Morgunblaðið - 02.02.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.02.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1982 13 guð hafi brugðist sér með því að láta „óvandaðan strákhvolp" vinna verk sitt á jörðinni með tónlist. Gerir hann Mozart allt til óyndis i baráttu sinni gegn hinum rangiáta himnaföður og á þannig þátt í næsta ömurlegum endalok- um „undrabarnsins". Salieri lifði Mozart um ein þrjá- tíu ár og upplifir að tónlist hins síðarnefnda nýtur æ meiri hylli, meðan hans eigin verk falla í gleymsku. Hann ákveður því að koma nafni sínu á spjöld sögunnar þrátt fyrir allt með því að koma þeirri sögu á kreik að hann hafi byrlað Mozart eitur. Salieri á í mikilli innri baráttu þar eð hann skynjar snilld Moz- arts löngu áður en samtíðarmenn þeirra, og hann berst því við vor- kunnsemi sína þegar halla tekur undan færi fyrir Mozart svo um munar. En reiði hans gagnvart guði er vorkunnseminni gagnvart Mozart þó yfirsterkari. Róbert Arnfinsson leikur Sali- eri. Sem af ofansögðu má ráða er þetta erfitt hlutverk og þá ekki síst vegna þess, að Salieri er á sviðinu allan tímann, einatt einn, og þar að auki yngist hann og eld- ist nokkrum sinnum í sýningunni um 30-40 ár á nokkrum sekúndum á sviðinu. Það eru ekki margir leikarar sem eiga möguleika á að fara með hlutverk á borð við þetta. Ekki á íslandi og sennilega ekki í heiminum. Róbert Arn- finnsson er einn hinna fáu. Á frumsýningunni voru nokkrir hnökrar á textaflutningi Róberts, en það breytist væntanlega á næstu sýningum. Hvað varðar stökkin fram og aftur í tímanum sýndi Róbert fádæma ögun og nákvæmni og þurfti enda að gera hlé á leiknum snemma í sýning- unni vegna lófataks áhorfenda þegar Salieri breyttist á andartaki úr farlama öldungi í mann á besta aldri. Guðlaug María Bjarnadóttir fer með hlutverk Konstönsu, konu Mozarts. Guðlaug hefur síðan hún útskrifaðist úr Leiklistarskóla Is- lands 1977 einkum leikið í Alþýðu- leikhúsinu. Er þetta fyrsta meiri háttar hlutverk hennar í Þjóð- leikhúsinu. Hlutverk Konstönsu býður upp á marga möguleika og krefst jafnframt margvíslegra hæfileika. I upphafi er Konstansa kát stelpa, miðlungi vitræn. En í lokin lífsreynd og buguð ekkja eft- ir bláfátækan en skemmtilegan snilling. Mér fannst Guðlaug María skila sínu hlutverki fullkomlega í sýn- ingunni. Einkum var leikur henn- ar áhrifamikill undir lok verksins, enda þá náð hápunkti þess. Atrið- ið þegar Mozart deyr í örmum Konstönsu og Salieri heyr loka- orrustu sína við samviskuna, er af því tagi að sé það ekki leikið frá- bærlega af öllum þeim þremur leikurum sem þar koma við sögu, er það banabiti sýningarinnar. I sýningu Þjóðleikhússins lyftir þetta atriði verkinu svo hátt sem kostur er í dramatísku verki. Það var hrein og skær upplifun að sjá þetta gerast á íslensku leiksviði. Það er sjaldgæft. Sigurður Sigurjónsson leikur titilhlutverkið. Wolfgang Amade- us Mozart. Sigurður hefur þegar öðlast umtalsverða frægð sem leikari, einkum sem gamanleikari. í Amadeusi njóta sín vel hæfileik- ar Sigurðar á því sviði. En þeir einir myndu þó duga honum skammt. I hlutverki Mozarts vinn- ur Sigurður Sigurjónsson listræn- an sigur. Maðurinn sem er búinn að fá þjóðina til að veltast um af hlátri með gamanleik sínum, m.a. í sjónvarpi, er í sýningu Þjóðleik- hússins í gervi manns sem lífið brosir við í upphafi en ævi hans breytist í mikinn harmleik er á líður. Undir lok sýningarinnar skömmu áður en Mozart deyr flyt- ur hann eintal þar sem hann rifjar upp líf sitt í allri þess fjarlægu dýrð og nálægu eymd. Það eintal sem og dauði Mozarts í þessari sýningu verður undirrituðum sennilega ógleymanlegt. Það þykir ekki beint fínt um þessar mundir að vera hrifinn af einhverju, enda tilfinningar ekki í tísku. Ég hef því sjálfsagt fremur ófína skoðun á Amadeusi Þjóð- leikhússins. Mér finnst sýningin nefnilega frábær. Hún er öilum aðstandendum til mikils sóma og þó sérstaklega þeim þremur leik- urum sem bera hana uppi, Róbert Arnfinssyni sem enn einu sinni sýnir hve mikilhæfur leikari hann er, Sigurði Sigurjónssyni sem hér með hefur skipað sér í sveit okkar fremstu leikara og Guðlaugu Maríu Bjarnadóttur, sem vonandi er komin á Þjóðleikhússfjalirnar til að vera þar til frambúðar. Þessu fólki hefur undir stjórn Helga Skúlasonar tekist að skapa sýningu sem að mínum dómi stendur upp úr hinni tilfinn- ingasnauðu og sjálfumglöðu ís- lensku meðalmennskumenningu. eitt stykki stjörnu? Hefja hátíðina í Breiðvang undir stjórn fag- manns á borð við Ingólf Guð- brandsson sem virðist kunna manna best að dreifa skammaeg- ismyrkrinu. Síðan um miðja nótt mætti setja á svið skandal þar sem stjarnan heimsfræga léki að- alhlutverkið (að sjálfsögðu vel æfð). Þar með kæmist kvikmynda- hátíðin á allra varir og ísland í slúðurdálka erlendra stórblaða. Slíkt væri ekki bara góð land- kynning heldur dægileg skemmt- an fyrir landslýð. Undirritaður hafði satt að segja kviðið fyrir opnunarmynd þessar- ar hátíðar því j fyrra hófst kvik- myndahátíðin á einu hrútleiðin- legasta verki kvikmyndasögunnar „Perceval le Gallois" eftir Eric Rohmer. Og í þetta sinn ætluðu mennirnir að sýna finnska kvik- mynd um „.. dularfyllsta höfund allra tíma í Finnlandi". Birtist með fréttatilkynningu hátíðar- nefndar mynd af tötralegum mannverum að sullast með lík- vagn í forareðju. Það er máski ekki verra að fara með neikvæðu hugarfari í bíó. í það minnsta hreif hin finnska opnunarmynd mig svo að tveggja og hálfs tíma striklotan rann fyrir sjáöldrin þjáningarlaust. Er myndin að þessu leyti ólík ýmsum skandinav- ískum myndum sögulegs eðlis. Fannst mér raunar að hér væri á ferð stórmynd ættuð frá Rúss- landi fremur en Finnlandi. Ef til vill á þessi austræni blær rætur að rekja til þeirrar sögulegu stað- reyndar að á þeim tíma er myndin gerist, um eða rétt uppúr aldamót- um, er Finnland hluti Rússaveldis. Rússneskir embættismenn stjórna ráðuneytum og Rússneska er opinbert mál. Var áhorfandinn stöðugt minntur á þessa óþægi- legu staðreynd og var ekki frá því að hugurinn hvarflaði frá mynd- inni af Nikúlási rússakeisara (sem hvað eftir annað bar fyrir í sviðsmynd) til „Konesa" Brezhnev. Þeir kumpánar hefðu vart þurft að skipta á búningum eftir að hin skínandi „sól frelsisins" bættist í orðusafn Flokksleiðtogans. Nú er þrátt fyrir að mynd þessi bæri svo austrænt svipmót komst ég ekki hjá því að bera hana sam- an við rammíslenskt verk sem nú um stundir skrýðir fjalir íslensks leikhúss. Er hér átt við Sölku Völku. Mér fannst hinu sögulega andrúmslofti svipa saman í þess- um verkum. Þá eru aðalpersón- urnar ekki svo ólíkar. I báðum til- vikum er um að ræða táknmyndir. Manneskjur sem fylgja hinni tæru rödd samviskunnar. Þó er sá grundvallarmunur í persónugerð- unum að Laxness gerir Sölku dá- lítið kostulega. Hún er nefnilega gædd peningaviti sem er raunar það haldreipi sem hún skorðar sig við í tilverunni. Rithöfundurinn Maiju Lassila sem sagt er frá í „Tulipáá“ er hins vegar ger- sneyddur slíku hyggjuviti. Hann er svo flekklaus í trú sinni á hina upphöfnu alþýðustétt að peningar eru skítur í hans augum. Enda gera höfundar myndarinnar sér far um að sýna hann sem lýsandi kyndil í veröld sem byggð er ann- ars vegar fátækum góðmennum og hins vegar bjargálna illmennum. I slíkri veröld sviptir smá snefill af sjálfsbjargarviðleitni menn helgi- ljómanum. Er leitt til þess að vita að jafn frábærir listamenn og þau Pirjo Honkasalo og Pekka Lehto skuli svo njörvuð við svart-hvíta lífssýn. Vonum að slikur hugar- fjötur verði ekki til staðar í þeirra næstu mynd. Þá er þess óskandi að þau gefi kvikmyndtökumönn- unum Kari Sohlberg, Perti Mutan- en og Raimo Paantanen aftur færi, því þar eru á ferð fyrsta flokks fagmenn. UMBOÐSMENN OKKAR VITA ALLT UM STÆKKUNARTILBOÐIÐ SEM GILDIR ALLT ÁRIÐ’82 SPURÐU ÞÁ BARA! HfiNS PETERSEN HF TRYGGÐU GÆÐIN -TAKTÁ KODAK Heildsölubirgöir: Toledo Nokkravogi 54, Einar Ásgeirsson, sími 34391 °g Ásgeir Einarsson, sími 78924. Með Útsýn til Austurheims Ferð hinna vandlátu Singapore — Thailand. Brottför 28. febrúar 2 nætur í Kaupmannahöfn gist á hótel Admiral 3 nætur í Singapore gist á hótel Holiday Inn 2 nætur í Bangkok gist á hótel Montien 10 nætur í Pattaya gist á hótel Pattaya Palace Farnar verða kynnisferðir í Singapore og Bangkok, en í Patt- aya verður slappað af við ströndina. íslenskur fararstjóri fylgir hópnum alla leiðina. Verð frá kr. 17.390,- Innifalið er: Flugfargjald, gisting, morgunverður, flutningur til og frá flugvelli og fararstjórn. rjgfB Ferðaskritstofan Rvík sími 26611 24106 Ak. sími 22911

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.