fullmótuð, er e.t.v. ekki of seint að koma á fram- færi-breytingartillögu við ráða- gerðir ráðherrans. Er hún á þá leið að ráða í stað félagsfræð- ingsins hressan bátsmann af togara til að tala við strákana í tukthúsinu á mannamáli. Hver veit nema milliliðalaus heilbrigð skynsemi geti nýtzt, þó ekki væri nema einum afbrotamanni, Magnús Óskarsson betur en félagsvísindaleg niður- staða um það, „hvort fylgni sé milli dóms og hegðunar viðkom- andi“. Þar eð mér er fremur annt um félagsvísindin, sem eins og öðr- um vísindum er ætlað að efla alla dáð, mæli ég ekki beinlínis gegn því að eiturlyfjaglæpa- mönnum og einkum þeim, sem þegar hafa hlotið refsidóma, sé fræðilega sinnt. Þó orða ég það hér með lausiega, að Hrafn Pálsson hagi rannsókn sinni með nokkurri varkárni. Ef um mikla fylgni milli fíknidæmdra manna er að ræða, og afleið- ingar refsidóma þeirra koma í ljós „í heild sinni", er ekki víst, að skýrsluhöfundur verði ofar- lega á vinsældalista hagsmuna- samtaka stéttarinnar, sem á fagmáli nefnist MAFÍA. Morgunblaðið mitt bið ég svo að gera það aldrei aftur að leiða „getur“ að því, sem svo liggur í augum uppi, að óleyfilegt er að flytja mönnum það sem frétt, jafnvel þótt þar kynni að leyn- ast samanlögð speki félagsfræð- innar, en þar á ég við eftirfar- andi setningu: „Leiða má getur að því, að talsvert margir hafi neytt fíkniefna hér á landi, en þetta fer leynt og erfitt að meta það nákvæmlega.“ Ég leyfi mér að leiða getum að því, að eitthvað á þessa leið hljóði hin endanlega skýrsla, sem afhent verður félagsfræði- ráðherra framtíðarinnar. Við, sem mánaðarlega greiðum brot af skýrslukostnaðinum til Gjaldheimtunnar, getum þegar farið að hlakka til lestursins. Ég bíð með eftirvæntingu eftir kaflanum um heilsufarslegar breytingar til líkama og sálar dópsölumanna, dæmdra árið 1980, ásamt félagsvísindalegu mati, reiknuðu í prósentum, „á fylgni milli dóms og breyttrar hegðunar", viðkomandi, ef hún hefur þá nokkuð breytzt. Hvurt innsigli er brot- ið og bjargi velt frá Bókmenntir Guðmundur Daníelsson Kinar l’álsson: Arfur Kelta Mímir. Reykjavík 1981. Morgunblaðið hefur leitað til mín með ósk um, að ég skrifi grein um VI. bindið í ritröðinni „Rætur íslenskrar menningar" eftir Einar Pálsson og lýsi því sem hann ber á borð fyrir okkur núna í þessari nýju bók. Þetta er dálítið athyglisvert vegna þess, að „Arfur Kelta" er hók hávísindaleg að efni, vísinda- lega rökstudd og fjallar um sjálfa lífskvikuna í menningu okkar, til- urð þjóðarinnar og tengsl okkar við heimsmenninguna allt aftur til grárrar forneskju og elstu tíma sem sögur fara af. Einhvurjum „löggiltum" vís- indamanni Háskóla Islands hefði að mínum dómi staðið það næst að rita um bók af þessu tagi. En kannski hefur enginn þeirra lagt stund á þessa sérstöku fræðigrein og þess vegna ekki treyst sér til að rita um bókina. Það er hugsanlegt, þó það sé reyndar ótrúlegt. Svo vill hins vegar til, að ég hef þrautlesið allar bækur Einars og tel ég mig fullfæran um að fara um þær nokkrum orðum. Átján ár munu vera liðin síðan Einar Pálsson hóf rannsóknir sín- ar á uppruna og eðli íslenskrar menningar, og tólf ár síðan fyrsta bindið um þetta efni kom út: „Baksvið Njálu". Undarlegur prestur réðst á þá iKÍk á prenti og ætlaði víst að ganga af henni dauðri. Bókin lifði af árásina, en presturinn virðist hins vegar hafa sett upp tærnar. Ritsafn Einars er orðið 2500 blaðsíður. Ekkert samfellt fræði- cða vísindarit á íslandi kemst í hálfkvisti við þetta að blaðsíðu- fjólda. Enginn prófessor eða dokt- or nokkurrar vísindagreinar hér á landi hefur birt rit um sérgrein sína, sem mögulegt væri að jafna við sex binda verk Einars Pálsson- tr. Verk Einars sýnir fram á og .annar órofa tengsl íslenskrar fornmenningar við flesta þætti trúar og þekkingar eldri menning- arsamfélaga og hugmyndafræðina sem að baki liggur. Vera má að hugvísindadeildum Háskóla okkar sé það nokkurt vorkunnarmál að bregðast við byltingarritum Einars með dauða- þögn, því að hann hefur gert flest fræði þeirra úrelt og afsannað þau, svo á öngvu öðru er völ en að varpa viðteknum skoðunum læri- feðranna fyrir borð og byrja aftur frá grunni. Vissulega hefur margt réttilega verið sagt á prenti fyrr og síðar um landnám íslands, stofnun ríkisins, kristnitöku og bókmennt- ir, en rætúrnar og bakgrunninn hefur enginn skilið, að minnsta kosti ekki í samhengi, fyrr en Ein- ar Pálsson lýkur upp þessum leyndu dómum og sannar niður- stöður sínar með óhrekjandi rök- um. Nokkrir erlendir vísindamenn hafa þegar látið sannfærast, og hér á landi fjölgar þeim óðum, þó að enn hafi fæstir látið það upp- skátt á prenti. Þarna liggur ástæðan fyrir því, að Morgunblað- ið, sem er mjög jákvætt í afstöðu til kenninga Éinars, hefur enn einu sinni talið þörf á að fela mér að fjalla um nýja bók eftir hann, að þessu sinni „Árf Kelta“. Einar Pálsson hagaði svo verk- um, að í fyrstu bók sinni „Baksvið Njálu" dró hann fram kjarnann í niðurstöðum rannsókna sinna, bútaðan niður í 64 tilgátur. Við fyrsta lestur verkuðu tilgát- urnar á mig eins og keðjuspreng- ing. Ég hef aldrei lesið neitt, sem gert hefur mig jafn furðulostinn. Að mörgu leyti líktist þetta frum- legasta prósaljóði, þar sem tak- markalaust hugmyndaflug sindr- ar af hvurri blaðsíðu. Fimm næstu bindi ritsafnsins, meira en tvö þúsund blaðsíður, innihalda rökin fyrir því, að til- gáturnar séu réttar. Rökin sækir hann til aragrúa fræðirita eftir færustu vísindamenn og sérfræð- inga á mörgum sviðum, með orð- réttum tilvitnunum. í þeim flokki eru sagnfræðingar, trúarbragða- fræðingar, fornleifafræðingar, goðfræðingar, bókmenntafræð- ingar, þjóðfélagsfræðingar og listfræðingar. En í öllum þessum mikla lærdómi og bókspeki eru ótal lausir endar. Dæmið gengur ekki upp fyrr en Einar kemur til skjalanna og tengir alla þræði vefjarins saman. Honum hefur tekist það með því að kafa ofan í okkar eigin fornu fræðadjúp og bókmenntir, svo sem Landnámu, Eddurnar, Laxdælu, Bósasögu, Þjóðsögur Jóns Árnasonar, gömul sagna- og ævintýraminni sem ber- ast þjóð frá þjóð, að ógleymdri sjálfri Biblíunni, bæði gamla- og nýja testamentið. En langsamlega drýgst verður Einari Brennu- Njáls saga, þar sem hann finnur beinlínis lykilinn að gleymdum og lokuðum heimi fornmenningar- innar. Þessi bókmenntagimsteinn reynist saminn utan um heims- mynd landnámsmanna íslands, hugmyndafræði, sem er til þeirra komin frá keltneskri kristni fyrir og um landnámsöld íslands. En til Kelta er hún komin frá Miðjarð- arhafsþjóðum, síðast frá Róm- verjum, sem eftir Krists burð lögðu undir sig alla Vestur- Evrópu norður á England. Það var menning Grikkja, sem Rómverj- arnir höfðu í farangri sínum norð- ur á bóginn. Grikkir og Gyðingar höfðu hins vegár sótt hugmynda- fræði sína og hámenningu til Eg- yptalands Faraóanna. Og enn dýpra liggja ræturnar: allar götur austur í Súmer í Mesópótamíu, mörgþúsund árum aftur fyrir tímatal okkar. Það kemur í ljós, að kristindóm- urinn hefur tekur upp og innlimað flestar hugmyndir sínar úr heiðni fornþjóða við minni hinna miklu fljóta, fyrstu akuryrkjaþjóða heimsins. Einar dregur fram hliðstæður flestra trúarhugmynda mannkynsins, allt fram að kristni- töku hér á landi árið 1000. í ljós kemur að Njála geymir bak við sína listrænu og hrikalegu örlaga- sögu, aðra sögu, sem búið er að segja mörgum sinnum áður um óralangan aldur í mörgum lönd- um, þar sem menning festi rætur. Öngvu að síður er Njála alveg vafalaust byggð á sönnum arf- sögnum, sem geymst hafa meðal Oddaverja í Rangárþingi. Persón- ur Njálu hafa trúlega flestar verið til, en ritsnillingurinn sem bókina samdi, hefur öðrum þræði gert þær að tákngerfingum vissra goð- sögulegra hugmynda, sem páfa- kirkjan afneitaði og vildi að gleymdust og taldi heiðindóm. Samkvæmt niðurstöðum Einars Pálssonar hafa til dæmis Brennu- Njálssaga og Hómerskviður þegið næringu frá sömu rótum, Biblían sömuleiðis og Hringborðssagnir Kelta um leitina að Skapkerinu (Graal), og um það fjallar síðasta bókin fyrst og fremst. Hún kryfur menningararfinn, sem Islendingar þágu af Keltum. Eitt af því sem mér þykir hvað fegurst og óvæntast í ritum Ein- ars, það er hvurnig hann lýkur upp heilagri ritningu, bæði nýja og gamla testamentinu, þannig að það er fyrst núna, sem ég teldi það öngva fjarstæðu að vera kallaður kristinn maður. Ég hef hingað til ekki skilið kraftaverkasögur guð- spjallanna, og það sem ég skil ekki, það verða mér engin trúar- brögð. Það sem ég hef litið á sem fjarstæðu í kristnum og heiðnum sið, það hefur Einar sýnt fram á að hefur aðra og dýpri merkingu, sem verður beinlínis auðskilin í túlkun hans. Það er ótrúlegt, en öngvu að síður óhrekjandi stað- reynd, að í svo nefndu Hjóli Rang- árhverfis — landnámi Ketils hængs, hefur Einar fundið lykil- inn að luktum dyrum táknmálsins (allegóríunnar) í trúarbrögðum og bókmenntum fornþjóða, sem menning okkar byggist á enn þann dag í dag. Innsigli launsagnanna hefur verið brotið og himnar og jörð standa allt í einu opin. Stór- kostlegri sýn gefur hvurgi að líta í gervölium heimsbókmenntunum. og reyndar nær þessi opinberun til flestra frægustu bygginga og listaverka sem varðveist hafa í heiminum. Ég geri ráð fyrir að þessar stað- hæfingar mínar virðist yfirdrifn- ar og tortryggilegar. En hvur sá sem tekur sig til og les með at- hygli sex binda vísindarit Einars Pálssonar, hann mun sjá, að ég hef ekki tekið árinni of djúpt í, — honum mun fara sem mér, að heimur hans stækkar og hann nær beinu sambandi við uppruna sinn, óháð sérstökum trúarbrögðum og raunar utan allra trúarbragða, en þó öngvu að síður djúpt snortinn af trúarbrögðunum og með nýjan og dýpri skilning á þeim en fyrr. í þessu sambandi verður mér ekki síst hugsað til prestanna. Vafalaust munu þeir flestir eða allir kunna full skil á bókstaf Ritningarinnar, en ég er sann- færður um, að fæstir trúa þeir henni, nema að hluta til, einfald- lega vegna þess, að sagnfræðilega séð er ekki hægt að trúa mörgu sem í henni stendur. Skildu þeir hins vegar táknmál hennar, myndu þeir samstundis sjá, að öll Ritningin er sönn: sköpunarsagan, saga Israels og Mósesar, boðun Maríu og meyjarfæðingin, fæð- ingarsagan í fjárhúsinu (helli miðsvetrar) í Brauðhúsum (Betle- hem), heimsókn og gjafir vitr- inganna, saga kraftaverkanna, píslarsagan, upprisan, för Jesú til Heljar og himnaför hans. Svona mætti halda áfram lengi. Hugsanlegt er að einhvur sem þessar línur les, álíti mig vera að guðlasta. Svo er ekki. Ég er heldur ekki að boða trú, ég er að lýsa skilgreiningu Einars Pálssonar á uppruna trúarbragða og margvís- legu táknmáli þeirra. Hann hefur í allt að þrjátíu ár rannsakað svo nefndar allegórískar bókmenntir miðalda, en eðli þeirra er þess konar, að bak við flest sem fjallað er um felst önnur og dýpri merking, persónur eru tákngerf- ingar hugmynda, söguþráðurinn dylur annan söguþráð, tilviljun ræður öngvu. Víða verður það jarðneska himneskt og það himn- eska jarðneskt, og allt reiknað út með tölfræðilegri nákvæmni, tími og rúm og sjálfur guðdómurinn laut einni og sömu tölvísi. Eins og fyrr er að vikið, inni- halda fimm bækur ritsafnsins sannanir fyrir því, að tilgáturnar 64 í fyrsta bindinu séu réttar. Þær munu reynast óhrekjandi. Fanga er leitað og vitnað til hartnær óteljandi vísindamanna og fræði- rita víðsvegar um heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.