Morgunblaðið - 21.02.1982, Síða 21

Morgunblaðið - 21.02.1982, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1982 21 Björgvin Júníus- son - Kveðjuorð Á einu augnabliki, þann 8. febrúar síðastliðinn, breytti Akur- eyrarbær um svip. Okkur fannst, ef t.d. gamalt, fallegt hús, sem við höfum séð og gengið hjá svo lengi sem við munum, hverfur allt í einu, breytist svipur bæjarins. En þessi svipbreyting, sem nú varð, er annars eðlis. Hann Björgvin Júníusson fór úr bænum, var kallaður á brott frá þessu lífi, frá ástvinum sínum, frá okkur öllum. Ég veit, að það finnst fleirum en mér, að Björgvin hafi verið hluti af þessum bæ, sem hann setti svo mikinn svip á. í staðinn fyrir gömlu húsin koma ný og hin gleymast, en í staðinn fyrir Björgvin kemur eng- inn. Það er ekki hægt, það var og verður bara einn slíkur. Ég ætla ekki með þessum línum að rekja ættir eða starfsferil Björgvins, ég ætla bara að þakka fyrir mig. Ég var svo heppin, þeg- ar ég fluttist í þennan bæ, að þekkja frá fyrri tíð konuna hans, hana Foldu, einhverja þá heiðar- legustu og hjartahlýjustu mann- veru, sem ég hefi kynnst. Það áttu þau bæði sameiginlegt. En ég fékk sem sagt tækifæri til að kynnast Björgvin. Og núna, sem ég sit hérna, finn ég hve þau kynni voru mér mikils virði. Ég gat alltaf treyst á hann, hvort sem ég fór til hans með gleði mína eða sorgir. Alltaf hafði Björgvin tíma til handa öðrum. Ég þakka Björgvin allt, sem hann gerði fyrir mig og fjölskyldu mína og fyrir að hafa fengið að vera samferða honum í nokkur ár. Elsku Folda og þið öll, sem átt- uð Björgvin að. Megi góður guð hjálpa ykkur að halda áfram. Hrafnhildur Sprenging í Washington Washington, 19. febrúar. AP. SPRENGING varð í morgun fyrir utan skrifstofu sovézka flugfélags- ins Aeroflot í Washington, en olli litlu eignatjóni og engan sakaði. Maður, sem kallaði sig fulltrúa Varnarsambands gyðinga, hringdi í AP til að taka á sig ábyrgðina á sprengingunni. Hann sagði að samtökin krefð- ust þess, að sovézk yfirvöld slepptu unglingsstúlku, en lagði á áður en hann sagði hvað hún héti fullu nafni. Fyrra nafn hennar virðist þó vera Maria eða Marina. „Ef henni verður ekki sleppt innan einnar viku verður sovézku blóði úthellt í Washington," sagði hann. Sprengjunni var komið fyrir í bréfpoka í inngangi byggingarinn- ar. Ein af glerdyrum Aeroflot brotnaði. Nærstatt fólk kvaðst hafa heyrt tvær sprengingar, en lögreglan talaði um eina spreng- ingu og verið getur að um bergmál hafi verið að ræða í seinna skiptið. \ tilefni konudagsins: Nýafskorin, falleg blóm Eigum gott úrval af afskomum blómum. Fersk og falleg blóm, sem eru ræktuð hér á staðnum í gróðurhúsum okkar. FaDeg blóm gleðja alla. ef augun þín skipta þig einhverju máli. pta pig einnverju n ættir þú aogefa þei m kost á því besta sem völ er á. f gæölim og lit Luxor * gefbuþeimþá sjónvarpstæki Myndlampinn sem er í hverju LUXOR-tæki er sérstaklega prófaður aftur eftir að tækiö hefur veriö sett saman, er einn fullkomnasti myndlampi í heiminum í dag. Fyrir utan fullkominn myndlampa, er hljómur LUXOR-tækj- anna ekki siðri, en hann kemur úr sérsmíöuöu HIFI hátölur- um sem eru í hverju tæki í stereo allt upp í 45000 din. 26“ verð aðeins 14.300,- Mjög góð greiðslukjör .|P HLJÓMTÆKJADEILD KARNABÆR HVERFISGÖTU 103 SIMI 25999

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.