Morgunblaðið - 18.03.1982, Side 24

Morgunblaðið - 18.03.1982, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1982 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 110 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 7 kr. eintakiö. Blendin Blöndumál Stjórnarráðið er smám saman að breytast í einskonar „þjóðleikhús" fyrir fjörbrot stjórnarsamstarfsins. Þegar aðför Svavars Gestsson- ar, félagsmálaráðherra, og Hjörleifs Guttormssonar, iðnaðarráðherra, að Ólafi Jóhannessyni, utanríkisráðherra, vegna Helguvíkurmála, stendur sem hæst, fara orkuráðherra og formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins í hár saman um Blöndumál. Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist ekki „hafa haft hugmynd um“ undirritun Blöndusamninga. Hjörleifur Guttormsson staðhæfir hinsvegar að Steingrími hafi verið fullkunnugt um þann gjörning. Engum, sem fylgst hefur með gangi Blöndumála, getur dulizt, að undirritun samninga byggist á lokasamstöðu í ríkisstjórninni, þó að vafi leiki á fullu samráði við þingflokka. Það kom líka á daginn, eftir að Hjörleifur Guttormsson hafði undirritað samninga við fimm af sex viðkomandi hreppum um virkjun Blöndu, samkvæmt virkjunarkosti 1, að formaður þingflokks Framsóknarflokksins umturnast og ræðst með heift mikilli að þremur ráðherrum í ríkisstjórninni vegna málsmeðferð- ar: Hjörleifi Guttormssyni, Ragnari Arnalds og Pálma Jónssyni. Páll Pétursson, formaður þingflokks framsóknar, segir Hjörleif Gutt- ormsson kontórista fyrir Ragnar Amalds og Pálma Jónsson, „hann hafi enga röggsemi til að kveða upp úr með, hvað eigi að gera, heldur láti tuska sig til“. Þá sendir Páll samþingmanni sínum úr Norðurlands- kjördæmi vestra, Pálma Jónssyni, kaldar kveðjur, og lætur liggja að því, að landið hafa verið “landbúnaðarráðherralaust". Það er eftir þetta skapvonzkukast þingflokksformannsins sem Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, dregur í land og sver af sér alla vitn- esku um undirskrift Blöndusamninga. Steingrímur hefur áður svarið af sér vitneskju um framvindu mála. Hann kann þó flestum betur að erja sinn pólitíska bakgarð. Mergurinn málsins er sá, að gagnstæðar yfirlýsingar Hjörleifs og Steingríms og blendnin í Blöndumálum sýna þjóðinni, enn og aftur, óheilindin og tvískinnunginn í því stjórnarsamstarfi sem nú er í fjör- brotum. Þessi fjörbrot geta enzt vikur og mánuði en lyktir þeirra eru fyrirséðar. Þrjár yfirlýsingar forsætisráðherra Umræður utan dagskrár á Alþingi um Helguvíkurmál leiddu í ljós þá meginstaðreynd, að þrír þingflokkar standa heilshugar að baki utanríkisráðherra. Þinglið allt, að þingmönnum Alþýðubandalags einum undanskildum, telur utanríkisráðherra vera að framkvæma einróma þingsályktun um flutning eldsneytisgeyma varnarliðsins og standa rétt að framkvæmdinni. Þessi flutningur styðst við þríþrættan rökstuðning: 1) að forða vatnsbólum þéttbýlissvæða frá mengun, 2) að ná fram skipulagsmarkmiðum viðkomandi sveitarfélaga og 3) búa þessum þætti, í öryggissamstarfi okkar og bandalagsþjóða okkar aðstöðu á nýjum stað innan varnarliðssvæða. Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, tók þrívegis til máls í umræð- unni. í fyrstu tölu hans var meginpunkturinn sá, að ekki væri þörf úrskurðar hans sem forsætisráðherra um það, hvaða ráðuneyti fari með skipulagsmál á varnarliössvæðum. Kjarninn í annari ræðunni var sá, að utanríkisráðherra hafi notið og njóti trausts forsætisráðherra. Þessi svör vóru skýr og skiljanleg, þó skiptar skoðanir kunni að vera um niðurstöðuna í hinu fyrra svarinu. Traustsyfirlýsingu á utanríkisráð- herra, að gefnu tilefni árása ráðherra Alþýðubandalagsins á hann, fögnuðu hinsvegar allir lýðræðissinar. Þriðja ræðan var tortryggileg og sló á strengi efasemda í hugum almennings. Hún kallar fram áleitnar spurningar, en þar gerir forsætisráðherra því skóna, „að leita þurfi samkomulags“ innan ríkisstjórnarinnar um málið. Er forsætisráðherra með þessum orðum að gefa í skyn að knýja eigi utanríkisráðherra til undanhalds í máli, sem styðst við einróma þings- ályktun, yfirgnæfandi þingvilja, og fylgt hefur verið fram innan ótví- ræðs valdsviðs utanríkisráðherra? Ekki er það „lögmál lýðræðis" að ganga á svig við mikinn meirihlutavilja þings og þjóðar til að þóknast minnihlutahópi kommúnista, sem stendur einn að sérstöðu í þessu máli, jafnvel þó einhver „leynisamningur" lúti í þá veru. Hér er mál á ferð sem hinn þögli meirihluti þjóðarinnar verður að gefa góðan gaum. Löðurþáttur ríkisstjórnar Olafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, líkti fjölmiðla- og fjölbragðaglímu einstakra fagráðherra um Helguvíkurmál, flugstöðvarmál, flugskýlamál, Blöndumál o.fl. við „vit- leysuna sem sýnd er í sjónvarpinu og nefnd er Löður", en þeir þætti enda jafnan á spurningamergð. Hvað gerizt í næsta Löðurþætti ríkisstjórnarinnar, spurði Ólafur: Verður Olafur áfram utanríkisráðherra? Eta kommarnir aftur allt ofan í sig? Hvaða ráðuneyti fer með skipulagsmál varnarliðssvæða? Ráða Essó og kommarnir staðsetningu eldneytisgeyma — eða utanríkisráð- herra í umboði Alþingis? Eru orð ólafs lög eða ekki? Verða Blöndu- samningar staðfestir í ríkisstjórninni — eða var Hjörleifur aðeins að stríða Páli á Höllustöðum? Hver ræður meira í þingflokki Framsóknar nefndur Páll eða orkuráðherra? Næsti Löðurþáttur ríkisstjórnarinnar verður mjög spennandi, sagði Ólafur, en annað mál er, hvort ekki er senn tímabært, að slá botninn í þá pólitísku Löðurendaleysu, sem ráðherrarnir hafa sviðsett. Boðið til Spánar í sumar A fjórða hundrað manns flytja Mattheusarpassíu á föstudaginn langa Pólýfónkórinn: POLÝFÓNKÓRINN, Hamrahlíðarkórinn og Öldutúnskórinn flytja Mattheus- arpassíu Bachs í heild á fostudaginn langa og er þetta í fyrsta sinn, sem þetta mikla verk Barhs er flutt í heild á íslandi, en flutningur þess tekur þrjár og hálfa klukkustund. Að flutningi verksins standa nokkuð á fjórða hundrað manns og er þetta umfangsmesta tónverk, sem flutt hefur verið á íslandi fram til þessa. Þetta kom fram þegar Morgunblaðið bað Ingólf Guðbrandsson stjórn- anda Pólýfónkórsins frá upphafi, að skýra frá flutningi þessa verks. Það kom einnig fram hjá IngólH Guðbrandssyni að Pólýfónkórnum hefur verið boðið til Spánar i sumar og á kórinn að syngja þar á sex stöðum. í þessu skyni hafa spönsk stjórnvöld veitt kórnum 100 þúsund króna styrk til ferðarinnar. Þann 8. apríl næstkomandi eru liðin 25 ár síðan Pólýfónkórinn kom í fyrsta skipti fram opinberlega á íslandi. Ingólfur Guðbrandsson sagði að Mattheusarpassía Bachs væri eitt af öndvegistónverkum allra tíma, en textinn væri úr Biblíunni. Mattheusarpassían hefði aðeins einu sinni verið flutt á íslandi og hefði það verið á 15 ára afmæli Pólýfónkórsins og verkið þá verið flutt stytt. „Nú eru 10 ár liðin síðan umrætt tónverk var fyrst flutt hérlendis og nú ætlar Pólýfónkórinn að minna þjóðina á tilveru sína með því að flytja þetta stórverk óstytt í tilefni afmælisins. Verkið verður aðeins flutt tvisvar sinnum í Háskólabíói, en fleiri konsertum verður ekki komið við. Þessa dagana er svo ver- ið að gera athuganir á, hvort ekki sé hægt að bæta hljómburð Háskóla- bíós fyrir þetta tilefni," sagði Ing- ólfur. Pólýfónkórinn fékk til liðs við sig tvo aðra kóra til að flytja Matthe- usarpassíuna, hvorn á sínu sviði, er það gert þar sem passían er samin fyrir þrjá kóra, það er tvo blandaða kóra og barnakór. Pólýfónkórinn syngur aðalkórhlutverkið, Hamra- hlíðarkórinn nokkru minna kór- hlutverk. I inngangs- og lokakór verksins bætist Oldutúnskórinn við. Eins og fyrr segir, þá koma nokk- uð á fjórða hundrað manns við sögu við flutning Mattheusarpassíu. í Pólýfónkórnum eru um 140 söngv- arar, um 80 í Hamrahlíðarkórnum, sem Þorgerður Ingólfsdóttir hefur æft frá upphafi og kom hún sér- staklega til íslands frá Þrándheimi til að æfa kórinn og þá eru um 40 börn í Öldutúnskórnum, en stofn- andi hans, Egill Friðleifsson, æfir kórinn fyrir flutning passíunnar. Samtals koma því 260 kórfélagar fram og að auki 10 einsöngvarar og tvær hljómsveitir með um 45 hljóðfæraleikurum. Konsertmeist- arar verða Rut Ingólfsdóttir og Þórhallur Birgisson og leika bæði einleik með hljómsveitunum. Kem- ur Þórhallur gagngert til íslands frá New York í þessu skyni, en þar hefur hann leikið sem einleikari í vetur. Helstu einsöngvarar í Mattheus- arpassíu verða Michael Goldthorp, tenór, en hann fer með hlutverk guðspjallamannsins, en það gerði hann líka þegar Pólýfónkórinn flutti passíuna fyrir 10 árum, en þá kom hann hingað í forföllum Sig- urðar Björnssonar. Þá má nefna Ian Caddy, bassa, sem fer með hlut- verk Krists, Sigríður Ella Magnús- dóttir kemur heim frá London og fer hún með alt-hlutverkið, Elísa- bet Erlingsdóttir fer með sópran- hlutverkið og Kristinn Sigmunds- son syngur bassaaríur. Allir ís- lensku söngvararnir voru áður fé- lagar Pólýfónkórsins. „Æfingar kórsins vegna flutnings Mattheusarpassíu hófust um miðj- an janúar og er unnið af miklu kappi innan kórsins við undirbún- ing flutnings Mattheusarpassíu. Það er mikil vinna lögð á flytjendur og ekki síst stjórnanda við flutning svona viðamikils tónverks og fólk kemur úr öllum áttum til að flytja það, og til dæmis koma 16 manns erlendis frá. Það er séð að útlagður kostnaður vegna hljómleikahalds- ins, en hann er margvíslegur, verð- ur um 450 þúsund krónur, en há- markstekjur af aðgöngumiðasöl- unni eru 270 þúsund krónur. Það á hins vegar eftir að sjá hvernig á að brúa bilið. Það er því við ramman reip að draga og fyrirgreiðsla hins opinbera er til dæmis ekki ýkja ríf- leg. Það gleymist alveg að viður- kenna, hvað þá að meta hið ómet- anlega framlag þess fólks, sem vinnur jafnvel ár eftir ár að svona listastarfsemi, ekki bara fyrir sjálft sig heldur einnig þjóðfélaginu til vegsauka," sagði Ingólfur. „Pólýfónkórinn hefur þekkst boð um að koma fram í 6 borgum á Spáni á komandi sumri,“ sagði Ing- ólfur. „Hefst ferðin hinn 1. júlí næstkomandi og stendur í tvær vik- ur. Verður sungið í borgum í Anda- lúsíu og kemur kórinn meðal ann- ars fram á tónlistarhátíðinni í Granada, sem er ein af virtustu tónlistarhátíðum í Evrópu. Einnig verða tónleikar kórsins tengdir þeim heimsviðburði, sem heims- meistarakeppnin í knattspyrnu er, en Spánverjar tengja margvíslega menningaratburði við heimsmeist- arakeppnina og hafa Spánverjar veitt Pólýfónkórnum 1 milljón pes- eta eða 100 þúsund ísl. krónur í styrk til þessarar ferðar og nú er að sjá hvort íslensk yfirvöld láti sinn hlut eftir liggja," sagði Ingólfur að lokum. Hefur enga þýðingu, er alveg út í bláinn - segir Olafur Jóhannesson um ásökunarbréf Svavars „í GÆR, mánudaginn 15. mars, gaf utanríkisráðherra út reglugerð um skipulagsmál á varnarsvæðum. Félagsmálaráðuneytið heyrði fyrst af þessari reglugerð daginn sem hún var gefin út. Eins og kunnugt er, fer félags- málaráðherra með yfirstjórn skipulagsmála. Af þessu tilefni vill félagsmála- ráðuneytið taka fram, að það telur mjög óviðeigandi að nú skuli sett reglugerð á vegum utanríkis- ráðuneytisins um skipulagsmál innan „varnarsvæða", þegar tekið er tillit til þess, að hinn 8. mars sl. gaf skipulagsmálaráðherra, Svav- ar Gestsson, út reglur fyrir sam- vinnunefnd um sxipulagsmál á Suðurnesjum. í reglum þessum er gert ráð fyrir því, að samvinnu- nefnd um skipulagsmál á Suður-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.