Morgunblaðið - 21.02.1982, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 21.02.1982, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1982 31 Listakonan Vigdfs Kristjánsdóttir Vigdís vefur „Vorhugur4* eftir fyrirmynd Gunnlaugs Scheving 1964. í list þinni kennir marg.s lífsanda-gródurs lindanna frjóu, ... þín.s „Bemrjóður.s“. I'orsteinn L. Jónsson íslenzkur myndvefnaður hefur í æ ríkari mæli verið að hasla sér völl hin síðari ár og við þá þróun hefur Listasafn alþýðu stutt af ráðum og dáð með glæsilegum sýningum svo og útgáfu lit- skyggnuraðar þar sem þróunin er rakin í mynd og máli. Þá stendur nú yfir merkileg sýning á ferli listakonunnar Vigdísar Kristjáns- dóttur (1904—1981) í húsakynnum safnsins að Grensásvegi 16, og allt til 7. marz. — Nýtt landnám íslenzks myndvefnaðar hefst með Júlíönu Svcinsdóttur á þriðja áratugnum er hún uppgötvaði myndræn eig- indi vefjarins, þá er hún var að vefa húsgagnaáklæði, gluggatjöld og annað þvílíkt sér til lífsviður- væris. Alla tíð síðan óf hún jafn- framt því sem hún stundaði mál- verkið en teppi þau sem hún óf á mjög hefðbundinn hátt voru óhlutlæg í formrænni útfærslu og stungu á yfirborðinu mjög í stúf við hin hlutlægu málverk. Það leyndi sér þó ekki að um vissan skyldleika var að ræða og þá einkum í stórbrotinni formrænni hugsun og mettuðum litaheild- um. Hér var ísinn brotinn og komið fordæmi sem líkast til hefur haft áhrif, enda fengu teppi Júlíönu ákaflega lofsamleg ummæli með- al listamanna og á sýningum ytra svo sem vel kom fram í fréttum íslenzkra fjölmiðla á sínum tíma. „Vefnaðir Júlíönu hafa þó ef til vill getið henni enn meira nafns á norð- urlöndum en málverk hennar, enda stendur hún þar í fámennari hópi.“ (Björn Th. Björnsson: íslenzk myndlist, fyrra bindi 1964.) A fjórða áratugnum, að lokinni heimsstyrjöldinni síðari, sigla svo tvær konur til myndlistar- náms við Konunglega fagurlista- skólann i Kaupmannahöfn, þar sem þær ílentust næstu árin, Vigdís Kristjánsdóttir og Ásgerður Búadóttir. Báðar stunduðu þær nám í málaradeildum skólans hjá prófessorunum Kræsten Iversen (Vigdís) og Vilhelm Lundström (Ásgerður) en auk þess nam Ás- gerður frjálsa grafík undir hand- leiðslu Aksel Jörgensen. Það var þó ekki fyrr en á sjötta áratugn- um að þær hófu fyrir alvöru að sinna myndvefnaði og í upphafi fyrir orð annarra og mun þá lík- lega hafa verið vísað til fordæmis Júlíönu Sveinsdóttur. í þessum hópi telst svo einnig hin ensk- fædda Barbara Moray Williams Árnason er um áratugi auðgaði svið íslenzkrar myndlistar með fjölþættri athafnasemi og þá einnig á sviði myndvefnaðar. Þessar fjórar konur teljast þannig hinir óumdeildu braut- ryðjendur íslenzkrar nútíma- vefjarlistar því að nær tveir ára- tugir liðu frá því að Vigdís og Ásgerður sneru sér að vefnaði þar til fleiri menntaðir listamenn bætast í hópinn. Allar voru þess- ar konur mjög vel skólaðar í grundvallaratriðum myndlista enda fer slík skólun oftast saman við afburðaárangur á vettvangi listiðnaðar og í mörgum tilvikum hafa viðkomandi upphaflega ætl- að að hasla sér völl á sviði mál- verks, höggmyndar eða grafík- listar. Aðstæðurnar og brauð- stritið hafa hér sitt að segja um það hvernig lífþræðirnir spinnast er út í lífið er komið. Því er þannig farið, að ekki nema brot þeirra er útskrifast úr fagurlistaháskólum hafa mögu- leika á því að sjá sér farborða á myndlistarvettvangi, nema að slíkir fylgi duttlungum og óþroskuðum smekk almennings. Það hefur því ósjaldan aðdrag- anda sjálfsbjargarviðleitni að menn leggja út í hliðargeira frjálsrar myndlistar og það er bá, Myndlist Bragi Ásgeirsson sem skapandi kenndir fara þar að blómstra. Það er kostulegt til þess að hugsa, að fólk þykist skilja og kinkar kunnuglega kolli, sjái það óhlutlægt form í listiðnaði en þol- ir slíkt ekki í hreinni myndlist. Þetta síðasta hefur einmitt gefið listamönnum tækifæri til að ná til fólks með sjálfstæða listsköp- un í greinum listiðnaðar og hefur það einmitt orðið til að hefja við- komandi listgrein í æðra veldi. Áhuginn spyr ekki um aldur ef því er að skipta, og sá er vilja og þörf hefur til að skapa á listasviði heldur sínu striki hvað sem aðrir segja. Hér duga engar fortölur né spár um rýra lífsafkomu, menn hugsa yfirhöfuð ekki um slíkt og eru ánægðir svo lengi sem þeir fá útrás fyrir skapandi kenndir. Hugur Vigdísar Kristjánsdótt- ur stóð snemma til myndlistar og 16 ára að aldri hefur hún listnám í Reykjavík. Sækir teiknitíma í kvöldskóla Stefáns Eiríkssonar og Ríkharðs Jónssonar, jafn- framt lærði hún meðferð olíulita hjá Guðmundi Thorsteinssyni. Hún er 17 ára er hún málar mál- verkið af Kollafirði, sem getur að líta af litskyggnu á sýningunni í Listasafni alþýðu og koma þar fram ótvíræðir listrænir hæfi- leikar. Áratugur líður án mikilla at- hafna á myndlistarvettvangi en þá heldur hún utan til náms en nú í píanóleik. Tónlistin átti allt- af hug hennar og gat hún ekki gert upp á milli þessara tveggja listgreina lengi vel. í útlandinu dvelur hún í rúmt ár og málar þar og teiknar talsvert á tímabil- inu. Þá er Vigdís gerir loks upp hug sinn og ákveður að helga sig myndlistinni er hún 38 ára göm- ul. Hún hefur nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1942 og virðist hafa unnið þar af mik- illi atorku, sem má marka af um- mælum kennara hennar Kurt Zier, er kvað hér jafnvel nýjan Kjarval á ferð. Hélt hann alla tíð mjög á lofti hæfileikum þessa nemanda síns. Hugur Vigdísar beindist öðru fremur að málverkinu og hlið- argreinum þess og það mun hafa verið fyrir áeggjan Kræsten Iversen, að hún tók til við vefinn. Veit ég til þess, að Kræsten var mjög hrifinn af málverkum og vefnaði Júlíönu Sveinsdóttur og þarf ekki að fara í grafgötur um það, hvert hann hafi vísað um fordæmi, máli sínu til stuðnings. Af nokkrum litskyggnum á sýningunni má ráða að Vigdís hefur verið mjög samviskusamur nemandi, gert hlutina eins vel og hún framast gat. Þekki ég nógu vel til þess að geta fullyrt, að árangurinn var vel yfir meðallagi á listaháskólanum a.m.k. í deild Kræsten Iversen. Myndirnar eru þó á engan hátt frumlegar enda kappkostuðu menn að læra ákveðnar reglur af prófessorum sínum um útfærslu myndverka. Kennslan var þannig í ágætu lagi íhaldsöm. Er áhugi Vigdísar hafði verið vakinn fyrir vefnaði og hún tekin til starfa á því sviði héldu henni engin bönd og hún gerir það sem rétt var, söðlar um og heldur til Osló. Þar stundar hún nám við „Statens Kvinnelige Industriskole" 1953—’55 og lýkur því með ágætiseinkunn í öllum fögum. List sína kynnir Vigdís fyrst í Bogasal Þjóðminjasafnsins árið 1954 eða ’55 og vakti sú sýning góða athygli, — ljóst var, að ís- lendingar höfðu í Vigdísi Krist- jánsdóttur eignast nýja og dug- andi vefjarlistarkonu. Vigdís var nú orðin hámenntuð í sínu fagi og er merkilegt að Myndlista- og handíðaskólinn skyldi ekki nýta sér betur þekk- ingu hennar og þá einkum á sviði jurtalitunar. Áð vísu kenndi hún um tíma en aldrei var um varan- lega, samfellda kennslu að ræða. Það var einmitt á sviði jurtalit- unar, sem Vigdís var brautryðj- andi og vann mikið og gott verk. Tveir meginþættir einkenndu myndsköpun Vigdísar lífið í gegn og um leið andstæðir mjög. Vil ég fyrst nefna tilhneiginguna til hins smágerða, sem fylgdi henni alveg frá árunum í Handíðaskól- anum og virtist færast í aukana hin síðari ár líkast því, sem hún leitaði þess horfna með ljúfsárum trega. Af allt öðrum toga eru hin hreinformuðu teppi þar sem þungamiðjan öll er lögð á hina samfelldu heild. Þau teppi þykja af listfróðum hápunkturinn á ferli Vigdísar og vera það, sem lengst mun halda nafni hennar á lofti. Um einstök teppi á sýning- unni fjölyrði ég ekki því að ég hef fjallað um svo margar sýningar Vigdísar um dagana, -að um hreinar endurtekningar fyrri um- mæla yrði þá að ræða. Málaralistin átti hug Vigdísar starfsferil hennar allan og hún harmaði það á stundum mjög að hafa látið leiðast út í myndvefn- að, — olíuliti snerti hún ekki eftir að hún hóf að vefa en vann af mikilli nærfærni í vatnslitum. Sýning Listasafns alþýðu á verkum Vigdísar Kristjánsdóttur er því til mikils sóma og þá ekki síst Hrafnhildi Schram, sem haft hefur veg og vanda af vali mynda, uppsetningu þeirra og sýn- ingarskrá. Þykir mér rétt að ljúka þessum línum með því að vísa til þeirrar mikilúðlegu, römmu kveðju, sem Valgerður Briem sendir Vigdísi og sér sér stað í sýningarskrá: Vigdís vefari birtist bezt í verkum sínum, á stundum hríf- andi unaður að návist hennar, hláturmild, orðhög, spaugsöm. Hitt veifið dramblát, dulúðg, stödd í blóðugum valnum með hatur í hug, lét gamminn geysa mitt milli blíðra brosa eða þagn- ar. Var fjarri. Stödd í veröld drauma sinna, hugsýna. Bar þá ört að yrkisefnin, sem í vefjum hennar óræð, máttug í mýkt margslungra minninga óf hún sál sína í ullina. „UIl er gull“ sagði hún. Tregi sá sem hún samt bar í sál að hafa gloprast í myndvefinn flaut oft upp. „Ég átti aldrei að hætta að mála.“ Tilboð Langar þig á skídi? Viö bjóöum ágætis tékknesk Compact- skíöi meö LOOK bindingum og skíðastoppurum á aðeins kr. 1000-— Stæröir 170-180-190 sm. Ath Skíði skal taka jafnstór notanda. Einnig unglingaskíöi, sama tegund. Stæröir 150-160-170-175 sm meö 'JR skíðabindingum og skíöastoppurum á aöeins kr. 880.— Ath.i Stærð skíða skal vera 10 sm stærri en notandi. Póstsendum 5- T A' UTILIF Glæsibæ, sími 82922.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.