Morgunblaðið - 02.02.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.02.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1982 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alsiræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 100 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 6 kr. eintakiö. Ný atvinnu- bylting Um allan hinn iðnvædda heim keppast þjóðir nú um að auka framleiðni í atvinnuvegum sínum með stórfelldri tölvuvæð- ingu og notkun vélmenna við framleiðslustörf. Á nokkrum undan- förnum árum hafa Japanir tekið afgerandi forystu í bifreiðaiðnaði og skotið hinum hefðbundnu bifreiðaframleiðendum í Bandaríkj- unum, Þýzkalandi, Frakklandi, að ekki sé talað um Bretland, aftur fyrir sig. Menn eru sammála um, að þessi ótrúlegi árangur Japana sé ekki sízt að þakka fullkomnum verksmiðjum, sem byggja mjög á notkun vélmenna, en með því móti hafa japanskir bílar orðið mun ódýrari í framleiðslu en evrópskir og bandarískir bílar. Stórstígar framfarir hafa orðið á nokkrum árum í tölvuvæðingu í atvinnulífinu og hefur notkun talva orðið til þess að auka mjög hagkvæmni í framleiðslu og rekstri, spara mannafla og fullkomna framleiðslu að gæðum. Það er öllum ljóst, sem fylgzt hafa með þessari framþróun í atvinnulífi hinna iðnvæddu þjóða, framþróun, sem sumir vilja líkja við nýja iðnbyltingu, að þær þjóðir, sem vilja halda sínum hlut á heimsmörkuðum og halda til jafns við aðrar þjóðir í lífskjörum, hljóta að leggja áherzlu á þessar nýjungar í atvinnulífi sínu. Það er ekki sízt með hliðsjón af þessum viðhorfum, sem Félag íslenzkra iðnrekenda efndi til kynnisferðar til Bandaríkjanna sl. haust til þess að kynna félagsmönnum sínum nýjungar á sviði tölvuvæðingar, sjálfvirkni í framleiðslu og stjórnunar. I viðtali við Morgunblaðið sl. sunnudag sagði Víglundur Þor- steinsson, framkvæmdastjóri, B.M. Vallá, um þessa ferð: „Ég álít að í þessum tæknimálum almennt sé gengin í garð tæknibylting sem hliðstæð sé iðnbyltingunni og tel ég það eiga eftir að koma í ljós smám saman. Annað sem við kynntumst í þessari heimsókn, sem var óskylt tæknibúnaði, eru svokallaðir gæðahringir, sem nú ryðja sér mjög til rúms.“ Gunnar Svavarsson, fjármálastjóri Hampiðjunnar, lýsir gæða- hringum með þessum orðum: „Gæðahringur er lítill hópur starfsmanna, sem kosið hafa að starfa saman í hóp. Þeir hittast reglulega á fundum í vinnutímanum og leysa hin ýmsu verkefni sem upp kunna að koma. Þeir byrja á því að skilgreina viðfangs- efnið, afla sér þekkingar á því, koma fram með hugmyndir um endurbætur og sjá til þess að þeim sé hrint í framkvæmd, hafi tillögur hópsins um úrbætur verið samþykktar." Haukur Björnsson, framkvæmdastjóri hjá Karnabæ, lýsir árangrinum af starfi gæðahringa í Morgunblaðinu í fyrradag og segir: „Með þessu hefur reynsla margra orðið sú að betri starfs- andi fáist í fyrirtækjunum og menn sjái betur tilgang vinnu sinn- ar og eru áhrifin iðulega þau að mönnum líður betur í vinnunni og starfsgleðin eykst." Gunnar J. Friðriksson, forstjóri hjá Frigg, fjallar um þessi viðhorf og segir: „Islendingar munu áreiðanlega auka tölvunotkun sína mjög á næstu árum, en fyrst og fremst hafa tölvur verið notaðar hérlendis við fjármálastjórn og nokkuð við birgðastýr- ingu. Hér er mikið framboð á öllum tækjabúnaði, en hins vegar er mikill skortur á nauðsynlegum hugbúnaði, sérstaklega að því er snertir iðnrekstur. Til er allur einfaldari hugbúnaður er lýtur að fjármálastjórn og birgðastjórn, en okkur vantar góðan hugbúnað fyrir iðngreinar ... Erlendis sjá iðntæknistofnanir um þessa hlið mála og hér þyrfti það einnig að verða. Og jafnvel þótt til séu erlend forrit hæfa þau ekki íslenzkum aðstæðum. Þess vegna þarf að þróa hugbúnað fyrir íslenzk iðnfyrirtæki." Allt árið um kring má segja að íslenzkt þjóðfélag sé á öðrum endanum út af stjórnmálaástandi og bráðabirgðaráðstöfunum rík- isstjórna frá mánuði til mánaðar til þess að halda atvinnulífinu gangandi. I þetta þras fer gífurleg orka. Minni orka fer hins vegar í það að auka hagkvæmni í íslenzku atvinnulífi, gera atvinnurekst- urinn arðbærari og þróa upp nýja vaxtarbrodda í atvinnulífinu. Ef ekki verður breyting á þessu almenna hugarástandi þjóðarinnar blasir við stórkostleg hætta á því, að við drögumst aftur úr í lífskjörum og flótti fólks frá landinu aukist til muna. Þess vegna er orðið meira en tímabært að við beinum athygli okkar og starfs- orku að einhverju sem meira máli skiptir en dægurþras um stjórn- mál og endalaust rifrildi um kákráðstafanir í efnahagsmálum. Fyrsta skrefið í þá átt, að íslenzkt atvinnulíf geti tekið þátt í hinni nýju iðnbyltingu, er hins vegar, að stjórnmála- og embættismenn geri sér ljóst að það jafngildir því að kyrkja slíka iðnbyltingu í fæðingu að tolla tölvur og tölvubúnað eins og um lúxusvörur væri að ræða. spurt og svarad Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS Hér fara á eftir spurningar, sem lesendur Morgunblaðsins hafa beint til þáttarins Spurt og svarað um skattamál, og svörin við þeim. Þjónusta þessi er í því fólgin, að lesendur geta hringt í síma 10100 klukkan 13 til 15 á mánudögum til föstudaga og borið upp spurningar sínar um skattamál. Morgunblaðið leitar svara hjá Skattstofunni í Reykjavík og birtast þau síðan ásamt spurningunum í blaðinu. Sím- inn er 10100. Skilafrestur skattfram- tals einstaklinga er á mið- nætti miðvikudaginn 10. febrúar 1982, þ.e. eftir rúma viku. Tekjur lífeyrisþega Óskar Benediktsson, Skipa- sundi 26, Reykjavík: A) Á að telja fram til tekna á einhvern hátt þegar menn búa í eigin húsnæði eða er búið að sleppa því atriði? B) Á ellilífeyrisþegi að telja fram allar tekjur sínar? Hvað eru tekjur, ellilífeyrir, greiðsla úr lífeyrissjóði? Svör: A) Tekjur og gjöld af íbúð- arhúsnæði til eigin nota eru ekki færð á framtal, nema vaxtagjöld af skuldum, sem sannanlega voru notaðar til öflunar þess. B) Ellilífeyrisþega ber að telja fram allar tekjur sínar, þar með talinn ellilífeyrir og greiðslur úr lífeyrissjóði. Frádráttur útsvars Jón Bjarnason, Hraunteigi 13, Reykjavík: Fæst fjölskyldufrádráttur frá útsvari eins og í fyrra? Þá var hann 50.750 kr. Svar: Frádráttur frá útsvari hjá mönnum er nú kr. 761. Samsköttun enn J.H.: Á hverju var svarið í Mbl. 29. janúar sl. um samsköttun eða sérsköttun sambýlisfólks grundvallað? Þar segir að samsköttun sambýlisfólks geti aldrei verið óhagstæðari. Dæmi: Ef tveir einstaklingar í sambúð sem telja fram sam- an hafa 60.000 kr. í árstekjur hvort, er þá ekki frádráttur þeirra skv. 10%-reglunni kr. 6.000? Þ.e. kr. 12.000 í allt? Ef þau telja fram sameiginlega, er þá frádráttur þeirra aðeins 6.000 eða leggjast tekjurnar saman? Svar: Svarið í Mbl. 28. jan. var ónákvæmt. í þeim tilvikum, þar sem lágmarksfrádráttur- inn hjá einhleypingum (sem er nú kr. 11.963) er hærri en 10%-frádrátturinn eða D- og E-frádrátturinn, er hagstæð- ara að telja fram sitt í hvoru lagi. I dæminu í spurningunni er gert ráð fyrir að hvort um sig hafi haft 60.000 króna árstekjur. Ef þau eru skatt- lögð sem hjón verður 10%-frádrátturinn kr. 12.000 og einnig þótt þau væru skattlögð sitt í hvoru lagi ef ekki nyti lágmarksins við, en vegna þess fær hvort um sig kr. 11.963 í frádrátt ef þau eru skattlögð sem einstakl- ingar. Skýrslur um bflastyrk Þá hafa nokkrir spurst fyrir um bílastyrk og hvernig beri að fara með hann. Ríkisskattstjóri hefur aug- lýst nýlega að frá 1. janúar sl., þ.e. við gerð skattframtals tekjuárið 1982, þurfi þeir sem fá bifreiðastyrk að skila rekstraryfirliti stutt með kostnaðarnótum. Spurt er: Hverjir eru það, sem ekki hafa þurft að skila bifreiða- skýrslum? Breytir þessi tilkynning nokkru fyrir þá, sem fram til þessa hafa skilað bifreiða- skýrslum vegna bifreiða- styrks? Svar: Þeir sem ekki þurftu að skila skýrslu um ökutækja- rekstur vegna fengins styrks voru: A) Þeir sem notuðu bíl í takmörkuðum og tilfallandi tilvikum í þágu vinnuveit- anda síns og fengu endur- greiðslu fyrir hverja ferð. B) Þeir sem voru með akst- urssamning við ríkið stað- festan af fjármálaráðuneyt- inu. C) Þeir sem höfðu öku- tækjastyrki ákveðna af Al- þingi. Bent er á nánari skýr- ingu á skilyrðunum í Leið- beiningum ríkisskattstjóra bls. 10. Þessi ákvörðun breytir engu fyrir þá sem skilað hafa fullnægjandi skýrslum. Morgunblaðið tekur við spurningum um skattamálin í síma 10100 í dag kl. 13 til 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.