Morgunblaðið - 18.03.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.03.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1982 Fjölgun sela við landið eykur ormavanda í fiskiðnaðinum Meðal leiða, sem rætt er um til að fækka hringormi í fiski er að auka selveiðar og veita verðlaun fyrir hvern veiddan sel SEL HEFUR farið fjölgandi við strendur íslands á undanförnum árum og á sama tíma hefur hringormur í fiski stöðugt orðið meira og dýrara vandamál í fiskvinnslu. Sýnt hefur verið fram á samhengi milli fjölda og útbreiðslu sela og hringormasýkingar í fiski. Sú aðferð, sem margir telja heppilegasta til að útrýma hringormi í fiskafurðum, er að rjúfa hringrás ormsins með því að fækka selum verulega, en selir eru lokahýslar hringormsins. Loftmyndir af selalátrum við suðurströndina. Selveiðar á Breiðamcrkursandi árið 1977. Undanfarin þrjú ár hefur svokölluð „Hringormanefnd" starfað að rannsókn á því mikia vandamáli, sem hringormar í fiski eru og er nefndin skipuð fulltrúum helztu samtaka í fiskiðnaði og forystumönnum fisksölufyr- irtækja íslendinga í Bandaríkjunum. í nefndinni sitja undir forsæti Björns Dag- bjartssonar, forstjóra Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Hjalti Einarsson, SH, Árni Benediktsson, Sambandinu, Friðrik Páls- son, SÍF, Þorsteinn Gíslason, Coldwater, og Guðjón B. Ólafsson, Iceland Seafood. Nefndarmenn hafa meðal annars rætt við marga bændur um auknar selveiðar og hef- ur sú hugmynd komið fram, að bændum verði greitt sérstakt verðlaunafé fyrir að veiða sel, þá einkum fullorðin dýr, til að halda selastofninum innan ákveðinna marka. Þetta er ekki fyrsta nefndin, sem skipuð er til að fjalla um þessi mál, því áður starf- aði svokölluð „Selanefnd" undir for- mennsku Eyjólfs ísfelds Eyjólfssonar, for- stjóra Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, og um þetta vandamál hefur ítrekað verið rætt og ályktað á fiskiþingi og öðrum fund- um hagsmunaaðila í fiskiðnaði. „Okkar hugmyndir beinast meðal annars að því að halda selastofninum í skefjum þannig að hringormur yrði minna vanda- mál fyrir fiskiðnaðinn heldur en nú er,“ sagði Björn Dagbjartsson í samtali við Morgunblaðið. „Það sem í okkur hefur stað- ið er að finna skynsamlega nýtingu á seln- um, en kópaveiði hefur hrapað síðustu árin. Nú er svo komið, að kópaveiði síðustu tveggja ára nam aðeins >/3 af af því, sem hún var að meðaltali hér áður fyrr, eða '/) af því sem hún var mest. Þetta þýðir ein- faldlega að sel fjölgar og við áætlum að honum fjölgi um 2—5% á ári hverju. Útsel virðist fjölga meira heldur en landsel og útselurinn er nánast ekkert nýttur. Hann er enn hættulegri sem hýsill hringorms og dreifandi heldur en landselurinn og étur meira af fiski enda stærri skepna," sagði Björn Dagbjartsson. Erlingur Hauksson, líffræðingur, hefur starfað með nefndinni að rannsóknum og sagði hann í vikunni, að algengustu hring- ormarnir í þorskholdi væru lirfur selorms- ins og „Anisakis simpleks". „Varðandi sel- ormslirfur, þá eru sýni frá miðum undan suðurströndinni með áberandi lága sýk- ingartíðni og lítinn fjölda lirfa í fiskhold- inu, en mest er sýkingin af selormalirfum í Breiðafirði. Um Anisakis-lirfur skera sýni úr Breiðafirði sig úr með mun hærri sýk- ingartíðni og meiri fjölda lirfa í fiskholdinu en á öðrum svæðum. Kannanir sýna, að hringormafjöldi í hráefni til frystingar er mjög breytihegur á milli frystihúsa, en þó kemur ekki fram svæðisbundinn munur að þessu leyti né heldur skýrir mismunur á báta- og togaraafla í hráefni húsanna þenn- an mun nema að litlu leyti. Samkvæmt þessu er hringormavandinn ekki frekar bundinn meira einu strand- svæði en öðru, heldur er hann vandamál í öllum frystihúsum. Nokkur munur kemur fram eftir árstímum og er tíðni orma lægst á tímabilinu frá marz til júní hjá allflest- um. Göngur þorsks frá Grænlandi gætu skýrt þetta, en sá þorskur er nánast hring- ormalaus og gengur fyrst á íslandsmið eftir að hafa náð kynþroska. MEIRIHLUTI ÞORSKS SÝKTUR AF SELORMI Hringormasýking í holdi þorsks eykst yfirleitt með lengd og aldri fisksins.Rann- sóknir frá 1980 sýna, að meirihluti þorsks var sýktur af selormslirfum og samanburð- ur við fyrri kannanir bendir til, að hring- ormasýking þorsks hér við land hafi aukizt mjög á síðustu áratugum. Kynþroska selormar hafa fundizt í öllum þeim selategundum, sem finnast hér við land og einnig í hnísu og búrhval. Lirfur ormsins hafa fundizt í þorski, langlúru, lúðu, skötu, skarkola, löngu, skötusel, karfa og ýsu hér við land, en allt eru þetta mikil- vægar tegundir nytjafiska. Landselur og út- selur eru lokahýslar fyrir þennan orm og virðist þetta reyndar eiga við um allar sela- tegundir á norðurslóðum. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið til að kanna hvernig hringrás selormsins er háttað í sjónum benda til þess, að eggin berist úr selunum með saur í ýmis botnlæg krabbadýr eins og marflær og þanglýs. Þau eru því fyrsti millihýsill, en fiskurinn annar millihýsill. í lokahýsil berast ormarnir er selir éta sýkta fiska. Við rannsóknir kom í ljós, að selormurinn reyndist algengasti hringormurinn í melt- ingarvegi sela hér. Útselir reyndust sýktari en landselir og líkur hafa verið leiddar að því, að meiri hringormasýking þorsks í Breiðafirði og við Vestfirði stafi af fleiri útselum á þessum slóðum, en annars staðar við strendur landsins. Þá reyndust þeir sel- ir, sem étið höfðu þorsk, vera sýktari heldur en selir, sem höfðu aðra fæðu í maganum. Á síðustu árum hefur á vegum Hringorma- nefndar verið safnað á þriðja hundrað sýn- um og er úrvinnslu um það bil að ljúka," sagði Erlingur Hauksson. KOSTNAÐUR VIÐ ORMA- HREINSUN EKKI UNDIR 25 MILUÓNUM KRÓNA En hversu mikið vandamál eru hringorm- ar raunverulega í íslenzkum fiskiðnaði? Morgunblaðið ræddi við forystumann í frystiiðnaði og sagði hann, að þetta vanda- mál væri orðið gífurlega mikið og kostnað- urinn, sem þessu fylgdi, væri meiri en fólk almennt gerði sér grein fyrir. Hann nefndi sem dæmi, að starfsfólk í ákvæðisvinnu í frystihúsum fengi Vi úr mínútu eða 15 sekúndur til að fjarlægja hvern orm og samkvæmt því kostar um 18 aura að fjar- lægja hvern orm, en kostnaður við hvern orm lækkar reyndar eftir því, sem fleiri ormar eru í fiskinum. Auk beins launakostnaðar má nefna þau áhrif, sem ormaður fiskur hefur á markaðs- verð, pakkningaval og loks tefur ormatínsl- an vinnslu og kallar á aukavinnu. Ekki er óalgengt, að í hverjú kílói af fiski séu tveir ormar og áætlað hefur verið, að í frystihús- um séu hreinsaðar 140 milljónir hringorma úr þorski á hverju ári. Launakostnaður vegna þess verks gæti verið í kringum 12 milljónir króna eða um 1,2 milljarðar gkróna. Hér hafa verið áætlaðar tölur um kostnað í frystiiðnaði og farið varlega í sak- irnar, en ormavandamálið er einnig fyrir hendi við verkun saltfisks. Svo dæmi sé tekið um þá miklu vinnu, sem fer í ormatínslu úr þorski, má nefna, að við Isafjarðardjúp hefur verið slegið á það, að þar séu oft hreinsaðir 100 þúsund ormar úr fiski á dag. Það verk tekur yfir 20 þúsund mínútur eða hátt í 400 klukkustundir og kostnaður gæti verið í kringum 15 þúsund krónur eða 1,5 milljónir gkróna á degi hverjum á þessu eina svæði. „Ég held að því verði ekki á móti mælt, að stækkun selastofnsins hefur aukið hring- ormavandann í fiskvinnslunni. Því er nauð- synlegt að halda stofninum í skefjum og það var gert hér áður fyrr með selveiði, en um slíkt hefur ekki verið að ræða síðustu ár vegna lágs verðs á selskinnum. Því þarf að leita annarra ráða,“ sagði fyrrnefndur for- ystumaður í frystiiðnaði. Margvísleg tækni og nýjar aðferðir hafa verið reyndar til að vélvæða og fullkomna ormaleit og hreinsun orma úr fiski. í þess- um tilgangi hafa fjölmargar tækninýjungar verið reyndar en án árangurs og öll þessi tækni á það sammerkt að vera mjög kostn- aðarsöm. Ef nothæf tækni kemur fram á sjónarsviðið er talið, að slík tæki verði mjög dýr og aðeins verði mögulegt að nota hana við eftirskoðun og flokkun flaka. Eins og staðan er í dag, þá fer ormahreinsunin fram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.