Morgunblaðið - 02.02.1982, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1982
Henrik Lund flvtur fyrirlestur um Grænlendinga eins og þeir eru í dag við opnun Grænlandskynningarinnar í Norræna húsinu sl. laugardag.
Hátíðahöld vegna 1000
ára landnáms norrænna
manna á Grænlandi
„Ég vil leggja áherslu
á að hátídarhöldin á
Grænlandi í sumar
vegna 1000 ára land-
náms norrænna manna
þar veita okkur tæki-
færi til ad treysta vin-
áttubönd milli Islend-
inga og Grænlendinga
og undirbúa enn nánari
tengsl milli þjóðanna í
framtíðinni,“ sagði
Henrik Lund bæjar
stjóri í Julianeháb á
fundi með blaða-
mönnum. „Þjóðirnar
búa mjög nálægt hvor
annarri og auknar sam-
göngur auðvelda sam-
skipti milli þjóðanna í
dag sem voru mun erf-
iðari hér áður. Þjóðirnar
þurfa margt að vita hvor
um aðra, margir Islend-
ingar búa reyndar yfir
töluverðri þekkingu um
Grænland og mikill
áhugi er fyrir Islandi og
íslenskri menningu
meðal Grænlendinga.“
Henrik Lund átti frumkvæði
að og er formaður undirbún-
ingsnefndar þeirra hátíðar-
halda sem Grænlendingar efna
til dagana 2.-9. ágúst í sumar.
A fundinum kom einnig fram
að Norræna félagið mun standa
fyrir Grænlandsferð í tilefni
hátíðarhaldanna og verður lagt
af stað 30. júlí og komið til baka
10. ágúst. Farið verður með
tvær sýningar í tilefni hátíð-
arhaldanna, sýningu um ís-
lenska hestinn og handritasýn-
ingu.
Henrik Lund flutti fyrirlest-
ur um Grænlendinga nútímans
við opnun dagskrár í Norræna
húsinu í tilefni 1000 ára minn-
ingarhátíðarinnar á laugardag.
Auk þess verða eftirtalin atriði
á þessari dagskrá sem lýkur um
miðjan maí:
4. febr.: Dr. Kristján Eldjárn
flytur minningar frá sumar-
dvöl á Grænlandi 1937, og
segir frá uppgreftri miðalda-
minja í Vestribyggð.
12. febr.: Prófessor, dr. Rolf
Kjellström frá Svíþjóð fjallar
um giftingarsiði eskimóa.
17. febr. Dr. Björn Þorsteins-
son: Saga Grænlendinga.
25. febr. Steindór Steindórsson
frá Hlöðum: Náttúra Græn-
lands.
4. mars: Atvinnumál á Græn-
landi: Menningar- og
fræðslusamband alþýðu ann-
ast dagskrána.
11. mars: Grænlenskar listir og
bókmenntir, frásögn, sýning
og upplestur. Herdís Vigfús-
dóttir, Valtýr Pétursson, Ein-
ar Bragi o.fl.
18. mars: Samskipti Grænlend-
inga og annarra þjóða:
Grænlenskur fyrirlesari.
25. mars: Haraldur Ólafsson,
lektor: Grænlenska þjóðin og
grænlenskt samfélag.
Formleg samtök um kvenna-
framboð í Reykjavík stofnuð
STOFNUÐ hafa verið formleg samtök um kvennaframboð, sem
bjóða munu fram til borgarstjórnar í Reykjavík í vor. Nefnast
samtökin: Samtök um kvennaframboð — Kvennaframboðið. A
stofnfundi samtakanna, sem haldinn var sunnudaginn 31. janúar að
Hótel Borg komu saman um 300—400 manns, og gengu 150 konur
formlega í samtökin, en alls hafa þau um 400 manns á skrá hjá sér.
Að sögn talsmanna kvenna- starf hafa farið í að koma húsnæði
framboðsins, þá er hér ekki um
eiginleg stjórnmálasamtök að
ræða enda samtökin ekki byggð
upp sem slík, heldur starfa þau á
grundvelli nefnda og starfshópa,
sem fjalla um hin ýmsu mál.
A vegum samtakanna starfa sjö
aðal nefndir, en sjö manna fram-
kvæmdanefnd hefur yfirumsjón
með öllu starfi samtakanna og
annast fjármál þeirra.
Starfshóparnir fjalla um hin
ýmsu málefni eins og atvinnumál,
launamál, valddreifingu í borg-
inni, uppeldismál, æskulýðsmál,
húsnæðismál, skipulagsmál, fjár-
mál borgarinnar, athvarf fyrir
konur, heilbrigðismál, fyrirbyggj-
andi heilsugæslu, öldrunarmál og
menningarmál.
Aðspurðar sögðu konurnar að
svo virtist sem stofnfélagarnir
væru á öllum aldri og úr hinum
ýmsu atvinnustéttum þó mennta-
konur væru fjölmennastar. Flest-
ar hefðu konurnar ekki komið ná-
lægt stjórnmálastörfum í þeim
stjórnmálaflokkum sem hér
starfa. En þó að konur gengju í
samtökin um kvennaframboð, þá
væri ekkert í lögum samtakanna,
sem útilokaði þær frá því að vera
félagar í stjórnmálasamtökunum.
Þær kváðu einingu ríkja innan
samtakanna en auðvitað hefðu
menn skiptar skoðanir eins og
gengur og gerist.
Auk starfa í nefndum og mál-
efnahópum, kváðu þær drjúgt
því sem kvennaframboðið hefur til
umráða að Hótel Vík í fundarhæft
ástand. Þar hafa konurnar tvær
hæðir til afnota. Kváðu þær mikla
vinnu hafa farið í að hreinsa til og
lagfæra húsnæðið og væri um
sjálfboðavinnu að ræða og fjár-
mögnunin í formi frjálsra fram-
laga.
Næstkomandi laugardag verður
haldinn fyrsti félagsfundur sam-
takanna og verður þá kosið í fram-
kvæmdanefnd, fjáröflunarnefnd,
kynningarnefnd, uppstillingar-
nefnd, stefnuskrárnefnd, ritstjórn
og hússtjórn. Þrjár fyrstu nefnd-
irnar, sem hér voru upptaldar
voru kosnar til bráðabirgða í nó-
vember síðastliðnum en nú er
komið að endurnýjun og tilfærsl-
um að sögn forráðamannanna.
Sögðu þeir, að ennþá væri verið
að vinna að stefnuskrá í borgar-
málefnum fyrir kosningarnar í
vor en hennar væri að vænta fyrir
lok febrúar. í kjölfar hennar kæmi
svo framboðslisti samtakanna.
Sögðu konurnar að gera mætti ráð
fyrir að áður en uppstillinganefnd
tæki ákvörðun þá myndi fara
fram skoðanakönnun innan sam-
takanna um væntanlega fram-
bjóðendur á listanum.
Aðspurðar kváðu þær kvenna-
framboðið nú þegar hafa haft já-
kvæðar afleiðingar eða síðan um-
ræða um það hófst í haust. í
fyrsta lagi hefði umræða um kon-
ur og afskipti þeirra af stjórnmál-
um aukist mjög og undanfarin
prófkjör hefðu sýnt að konur ættu
nú greiðari aðgang að öruggum
sætum á flokkslistum en áður.
Kvennaframboðið hefur opið
hús alla virka daga frá klukkan
3—7 og flest kvöld meðan fundir
standa yfir. Þá er ráðgert að halda
fundi á laugardögum. Hefur verið
sköpuð aðstaða fyrir börn uppi á
annarri hæð Hótel Víkur, þar sem
börnin geta leikið sér undir eftir-
liti meðan mæðurnar funda.
í húsnæði kvennaframboðsins að Hótel Vík, talið frá vinstri: Sólrún Gísladóttir, Sigríður Kristmundsdóttir, Kristín
Ástgeirsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Elísabet Guðbjörnsdóttir, Guðrún Geirsdóttir.
Hitaveita Reykjavíkur:
Borun holunnar
við Hátún lokið
NÚ ER lokið borun holu Hitaveitu
Reykjavíkur við Hátún og er nú
unnið að hreinsun hennar. Ekki er
enn Ijóst hvernig til hefur tekizt en
talið er að holan geti gefið um 30
sekúndulítra af 130 gráða heitu
vatni að minnsta kosti.
Að sögn hitaveitustjóra, Jó-
hannesar Zoega, hefur borunin
tekið tæpa tvo mánuði, en hún
hófst í byrjun desember. Borunin
hefði gengið vel og holan væri
1.400 til 1.500 metrar á dýpt.
Kostnað við borunina sagði hann
vera hátt á fjórðu milljón króna.
Nú væri ákveðið að næst yrði
borað í Laugardal, en óvíst hven-
ær. Það ylti á fjárhag Hitaveit-
unnar, en hann væri mjög þröng-
ur um þessar mundir og hefði
verið undanfarin ár. Aðeins hefði
verið boruð tæplega ein hola að
meðaltali á ári frá 1977 og væri
það of lítið og því hætt við
vatnsskorti.