Morgunblaðið - 09.12.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981
15
Liza Alexeyeva í
íbúð sinni í
Moskvu í gær.
Símamynd — Al\
Enn er óttast um
heilsu Sakharovs
Moskvu, 8. desembvr. Ar.
LIZA Alexeyeva, stjúpdóttir Sakharovs, sagði í dag að heilsu eðlisfræð-
ingsins og andófsmannaleiðtogans hefði hrakað, að því er forseti sov-
ézku vísindaakademíunnar hefði tjáð henni í dag, og sagðist hún hafa
rökstuddan grun um að Sakharov væri á ný byrjaður á hungursvelti og
að matur væri ekki lengur neyddur ofan í hann.
Alexeyeva mætti síðdegis hjá
stofnun er gefur út vegabréfs-
áritanir og hafði hún ekki úti-
lokað möguleika á því að f á leyfi
til að flytjast úr landi, en það
eina sem hún hafði upp úr krafs-
inu var að henni var skýrt frá
því að sá embættismaður er
hefði umsókn hennar til umfjöll-
unar hefði veikst og gæti ekki
hitt hana að máli.
„Mér sýnist á öllu að ég fái
ekki brottfararleyfi. Þeir hafa
mig bara að fífli," saði Alexey-
eva í dag.
Tengdadóttir Sakharovs,
Tatayana Yankelevich, sagðist
ekki útiloka þann möguleika í
dag að Sakharov-hjónin yrðu
rekin úr landi. Yfirvöld í Moskvu
kærðu sig ekki um að Sakharov
létist meðan á mótmælasveltinu
stæði. Hún sagði að yfirvöld
hefðu vitað um mótmælasveltið
með eins mánaðar fyrirvara og
því hefðu þau getað komist hjá
þeim óþægindum sem það hefur
valdið þeim með því að veita
Lizu brottfararleyfi áður en til
sveltsins kom.
Utanríkisráðherrar ríkja
Efnahagsbandalagsins urðu í
gær ásáttir um samræmdar að-
gerðir og mótmæli við sovézk yf-
irvöld vegna meðferðarinnar á
Sakharov og fjölskyldu hans.
Willoch tapaði
þingmanni
Osló, 8. desember. Ar.
MINNIHLUTASTJÓRN Kaare Willochs tapaði þingmanni er endurteknar
voru kosningar í tveimur kjördæmum í gær, Troms og Buskerud. Nýtur
stjórnin þó enn fylgis 85 þingmanna
mcnn.
Það var í Buskerud sem Hægri-
flokkurinn tapaði þingmanni, þar
hafði flokkurinn þrjá þingmenn,
Verkamannaflokkurinn þrjá og
Landbúnaðarflokkurinn einn eftir
septemberkosningarnar, en eftir
kosningarnar nú er Hægri með tvo
þingmenn í þessu kjördæmi og
Verkamannaflokkurinn með fjóra.
Engin breyting varð hins vegar
á þingmannaskipaninni í Troms,
þar á Verkamannaflokkurinn þrjá
þingmenn, Hægri tvo og kristi-
legir demókratar einn.
Miðað við kosningarnar í Buske-
rud og Troms í september hefur
á Stórþinginu, sem telur 155 þing-
Verkamannaflokkurinn bætt við
sig 3,2% fylgi, því hann hlaut nú
45,4% atkvæða í kjördæmunum.
Hægriflokkurinn hlaut 31,1% at-
kvæða sem er hálfu prósenti lægra
en í september. Kjörsókn í Buske-
rud var 71,1% en 56,6% í Troms og
er slæmu veðri kennt um dræma
kjörsókn þar.
Efnt var til kosninganna þar
sem aðeins örfá atkvæði skáru úr
um í hvers hlut síðasti þingmaður
hvors kjördæmis félli, aðeins 28
atkvæði í öðru kjördæminu og sjö
atkvæði í hinu.
28 sjómönnum bjarg-
að upp f tvær þyrlur
l'ort.smouth, 8. descmbor. Al\
ÁHAFNIR á tveimur björgunarþyrl-
um brezka sjóhersins björguðu 28
sjómönnum af brennandi skipi í
ólgandi Krmasundinu í niðamyrkri í
nótt, að sögn talsmanna sjóhersins.
Eins skipverja af skipinu, sem
er 5.700 smálesta vöruflutninga-
skip, er enn saknað og útilokað
talið að hann sé lengur í tölu lif-
enda.
Björgunin þykir mikið afrek því
svartamyrkur og illviðri mikið var
á þessum slóðum. Björgunarþyrl-
urnar eru af gerðinni Sea King.
Akureyri:
Verndaður vinnustað-
ur þroskaheftra vígður
Akureyri, 26. nóvember.
Verndaður vinnustaður þroska-
heftra var vígður með hátíðarbrag
laugardaginn 21. nóvember. Húsið
stendur við Hrísalund og er hið
fyrsta hér á landi, sem er sér-
hannað og reist frá grunni til þess
að þjóna þessu hlutverki. Þar
vinna nú að staðaldri 20—25
manns auk leiðbeinanda.
Formaður Styrktarfélags van-
■gefinna á Norðurlandi, Svanfríður
Larsen, flutti ræðu og afhenti hús-
ið stjórn Sólborgar, en formaður
hennar er Magnús Stefánsson,
læknir. Meðal annarra ræðu-
manna við athöfnina voru Mar-
grét Margeirsdóttir, fulltrúi
félagsmálaráðuneýtisins, Magnús
Magnússon, fulltrúi menntamála-
ráðuneytisins, Sigurður Jóhann-
esson, forseti bæjarstjórnar Akur-
eyrar, Ásta Hansen, formaður
Styrktafélags vangefinna á Norð-
urlandi vestra, og Bjarni Krist-
jánsson, forstöðumaður Sólborg-
ar. Margar kveðjur bárust og góð-
ar gjafir, m.a. gaf Óli G. Jó-
hannsson, listmálari, stórt mál-
verk og Einar Tjörvi Elíasson,
verkfræðingur, afhenti vandaðar
trésmíðavélar frá Lionsmönnum.
Tveir forvígis- og baráttumenn
fyrir málefnum þroskaheftra voru
heiðraðir sérstaklega, þau Júdit
Jónbjörnsdóttir og Jóhannes Óli
Sæmundsson.
Verkefnin, sem helst er unnið að
á þessum stað, eru mörg, en m.a.
má nefna kerti, mottur, mjólk-
ursíur og ílát undir mjólkursýni,
þvottaklemmur, klúta af ýmsu
tagi og fjölbreytilegan bast- og
tágavarning. Allt eru þetta þarfir
(Ljósm. Sv.l\).
Það var hátíðleg stund á Akureyri er verndaður vinnustaður fyrir þroska-
hefta var vígður í fyrsta sérhannaða húsinu, sem reist er með þessa starfsemi
í huga hérlendis.
Laugarásbíó opn-
ar myndbandaleigu
í DAG tekur til starfa myndbandaleiga Laugarásbíós. Verður
hún til húsa í anddyri Laugarásbíós v/Kleppsveg. Opið verður
daglega kl. 16.00—20.00.
I frétt frá Laugarásbíói segir:
„í fyrstu verða ekki leigðar út
myndir með íslenskum texta,
það hefur reynst erfiðara að
koma því í framkvæmd en búist
var við, en það er búist við því að
fyrstu spólurnar með íslenskum
texta berist fyrir jól. Fyrst í stað
verður lögð áhersla á barnaefni
með íslenskum texta.
Efni það, sem leigt verður út
hjá Laugarásbíói, er allt frum-
upptökur, engar kopíeringar, og
er'^fnið allt fengið með fullum
útleiguréttindum til einstakl-
inga.
Megin uppistaða þeirra 400
banda og 140 titla, sem nú verð-
ur hafin útleiga á, eru spólur
með 2 myndum og eru það gaml-
ar vinsælar kvikmyndir. Má
nefna myndir með John Wayne,
Charles Chaplin, Abbott og
Costello, Allan Ladd, Joan
Crawford o.fl. o.fl.
í fyrstu verða bönd eingöngu
leigð á Stór-Reykjavíkursvæðið.
Seinni hlutann í janúar væntum
við þess að vera búin að fá all-
miklu meira af böndum og mun-
um þá einnig leigja bönd um allt
land. Erum við nú að viða að
okkur umboðsmönnum. Væntum
við þess að kvikmyndahúsin úti
á landsbyggðinni sjái um útleigu
fyrir okkur þar. Þáer ætlunin að
reyna að þjóna sem best sjó-
mönnum, hugmyndin er að setja
saman svokallaða myndbanda-
pakka, en það verður ekki komið
í gagnið fyrr en seinni hlutann í
janúar. Þau bönd, sem þegar er
farið að leigja út, eru öll í
VHS-kerfi, en í næstu viku eru
væntanleg bönd með dönskum
texta og ensku tali og eru þau í
öllum kerfunum, VHS, BETA og
2000.“
Grétar Hjartarson forstjóri
Laugarásbíós með eina spóluna.
hlutir, sem starfsfólkið getur gert
með ágætum. Um leið þjálfast það
í ýmsum störfum og getur síðar,
sumt a.m.k., farið út á almennan
vinnumarkað. Fyrirhugað er að
stækka húsið mjög á næsta ári.
— Forstöðumaður vinnustofunnar
er Magnús Jónsson.
Sv.P.
Lestunar-
áætlun
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands
á næstunni sem hér
segir:
GOOLE:
Arnarfell 15/12
Arnarfell 11/01
Arnarfell 25/01
Arnarfell 8/02
ROTTERDAM:
Arnarfell 17/12
Arnarfell 13/01
Arnarfell 27/01
Arnarfell 10/02
ANTWERPEN:
Arnarfell 18/12
Arnarfell 14/01
Arnarfell 28/01/'82
Arnarfell 11/02
HAMBORG:
Helgafell 28/12
Helgafell 14/01
Helgafell 1/02
HELSINKI:
Dísarfell 26/12
Dísarfell 29/01
LARVIK:
Hvassafell 14/12
Hvassafell 4/01
Hvassafell 18/01
Hvassafell 1/02
GAUTABORG:
Hvassafell 15/12
Hvassafell 5/01
Hvassafell 19/01
Hvassafell 2/02
KAUPMANNAHÖFN:
Hvassafell 16/12
Hvassafell 6/01
Hvassafell 20/01
Hvassafell 3/02
SVENDBORG:
Helgafell 9/12
Hvassafell 17/12
Helgafell 29/12
Dísarfell 30/12
Hvassafell 7/01
Helgafell 16/01
Hvassafell 21/01
GLOUCESTER, MASS:
Jökulfell 15/12
Skaftafell ......... 8/01
HALIFAX, KANADA:
Jökulfell ......... 17/12
Skaftafell ........ 11/01
SKIPADEILD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavík
Sími 28200 Telex 2101
U 1.1 V >IM, VSIMINS I II: í
2248D
Jtlorjjimblnbiti