Morgunblaðið - 09.12.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.12.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981 17 etasta iazt“ iient fyrsta eintak bókarinnar héraðsskjalavörður tók saman kennaratal og gagnfræðinga- og stúdentatal. Þá sá Tómas Ingi Olrich, konrektor, um mynda- söfnun og myndatexta. I sögunni er getið margra merkra atburða, meðal annars sagt frá því er Jón Hjaltalín, fyrsti skólameistari skólans gekk á fund Viktoríu Bretlands- drottningar 1868 og flutti henni Sigrúnarkviðu á íslenzku og mun hann vera síðasti íslend- ingurinn, sem svo gerir á er- lendri grund. Þá er sagt frá „Matarmálinu", sem var eigin- lega „Pereat" hins norðlenzka skóla 1882 og bruna skólans á Möðruvöllum 1902. Þá er einnig sagt frá atburðum innan skól- ans á kreppuárunum, þegar menn voru meðal annars reknir úr skóla fyrir opinber afskipti af stjórnmálum. Einn þeirra var Ásgeir Blöndal Magnússon, sem rekinn var 1930, en lauk síðan prófi frá skólanum 1943. Sagan er í þremur bindum og er um 1.000 síður alls. í henni eru hundruð mynda, meðal ann- ars myndir af öllum föstum kennurum skólans frá 1880 svo og þeim, sem útskrifuðust úr honum. Þá eru myndir úr öllum „carminum" frá því útgáfa hennar hófst 1934. Bókin er að öllu leyti unnin í Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri. 1.100 eintök hafa þegar verið seld í áskrift og er nú verið að dreifa þeim til viðtakenda. Bók- in kostar 1.852 krónur í lausa- sölu, er gefin út í 2.500 eintök- um. Útgáfa bókarinnar hefur að nokkru leyti verið fjármögnuð með framlögum úr sögusjóði skólans og einnig veitti Fram- kvæmdastofnun ríkisins 500.000 gamlar krónur til útgáfunnar fyrir nokkrum árum. Fyrstu stúdentarnir frá Gagn- fræðaskólanum á Akureyri 1927. Þeir urðu að vísu að þreyta lokapróf í Menntaskól- anum í Rcykjavík, og sönnuðu með því tilverurétt hins norð- lenzka skóla. A myndinni eru í fremri röð frá vinstri: Eyjólfur Eyjólfsson, Þórarinn Björnsson og Jóhann Skaptason. í aftari röð frá vinstri eru: Jón Guð- mundsson, Brynjólfur Sveins- son og Bárður íslcifsson. I>ór arinn Björnsson varð síðar skólameistari við skólann og Brynjólfur kenndi við hann um árabil. Upphæð olíustyrkja hefur ver- ið óbreytt síðan lög nr. 53/1980 um jöfnun og lækkun hitunar- kostnaðar voru sett. í lögunum segir að heimilt sé að breyta olíustyrknum miðað við breyt- ingu á verði gasolíu og annarra orkugjafa. Ef olíustyrkurinn hefði verið hækkaður í hlutfalli við olíuverð hefði hann átt að vera kr. 360 á ársfjórðungi þegar fyrir síðustu olíuverðshækkun nú á dögunum, miðað við það olíuverð sem gilti þegar frum- varpið um jöfnun og lækkun hit- unarkostnaðar var samið. Með tilliti til þessara stað- reynda lýsir það ekki mikilli um- hyggju fyrir því fólki, sem þarf að bera byrðar olíuupphitunar, og er raunar stórhneyksli að rík- isstjórnin skuli ekki hafa notað heimild laga til að hækka olíu- styrkinn og nýta allt það fjár- magn, sem Álþingi hefur ákveðið að varið skuli í þessar þarfir. Fyrirspurn mín veit að því annars vegar, að fá skýringar á þessu framferði ríkisstjórnar- innar, og hins vegar að því að fá úrbætur í þessu efni. Ég legg áherslu á að ríkis- stjórnin sjái til þess að greidd verði viðbót við olíustyrk 1981 þannig að ráðstafað verði öllu því fjármagni, sem fjárlög gera ráð fyrir til olíustyrkja. Hér yrði um að ræða allt að helmings- hækkun á upphæð olíustyrks fyrir 4. ársfjórðung og jafnframt uppbót á styrki hina fyrri árs- fjórðunga. Ákvörðun um þetta þarf að taka strax, það væri góð- ur jólaglaðningur fyrir þá, sem búa við olíuupphitun. Reyndar er þetta ekki annað en það sem rík- isstjórninni ber nú skylda til að gera. Ef einhver er í vafa um rétt- mæti þess, sem hér er farið fram á, má vísa til staðreynda. Sam- kvæmt niðurstöðum könnunar Fjórðungssambands Vestfirð- inga er mismunurinn á útgjöld- um fjölskyldu í Reykjavík, sem býr við hitaveitu, og sambæri- Hríð og norðan hvassviðri um allt Norðurland: Elztu menn líkja veðurfarinu við veturinn 1917—18 og sumir telja það mun verra - rætt við fréttaritara norðanlands Varmahlíð: „Blindöskubylur og sér ekki út úr augum“ „Hér er blindöskubylur og sér ekki út úr augum," sagði Páll Dagbjartsson fréttaritari Mbl. í Varmahlíð. „Snjó festir þó ekki mikið ennþá en mjög erfitt er að aka fyrir snjókófi. Norðurleiðarrútan fór hér framhjá fyrir skömmu síðan og sleppur líklega til Akureyrar en fer varla lengra. Það verður þó að teljast býsna vel af sér vikið eins og veðrið er. Þá hefur veðrið valdið erfið- leikum í sambandi við skóla- akstur. Börn héðan úr sveitinni verða líklega að gista í skólan- um í nótt. Skólinn hefur starf- að hér eins og venjulega þrátt fyrir veðrið en hins vegar féll skólahald niður á Hofsósi bæði í dag og í gær vegna veðurs. Að öðru leyti gengur flest sinn vanagang hér í byggðarlaginu þrátt fyrir veðrið." Dalvík: „Skafrenningur og mikið hvassvidri“ „Það er alveg snarvitlaust veður hér — skafrenningur og mikið hvassviðri," sagði Sæ- mundur E. Andersen fréttarit- ari Mbl. á Dalvík. „Færð á veg- um er þó ekki svo mjög slæm enn og virðist þetta vera sami snjórinn sem alltaf er að fjúka til. Akstur er þó erfiður þar sem ekki sér út úr augum, flutningabílar, sem koma venjulega hingað um tvöleytið frá Akureyri, voru á leiðinni fram yfir kl. 5 og óvíst er hvort rútan kemst alla leið í kvöld. Skólar störfuðu hér í dag nema yngstu börnin komu ekki í skólann eftir hádegið. Þau börn sem eru keyrð í skólann frá nærsveitunum fara ekki heim í kvöld heldur gista hér. Tveir togaranna komu inn í gær og voru þá mjög ísaðir en sá þriðji er enn úti. Bátarnir legrar fjölskyldu á ísafirði, vegna húshitunar með olíu, sem nemur andvirði 13,73 vinnu- vikna. Þessir útreikningar hafa ekki verið véfengdir. Þetta er sambærilegt við það sem allir þurfa að þola sem við olíukynd- ingu búa hvar sem þeir eru á landinu, sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson að lokum. Tómas Árnason, viðskipta- ráðherra, svaraði fyrirspurn Þorvalds Garðars á Alþingi í gær og sagði að beðið væri eftir ábendingu starfshóps, hvern veg bregðast skyldi við í þessu máli. Sjálfur teldi hann koma til mála, að hækka olíustyrk fjórða árs- fjórðungs 1981, og greiða álag á fyrri bætur, að því tilskyldu þó, að húshitun með olíu yrði áfram dýrari en með innlendum orkugjöfum, s.s. raforku, sem væri alldýr. Verð frá hitaveitum væri og mjög mismunandi og færi eftir því hvenær til þeirra var stofnað. Hvati til að nýta innlenda orkugjafa yrði jafnan að vera til staðar. hafa hins vegar ekki hreyft sig síðan veðrið skall á.“ Húsavík: „Elztu menn muna ekki annað eins veðurfar“ „Hér hefur verið norðan stórhríð í allan dag en þrátt fyrir það náði rútan að komast hingað frá Akureyri. Nú er trú- lega orðið ófær-t yfir til Akur- eyrar," sagði Sigurður P. Björnsson fréttaritari Mbl. á Húsavík. „Flug hefur fallið niður hingað síðan á mánudag vegna veðurs og bátarnir hafa ekki getað róið það sem af er þessari viku. Skólar hafa starfað hér eins og venjulega þrátt fyrir veðrið og flest gengur sinn vanagang. Þetta fer að verða daglegt brauð hjá okkur að hann bresti á með svona veður því alveg síðan í september hefur verið hér ótíð og snjóar. Veðurfarið þefur verið svo slæmt það sem af er vetri að elztu menn eru farnir að hafa á orði að þeir muni ekki annað eins — sumir þeirra líkja þessu við fyrri- hluta vetursins 1917—18 en aðrir telja að tíðarfarið nú sé mun verra. Kópasker: „Veður eins og verst getur orðið“ „Hér hefur verið glórulaus bylur og veður eins og verst getur orðið hjá okkur, í dag,“ sagði Ragnar Helgason frétta- ritari Mbl. á Kópaskeri. „Þó merkilegt sé hefur þó ekki al- veg tekið fyrir bílfæri en hins vegar er snjókófið svo mikið að akstur er mjög erfiður. Hér í þorpinu, sem æfinlega fyllist af sköflum þegar eitthvað snjóar, er meira að segja tiltölulega lítill snjór og hafa bílar verið hér á ferðinni í allan dag. Það komst fólksbíll hingað utan af Sléttu í dag, sem hlítur að telj- ast merkilegt eins og veðrið hefur verið, en þangað er nú trúlega orðið ófært. Veðrið hefur þó ekki valdið verulegri röskun á lífinu hér og hefur skólinn t.d. starfað eins og venjulega. Læknar sem eiga að koma frá Húsavík til að sinna fólkinu hérna komust þó ekki í síðustu viku og virðist útséð um að þeir komist í þess- ari.“ Bæjarútgerð Reykjavíkur: 15 millj. kr. greiðsluhalli „Lifum þessa kreppu ekki af frekar en aðrir“ segir Einar Sveinsson framkvæmdastjóri BÚR „I»AÐ ER reiknað með að greiðsluhalli Bæjarútgerðar Reykjavíkur verði um 15 millj. króna á árinu og má segja að allt tapið sé af rekstri togaranna,“ sagði Einar Sveins- son framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Það eru hreinar línur að við getum ekki lifað þessa kreppu af frekar en aðrir. Það er algjört hrun í fiskiðnaðinum og rekstr- argrundvöllurinn er út í hafsauga og því er ekki hægt að fóta sig,“ sagði Einar ennfremur. Hann bætti því við, að rekstur allra togaranna væri mjög neikvæður á þessu ári, en hins vegar kæmi vinnslan í heild út á núllinu hjá þeim, en ann- ars færi staðan versnandi dag frá degi. Magnús Bjarnason hjá Hraðfrystihúsi Eskfirð- inga sagði að róðurinn hjá þeim þyngdist sífellt. Þeir væru að vísu með mikla framleiðslu og því mikið um að vera. „Eg þori ekki að svara því hve lengi við munum tóra. Að vísu er- um við með mikla loðnu- vinnslu og það er alltaf svo að þegar mikið er um- leikis, er auðveldara að reka fyrirtækin um tíma, en það má segja að við sé- um að þvælast með ann- arra manna fé, og það verður ekki komist hjá því að gera eitthvað til að bæta rekstrargrundvöll vinnslunnar.“ „Ástandið hjá okkur er erfitt, en við höfum ekki haft hátt, því þegar við áttum hvað erfiðast feng- um við litlar undirtektir stjórnvalda og því sjáum við ekki ástæðu til að hafa hátt nú,“ sagði Stefán Runólfsson framkvæmda- stjóri Vinnslustöðv- arinnar í Vestmannaeyj- um. „Hvað við getum haldið lengi áfram veit ég ekki, en það er ekkert grín að komast í þá aðstöðu að geta ekki haldið áfram,“ sagði Stefán að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.