Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.02.1982, Blaðsíða 27
27 ekkert er til sparað í tilkostnaði. Stúlkurnar búa á dýrustu hótelum sem völ er á og verður boðið á fína veitingastaði og þess háttar." Reynsla í sýningar störfum ekki skilyrði „Það er annað sem ég vil einnig leggja áherslu á, en það er að stúlkurnar þurfa ekki að hafa stundað sýningarstörf áður til að vera gjaldgengar í þessa keppni. Sú sem sigraði í samkeppninni fyrir tveimur árum var norsk sveitastelpa, Annette Stai, sem aldrei hafði komið nálægt sýn- ingarstörfum áður. Nú er hún í hópi hæst launuðu fyrirsæta í heimi og myndir af henni eru birt- ar á forsíðum þekktustu tísku- blaða í veröldinni. Eins og ég sagði áðan, munum við fylgja þeim reglum sem gilda annars staðar í þessari keppni. Þar er að vísu sagt, að mesta möguleika eigi stúlkur sem eru á milli 1,73 og 1,78 á hæð, á aldrin- um frá 18 til 21 árs og ógiftar, en auðvitað eru alltaf til undantekn- ingar frá þessu og þótt einhverju muni í þessu tilliti ætti það ekki að fæla stúlkur, sem hafa áhuga, frá þátttöku. Ein helsta ástæðan fyrir því að við tökum að okkur framkvæmd þessarar forkeppni er að við vitum að hér er ekki um neina vitleysu að ræða eins og oft vill verða. Við erum ekki að senda stúlku í hend- urnar á einhverjum ævintýra- mönnum heldur til mjög traustra aðila. Eileen Ford er þekkt fyrir hversu vel hún hugsar um stelp- urnar sínar og ef þær stunda ekki starf sitt eða fara að fara of mikið út á lífið að hennar dómi, eru þær sendar heim. Þess eru jafnvel dæmi, að ef henni hefur fundist þær eyða of miklu af kaupinu sínu sendir hún launin heim til foreldr- anna. Þetta er því einstakt tækifæri fyrir stúlkur sem hafa áhuga á sýningarstörfum og það sem ef til vill skiptir mestu máli er, að hér gefst þeim tækifæri til að komast milliliðalaust í samband við þekktustu umboðsskrifstofu heims á þessu sviði, án þess að þurfa fyrst að striplast um á sundbol í fegurðarsamkeppni út um allar trissur." Sv.G. hernum fór hann að hjálpa henni við bókanir og áður en varði var starfsemin orðin svo umfangsmik- il og þau ákváðu að stofna um- boðsskrifstofu, sem nú er sú þekktasta sinnar tegundar í heim- inum. Miklar breytingar hafa orðið á störfum fyrirsæta frá því að þau hjón hófu starfsemi sína. Fyrstu árin var starfið illa launað enda litu flestar stúlkurnar á það sem skemmtilegan leik og oft á tíðum voru einu launin þeirra ánægjan yfir að sjá sig á mynd í einhverju blaði. Þetta hefur tekið miklum breytingum, einkum hin síðari ár, og eftirsótt fyrirsæta getur haft yfir tvö þúsund dali í laun fyrir eins dags vinnu. „Kisavaxin hæfíleikaleit“ í umræddri grein í „Cosmopolit- an“ er fjallað í löngu máli um samkeppnina „Face of the 80’s“, sem þau hjón hleyptu af stokkun- um fyrir tveimur árum. Þar segir að keppnin sé annað og meira en venjuleg fegurðarsamkeppni. Hér sé um að ræða „risavaxna hæfi- leikaleit", sem nái til allra heims- horna. í greininni er fyrstu keppninni lýst í smáatriðr n og má af þeirri lýsingu ráða, að keppnin sé ein- hver merkasti viðburður í hinum alþjóðlega tískuheimi. Þar er einnig sagt, að fyrsta sætið skipti ekki öllu máli, því að svo vel sé fylgst með keppninni að eingöngu með þátttöku sinni eigi stúlkurnar mikla möguleika á að komast áfram í tískuheiminum. Það verð- ur því að taka undir staðhæfingar um, að hér sé á ferðinni einstakt tækifæri fyrir íslenskar stúlkur, sem hafa hug á sýningarstörfum. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1982 Bridge Arnór Ragnarssón Bridgefélag Kópavogs Haukur Hannesson og Valdi- mar Þórðarson sigruðu í 5 kvölda barometerkeppni sem nýlega er lokið. Hlutu þeir félag- ar 280 stig yfir meðalskor. AUs tóku 30 pör þátt í keppninni. Röð næstu para: Dröfn Guðmundsdóttir — Einar Jónsson 254 Grímur Thorarensen — Guðmundur Pálsson 194 Erla Sigurjónsdóttir — Ester Jakobsdóttir 187 Ármann J. Lárusson — Ragnar Björnsson 180 Aðalsveitakeppni félagsins hefst fimmtudaginn 25. febrúar. Keppnin hefst kl. 20. Spilað er í Þinghól og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Tafl- og bridge- klúbburinn Sl. fimmtudag voru spilaðar tvær umferðir í sveitakeppninni. og er nú aðeins einni umferð ólokið. Sveit Bernharðs Guð- mundssonar hefir örugga for- ystu með 162 stig en sveit Gests Jónssonar er eina sveitin sem getur náð þeim að stigum, er með 148 stig. Sveit Sigurðar Steingrímsson- ar er með 124 stig og sveit Þór- halls Þorsteinssonar hefir 122 stig. Ellefta og síðasta umferðin verður spiluð á fimmtudag í Domus Medica og hefst kl. 19.30 stundvíslega. Nokkrar upplýsingar um mögulega óvöxtun á verötryggðum sparnaöi Leiöum til þess að verðtryggja fé hefur fjölgað og hægt er að velja mismunandi ávöxtun. Fólk þarf því að mörgu að hyggja, þegar það festir fé sitt. Sumum hentar best binding i skamman tíma, aðrir eru reiðubúnir til þess að binda fé lengur og fá í staðinn betri ávöxtun, og svo er þriðji hópurinn, sem vill verðtryggja fé sitt um óákveðinn tíma, en getur þurft á því að halda að losa það með stuttum fyrirvara. Allir þessir aðilar geta fundið leið til fjárfestingar við hæfi. Við höfum víðtæka reynslu í verðbréfaviðskiptum og fjármálalegri ráðgjöf og miðlum þeirri þekkingu án endurgjalds. Hringir þú eða heimsækir þú okkur, færðu alla nauðsynlega ráðgjöf um hagkvæmustu ráðstöfun sparifjár þins. Leiðin sem hentar þér best, ræðst af þörfum þínum - en hún getur m.a. verið: Verðtryggður sparisjóðsreikningur, verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs eða verðtryggð veðskuldabréf. VERÐTRYGGÐUR SPARNAÐUR - SAMANBURÐUR A AVÖXTUN Verðtrygging m v lánskjaravísitölu Nafn- vextir Raun- ávöxtun Fjöldi ára til að tvöf. raungildi höfuðstóls Raunaukning höfuðst.eftir9ár VEÐSKULDABRÉF 2,5% 8% 9ár 100% SPARISK. RlKISSJ. 3.2% 3.2% 22 ár 33.4% SPARISJÓÐSREIKN 1% 1% 70 ár 9.4% 100% Verðtryggð veöskuldabréf Dæmi um raunaukningu höfuöstólseftir9ár. Verðtryggð spariskirteini ríkissjóðs 33,4% Verðtryggður sparisjóösreikningur 9,4% Veröbréíániarkaður Fjárféstingarfclagsins LækjargötuÍ2 ÍOÍ Reykjavik Iðnaóarbankahúsinu Sfmi 28566 W Hj ' ■ : Bridgedeild Breið- firðingafélagsins Þrjátíu lotum af 47 er lokið í barometerkeppninni og gerðist það markverðast sl. fimmtudag að Steinunn Snorradóttir og Vigdís Guðjónsdóttir tóku hæstu skor til þessa í keppninni, fengu 90 af 115 stigum mögulegum í síðustu setunni. Köð efstu para: Bergsveinn Breiðfjörð — Tómas Sigurðsson 470 Jón G. Jónsson — Magnús Oddsson 470 Kristófer Magnússon — Ólafur Gíslason 459 Guðjón Kristjánsson — Þorvaldur Matthíasson 451 Jóhann Jóhannson — Kristján Sigurgeirsson 434 Halldór Helgason — Sveinn Helgason 397 Ólafur Valgeirsson — Ragna Olafsdóttir 340 Yngvi Guðjónsson — Halldór Jóhannesson 269 Ása Jóhannsdóttir — Sigríður Pálsdóttir 256 Guðrún Bergsdóttir — Inga Bernburg 254 Næstu lotur verða spilaðar á fimmtudaginn í Hreyfilshúsinu og hefjast stundvíslega kl. 19.30. Bæjarleiðir — BSR — HreyfiII Tuttugu og sex pör taka þátt í barometerkeppni bílstjóranna og er 10 lotum af 25 lokið. Staða efstu para: Ellert Ólafsson — Kristján Jóhannesson 141 Guðmundur Magnússon — Kári Sigurjónsson 89 Jón Magnússon — Skjöldur Eyfjörð 86 Guðlaugur Nielsen — Sveinn Kristjánsson 85 Flosi Ólafsson — Sveinbjörn Kristinsson 72 Birgir Sigurðsson — Sigurður Ólafsson 54 Ásgrímur Aðalsteinsson — Kristinn Sölvason 53 Jón Sigtryggsson — Skafti Björnsson 53 Næstu lotur verða spilaðar á mánudag í Hreyfilshúsinu og hefjast stundvíslega kl. 20. Bridgefélag Siglufjarðar Mánudaginn 15. feb. var spiluð síðasta umferð aðalsveitakeppni félagsins. Leikar fóru þannig að sveit Boga Sigurbjörnssonar sigraði nokkuð örugglega. Aðrir í sveit Boga voru Anton Sigur- björnsson, Guðjón Pálsson og Viðar Jónsson. Röð efstu sveita varð sem hér segir: Sveit stig Boga Sigurbjörnssonar 94 Ara Más Þorkelssonar 76 Níelsar Friðbjörnssonar 75 Georgs Ragnarssonar 57 Valtýs Jónassonar 48 Næst á dagskrá félagsins er fyrirtækjakeppni, sem verður tveggja kvölda hraðsveita- keppni. Síðan tekur við firma- keppni félagsins, sem verður þriggja kvölda einmennings- keppni. Spilað er á mánudögum í Sjálfstæðishúsinu. Áhugafólk um bridge er hvatt til að vera með. Bridgefélag Rvíkur Að loknum 23 umferðum í að- altvímenningskeppni félagsins hafa Jón og Símon ennþá örugga forustu, en Ásmundur og Karl tóku sprett upp í annað sæti. Röð efstu para er annars þessi: Jón Ásbjörnsson — Símon Símonarson 323 Ásmundur Pálsson — Karl Sigurhjartarson 266 Karl Logason — Vigfús Pálsson 247 Guðlaugur Jóhannsson — Örn Arnþórsson 237 Friðrik Guðmundsson — Hreinn Hreinsson 224 Óli M. Guðmundsson — Runólfur Pálsson 209 Hermann Lárusson — Ólafur Lárusson 202 Næstu átta umferðir verða spilaðar næstkomandi miðviku- dag í Domus Medica kl. 19.30 stundvíslega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.