Morgunblaðið - 02.02.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.02.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1982 Sigurverk Mozart og Konstansa (Sigurður Sigurjónsson og Guðlaug María Bjarnadóttir). Leiklist Sveinbjörn I. Baldvinsson ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ AMADEUS Eftir Peter Shaffer Þýðing: Valgaróur Egilsson/Katrín Fjeldsted Leikstjórn: Helgi Skúlason Leikmynd/ búningar: Björn G. Björnsson Lýsing: Árni Baldvinsson Tónlist: Mozart/Salieri Illjóóband: Þorkell Sigurbjörnsson Eins og gjörla hefur komið fram á síðum blaða síðutu vikurnar er Bretinn Peter Shaffer meðal þekktustu leikskálda samtíðarinn- ar og verk hans, Amadeus, mikið sigurverk, sem sýnt hefur verið við fádæma góðar undirtektir víða um heim allt frá því það var frum- sýnt í breska þjóðleikhúsinu 2. nóvember 1979. Shaffer breytti verkinu reyndar töluvert eftir það fyrir frumsýninguna í New York í desember 1980 og hefur endur- skoðaða útgáfan verið lögð til grundvaílar síðari uppfærslum, m.a. í þjóðleikhúsinu í London. Mun það fáheyrt að geysilegu gangstykki sé breytt verulega eft- ir fyrstu frumsýningu og það af höfundi sjálfum. Amadeus hefur þegar farið víðar um heiminn en þekktasta verk Shaffers til þessa, Equus, sem LR sýndi á sínum tíma. Það má því ljóst vera að grunnurinn sem sýning Þjóðleik- hússins er byggð á er traustur. Aðstandendur sýningarinnar hafa valið að fylgja mjög náið fyrirmælum höfundar og fordæmi Salieri (Róbert Arnfinnsson) erlendra manna við uppsetningu á þessu verki. Það finnst mér guðs þakkar vert. Shaffer og leikstjór- inn Peter Hall hættu ekki fyrr að breyta Amadeusi, en þeim fannst það orðið fullkomið. Eg leyfi mér að efast um að það hefði verið til bóta að ætla að gera einhverjar endurbætur á því verki. Þetta þýðir hins vegar engan veginn að sýning Þjóðleikhússins sé eitthvað síður áhugaverð eða minna sigurverk í sjálfri sér, en ef leitað hefði verið einhverra nýrra og „frumlegra" leiða. Til þess að Amadeus fái notið sín á leiksviði þarf allt að ganga þar eins og klukka. Smávægilegustu hnökrar í lýsingu, staðsetningum, hraða og skiptingum geta eyðilagt verkið, þrátt fyrir góðan leik. Það er skemmst frá að segja að mér fannst frumsýningin á Amadeusi í Þjóðleikhúsinu ganga hnökralaust fyrir sig, hvað þetta varðar og án efa eiga þessi atriði þó eftir að fullkomnast enn meir í síðari sýn- ingum. Einnig var gleðiefni, hve þýðingin var vel gerð. Það eru þrjú stór hlutverk í verkinu. Þrjár manneskjur. Hitt eru manngerðir, hálfgerðar dúkk- ur. Ég sé ekki ástæðu til að fja.Ha sérstaklega um meðferð einstakra leikara á þessum manngerðahlut- verkum. Mér þóttu allir gera þeim góð skil. Þetta eru fremur lítil, yf- irborðsleg, og því vanþakklát hlut- verk, sem þó verður að fara með af kostgæfni. Þeir Gísli Alfreðsson, Hákon Waage, Valdemar Helga- son, Flosi Ólafsson, Árni Tryggva- son og Sigurður Skúlason gerðu það jafnan úr persónum sínum, sem efni stóðu til. Sama má segja um þá leikara sem fóru með þögul hlutverk í sýningunni. Efni leikritsins er á þá leið að tónskáldið Salieri sem var í kring- um aldamót 17. og 18. aldar jafn heimsfrægur og hann er gleymdur nú, segir áhorfendum sína útgáfu af samskiptum hans við Wolfgang Amadeus Mozart. Salieri var ljóst að Mozart var snillingur og taldi hann rödd guös. Þykir honum sem Fyrsta mynd kvikmynda- hátíðar 1982 Fyrsta mynd kvikmyndahátíðar 1982 TIJLIPÁÁ Finnland 1980. Stjórn og handrit: Pirjo Honkasaao og Pekka Lehto. Kvikmyndataka: Kari Sohlberg, Perti Mutanen, Raimo Paananen. Tónlist: Hekki Valpola. Þá er fjórða kvikmyndahátíðin hafin með pomp og prakt. Meira segja búið að draga hingað fjóra merka kvikmyndaleikstjóra og tvo frá nágrannalandi okkar Finn- landi, þau Pirjo Honkasalo og Pekka Lehto, og skötuhjúin Juliet Berto og Jean-Henri Roger, alla leið frá Frakklandi. Sýnir þetta mikinn dugnað framkvæmda- stjóra hátíðarinnar Örnólfs Árna- sonar enda hælir hann fram- kvæmdastjórninni óspart í for- mála hátíðardagskrár. Er það svo sem í besta lagi því myndaval virðist óvenju vel lukkað að þessu sinni. Allt frá hressustu klám- mynda-dúdíum uppí ljóðræn skrautverk einsog „Northern '82 Kvíkmyndir Ólafur M. Jóhannesson Lights" eftir John Hanson og Rob Nilsson. Þá er yfirlit yfir íslensk- ar myndir ’80—’81. Unglingar og börn hafa heldur ekki gleymst og er það vel. Eg sagði í upphafi máls að há- tíðin hefði hafist með pompi og pragt. Þetta er máski orðum aukið því dauflegra upphaf hátíð getur ekki. Einhver samtíningur af fólki sest í A-sal Regnbogans. Hlustar á ræðustúfa. Klappar fyrir ókunn- ugu fólki og síðan horfa menn á tveggja og hálfs tíma mynd í ein- um rykk. Af hverju ekki að lyfta svolítið febrúarskammdeginu með glæsilegri opnunnarathöfn? Væri ekki upplagt að fá hingað svo sem Án ástar ÁN ÁSTAR Stjórn: Bonnie Sherr Klein. Kvikmyndataka: Pierre Letarte. Kvikmyndahátíð ’82. Regnboginn. „Engin ástarsaga" heitir 6f mínútna heimildarkvikmynd frá „National h’ilm Board of Canada" sem nú er sýnd á kvikmyndahátíð í Regnboganum. Eins og nafnið gefur til kynna er hér ekki á ferð- inni rósrauð ástarsaga. Enda myndin gerð í þeim tilgangi að svipta hulunni af starfsemi sem ranglega er kennd við ást, það er klámiðnaðinum. Tekst höfundum myndarinnar, kvikmyndaleik- stjóranum Bonnie Sherr Klein og fyrrum nektardansmær, Lindu Lee Tracey, all sæmilega að sýna inní þá tilfinningasnauðu veröld sem hefur að yfirvarpi ástarguð- inn Eros. Annars held ég að mynd þessi höfði frekar til kvenfólks en karla, vegna þess að höfundarnir eru konur. Að vísu eru kvaddir til sögunnar karlmenn sem á einn eða annan hátt tengjast klámiðn- aðinum. Meðal annars lýsir einn klámkvikmyndaleikari svo auka- verkunum starfs síns: Eitt sinn svaf ég hjá konu. Ég hafði ekki fyrr lagt mig eftir ástarleikinn að hún spyr: „Eigum við ekki að byrja aftur?" Eg svara, að ég sé þreyttur. Þá rís hún upp við dogg og segir með þjósti: „Ég sá þig gera það fimm sinnum í röð í sein- ustu kvikmynd." „Já, en hún var tekin á viku vina mín.“ Við þetta svar snarast konan á braut. Þetta litla dæmi sýnir máski best hve klámið getur ruglaö veru- leikaskyn fólks. Það dregur upp ýktar og rangsnúnar myndir af því sem ætti að vera hvað eðli- legast í samskiptum tveggja mannvera. Jafnvel svo sakleysis- legir hlutir sem myndir af nöktum glæsipíum í blöðum geta haft víð- tæk áhrif. Þannig fyllast þær kon- ur sem ekki falla inní glæsikonu- ímyndina vanmáttarkennd og karlmenn miða ósjálfrátt við hin- ar glæstu fyrirmyndir. Þá virðist klámið gætt svipuðum eiginleik- um og fíkniefni. Það æsir menn en svalar ekki. Líkt og eiturlyfjaneyt- andinn sem sækist eftir símagn- aðri áhrifum svo leitar klámneyt- andinn að æ stórkostlegri uppá- ferðum. Uns skilin milli hins heil- brigða og hins úrkynjaða mást út. í myndinni er forðast að sýna hinar skelfilegri hliðar klámsins eins og barnaklám og sadisma. Hins vegar eru málin rædd fram og aftur af fullri hreinskilni. Þá eru fróðleg viðtöl við „topp“-menn í faginu. Kom í ljós í einu slíku að klámmyndaiðnaðurinn í N-Amer- íku veltir meira fjármagni en samanlagður kvikmynda- og hljómplötuiðnaðurinn. Þá var upplýst að meirihluti hinna tutt- ugu þúsund klámbúla sem starf- ræktar eru á þessu svæði er stjórnað af mafíunni. Þessi hrika- lega staðreynd fyllti mann hálf- gerðu vonleysi. Þó var fjarri því að höfundar myndarinnar væru svartsýnir. Gáfu jafnvel í skyn að kvenréttindasamtök í N-Ameríku skæru senn upp herör gegn þeirri viðurstyggilegu niðurlægingu sem klámiðnaðurinn býr konunni. Við skulum vona að blessuðum konun- um verði eitthvað ágengt, það er helst að heimurinn breytist eitthvað fyrir þeirra tilstuðlan. Höfundar myndarinnar og yfirljósmyndari Hustler (lengst til hægri).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.