Morgunblaðið - 21.02.1982, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1982
Á MORGUN fæðingardegi
Baden-Powells, 22. febrú-
ar, fagna íslenzkir skátar
fjórum stórafmælum: 75
ára skátastarfi í heiminum,
70 ára skátastarfi á Islandi,
60 ára kvenskátastarfi á ís-
landi og 50 ára hjálpar
sveitastarfi skáta á íslandi.
Á landinu eru í dag starf-
andi 38 skátafélög víðs veg-
ar um land, auk þess sem
12 hjálparsveitir og 5 St.
Georgs-gildi starfa í tengsl-
um við hreyfinguna. Alls
eru því undir skáta-
merkjum um 5.500 íslend-
ingar í dag.
Sir Baden-Powell, fullu nafni
Robert Stephenson Smith Baden-
Powell, stofnandi skátahreyf-
ingarinnar, fæddist í London 22.
febrúar 1857. Hann útskrifaðist úr
herforingjaskóla, Charterhouse-
skólanum, 19 ára að aldri og hafði
þá varið miklum tíma til útivistar
í skógum, við siglingar á ám, dýra-
og fuglaveiðar. Að loknu námi var
hann sendur til Indlands og Afr-
íku, og kynntist þar frumstæðu
fólki og lifnaðarháttum þess. I
Búastríðinu var honum falin vörn
járnbrautarþorpsins Mafeking, og
er sú vörn — við hina mestu erfið-
leika — víðfræg. I sjö mánuði
fylgdust Bretar kvíðafullir með
fréttum af umsátrinu, sem lauk í
maímánuði árið 1900. Var Baden-
Powell talinn þjóðhetja upp frá
því.
Arið 1910 gekk Baden-Powell úr
hernum og gaf sig upp frá því
óskiptur að skátahreyfingunni.
Dvöl hans á Indlandi og í Afríku
hefur áreiðanlega haft mjög mót-
andi áhrif á hugmyndir hans um
hreyfinguna, en hann vann að
uppbyggingu hennar af óþreyt-
andi áhuga. Eftir að skátahreyf-
ingunni óx fiskur um hrygg fór
Baden-Powell víða um lönd og var
hvarvetna aufúsugestur. Hann
lézt árið 1941, á áttugasta og
fjórða aldursári.
Skátalögin
Skáti segir évalit satt og gengur aldrel é bak orSa sinna.
Skáti er tryggur.
Skéti er hæverskur I hugsunum, orSum og verkum.
Skéti er hlýBinn.
Skéti er glaðvaer.
Skéti er þartur öllum og hjélpsamur.
Skáti er drengilegur i allri hátteemi.
Skáti er sparaamur.
Skátl er dýrévinur.
Allir skátar eru gódlr tagsmenn.
Skátaheitið
lagði Baden-Powell mikið upp úr
því að allt starf færi fram í flokk-
um. Kjörorðið var „Vertu viðbú-
inn“ og var fengið frá suður-
afrísku riddaralögreglunni, en
hana hafði Baden-Powell stofnað
og stjórnað.
Skátahreyfingin hóf starfsemi
sína formlega árið 1908 og ári síð-
ar var Baden-Powell hylltur á
móti í Crystal Palace í London,
þar sem saman voru komnir um
11.000 skátar. Frá þeirri stundu
breiddist skátahreyfingin út um
allan heim eins og eldur í sinu.
Fyrst voru eingöngu drengir í
skátahreyfingunni, en fljótlega
hófst einnig sérstakt stúlknastarf
og fékk Baden-Powell systur sína,
Agnesi, til liðs við sig og skipu-
lögðu þau kvenskátahreyfingu.
Ekki verður skilið við stutta
upprifjun á sögu frumherjans án
þess að eiginkonu hans sé minnzt.
Lady Baden-Powell stóð þétt við
hlið manns síns í skátastarfinu og
eftir andlát hans hélt hún uppi
merki hans, sem leiðtogi skáta-
starfs í heiminum. Ásgeir
Ásgeirsson, fyrrverandi forseti ís-
lands, minnist heimsóknar hennar
til Bessastaða í hópi íslenzkra
Ég lofa «8 gera paS, »m i mínu valdi etendur, til þeas:
að gera ékyldu mfna vl8 guð og œttjðrðlna,
að hjálpa öðrum,
að halda ékátalðgin.
Kjörorð skáta
Vertu vWbátnnt
Skátalögin, skátaheitið og kjörorð skáta, sem hljómað hafa í heiminum í 75
ár.
Kynni íslendinga af skátastarfi
hefjast sumarið 1911 er hingað til
lands kom maður að nafni Ingvar
Ólafsson, sem hafði dvalizt í
Danmörku um hríð og kynnzt þar
starfsemi skáta. Skátafélag
Reykjavíkur var þó ekki formlega
stofnað fyrr en ári síðar, eða 1912,
og var þá aðeins ein sveit stofnuð,
sem var undir stjórn Sigurjóns
Péturssonar. Skömmu síðar urðu
sveitirnar þrjár og sveitarforingj-
ar þeir Benedikt G. Waage og
Helgi Jónsson.
Næst á eftir Skátafélagi
Reykjavíkur komu Væringjar í
Reykjavík. Stofnandi þeirra var
hinn kunni æskulýðsleiðtogi, síra
Friðrik Friðriksson. Það félag
hafði að ýmsu leyti sérstöðu innan
hreyfingarinnar, bæði það að í
fyrstu var það ekki stofnað sem
skátafélag, þó starfsemin sveigð-
ist fljótt í það horf, og svo hitt, að
það var stofnað innan vébanda
KFUM í Reykjavík.
Gripið er hér á ný niður í skrif
Ásgeirs Ásgeirssonar, fyrrverandi
forseta Islands, um skátahreyf-
inguna í skátabókinni. Þar segir
hann um fyrstu kynni sín af
skátastarfi: „Þó ég hafi ekki verið
skáti, þá á ég margar ljúfar
endurminningar um þann góða fé-
lagsskap. Ein sú fyrsta er nokkuð
eldri en Skátabandalagið sjálft.
Ég mætti Matthíasi Éinarssyni
lækni, sem var ágætur íþrótta-
maður, á Laufásveginum. Hann
mælti: „Komdu með mér frændi,
og ég skal sýna þér merkilegan
hlut.“ Við gengum saman niður í
Barnaskólaport, þar var saman
kominn stór hópur ungra pilta og
á skólatröppunum stóð Áxel V.
Skátastúlkur taka lagið. Myndin er tekin árið 1948, en því miður fylgdu myndinni ekki nöfn stúlknanna.
Lord Baden-Powell, stofnandi skáta-
hreyfingarinnar.
Baden-Powell leggur grunn að
skátahreyfingunni í bók sinni
„Skátahreyfingin". Undirstaðan
var skátaheitið og lögin og einnig
skáta með svofelldum orðum í
Skátabókinni, útgefinni af BSÍ
1974: „Frá Bessastöðum minnist
ég þess, þegar Lady Baden-Powell
kom í heimsókn í fylgd með skáta-
stúlkum og piltum. Hún var þá
skátahöfðingi að manni sínum
látnum og það var eins og hann
stæði sjálfur ósýnilegur við hlið
þessarar glæsilegu konu.“
Skátar fagna merkum tímamótum
ertu
iöbmnn!
I.jósm. Mhl. Fríð» l'roppó.
Varðeldur og varðeldasöngvar eru ómissandi þáttur í hverri skátaútilegu. Frá Landsmóti skáta
í Kjarnaskógi sl. sumar.
Á landsmótum taka þátt í leik og starfi skátar á öllum aldri. Hér má sjá nokkra þeirra sem
mættu á varðeld í Kjarnaskógi í sumar. Fremst á myndinni til vinstri eru tveir elztu starfandi
skátar á íslandi í dag. Sá með hattinn er Óskar Pétursson, sem á lengst skátastarf að baki, en til
vinstri er Eiríkur Jóhannesson sem er elztur núlifandi íslenzkra skáta.