Morgunblaðið - 02.02.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.02.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1982 3 5 að hann hefur haft meiri tíma til að skrifa en ella! Frjálshyggja Ólafs Ritgerðunum 21 er í bókinni skipt í fjóra hluta. Einn er um hagfræði, annar um hagsögu, ann- ar um stjórnmál og annar um ein- staka menn, og hefur í þessari grein ekki veirð minnst á nema örfáar ritgerðanna. Sama stefið er þó kveðið í þeim flestum með ýms- um tilbrigðum. Það er, að ein- staklingarnir eigi að hafa fullt frelsi til að velja markmið sín og keppa að þeim sjálfir, en aðrir eigi ekki að neyða þá til að keppa að sínum markmiðum. Rétta leiðin að þessu mikla takmarki, frið- samlegu samlífi frjálsra einstakl- inga, og reyndar hin eina, sem ekki sé ófær, sé leið séreignar, samkeppni og atvinnufrelsis. Frjálshyggja Ólafs er ekki pen- ingahyggja og nytjahyggja, hann styður ekki markaðskerfið vegna þess, að velmegun verði í því meiri og almennari en í miðstjórnar- kerfi (þó að svo sé reyndar og það sé æskilegt), heldur vegna þess, að það sé eina hagskipulagið, sem einstaklingarnir geti notið þess frelsis í, sem hann aðhyllist. Frjálshyggja Ólafs er skoðun hins víðsýna, efagjarna húmanista, sem veit, að hann veit ekki allt fremur en neinn annar og getur því ekki stjórnað öllu. Þennan húmanista hylla íslendingar á sjö- tíu ára afmæli hans í von um, að hann eigi enn eftir að skrifa margt um áhugamál sín. ísafjörður: Hótel Mánakaffi heitir nú Hótel Hamrabær Ilótel Mánakaffi heitir nú Hótel Hamrabær og það rekur nú Úlfar Ágústsson á ísafirði. BREYTINGAR hafa nú orðið á rekstri Hótels Mánakaffis á ísafirði og heitjr það nú Hótel Hamrabær. Illfar Ágústsson verslunarmaður á ísafirði hefur tekið húsnæðið á leigu til tveggja ára og hyggst reka þar hótel. Mbl. ræddi nýverið við Úlfar og lýsti hann ástæðum þess að hann réðist í þennan rekstur: — Ástæðurnar eru eiginlega tvær, í fyrsta lagi sú að í tengslum við verslun mína, Hamraborg, hugði ég á að stækka eldhús til samloku- og hamborgaragerðar og var því að svipast um eftir hús- næði. Hins vegar hefi ég lengi haft áhuga á ferðamálum og langað að þreifa mig áfram á þeim markaði. Stóðst ég því ekki mátið þegar eig- andinn bauð mér hótelið til leigu og gerðum við leigusamning til tveggja ára. Ertu þá að fara í samkeppni við Hótel ísafjörð hið nýja? — Hugmynd mín með þessu er ekki fyrst og fremst sú að keppa við Hótel ísafjörð heldur vil ég reyna að auka ferðamannastraum og markað á ísafirði og í öðru lagi vil ég geta boðið ísfirðingum og öðrum upp á að njóta veitinga að degi eða kvöldi, í skyndi og með sjálfsafgreiðslu eða að kvöldi í ró- legheitum í sérstökum sal þar sem yrði þjónað til borðs. En Hótel Isafjörður vinnur á svipuðum markaði og Hótel Hamrabær og því er enginn vafi á samkeppni, en ég tel að hún ætti að vera báðum til góðs. Hótel þrífast varla án samkeppni frekar en annar at- vinnuvegur. Mót sportbáta- félaga í sumar? — Kannski má segja að ekki sé brýn þörf fyrir tvö hótel, en ég tel að ekki sé vandi að skapa báðum þessum fyrirtækjum rekstrar- grundvöll. Ég hef t.d. þegar rætt við forráðamenn bátafélagsins Sæfara og kynnt þeim þá hug- mynd mína að efna í júní til báta- keppni, þar sem keppa mætti í siglingum hvers konar, á sjóskíð- um o.fl., og áhugi er einnig fyrir að halda sjóstangaveiðimót á svip- uðum tíma. Þetta er ein hugmynd- in til að auka umsvifin og í vetur má búast við einhverri umferð skíðafólks. Og í veitingarekstrinum geri ég ráð fyrir að bjóða t.d. mánaðar- lega upp á sérstaka dagskrá, t.d. tískusýningar, eða að fá listamenn til að koma fram, við mununi drekka þarna sólarkaffi og borða þorramat og tel é^g mig því hafa ýmislegt að bjóða ísfirðingum sem öðrum, sagði Úlfar Ágústsson. Hótel Hamrabær var opnaö laugardaginn 16. janúar, en í fyrstunni verður aðeins veitinga aðstaðan opin: — Ég er að vinna að lagfæring- um á herbergjum og geri því ekki ráð fyrir að sjálft hótelið verði opnað fyrr en kringum miðjan febrúar. Þá er ég einnig að láta teikna nýjar innréttingar í veit- ingasalina og vinnur að því Jón Kaldal arkitekt. Alls eru herberg- in 8 og ætla ég að taka inn mest 15 gesti auk barna. Hótel hefur verið rekið í húsi þessu frá 1945, segir Úlfar, þegar frú Hasler hóf þar veitingarekstur og síðar tók sonur hennar við. Hann seldi það síðan Bernharði Hjaltalín og af honum leigir Úlfar húsnæðið. Húsið sjálft var byggt fyrir aldamót og var það áður bú- staður sýslumanns. Bjó Hannes Hafstein í því um aldamótin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.