Morgunblaðið - 21.02.1982, Síða 1
96 SÍÐUR
39. tbl. 69. árg.
SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
The Times of London:
Verður útgáfunni
hætt á mánudag?
I>ondon, 20. ffbrúar. AP.
RIJPERT Murdoch, útgefandi The Times of London, þess heimskunna
dagblaðs, sem aðeins vantar þrjú ár í 200 ára afmælið, og systurblaðs þess,
The Sunday Times, sagðist í gær mundu hætta útgáfu blaðanna nk. mánudag
ef ekki hefði þá náðst samkomulag um að fækka í starfsliði þeirra um 600
manns.
Næturlöng átök
í Trípólíborg
Koirut, 20. fchrúar. AP.
SÝRLENSKIR hermenn í Líbanon
börðust í alla nótt við liðsmenn úr
tveimur vinstrisinnuðum samtökum í
hafnarborginni Trípólí og er talið, að
allnokkurt mannfall hafi orðið í liði
beggja.
Líbanska sjónvarpið og dagblöð
þar í landi greina frá þessum átök-
um í dag en ekki kom þar fram hver
undirrótin að þeim var. Einna helst
voru þau þó sett í samband við mikla
sprengingu, sem í borginni varð sl.
föstudag. Samtök, sem kenna sig við
24. október, og Andspyrnuhreyfing
alþýðunnar eru sögð hafa gert at-
lögu að herbúðum Sýrlendinga í
borginni með sprengjuvörpum,
handsprengjuregni og vélbyssuskot-
hríð og hafi bardagar staðið alla að-
faranótt laugardagsins.
„Ég hef gert meira en að axla
minn hluta byrðanna, nokkrar
milljónir punda raunar," sagði
Murdoch við fréttamenn á Heath-
row-flugvelli þegar hann kom
þangað í gær frá New York. „Það
er ekki um neitt að semja lengur.
Tölurnar tala sínu máli og dagur
dómsins verður nú eftir helgina, á
mánudaginn."
Murdoch vill fækka starfs-
mönnum blaðanna í 2000, úr 2600,
til að rétta hallann, sem nemur 15
milljónum sterlingspunda árlega.
Hann hafði lagt til, að starfsfólkið
hefði sjálft frumkvæði að upp-
sögnunum, en sl. föstudag höfðu
aðeins 100 sagt starfi sínu lausu.
Murdoch keypti blöðin fyrir réttu
ári af Thomson-blaðasamsteyp-
unni, en þá höfðu þau ekki komið
út í tæp tvö misseri vegna deilna
starfsfólks og eigenda þeirra.
Reykingar valda
c-vítamínskorti
20. fcbrúar. AP.
Getnaðarvamarpillur, reykingar
og ýmis algeng lyf eyða C-vítamín-
inu úr líkamanum áður en hann
fær að hafa af þeim full not. Svo
segir í niðurstöðum nokkurra
heimskunnra vísindamanna, sem
þeir lögðu fram á ráðstefnu í há-
skólanum í Warwick í Englandi nú
nýlega.
Líkaminn þarf mjög á C-víta-
míni að halda og veldur skortur
á því blæðingum úr tannholdi,
kvefi og bláum blettum, sem
líkjast marblettum og þegar
verst gegnir skyrbjúg. Við rann-
sóknirnar kom í ljós, að C-víta-
mín í blóði kvenna, sem nota
getnaðarvarnarpillur, er miklu
minna en í blóði kynsystra
þeirra, sem aðra getnaðarvörn
nota. Astæðan er sú, að hvatarn-
ir eða hormónarnir í getnaðar-
varnarpillunum stuðla að auknu
eggjahvítuinnihaldi í blóðinu, en
eitt þeirra brýtur niður C-víta-
mínið.sem kemur þá að litlu
gagni í líkamanum.
Verkjalyfið aspirín hindrar
einnig blóðið í að taka upp
C-vítamín og flytja það um lík-
amann og bitnar það t.d. mjög á
gigtarsjúklingum, sem nota mik-
ið þetta lyf. Það kom enda í ljós,
að í blóði gigtarsjúklinga er
minna C-vítamín en alla jafna
hjá öðru fólki.
Reykingamenn mega vara sig
á C-vítamínskorti. Dr. Kallner,
frá Karólínska-sjúkrahúsinu í
Stokkhólmi, ræður t.d. reykinga-
mönnum að taka daglega 140
milligrömm af C-vítamíni, sem
er þrefalt það, sem annars er tal-
ið nauðsynlegt.
Samdráttur í olíu-
framleiðslu
London, 20.febrúar. AP.
Samkvæmt áreiðanlegum heimild-
um hafa Saudi-Arabar dregið úr
olíuframleiðslu sinni, vegna þess
mikla framboðs sem er á olíu, en
sérfræðingar segja framleiðslutak-
mörkunina of litla til þess að koma á
jafnvægi milli framboðs og eftir
spurnar.
Saudi-Arabar hafa ákveðið að
minnka framleiðsluna um eina
milljón olíufata á dag, úr 8,5 millj-
ónum fata í 7,5 milljónir. Er þá
olíuframleiðsla ríkja annarra en
kommúnistaríkja um 20 milljónir
fata á dag, en var um 30 milljónir
olíufata fyrir tveimur árum.
Oliuráðherra íraks hvatti til
þess í dag, að haldin yrði neyðar-
fundur OPEC-ríkja vegna stöð-
ugrar verðlækkunar á oliu á
heimsmarkaði og mikillar birgð-
asöfnunar vegna offramleiðslu.
Forseti OPEC hefur nýverið hvatt
til fundar af þessu tagi, þar sem
næsti reglulegi fundur samtak-
anna verður ekki haldinn fyrr en
20.maí.
Vestrænir sérfræðingar álíta að
olíuverð eigi eftir að lækka enn
um sinn, en það hefur fallið jafnt
og sígandi undanfarna mánuði
vegna orkusparnaðar og almennr-
ar kreppu í atvinnulífi á Vestur-
löndum er dregið hefur úr eftir-
spurn.
Óháðir þingmenn í
oddastöðu á írlandi
Dyflinni, 20. Tebrúar. AP.
Úrslit írsku þingkosninganna voru óljós þegar Morgunbladið fór í
prentun í gær, en þó Ijóst að óháðir þingmenn kæmust í oddastöðu á
þingi. Þegar Ijós voru úrslit í kosningum um 156 þingsæti af 166, hafði
flokkur Charles Haugheys fyrrum forsætisráðherra, Fianna Fail, hlotið
77 þingsæti, flokkur Garrett Fitzgeralds forsætisráðherra, Fine Gael, 60
og Verkamannaflokkurinn 13. Stjórnarflokkarnir höfðu því fengið 73
þingmenn. Smáflokkar og óháðir, sem spáð hafði verið lakri útkomu,
höfðu hlotið sex þingsæti.
Þótt endanleg úrslit yrðu ekki
kunn fyrr en seint í dag, gerðu
kosningaspár ráð fyrir því í
morgun, að flokkur Haugheys
bætti við sig þremur mönnum
og hlyti 81 þingsæti, og stjórn-
arflokkarnir fengju 79 þingsæti,
sem er einu sæti færra en í
júníkosningunum í fyrra. Ur-
slitin yrðu því nánast þau sömu
og í fyrra, og munu allar til-
raunir til stjórnarmyndunar
ráðast af afstöðu sex óháðra
þingmanna.
Fitzgerald forsætisráðherra
neitaði að játa ósigur í nótt, en
Haughey lýsti því yfir að hann
mundi mynda næstu ríkisstjórn
írlands. Talið er að Haughey
muni eiga erfitt uppdráttar þar
sem óánægðir þingmenn í hans
flokki hyggist láta sverfa til
stáls og reyna að knésetja hann.
írska þingið kemur saman 8.
marz nk. og kemur þá væntanl-
ega í ljós hvaða flokkar verða
við völd, en hverjar sem niður-
stöðurnar verða, er því spáð að
næsta stjórn írlands verði veik.
Stjórn Fitzgeralds var veik í
sessi og kom engu meiriháttar
máli í gegnum þingið nema með
talsverðum breytingum. Eitt
helzta viðfangsefni næstu
stjórnar verður að ráða bót á
gífurlegu atvinnuleysi og verð-
bólgu. Um 13 af hundraði vinnu-
færra Ira eru atvinnulausir og
verðbólgan er hin mesta í Efna-
hagsbandalagsríki, eða 23%.