Morgunblaðið - 18.03.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.03.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1982 25 Bókmenntaviðurkenning Almenna bókafélagsins Riddarar hring- stigans eftir Einar Má Guð- mundsson hlaut fyrstu verðlaun „Riddarar hringstigans er skáldsaga. Hún fjallar um nokkra örlagaríka daga í lífi drengs í Reykjavík og um félaga hans og umhverfi. Sagan er hugmyndarík og skáldlega sögð með mjög persónulegum stíl.“ — Framan- greind tilvitnun er umsögn þriggja manna dómnefndar Almenna bókafélags- ins, er dæmdi verk þau er bárust í samkeppni þeirri er félagið efndi til í tilefni 25 ára afmælis þess vorið 1980. Höfundur „Riddara hringstigans“ er Einar Már Guðmundsson, 27 ára að aldri, nemandi í almennri bókmennta- sögu við Kaupmannahafnarháskóla. Ónnur verðlaun í bókmenntasamkeppninni hlaut séra Bolli Gústavsson fyrir „Vorgöngu í vindhæringi“. Um það verk segir dómnefnd svo: „í bókinni skiptast á óbundið mál og Ijóð í frjálsu formi. Efn>ð er sótt í líf fólksins á Oddeyri við Eyjafjörð og gefur trúverðuga hugmynd um andrúm tiltekins staðar á árunum eftir stríðið." Aukaviðurkenningu hlaut svo ísak Harðarson, fyrir Ijóðabókina „Þriggja orða nafn“. Um hana seg- ir dómnefndin svo: „Þriggja orða nafn er ljóðabók. Hún er eftirtekt- arverð tilraun til að lýsa í nútíma- legum ljóðum leit ungs manns að andlegri staðfestu og guðstrú." Dómnefnd Almenna bókafélags- ins skipuðu þeir Eiríkur Hreinn Finnbogason norrænufraeðingur, Kristján Karlsson bókmennta- fræðingur og Gísli Jónsson menntaskólakennari. Fyrsta við- urkenning nam 70 þúsund krón- um, önnur viðurkenning 30 þús- und krónum, og aukaviðurkenn- ingin 20 þúsund krónum. Dulnefni Einars Más með skáldsögunni var „Hreinn", Bolli nefndi sig „Bjólf Bárðarson" og ísak „ísak Imask“. Upphaf þessarar bókmenntavið- urkenningar er það, að á 25 ára afmæli sínu vorið 1980 ákvað Al- menna bókafélagið að verja 100 þúsund krónum, sem þá voru 10 milljónir króna, til bókmenntavið- urkenningar fyrir frumsamið ís- lenskt bókmenntaverk áður óprentað. Upphæðin skyldi veitt einu til þremur verkum eftir því sem dómnefnd ákvæði. Hæsta við- urkenning skyldi þó aldrei nema lægri upphæð en kr. 50 þúsund, þ.e. 5 milljónum gamalla króna. Handritum merktum dulnefnum skyldi skilað fyrir árslok 1981. Dómnefndin tók síðan til starfa snemma í janúar síðastliðnum. Þá höfðu borist í þessa bókmennta- samkeppni 35 handrit — ljóð, leik- rit, skáldsögur o.fl. Dómnefndin lauk störfum 9. mars sl. og ákvað að skipta hinni auglýstu upphæð í tvennt og veita einu handriti aukaviðurkenningu að fengnu samþykki Almenna bókafélagsins. Umslög annarra þátttakenda í bókmenntasamkeppninni en þeirra sem verðlaun hlutu, verða ekki opnuð, og geta höfundar handrita látið sækja þau á skrif- Frá verðlaunaafhendingunni í gær, Eirikur Hreinn Finnbogason gerir grein fyrir niðurstöðum dómnefndar. Aðrir á myndinni eru, talið frá vinstri: Bald- vin Tryggvason formaður stjórnar Almenna bókafélagsins, dómnefndar- mennirnir Gísli Jónsson menntaskólakennari og Kristján Karlsson bók- menntafræðingur, og lengst til hægri er framkvæmdastjóri AB„ Brynjólfur Bjarnason. Ljósm.: Kagnar Axelwton. Verðlaunahafarnir: ísak Harðarson, Bolli Gústavsson og Einar Már Guðmundsson. stofu Almenna bókafélagsins. — Brynjólfur Bjarnason fram- kvæmdastjóri félagsins sagði þó áhuga vera á að gefa sum þeirra út, og yrði væntanlega komið boð- um til viðkomandi aðila. Handrit þau er bárust voru fjölbreytt að efni, að sögn dómnefndarmanna, hið stærsta þeirra um 1000 vélrit- aðar blaðsíður. Bæði þeir Einar Már og séra Bolli hafa áður gefið út bækur, en ljóð og smásaga hafa birst opin- berlega eftir Isak. Verðlaunarit- verkin þrjú verða væntanlega öll gefin út hjá Almenna bókafélag- inu síðar á þessu ári. „Þetta er gífurlega mikil bók!“ sagði Einar Már á blaðamanna- fundinum, er hann var spurður hvort hér væri mikið verk á ferð- inni. „Þetta er fyrsta skáldsaga sem ég lýk við, og hún er eiginlega hluti af stærra projekti“ sagði Einar ennfremur. „Persónurnar eru mjög ungar að árum er þessari bók lýkur, og þær eiga vonandi langt líf fyrir höndum, þó það skuli tekið fram að ég hef ekki í hyggju að skrifa sögu þeirra fram undir sjötugt! — Þetta er nýja Reykjavík sem ég er að lýsa, árin eftir eftirstríðsárin, sjötti áratug- urinn, þó farið sé bæði fram og aftur í tíma. Fullorðinn maður talar með rödd lítils stráks, en það á sér margar hliðstæður í heims- bókmenntunum. — Lengi í smíð- um? — Ætli ég hafi ekki haft þetta verk í kollinum frá því ég fæddist, en það fór að taka á sig fasta mynd nú síðustu misseri. — Nei, samkeppnin varð ekki til þess að ég færi að skrifa, en hún kann þó að hafa rekið á eftir, og er alla vega jákvæð og kemur sér mjög vel fyrir mig. Sagan hefði hins vegar orðið til samt sem áð- ur. Sagan er skáldsaga, ekki ævi- minningar eða byggð á eigin reynslu. í bókinni eiga pærsónurn- ar þó vonandi sína ævi og eru mjög lifandi. Hún gerist í einu af þessum nýju hverfum í Reykjavík, „The City of Reykjavík", ekki neinu sérstöku, Heimunum, Bú- staðahverfi eða einhverju öðru, heldur einhverju hverfi sem byggðist upp á þessu timabili. nesjum, sem í eiga sæti fulltrúar Keflavíkur, Njarðvíkur, Hafna, Sandgerðis, Garðs og Keflavíkur- flugvallar, skuli vinna að sam- ræmingu og endurskoðun á skipu- lagi þess svæðis, sem tekur yfir umrædd sveitarfélög og flug- vallarsvæðið, eftir því sem þurfa þykir. Til að gæta sérstaklega hagsmunamála sem varða svo- nefnd varnarsvæði situr í nefnd- inni fulltrúi varnarmáladeildar utanríkisráðuneytisins og er hlut- verk hans að gæta skipulags- hagsmuna Keflavíkurflugvallar og afla samþykkis utanríkisráðherra fyrir tillögum nefndarinnar. Skipan samvinnunefndar um skipulagsmá! á Suðurnesjum er í fullu samræmi við skipulagslög nr. 19/1964, sbr. 5. mgr. 3. gr. og beint framhald þeirrar vinnu sem þegar hefur verið unnin á þessu sviði í fyrrverandi samvinnu- nefnd, en þar er lagt til grund- vallar sem víðtækast samráð þeirra aðila sem svæðið byggja. Með útgáfu reglugerðarinnar hinn 15. mars er ekki annað að sjá en utanríkisráðherra reyni að gera að engu þá skipan mála sem samráðherra hans og yfirmaður skipulagsmála hefur ákveðið á þessu svæði. í annan stað er því mótmælt, að utanríkisráðherra skuli gefa út reglugerð, m.a. á grundvelli skipu- lagslaga, án þess að minnsta sam- ráð sé haft við skipulagsráðherra um málið. Enda þótt lög nr. 106/1954, sbr. reglugerð um Stjórnarráð Islands nr. 96/1969, feli utanríkisráðherra framkvæmd varnarsamnings og yfirstjórn mála innan varnar- svæða, verður að líta svo á að hon- um beri að fylgja íslenskum lögum í einu og öllu að svo miklu leyti sem á slíkt reynir, og m.a. hvað skipulagsmál varðar, að gæta þeirra ákvæða sem þau lög bjóða með tilliti til almannahagsmuna og hagsmuna þeirra sveitarfélaga sem hlutaðeigandi svæði byggja. Telja verður að ekki sé til of mikils mælst að ekki sé beinlinis gerð tilraun til þess að eyðileggja það starf sem unnið er í félags- málaráðuneytinu á umræddu sviði og það án nokkurs samráðs við ráðuneytið eða ráðherra. Félagsmálaráðuneytið, 16. mars 1982.“ Húsin, gatan og hverfið gegna ákveðnu hlutverki, og mynda sög- unni ákveðna umgerð. Þetta er ein, heil saga, en hún er þó þannig upp byggð, að hver kafli er jafn- framt sérstök saga.“ — Þú ert við nám í bókmennt- um í Kaupmannahöfn, þar sem sagan er skrifuð. Er mikill munur á því sem nú er að gerast í islensk- um og dönskum bókmenntum? „Nei, er það nokkuð? Eru ekki íslenskar bókmenntir að breytast í danskar bókmenntir? — Og þó, þetta eru eiginlega tveir ólíkir heimar. Laxness segir að Skand- inavar séu 800 árum á eftir okkur, og þó það sé ef til vill full mikið sagt, er talsvert til í því. Þeir eiga ekki þessa sagnahefð sem við eig- um hér. Danir hafa verið mjög uppteknir af sexúelum vandamál- um í bókmenntum sínum undan- farin ár, og alls konar reynslusög- ur kvenna hafa verið áberandi. Þetta er eitthvað að breytast núna, Danir eru að brjótast undan kvennahreyfingunni, og ljóð þar sem þeir leyfa pönkinu að fljóta dálítið um æðar sér, eru talsvert á dagskrá. — Ljóð eru ofarlega á baugi í Danmörku, og það koma hundruð ljóðabóka út árlega.“ Bolli Gústavsson hafði meðal annars þetta að segja um verk sitt: „Það er eiginlega á mótum ljóðs og sögu, á vissan hátt endur- minningaefni. Ég nota persónur sem ég þekkti sem drengur, frá þessu umhverfi í mótun, þar sem sveitamenn á mölinni höfðu enn ekki aðlagast hinu nýja umhverfi og ekki fest þar rætur. — En þetta er skáldskapur, og mjög veraldleg- ur meira að segja!" Isak kvaðst ekki vera alveg sam- mála því áliti dómnefndarinnar, að hann væri í ljóðum sínum endi- lega að leita að guði. „Þetta er, held ég, ekki beint guðsleit, heldur alveg eins leit að einhverjum and- legum verðmætum, en annars er þetta svo nátengt mér, að ég er ef til vill ekki fyllilega dómbær á það hver uppskeran er.“ Þeir Einar Már og ísak eru báð- ir Reykvíkingar, 27 og 25 ára að aldri, en séra Bolli er Akureyring- ur, 46 ára. — AH Jón Egilsson, sérleyfishafi á Akureyri: Þeir, sem áður hafa gef- ist upp, eiga enga heimt- ingu á sérleyfum nú „ÞAD er nú ekki allt satt og rétt, sem Haukur Sigfússon segir i Morgun- blaðinu í gær. Hann segir til dæmis aA faðir sinn hafi ekið á þessari leið í 40 ár, væri það rétt hefði hann þurft að fá meiraprófið 13 ára gamall. Sig- fús hafði sérleyfi á þessari leið, Egils- staðir — Mývatn, aðeins í 4 ár, frá 1963 til 1%6, er hann gafst upp og ég tók við og ók þá fra Akureyri til Egils- staða um Mývatnssveit og einu sinni í viku til Seyðisfjaröar samkvæmt áætl- un Smyrils, sem hófst 1975. Ég hef sem sagt verið með þessa leið í 15 ár og það má segja að hún hafi verið rekin með tapi 13 fyrstu árin. Nú þeg- ar leiðin er farin að skila hagnaöi vilja þeir, sem áður gáfust upp, fá hana aftur, þegar aðrir hafa auglýst hana upp með ærnum tilkostnaöi," sagði Jón Egilsson, eigandi Sérleyfisbíla Akureyrar, í samtali við Morgunblað- ið. „Það virðist vera venjan í þessu, að þegar þeir, sem gefizt hafa upp á akstrinum, sjá að hann er farinn að skila hagnaði, heimta þeir að fá hann aftur. Það er talað um, að þeir þurfi að halda uppi erfiðum vetrar- samgöngum um landshluta sinn og síðan komi aðrir og fleyti rjómann ofan af sumarumferðinni. Þessir menn virðast ekki gera sér grein fyrir þeim augljósu staðreyndum, að við höfum unnið þessa leið upp með taprekstri og miklum auglýs- ingakostnaði og geta þess ekki held- ur, að undanfarin sumur hafa þeir ekið farþegum um Austfirði og há- lendið á vegum Ferðaskrifstofu Austurlands og hafa jafnvel haft svo mikið að gera við það, að þeir hafa þurft að fá aðstoð frá Akur- eyri. Maður sér ekki betur en þeir hafi meira en nóg að gera á sumrin. Þá eru talsverðar rangfærslur í málflutningi Austfirðinganna, þeir segja að við höfum ekki lagt út í mikinn kostnað vegna leiðarinnar og séum með 8 til 15 ára gamla bíla. Það er bara alls ekki rétt, við erum til dæmis með spánnýjan og glæsi- legan 56 sæta bíl sem við fengum í fyrra, sem meðal annars er í þess- um ferðum. Þá segir Haukur í um- ræddu viðtali, að hann hafi einu sinni farið niður á Seyðisfjörð á bíl sínum þann dag, sem Smyrill var þar og hafi honum þá verið hótað handtöku, kæmi slíkt fyrir aftur. Það vill nú svo til að okkur er kunn- ugt um að hann fór miklu oftar niður á Seyðisfjörð en einu sinni og endaði það með því, að sérleyfishaf- arnir á þessum leiðum kvörtuðu. Þá tala þessir menn um það, að við séum utanbæjarmenn, en ég vil bara benda þeim á-það, að hver leið hefur tvo endapunkta, hafi þeim ekki verið það Ijóst. Ég vil einnig benda á það, að það eru mestmegnis útlendingar, sem ferðast með áætl- unarbilunum og viö erum búnir að leggja gífurlegan kostnað í það að auglýsa þessar ferðir erlendis í dýr- um auglýsingabæklingum. Þannig er uppistaðan í þessu þau sambönd, sem við höfum aflað okkur erlendis og hafa Austfirðingarnir hvergi komið þar nálægt. Mér virðist því fyllilega augljóst að við eigum að sitja fyrir hvað varðar endurúthlut- un sérleyfa á þessari leið. Við höf- um stundaö hana í 15 ár með góðum árangri, lagt út í mikinn kostnað vegna auglýsinga og erum með dýra og vandaða bíla á þessari leið,“ sagði Jón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.