Morgunblaðið - 21.02.1982, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1982 19
New York Times sagði frá þessu
atviki á forsíðu sinni þann 29. júní
í fyrra. Greinin var skrifuð af
Sergei Schemann.)
Eftir ræðuna hringdi ónafn-
greindur aðili til fjölskyldu minn-
ar og sagði henni að ég væri geð-
veikur. I raun var það aðeins hót-
un um að mér yrði stungið inn á
geðveikrahæli. (Ekki óalgengar
aðfarir í Sovétríkjunum sem er
frábærlega lýst í bók Bukovskys,
„Að reisa kastala“.) Þessi
ónafngreindi aðili og eigandi sím-
ans, sem hann notaði, geta tæpast
talist „herramenn". (Síðustu setn-
inguna verður að útskýra fyrir öll-
um öðrum en rússneskum skák-
mönnum. Eftir einvígið í Baguio,
sagði Baturinsky — formaður
sendinefndar Karpovs —, fjöl-
mörgum aðilum eftirfarandi sögu:
„Gerður var svonefndur herra-
mannasáttmáli (gentleman’s
agreement) í Baguio, sem kvað á
um að jógar Korchnois fengju ekki
að fara inn í keppnissalinn, né að
dr. Zuchar, aðstoðarmaður Karp-
ovs, fengi að sitja á fremstu bekkj-
unum í salnum. (Ekki beint sann-
gjörn býti, er það? Rétt eins og
jafnvægi í herafla Evrópu.) Síðan
komu Sovétmenn því í kring, með
aðstoð diplómata, að allir jógar
voru reknir úr borginni fyrir úr-
slitaskákina, þegar staðan í ein-
víginu var jöfn, 5—5. Um leið og
úrslitaskákin hófst settist dr.
Zuchar á fremsta bekk í keppnis-
salnum.
Raymond Keene, stórmeistari
og aðstoðarmaður Korchnois í ein-
víginu, spratt á fætur og hrópaði
að Baturinsky: „Hvað eruð þið að
gera? Við höfum gert með okkur
herramannasáttmála." Batur-
insky brosti og svaraði síðan: „Þá
það, þá erum við ekki herramenn."
Baturinsky gerði gys að reiði
Keene og hafði gaman af. (Reynd-
ar kallaði Baturinsky framkomu
Keene „heimskulega".) Auðvitað
er það óraunsæi að treysta Sovét-
mönnum, sem hafa brotið nær
hvern einasta þann sáttmála, sem
þeir hafa undirritað til þessa.
Þeim finnst fólk, sem treystir
þeim, vera heimskt.)
Lokaorð Lev Alburt
Boris Gulko, stórmeistari, kona
hans Anna og þriggja ára sonur,
David, eru í hræðilegri aðstöðu.
Þau liggja á bæn í von um að fá
brottfararleyfi, til Vesturlanda
þar sem þau geta verið frjáls.
Reynslan sýnir, að líkurnar á því
að þau ferðist austur á bóginn, til
Síberíu, eru margfalt meiri.
Þar sem efnahagur landsins er
ekki í sem bestu lagi þarfnast Sov-
étmenn sárlega vestrænnar tækni,
korns og annarra verðmæta. Sov-
étríkin geta aðeins framleitt vopn
og eitur og annað álíka. Það er
skýringin á því að helsti útflutn-
ingur landsins er hatur, ógn og
dauði. Með þetta að leiðarljósi er
ekki erfitt að gera sér í hugarlund
hvers vegna ráðamönnum er ekki
sama um almenningsálitið á Vest-
urlöndum.
Stuðningur ykkar, sérstaklega
með bréfum til Gulko og fjöl-
skyldu hans, getur gerbreytt ör-
lögum fjölskyldunnar og um leið
hvatt fleiri til að berjast gegn
kerfinu, sem ógnar öllu mannkyni
með þrældómi og dauða. Heimil-
isfang Gulko er:
Boris Gufco, atórmsistari (Grandmaator),
Bolshaya Ochakovskaya 33, apt. 15,
Moscou, USSR 119361.
S(mi hans or 143-7797.