Morgunblaðið - 09.12.1981, Blaðsíða 30
SGS
3 0 MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981
- handa sælkeranum
Ekki aóeins breyting
heldur bylting!
meö tilkomu OXYWELD-logsuöutækjanna á markaöinn. OXY-
WELD hafa kosti acethylene-logsuðutækjanna en ekki vankanta
þeirra, svo sem viökvæma mæla, stóra og þunga gas- og súrefnis-
kúta sem senda þarf oft langar leiðir til áfyllingar. Viö þau er hins
vegar hægt aö nota gas frá næstu bensínstöð, eöa jafnvel frá
feröaprímusnum. Meö propangasi er hægt aö ná hitanum upp í
2800. Ekki er þörf á rafmagni.
Auk þess eru OXYWELD-logsuöutækin
ákaflega fyrir-
feröalítil og hand-
hæg, vega aöeins
4,3 kg. Þau eru
þar af leiöandi
auöveld í notkun
og flutningi. Þeim
fylgir suöuskaft
og fimm mismun-
andi spíssar.
OXYWELD- logsuöu-
tækin uppfylla
óskir járnsmiösins,
bifvólavirkjans,
bóndans,
tannlæknisins,
gullsmiösins,
pípulagninga-
mannsins, log-
suöumannsins og
altmuligmannsins.
OXYWELD- log-
suöutæki henta
jafnvel, hvort
heldur er á vinnu-
staö eöa í heima-
húsum, viö viö-
geröir eða ný-
smíöi. Hægt er aö
fá leiöbeiningar í
logsuöu hjá
ístækni hf.
Auk þess ótrúlega
ódýr. Nánari upp-
lýsingar hjá sölu-
manni.
ösQaBCsroQ DntL
ÁRMÚLA 22 - 124 REYKJAVÍK - SÍMI 91-34060
Arsþing KSI:
Keppni í 4. deild
tekin upp næsta sumar
ÞRÍTUGASTA og sjötta ársþing
Knattspyrnusambands íslands fór
fram um síðustu helgi að Hótel Loft-
leiðum. Eitt hundrað sextíu og fjórir
fulltrúar sátu þingið að þessu sinni.
Mikill fjöldi mála var á dagskrá
þinsins sem stóð í tvo daga, og lætur
nærri lagi að rúmlega fjörutíu mál
hafi hlotið afgreiðslu.
Ellert B. Schram var endurkjör-
inn formaður KSÍ og er þetta tí-
unda árið sem Ellert starfar sem
formaður sambandsins. Jens
Sumarliðason varaformaður KSI
gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
Voru Jens þökkuð mikil og góð
störf í þágu sambandsins í fjölda
ára og hann sæmdur heiðursmerki
KSÍ. í kosningu til aðalstjórnar
næstu tvö árin hlutu þeir Gylfi
Þórðarson, Helgi Þorvaldsson og
Gunnar Sigurðsson kosningu.
Helgi og Gunnar eru nýir menn í
aðalstjórn KSI. Fyrir í stjórninni
kjörnir á síðasta þingi til tveggja
ára voru þeir Helgi Daníelsson og
Arni Þorgrímsson. Þrír menn
voru kjörnir í varastjórn og hlutu
þeir Sveinn Sveinsson, Fram, Þór
Símon Ragnarsson, Víkingi, og
Gunnar Steinn Pálsson, Breiða-
bliki, kosningu.
Af þeim fjölmörgu tillögum sem
afgreiddar voru á þinginu var sú
tillaga sennilega merkilegust að
veruleg skipulagsbreyting verður
gerð á knattspyrnumálum með því
að samþykkt var að keppa í 4.
deild. Skipað verður í deildir eftir
landssvæðum. Næsta sumar verð-
ur til dæmis 3. deild skipuð 16 lið-
um í tveimur riðlum. Suðvestur-
landsriðli og norðausturlandsriðli.
Tvö lið falla síðan niður í 4. deild.
Þá var ákveðið að hefja keppni í
6. aldursflokki, og jafnframt að
hefja keppni í flokki 30 ára og
eldri. Þar er skemmtileg nýjung á
ferðinni. Island tekur þátt í Evr-
ópukeppni kvennalandsliða á
næsta ári, en nú um nokkuð langt
skeið hefur kvenfólkið fengið frek-
ar fá verkefni að glíma við.
Þá tekur ísland þátt í Evrópu-
keppni landsliða 21 árs og yngri.
Aganefnd ætti að fá nóg að starfa
á næsta sumri. Samþykkt var að
leyfa munnlegan og skriflegan
málflutning fyrir aganefnd á
næsta keppnistímabili sé leik-
manni vikið af leikvelli. Þannig að
réttur leikmanna gegn réttum eða
röngum dómum eykst mikið. En
hætt er við að sum mál komi til
með að dragast á langinn verði
málarekstur mikill.
Friðjón Friðjónsson gjaldkeri
KSI skýrði reikninga sambandsins
á þinginu og kom í ljós að rekstr-
arhagnaður KSI á síðasta ári nam
206.507,63 krónum. Mestu útgjöld
sambandsins eru að sjálfsögðu
vegna landsliðanna og þeirra dýru
keppnisferða sem liðin taka sér á
hendur. Heildarútgjöld vegna
karlalandsliðsins námu krónum
505.947,13 kr. KSÍ hafði 373.578,00
krónur í tekjur af þremur leikjum
hér heima. Landsleiknum við
Tyrki, vináttuleik gegn Manchest-
er City og landsleiknum við Tékka.
Sjónvarps- og útvarpstekjur KSÍ
námu 64.000,00 kr. ___ bR
Arsþing FSI:
NM-unglinga hér á landi
14. ársþing Fimleikasambands ís-
lands var haldið 21. nóvember. Þing-
fulltrúar voru frá Ungmennasam-
bandi Kjalarnesþings, íþróttabanda-
lagi Hafnarfjarðar, Iþróttabandalagi
Reykjavíkur og íþróttabandalagi
Akureyrar.
Mörg mál voru tekin fyrir, en þó
ber helst að nefna Norðurlanda-
meistaramót unglinga í áhalda-
fimleikum sem haldið verður hér á
landi 23.-25. apríl 1982.
Stjórn Fimleikasambandsins er
þannig skipuð: Lovísa Einarsdótt-
ir, formaður, Sigurður Egill Guð-
mundsson, varaformaður, Gísli
Guðjónsson, gjaldkeri, Birna
Björnsdóttir, ritari, Ingimundur
Magnússon, bréfritari, Karolína
Valtýsdóttir, meðstjórnandi,
Dagbjört Bjarnadóttir, Sigríður
Jakobsdóttir.
Þrír með 12 rétta
í 15. leikviku Getrauna komu
fram 3 raðir með 12 réttum og var
vinningur fyrir hverja röð kr.
53.105.00 en með 11 rétta var 81 röð
og vinningshluti fyrir hverja röð kr.
843.00.
A getraunaseðli nr. 16 fellur
einn leikur niður, leikur Liverpool
gegn Birmingham en hann fer
fram þriðjudaginn 8. des. þar sem
Liverpool á að leika sem Evrópu-
meistarar gegn Suður-Ameríku-
meisturunum í Tókýó nk. sunnu-
dag. Koma því ekki til greina
nema 11 merki á næsta getrauna-
seðli, en það verður næst síðasti
getraunaseðillinn fyrir jólafrí.
Getrauna- spá MBL. 32 »5 jl 3 e §. o s Sunday Mirror Sunday People Sunday Express News of the World Sunday Telegraph SAMTALS
1 X 2
Arsenal — Middlesbr. 1 1 1 1 1 1 6 0 0
Aston Villa — WBA 1 1 1 1 X 1 5 í 0
Coventry — Man. City 2 1 X 2 2 1 2 í 3
Ipswich — Brighton 1 1 1 1 1 1 6 0 0
Leeds — Tottenham 2 2 X 2 2 2 0 1 5
Liverpool — Brimingh. 1 1 1 1 1 1 6 0 0
Man. Utd. - West Ham 2 X 1 1 1 1 4 1 1
N. County — Stoke X 1 X 1 1 X 3 3 0
Sunderland — Southampt. 2 2 2 2 X 1 1 1 4
Swansea — N. Forest X X 1 X X 2 1 4 1
Wolves — Everton 1 1 1 1 1 1 6 0 0
Leicester — Watford X X X 2 X X 0 5 1