Morgunblaðið - 18.03.1982, Side 1

Morgunblaðið - 18.03.1982, Side 1
48 SIÐUR MEÐ MYNDASOGUBLAÐI 60. tbl. 69. árg. FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. V-Þjóðverjar taka til- boði Brésnevs fáiega Bonn, 17. mars. AP. STJORNVÖLD í V-Þýskalandi hafa brugðið hart viö og sagt tilboð Leonid Brésnevs um að stöðva staðsetningu kjarna- vopna í Evrópu aðeins miða að því að grafa undan fyrirætlun- um Bandaríkjamanna í kjarnorkumálum í Vestur-Evrópu. Fréttaskýrendur í V-Þýskalandi segja tilboð Brésnevs þaulhugsað og greinilega ætlað að skapa sundrungu innan flokks Helmut Schmidt. Flokksþing sósíaldemó- krata hefst í næsta mánuði. Talið er að aðalumræðuefnið þar verði stefna kanslarans í utanríkis- og varnarmálum. V-þýsk dagblöð tóku tilboði Sov- étleiðtogans fálega. Die Welt sagði m.a., að þótt Brésnev virtist veiklulegur á myndum væri valda- stefna hans greinilega enn í góðu gildi. Annað dagblað sagði, að Sovétmenn nýttu sér út í ystu æs- ar álit almennings í Vestur- Evrópu á Reagan Bandaríkjafor- seta. Franz Josef Strauss, forsætis- ráðherra, spáði því í dag, að við- ræður við Sovétmenn um kjarn- orkuvopn tækju langan tíma. Sagði Strauss ennfremur að við- Gullverð lækkarenn liondon, 17. mars. Al*. GULLVERÐ féll enn í dag. Þegar markaöir lokuóu í Lundúnum var verðið á úns- unni komió niður í 316 doll- ara, en hafði reyndar hækk- að örlítið frá því fyrr um dag- inn, er það datt niður í 314,50 dollara. Verðið lækkaði um 6 dollara frá því mörkuöum var lokað í Lundúnum á þriðjudag. Staða Bandaríkjadollara versn- aði eilítið og stóð hann í dag verr gagnvart evrópskum gjald- miðlum en daginn áður, að undan- skildum franska frankanum. Talið er að fregnir um fyrirhuguð gull- kaup ríkja við Persaflóa hafi vald- ið því að gullverð fór stígandi á nýjan leik í dag. Silfurverð lækkaði einnig í Lundúnum í dag og reyndar mun meira hlutfallslega en gullið. Verð á únsunni var við lokun skráð á 7,065 dollara og hafði lækkað um 0,18 dollara frá því deginum áður. brögð sósíaldemókrata sýndu alls ekki vilja þjóðarinnar í reynd. Miklar umræður urðu um tilboð Brésnevs á sænska þinginu í dag og skiptust þingmenn í tvo hópa. Olof Palme sagði að hann liti svo á, að tilboð þetta væri til þess að draga úr vígbúnaðarkapphlaup- inu. Gæti það leitt til viðræðna og síðar farsæls samkomulags. Ola Ullsten, forsætisráðherra, var ekki á sama máli. Sagði hann að tilboðið yrði að skoða gaumgæfi- lega í ljósi vígbúnaðar Sovét- manna í Evrópu. ítalska stjórnin lýsti því yfir í dag, að tilboð Sovétmanna undir- strikaði aðeins vilja þeirra til við- ræðna um afnám kjarnorkuvopna í Evrópu. írakar sýna auk- inn sáttavilja Bandaríkjastjórn hvetur til friðar Washington, 17. mnrs. AP. BANDARÍKJASTJÓRN hefur hvatt ríki heims til aö nota hvern þann mögu- leika sem gefst til að stuðla að sáttum i hinni 18 mánaða löngu dcilu á milli írana og fraka. Segir að mikilvægt sé, að jafnvægi skapist á nýjan leik í þessum heimshluta. þær aðgerðir er kunna að draga styrjöldina á langinn. Fljótlega eftir að styrjöldin braust út í september 1980 sóttu ír- akar hratt inn í íran. Sókn þeirra var síðan stöðvuð og hafði hvorugur betur um langt skeið þar til írönum tókst að hrekja fraka til baka af nokkrum landsvæðum, sem þeir höfðu náð á sitt vald. Gagnsókn ír- aka í síðasta mánuði færði ástandið á ný í svipað horf. Washington Post hefur greint frá því, að írakar hafi sýnt aukinn vilja á að binda enda á styrjöldina við írana. Ekki var frá því greint í hverju sá aukni vilji væri fólginn. Haft er eftir talsmanni stjórnar- innar, að styrjöldin á milli þjóð- anna sé hvorki til hagsbóta fyrir Bandaríkjamenn né hinn frjálsa heim. Hefur Bandaríkjastjórn hvatt önnur ríki til að forðast allar Grænfriðungur staðinn að verki Kanadískur lögreglumaður handtekur á myndinni einn meðlima Grænfriðunga þar sem hann úðar grænni máln- ingu á selkóp við St. Lawrence-flóann. Tveir Grænfrið- ungar voru handteknir að auki og dæmdir í 1500 dala sekt hver. Voru þeir að mótmæla seladrápi. Með því að úða málningu á feld kópanna gera þeir skinnin verðlaus. • • Oflug andspyrnuhreyfíng Samstöðu sögð starfrækt Varsjá og London, 17. mars. AP. ÞEIR meðlimir Samstöðu, sem enn ganga lausir, hafa skipulagt andspyrnu- hreyfíngu með mikilli leynd, að því er haft er eftir áreiðanlegum heimildum í Varsjá. Segir ennfremur, að hreyfíngin sé vel skipulögð og sú öflugasta í landinu frá því herlög gengu í gildi í desember. Er henni líkt við andspyrnu- hreyfíngu, sem stofnuð var í Gdansk snemma á síðasta áratug. Starfsemi hreyfingarinnar er sögð mjög víðtæk og öflug. Segir að hundruð manna taki þátt í henni. Vestrænir diplómatar í Varsjá hafa sagst þess fullvissir, að yfirvöldum hafi enn ekki tekist að uppræta andspyrnuhreyfingar í landinu. Þá er einnig haft eftir þeim, að ekki sé vitað með vissu styrkleika hreyfingarinnar, um Fyrstu bandarísku gKsluliðarnir er þeir koma til Sharm El Sheikh á Sinaiskaganum í gær. Halda þeir uppi friðargæslu á skaganum þar til ísraelsmenn afhenda Egyptum endanlega síðustu landsvæðin, sem þeir hernámu í 6 daga stríðinu. þótt vissulega sé tilvist hennar staðreynd. Leiðtogar hreyfingar þessarar eru sagðir vera þeir Bogdan Lis, Lech Walesa og Aleksander Hall. Þeir Lis og Hall hafa báðir komið mjög við sögu í pólskum and- spyrnuhreyfingum til þessa. Wal- esa er sem kunnugt er enn í haldi. Á sama tíma skýrðu yfirvöld í Póllandi frá því að sex starfsmenn póstþjónustunnar í Varsjá hefðu verið handteknir. Urðu þeir upp- vísir að því að stela innihaldi póstböggla, sem bárust til lands- ins erlendis frá. Verða þeir leiddir fyrir herrétt innan skamms. Sendinefnd háttsettra banda- rískra embættismanna undir for- ystu James L. Buckley kom í dag tii Lundúna frá París. Var sendi- nefndin að leita eftir stuðningi Breta við sameiginlegar þvingun- araðgerðir gegn Sovétríkjunum. Áður hafði nefndin verið á fundi með v-þýskum ráðamönnum í Bonn. Fékk hún fremur dræmar undirtektir þar, sem og í París. Þrátt fyrir að flestar vestrænar þjóðir virðist sammála um að grípa beri til þvingunaraðgerða gegn Sovétríkjunum hefur lítið orðið um efndir í þeim efnum. Viðhorf Breta eru þau, að þvinganir séu gagnslitlar nema hægt sé að samræma þær og það er nokkuð, sem er næsta ómögu- legt. Tveir menn létust í dag í Varsjá er eldur kom upp í farþegalest. Kviknaði í þremur vögnum og urðu tveir menn eldinum að bráð. Bréfsprengja gerð óvirk London, 17. mars. AP. SCÖTLAND Vard tilkynnti í dag að starfsmenn lögreglunnar hefðu í dag gert bréfsprengju, sem send var ritara varnarmálaráðuneytis- ins, John Nott, óvirka. Sprengjan uppgötvaðist er starfsmanni á skrifstofu Nott fannst lítill böggull í póstsend- ingu til hans, torkennilegur. Var þegar haft samband við lögregluna, sem gerði sprengj- una óvirka. Þetta var fyrsta bréfsprengj- an sem fundist hefur í Lundún- um síðan í júní á síðasta ári er einn þingmanna íhaldsflokks- ins, John Biggs Davidson, fékk svipaða sendingu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.