Morgunblaðið - 09.12.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.12.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981 19 Nýja þróunarskipid? GERT er ráð fyrir að alveg á næstunni verði gengið frá samn- ingi um smíði á nýju skipi ís- lendinga, sem ætlað er til þróun- araðstoðar og verður það fyrst og fremst notað við aðstoð á Grænhöfðaeyjum í byrjun, en hið nýja skip á að koma í stað Bjarts, sem nú verður seldur. Starfsmenn Slippstöðvar- innar á Akureyri hafa gert teikningu af skipi, sem ætlað er til aðstoðar í þróunarlönd- um. Er það skip 150 tonn að stærð og áætlað er að hafa 550 hestafla vél um borð. Lest skipsins er 100 rúmmetrar, auk þess sem gert er ráð fyrir 20 rúmlesta geymi, þar sem hægt verður að geyma fiskinn í ferskum sjó, blönduðum ís. Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands afhenti nýlega Krabbameinsfélagi íslands tvær smásjár að gjöf. Verða þær notaðar í frumurannsóknastofu félagsins. Stóð endurnýjun á eldri smásjám fyrir og frumumeinatæknum hefur fjölgað mjög og kom því gjöfin í mjög góðar þarfir. Segir í frétt frá Krabbameinsfé- laginu að velunnarar þessir hafi þannig iðulega hlaupið undir bagga þegar þurft hefur að afla tækja. Á myndinni eru frá vinstri: Gunnlaugur Geirsson, yfirlæknir frumurannsóknastofu félagsins, Unnur Sch. Thorsteinsson, formaður Kvennadeildar RKÍ, Helga Einarsdóttir og Guðrún Tómasdóttir, sem einnig sitja í stjórn Kvenna- deildarinnar. Gestgjafinn með hátíða- uppskriftir Jólamatur skipar verulegan sess í nýútkomnu hefti af Gestgjafanum. I'að er fjórða tölublaðið og eru sum hinna fyrri nær uppscld, að sögn Hilmars B. Jónssonar, sem gefur rit- ið út ásamt Klínu Káradóttur. En áhugi á mat og mataruppskriftum fer nú ört vaxandi. Gestgjafar blaðsins eru Krist- jana og Baltasar, Wilhelm Wessman aðstoðarhótelstjóri á Hótel Sögu, veitir ráð þeim sem standa fyrir félagsskemmtunum. Alls konar uppskriftir með lit- myndum á hátíðamat eru á yfir 50 síðum, sérstakir réttir eru fyrir sykursjúka, uppskriftir að jóla- skreytingum og kynning er á tveimur veitingahúsum og því sem þar er að fá. Ritið er 63 síður og mikið myndskreytt. Afhenti trún- aðarbréf í Saudi-Arabíu HINN 1. desember afhenti Ingvi S. Ingvarsson, sendi- herra, Khalid, konungi Saudi- Arabíu, trúnaðarbréf sem sendiherra íslands í Saudi- Arabíu með aðsetri í Stokk- hólmi. ■hplá * m ■ IrVI ír * iri 1 Einkatölm deildarstjórans Apple-tölvan er alveg nýr heimur. Heimur þar sem maður og tölva takast í hendur. Apple býður upp á þriðja kostinn, en ekki aðeins val milli risatölvu eða engrar. Apple er einkatölva, jafn auðveld í notkun og bifreið, en eins lítil og létt og ritvél, en álíka ódýr og venjuleg ljósritunarvél. Apple er tæki sem léttir þér störfin, eyðir pappírsflóði og gerir þér kleift að taka skjóta, en örugga ákvörðun. Apple-tölvan kannar fyrir þig afleiðingar væntanlegra ákvarðana þinna. Hún sér um að leysa stjórnunarverkefni (t.d. fjárhagsáætlun, rekstraráætlun o.s. frv.) og getur jafnvel skrifað bréf og skýrslur. Apple er fjölhæft verkfæri, sem getur unnið eftir miklum fjölda forrita, hvort sem þú ert lögfræðingur eða læknir, sölu-, markaðs-, skrifstofu- eða fjármálastjóri. Er áhugi vakinn? Ertu torttygginn eða í vafa? Komdu þá við hjá okkur, og sjáðu hvernig Apple-tölvan leysir fyrir þig áætlanagerð. Þú verður fljót(ur) að sjá, hve þægilegt er að hafa við höndina öfluga einkatölvu. Þú hugleiðir alvarlega að fá þér Apple. Hafðu samband við okkur ^ applc computcr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.