Morgunblaðið - 21.02.1982, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1982
Vorum aó taka upp fyrstu
sendingar af vorvörum frá
Cacharel og Vanli
Önnumst kaup og sölu allra almennra veöskulda-
bréfa og ennfremur vöruvíxla. Getum ávallt bætt viö
kaúpendum á viðskiptaskrá okkar.
Góö þjónusta. — Reyniö viöskiptin.
Venlliréfa-
AlaiiuMliiriim
Lrltjntiirtji 12122
TIME MANAGER
r
TIMASKIPULAGNING
Stjórnunarfélagið efnir til námskeiðs um
Tímaskipulagningu og verður það haldið í
Kristalsal Hótels Loftleiða dagana 1. og 2.
mars kl. 08.30—18.00.
Markmið námskeiðsins er að kenna þátttak-
endum að:
— nýta tíma sinn betur með tímaskipulagningu
— spara 500 klst. árlega með betri timaskipulagn-
ingu
— ná betri árangri í starfi og einkalífi
— skipuleggja eigin verkefni og annarra
— að nota dagbókakerfi á árangursrikan hátt
LMMMinandi:
Ann* Bögalund-Jensan
Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa með höndum sjálfstætt
starf hjá fyrirtækjum, stofnunum, bönkum eða félagasamtök-
um. Allir þátttakendur fá á námskeiðinu vandaða dagbók, bók
með leiðbeiningum um notkun hennar og bókina Me, my life,
my time.
Leiðbeinandi verður Anne Bögelund-Jensen aðalleiðbeinandi á
námskeiðum Time Manager International í Danmörku og einn
af stofnendum fyrirtækisins sem heldur þessi námskeið.
Námskeiðið fer fram á ensku.
NÝTTU HUGANN BETUR
Nýttu hugann betur
Stjórnunarfélagið heldur námskeið sem nefnist Nýttu hugann
betur og verður það haldið að Hótel Esju dagana 3. og 4. marz kl.
08.30— 18.00 hvorn dag.
Á námskeiðinu læra þátttakendur að:
— þekkja eiginleika mannsheilans og mátt hans
— að margfalda lestrarhraða sinn og öðlast meiri
skilning á því sem lesið er og muna það
— að vinna betur undir álagi
— að temja sér skapandi hugsun og setja hug-
myndir sínar fram á skipulegan hátt
— að skrá minnispunkta á fundum og námskeið-
um
— að leysa verkefni skjótar og betur
Námskeiðið er ætlað öllum sem þurfa að lesa mikið, skrifa skýrsl-
ur og greinar, sitja oft fundi og þróa nýjar hugmyndir eða leysa ný
verkeíni.
Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Anne Bögelund-Jensen,
aðalleiðbeinandi á námskeiðum Time Manager International í
Danmörku og einn af stofnendum fyrirtækisins sem heldur
þessi námskeið.
Námskeiðið fer fram á ensku.
Þátttaka tilkynninst til Stjórnunarfélags
íslands í síma 82930.
ASUÓRNUNARFÉ1A6 ÍSLANDS
SÍDUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SÍMI 82930
„Gamla IjóniniT
ýtt til hliðar
Með brottrekstri Nkomos er gatan
greið fyrir eins flokks kerfi í Zimbabwe
Joshua Nkomo, annar helsti
leiðtogi svartra manna í hinu
nýfrjálsa Zimbabwe, sem áður var
Ródesía, virðist nú hafa beðið
endanlegan ósigur fyrir keppinaut
sínum, Robert Mugabe forsætis-
ráðherra, í valdabaráttunni í land-
inu. Nú fyrir nokkrum dögum vék
Mugabe honum og þremur öðrum
ráðherrum Zapu-flokksins, flokks
Nkomos, úr samsteypustjórninni
og gaf þeim að sök að þeir hefðu
verið með byltingu í undirbúningi.
Nkomo, sem jafnt fjandmenn
hans og fylgismenn líta á sem
upphafsmann að sjálfstæðisbar-
áttu svartra manna í Zimbabwe,
er af ættflokki Kalanga-manna
og var nautahirðir í æsku. Hann
hóf snemma afskipti af stjórn-
málum og verkalýðsmálum og
varð forystumaður Afríska
þjóðarráðsins á sjötta áratugn-
um, en það var fyrirrennari
Zapu-flokks Nkomos og Zanu-
flokksins, flokks Mugabes, sem
sækir styrk sinn til Shona-
fólksins, fjölmennasta aett-
flokksins í Zimbabwe.
Þegar Nkomo var í forsvari
fyrir Afríska þjóðarráðinu, var
Mugabe, sem er átta árum
yngri, hans helsti samstarfs-
maður. Saman börðust þeir gegn
yfirráðum hvítra manna í land-
inu, saman fóru þeir um sveit-
irnar til að hvetja fólk til bar-
áttu og saman sátu þeir í fang-
elsum stjórnarinnar. Þrátt fyrir
þetta greindi þá á um margt.
Mugabe var maður miklu rótt-
ækari í skoðunum en Nkomo og
þar kom, árið 1963, að hann
ásamt séra Ndabaningi Sithole
klauf sig út úr Afríska þjóðar-
ráðinu og stofnaði Zanu-f|okk-
inn, sem átti strax miklu fylgi
að fagna meðal róttækra æsku-
manna. Það hefur „Gamla ljón-
ið“, eins og Nkomo er oft kallað-
ur, aldrei getað fyrirgefið Mug-
abe.
Nkomo var ekki aðeins hóf-
samur í skoðunum heldur raun-
sær líka og 1960 féllst hann á
áætlun Breta um valdatöku
svartra manna í áföngum með
því að þiggja eitt af 15 fyrstu
þingsætunum, sem þeim voru
úthlutuð. Hann gætti sín þó á
því að gerast ekki strengjabrúða
hvíta minnihlutans og tvisvar
sinnum var hann fangelsaður,
einu sinni fyrir að slá lögreglu-
foringja og í annað sinn fyrir
undirróður. Hann, ásamt Mug-
abe og öðrum leiðtogum svartra
manna, var einnig hafður í
gæsluvarðhaldi langtímum sam-
an, tíu ár alls, þar til þeir voru
látnir lausir 1974 til að taka þatt
í stjórnarskrárviðræðunum.
Þær viðræður fóru algerlega út
um þúfur og það var þá sem
skæruhernaðurinn í landinu
hófst.
Leiðtogum svertingja tókst
ekki að ná samkomulagi sín á
milli um forystu fyrir barátt-
unni gegn stjórn Ian Smiths og
háðu hana því hver í sínu lagi.
E1
0
0
0
0
0
0
0
0
ECATERPILLAR
SALA Sl LUÓNUSTA
Caterpillar, Cat ogEeru skrásett vörumerki
Nú höldum við
Námskeið
fyrir véla- og viögeröar-
menn Caterpillar vinnu-
véla.
Dagana 10.—12. mars
nk.
Tilkynnið þátttöku.
HEKLAHF
Laugavegi 170-172 Sími 21240
0
0
0
0
0
0
0
0
0
[hIIhIíhIIhIIhIIhIIhIIhIIhI