Morgunblaðið - 21.02.1982, Síða 16

Morgunblaðið - 21.02.1982, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1982 Plnrfiw Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 6 kr. eintakiö. Flokksleg kreppa Alþýðubandalagsins Afmæli skátahreyfingarinnar Við undirbúning framboða til bæjar- og sveitarstjórna- kosninganna í vor hefur sér- staða Alþýðubandalagsins með- al íslenskra stjórnmálaflokka enn einu sinni sannast. I starfsháttum eins og stefnu byggir flokkurinn enn á komm- únískri fortíð sinni. Menn þurfa ekki að hafa lesið mörg hefti af hugmyndafræðilegri lind flokksins, tímaritinu Rétti, til að komast að raun um andúð þeirra, sem þar ráða, á hlutdeild annarra en innsta valdahópsins í ákvörðunum um skipan fram- boðslista. Annað samræmist ekki kenningum kommúnista um að pólitískir forystumenn al- þýðunnar séu óskeikulir og þeim eigi hinir óbreyttu að hlýða í blindi, hvort heldur þeir taka ákvarðanir um menn eða mál- efni. í stjórnmálaflokkum kommúnista jafnt austan járntjalds sem vestan eru það forréttindi valdastéttarinnar að hefja menn til æðstu metorða og kasta þeim út í ystu myrkur. Hugmyndafræðingarnir telja, að án hlýðni við þessa megin- reglu brotni flokksaginn niður og þar með sé voðinn vís. Um þessar mundir hriktir í innviðum Alþýðubandalagsins og að mörgum hinna eldri flokksmanna sækja efasemdir um að hin nýja forystusveit flokksins sé vandanum vaxin. Svavar Gestsson, flokksformað- ur, sætir vaxandi gagnrýni og mönnum finnst nóg um tor- tryggni hans í garð flokks- bræðra sinna. Ragnar Arnalds, sem hefur mesta pólitíska reynslu í forystusveitinni, þykir hafa fórnað flokknum fyrir hagsmuni ríkissjóðs og spillt fyrir möguleikum hans til að beita verkalýðshreyfingunni í pólitískum tilgangi. Hjörleifur Guttormsson, iðanaðarráðherra, nýtur virðingar fyrir skýrslu- gerð en flokksbræðrum hans blöskrar stefnuleysið. Ólafur R. Grímsson, þingflokksformaður, þykir iðinn við að draga að sjálf- um sér athygli en æ fleiri al- þyðubandalagsmenn efast um að sá fyrirgangur sé flokknum til góðs. Það var ofarlega í huga al- þýðubandalagsmanna í jólaleyfi Alþingis að hætta þátttöku í ríkisstjórninni og skella skuld- inni á framsóknarmenn. Þegar til átti að taka, brast hina nýju forystu flokksins kjark, hún taldi sig hafa betri aðstöðu með því að sitja áfram í ráðherra- stólunum en snúa sér beint til kjósenda. Þess gætir nú í um- ræðum innan flokksins, að alið er á andstöðu við ráðherrana þrjá vegna þessa kjarkleysis. Ýmsum finnst, að Ragnar Arn- alds hafi ekki sýnt mikil klók- indi, þegar hann tók frumkvæði í umræðunum um efnahagsmál í ríkisstjórninni og situr síðan uppi með nýjar skattáalögur og auknar niðurgreiðslur til að leika á vísitöluna 1. mars. Þær aðgerðir séu aðeins til að sýnast og gefi framsóknarmönnum kærkominn höggstað á Alþýðu- bandalaginu, þegar að uppgjör- inu mikla komi. Margt bendir til þess, að Ólafur R. Grímsson ætli næst að slá sér upp á kostnað ráðherra Alþýðubandalagsins. A föstudaginn komst hann svo að orði, að veik staða Alþýðu- bandalagsins hlyti að verða flokksmönnum „tilefni til al- varlegrar umhugsunar og um- ræðu innan flokksins um stefnu og starfshætti". Er ekki að efa, að Svavar Gestsson tekur sneið- ina til sín og fer nú fyrst að reyna á það, hvort vald hans sé nægilegt til að kasta mönnum út í ystu myrkur. ess verður minnst á morg- un, 22. febrúar, á fæð- ingardegi Baden Powells, stofn- anda alþjóðlegu skátahreyf- ingarinnar, að í ár eru 70 ár lið- in frá stofnun skátahreyfingar- innar á íslandi. í ár eru og liðin 60 ár frá því að fyrsta kven- skátafélagið var stofnað hér á landi og 50 ár frá því að skátar hófu hér skipulagt hjálparsveit- arstarf. Þeir íslendingar eru ótaldir, sem notið hafa ánægju- legs félagsstarfs innan skáta- hreyfingarinnar. Starf hennar miðar að því að laða hið besta fram í einstaklingnum, þroska hann til ábyrgðar og þjónustu Hljómlistarmenn halda upp á fimmtíu ára afmæli fé- lags síns með veglegum hætti þessa daga. Er ekki að efa, að hið myndarlega átak þeirra muni vekja þjóðarathygli og verða mörgum til ánægju. Félag íslenskra hljómlistarmanna sameinar alla þá, er tónlist flytja á Islandi, enda spannar dagskrá afmælishátíðarinnar allt hljómborðið, ef svo má að orði komast. Lengi hefur það verið baráttu- mál hljómlistarmanna og félags þeirra, að Sinfóníuhljómsveit Islands væru tryggð viðunandi starfsskilyrði. í fimm ár hefur verið að velkjast á Alþingi laga- frumvarp, sem hefur þann meg- intilgang að gera Sinfóníu- hljómsveitina að sjálfstæðri menningarstofnun. Stefnir við samfélagið. Segja má, að skátahreyfingin sé sprottin úr jarðvegi, sem okkur íslending- um er að ýmsu leyti framandi, starfsemi hennar víkkar því sjóndeildarhringinn. Starf hjálparsveitanna hefur vakið mesta athygli á þjónustu skáta- hreyfingarinnar, óþarfi er hér og nú að rekja í hverju það er fólgið, en þakklæti skal látið í ljós fyrir það fórnfúsa starf, sem hjálparsveitarmenn vinna oftast við hinar erfiðustu að- stæður. Morgunblaðið flytur skátahreyfingunni á Islandi heillaóskir á þessum tímamót- um. frumvarpið að því að allur rekstur hljómsveitarinnar verði sjálfstæður og hafi það fyrst og fremst að markmiði að þjóna því menningarhlutverki, sem sinfóníuhljómsveitir gegna um heim allan. Sinfóníuhljómsveit- in veitir mönnum þá menntun og gleði, sem góðri tónlist er samfara, og hún býr íslenskum hljómlistarmönnum og tón- skáldum verðugan starfsvett- vang. Vonandi er það ekki skiln- ingsleysi á þessu mikilvæga hlutverki, sem tefur afgreiðslu frumvarpsins á Alþingi. Færi vel á því, að þingmenn sam- þykktu frumvarpið um Sin- fóníuhljómsveitina í tilefni af 50 ára afmæli Félags íslenskra hljómlistarmanna. Með þeirri ósk árnar Morgunblaðið hljóm- listarmönnum heilla á þessum tímamótum. FÍH 50 ára j Reykj avíkurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 20. febrúar ♦♦♦♦♦♦♦< Lífshlaup Eins og menn muna urðu um það nokkrar umræður síðsumars í fyrra, hvort Reykjavíkurborg ætti að kaupa listaverkið Lífshlaup eft- ir meistara Kjarval. En hér er um að ræða myndir, sem meistarinn málaði á veggi vinnustofu sinnar í Austurstræti, þegar hann hafði lítil auraráð. Guðmundur Axels- son, sem kenndur er við listmuna- sölu sína Klausturhóla, keypti þetta verk og kostaði viðgerð á því. Vakti Lifshlaup mikla athygli, þegar það var sýnt á Kjarvalsstöð- um á síðasta ári og kom fram mik- ill áhugi á því, að það festist í innlendri eigu og töldu margir eðlilegt, að Reykjavíkurborg festi kaup á verkinu. í forystugrein Morgunblaðsins 13. september var meðal annars komist svo að orði: „Vonandi þekkja ráðamenn borg- arinnar sinn vitjunartíma í þess- um efnum, þó að listaverkin séu ekki úr steinsteypu, og raunar er ástæða til að hvetja ríkisvaldið til að leggja hönd á plóginn og tryggja að Lífshlaupið verði varð- veitt, þar sem vera ber.“ Og Bragi Asgeirsson sagði í Morgunblaðinu 20. september: „Tökum nú höndum saman svo að myndin megi verða í eigu Kjarvalsstaða þótt hún þurfi ekki alltaf að hanga þar uppi... En það er erfitt að ræða um pen- inga, þegar um slíka þjóðarger- semi er að ræða og hér má andvaraleysi og sofandaháttur ekki ráða ferðinni. Nóg hefur glat- ast í gegnum árin, en það er ekki til umræðu hér.“ Þrátt fyrir þessar hvatningar og margar fleiri tókust ekki samn- ingar milli Reykjavíkurborgar og Guðmundar Axelssonar. Af frétt- um mátti þó ráða, að líkur væru á því, að Lífshlaup yrði selt úr landi. Síðar kom í ljós, að Þorvaldur Guðmundsson, sem jafnan er kenndur við sína gömlu verslun Síld og fisk, hafði keypt Lífshlaup og jafnframt lá fyrir, að hann var reiðubúinn að selja Kjarvalsstöð- um eða Reykjavíkurborg verkið á verði, sem virtist nærri fyrri hugmyndum borgaryfirvalda. Af einhverjum ástæðum, sem hald- bær rök hafa ekki verið færð fyrir, voru borgarstjórnarmenn tregir til kaupanna. Nú mun það liggja ljóst fyrir af hálfu Þorvalds, að vegna viðbragða í borgarstjórn ætli hann ekki að selja borginni þetta merka listaverk. Hefur Þorvaldur látið flytja það í hús- næði, sem hann á í Hafnarfirði. Þar er verið að innrétta veglegan sal til sýninga á myndlistarverk- um og verður hann einskonar um- gjörð utan um hið sérstæða verk Kjarvals. Einka- framtakid Það var fyrir tilstuðlan einka- framtaksins, að Lífshlaupi var bjargað frá eyðileggingu og fyrir framtak Þorvalds Guðmundsson- ar verður það varðveitt með sóma. Saga þessarar þjóðargersemar sýnir, að vafasamt er að hafa ofurtrú á getu hins opinbera í menningarmálum. Hin mestu listaverk eru unnin af einstakling- um og ! menningarmálum ríkir mestur stórhugur, þegar einstakl- ingar taka til sinna ráða. Til opinberra aðila ætti þó að mega gera þá lágmarkskröfu að þeir þvælist ekki fyrir og spilli ekki fyrir framtaki einstaklinga með óeðlilegum kvöðum, skattheimtu og annarri íhlutun, sem ríkisfor- sjármönnum er svo kær. Minnumst framlags þeirra hjóna Helgu Jónsdóttur og Sigur- liða Kristjánssonar til íslenskrar menningar í þessu samhengi. An þess væri íslenska óperan ekki bú- in að fá samastað, þar sem hún hefur nú sýnt Sígaunabaróninn 23 sinnum fyrir fullu húsi. En for- svarsmenn óperunnar ihuga nú, hvernig þeir geta með virðulegust- um hætti minnt alla þá, sem óperuhússins njóta, á ómetanleg- an skerf þeirra hjóna. Ótti einræðis- herranna Nú í vikunni hafa fleiri þúsund Pólverjar verið hnepptir í varð- hald fyrir að fara ekki eftir kúg- unarlögum herstjórnarinnar, sem sett voru að kröfu Kremlverja og ótta þeirra við að missa tökin á þeim hundruðum milljóna manna, er þeir hafa svipt frelsi. í næstu viku munu landflótta Eistlend- ingar minnast þess, að hinn 24. febrúar eru 64 ár liðin síðan að Eistland varð sjálfstætt ríki, en sjálfstæði sitt hlutu Eistlendingar sama ár og við urðum fullvalda, 1918. Þegar þeir Hitler og Stalín gerðu hinn alræmda griðasátt- mála sín á milli, 1939, sömdu þeir einnig um það, að Stalín skyldi fá Eistland í sinn hlut. Strax 1939 sendi hann herafla inn í landið en hertók það svo sumarið 1940 og lagði undir sovéska stjórn. 1941 réðust Þjóðverjar svo inn í Eistland og hröktu Sovétmenn á flótta. Starfsmönnum sovésku leynilögreglunnar, sem þá var kennd við skammstöfunina NKVD en nú KGB, lá svo mikið á að kom- ast á brott frá Eistlandi undan Þjóðverjum, að þeir skildu eftir sig 34 leyniskjöl. Meðal þeirra voru fyrirmæli nr. 001223 frá Stal- ín til Serovs, yfirmanns NKVD í Eistlandi, sem dagsett eru 11. október 1939, þegar fyrstu sovésku hermennirnir voru sendir til landsins. í þessu skjali er að finna lista yfir „óvini fólksins" að mati Stalíns og eru þeir flokkaðir í þeirri röð, sem þá skyldi hand- taka. Herstjórnin i Póllandi hefur vafalaust samið lista yfir óvini sína og að öllum líkindum með hjálp Kremlverja. í þessari röð átti Serov að handtaka menn í Eistlandi 1939, drepa þá eða flytja til Síberíu: 1) Þingmenn og forystumenn stjórnmálaflokka. 2) Herforingj- ar, sem höfðu barist í frelsisstríð- inu. 3) Embættismenn ríkis og bæja. 4) Saksóknarar, dómarar og lögfræðingar. 5) Lögreglumenn og yfirmenn fangelsa. 6) Félagar í heimavarnarliðinu. 7) Bæjarstjór- ar. 8) Landamæra- og fangelsis- verðir. 9) Starfsmenn blaða og tímarita. 10) Virkir félagar í bændasamtökunum. 11) Eigendur atvinnufyrirtækja. 12) Eigendur fasteigna. 13) Skipaeigendur. 14) Hlutafjáreigendur. 15) Veitinga- og gistihúsaeigendur. 16) Félagar í öfgasamtökum til hægri. 17) Hvítliðar. 18) Félagar í samtökum gegn bolsévisma og öðrum póli- tískum samtökum. 19) Ættingjar þeirra, sem ekki snúa aftur frá út- löndum. 20) Fjölskyldur þeirra, sem sætt hafa ákæru af hálfu Sov- Lífshlaup efUr meistara Kjarval étstjórnarinnar. 21) Forystumenn og virkir félagar í verkalýðs- félögum. 22) Þeir, sem skyldir eru andkommúnistum í öðrum lönd- um. 23) Prestar og virkir félagar í söfnuðum. Skipulögö uppræting Með skipulegum hætti hefur síðan verið unnið að því að upp- ræta allan þjóðarmetnað hjá Eistlendingum. Þegar Sovétmenn náðu Eistlandi aftur á sitt vald

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.