Morgunblaðið - 18.03.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.03.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1982 t Dóttir min, systir okkar og mágkona, BJÖRG GUDMUNDSDÓTTIR DAM, lést 25. febrúar. Bálför hefur fariö fram. Unnur Erlendsdóttir, Markús Guömundsson, Hallfríöur Brynjólfsdóttir, Guömundur Guðmundsson, Vera Ásgrímsdóttir. Móöir mín. t ÁSLAUG EINARSDÓTTIR, Rénargötu 10, lést aö heimili sinu 16. mars. Lovísa Einarsdóttir. t ELÍSA KRISTÍN GUÐJÓNSDÓTTIR, áöur til heimilis Öldugötu 32, en seinast i Lindarbas viö Selfoss, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 19. marz kl. 3. Bergljót Snorradóttir, Lindarbæ viö Selfoss, Guörún Guömundsdóttir, Langagerði 56. t GRÓA GUDJÓNSDÓTTIH fri Unnarholti veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. marz kl. 16.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Trausti Valsson, Tinna Traustadóttir, Hrönn Traustadóttir. t Faöir okkar, tengdafaöir og afi, LÝÐUR JÓNSSON, fyrrverandi vegaverkstjóri, Fannborg 1, Kópavogi, verður jarösunginn frá Dómkirkjunni, föstudaginn 19. mars kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Slysavarnarfélag íslands. Ingibjörg Lýösdóttir Frantz, John J. Frantz, Haraldur Lýösson, Ólöf Þ. Sveinsdóttir, Guörún Lýösdóttir, Þorsteinn Friöriksson, Kristín Lýösdóttir, Þorgeir Eyjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartanlega þökkum viö öllum þeim sem auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og systur, HELGU KRISTJÁNSDÓTTUR frá Vopnafiröi. Ester Óskarsdóttir, Siguróur Jónsson, Guömundur K. Óskarsson, Díana Óskarsdóttir, barnabörn og systkini hinnar látnu. t Irinilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns mins, fööur okkar, tengdafööur og afa, GUNNLAUGS GUNNLAUGSSONAB, Skagabraut 10, Akranesi. Sérstakar þakkir viljum viö færa starfsfólki Dvalarheimilisins Höföa og sjúkrahússins fyrir góöa umönnun. Sigurjóna Siguróardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Minningarathöfn um SIGURÐ GÍSLASON, fyrrv. bónda aö Hamraendum, Rauóarárstíg 22, fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 19. mars kl. 13.30. Jarösett verður aö Gilsbakka, laugardag 20. mars kl. 14.00. Bílferö frá Umferöarmiöstöö BSl, kl. 10.00 árdegis. Blóm og kransar vinsamlegast afbeönir en þeim sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Sigríóur Sigurðardóttir. Minning: Unnur Bjarnadóttir leikfimikennari Fædd 17. ágúst 1927 Dáin 6. mars 1982 Við erum öll á ferð. Við vitum aldrei neitt sjálf um upphaf þeirr- ar ferðar né heldur þegar síðasti spölur þess ferðalags er farinn. Við fylgjum rás tímans án vitund- ar og vilja. Og ferðin heldur áfram og áfram. Það er hljótt í hugskoti manns þegar andlátsfregn líður um mann, því hljóðara því óvænna sem allt verður. Þannig var það einmitt þegar andlát Unnar Bjarnadóttur varð kunnugt. Hún var í starfi og leik þar til allt í einu kallið kemur, dauðakallið. Hún hné niður og var þá öll. Á andartaki var hún hrifin burt úr hópi kunningja, vina og ættingja. Slíkar stundir skilja eftir orð, óheft og ósögð, óræð. Við samstarfsmenn Unnar í Gagnfræðaskóla Austurbæjar og síðar í Vörðuskóla, sömu stofnun, eigum margs að minnast. í tutt- ugu ár kenndi hún hér íþróttir. Einnig kenndi Unnur sund hér og á öðrum stöðum. Öll kennsla hennar mótaðist af tvennu: kunn- áttu og ást á starfinu. En sá*sem hefur áhuga á verki er alltaf að bæta við, finna eitthvað sem betur má gera. Þannig var Unnur. Hún vann hug nemenda sinna. Þeir leituðu til hennar, sögðu henni allt, virtu hana. Það er oftast auð- veldara að skilja aðra en sjálfan sig og sá sem skilur aðra gleymir sjálfum sér. Það er ævinlega vandi að vera með fólki og það getur raunveru- lega enginn án þess að gefa. Þá er líka komið að því sem gerir starf kennara annað og meira en venju- legt starf að flestra dómi. Unnur var einn þeirra kennara sem fann ánægju og ábyrgð í starfi sínu. Nemendur hennar kunnu líka að meta það. Foreldrar og aðrir vissu það mætavel að kennsla Unnar náði lagt út fyrir mörk hins eigin- lega starfsviðs kennarans. Unnur var svo heilbrigð í öllu starfi, dugleg, samviskusöm, að nemend- ur hennar hlutu að hrífast, til- einka sér allt hið góða og verða meiri af. Unnur hreifst af útiveru, útilífi. Hún iðkaði það lengi að fara í ferðir ásamt öðru fólki, ganga, klífa fjöll, að finna fölskvalaust líf í samhljómi náttúrunnar þar sem tilgangur alls máist út í tilgangs- leysi og allt fagnar í hljóði, fegurð og dýrð. En heima í borginni vann Unnur og starfaði, dró ekki af sér, svo að ókunnugum fannst með ólíkindum. Hún átti sér fallegt heimili, alls staðar blasti sól við. Unnur hlaut ársorlof frá kennsiu á sl. hausti. Hún var fyrir tveim árum skipuð kennari við Iðnskólann í Reykjavík. Þar kenndi hún leikfimi og hjálp í við- lögum. Hún fór til útlanda til að kynna sér nýjungar í þessum þætti starfs síns. Þá kröfu gerði hún til sjálfs sín að hafa það allt í hendi sinni sem best var fyrir nemendur. Við þökkum Unni fyrir þá ferð sem hún átti með okkur og geym- um í brjósti hugþekkar minningar um hana. Má ég svo biðja himna- jöfur alls að gefa fjörgamalli móð- ur styrk til að horfast í augu við beiskan bikar lífsins þar sem trúin er vissa í landi vonarinnar. Og megi börnum Unnar og barna- börnum auðnast að halda á loft merki móður og ömmu — að vinna öðrum það sem maður vill að sé honum sjálfum unnið. Gunnar Finnbogason Unnur Bjarnadóttir var góður ferðafélagi og félagi okkar í Úti- vist. Hún gekk glöð og reif að hverju sem hún tók sér fyrir hend- ur, og þau málefni sem hún lét sig skipta náðu jafnan fram að ganga. Hún gegndi ýmsum trúnaðar- störfum í félaginu, sat m.a. í skemmtinefnd og var nú mitt í undirbúningsstarfi fyrir árshátíð félagsins. Við félagar hennar í Útivist minnumst margra góðra og glaðra stunda með Unni á fjöllum og jöklum á öræfum Islands og þökk- um henni af heilum hug það sem hún innti af hendi fyrir félagið. Við sendum fjölskyldu hennar innilegustu samúðarkveðjur. Jón I. Bjarnason Undirritaður hefur undanfarin ár starfað í ákveðnum félagsskap hér í borg. Þetta er blandaður fé- lagsskapur af báðum kynjum, en allt einstaklingar með allskonar lífsreynslu að baki. I þessum fé- lagsskap hefur maður kynnst Iðnskólinn í Reykjavík Skrifstofa skólans veröur lokuö frá kl. 14.00 í dag vegna útfarar UNNAR BJARNADÓTTUR, íþróttakennara. Kennsla fellur niöur frá sama tíma. lönskólinn í Reykjavík. t Þökkum innilega allan þann hlýhug og samúö sem okkur var sýnd við andlát og útför eiginmanns míns, sonar, fööur, tengdaföður, afa og bróöur, BALDURS KRISTINSSONAR, GLÆSIBÆ 3. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks og alls starfsfólks á E6 á Borgarspítalanum, einnig Handknattleiksdeildar Fytkis fyrir alla aöstoö. Viktoría Hólm Gunnarsdóttir, Daöína Guójónsdóttir, Gunnar Baldursson, Ingigeröur Gunnarsdóttir, Íris Baldursdóttir, örn Hafsteinsson, Erna Baldursdóttir, Smóri Baldursson, Birna Baldursdóttir, Rut Baldursdóttir, Eva Baldursdóttir, barnabörn og systkini hins látna. mörgu góðu fólki, sem hefur ánægju af því að hittast, blanda geði og gleðjast hvert með öðru, a.m.k. tvisvar til þrisvar sinnum í mánuði. En skyndilega dró ský fyrir sólu í félagsskapnum. Einn okkar starfsami og lifsglaði félagi, Unn- ur Bjarnadóttir, íþróttakennari, var snögglega héðan burtu kölluð. í dag verður Unnur til moldar borin. Hún var fædd 17. ágúst 1927. Lést 6. mars 1982. Tvö börn átti hún: Brynjólf Jónsson og Jónu Elfu Jónsdóttur, sem nú syrgja sína móður og barnabörnin ömmu sína. Við erum líka mörg fleiri, sem syrgjum og söknum þessa dagana, því óhætt er mér að fullyrða, að allur hópurinn í félagsskap okkar saknar hennar og myndi vilja senda henni góðar bænir um gleði- iega heimkomu til annars lífs. „Dauði ég óttast eigi“ ... „kom þú sæll þegar þú vilt.“ Við höfum heyrt og lesið þessar línur úr sálminum eftir Hallgrím Pétursson. Og trúlega höfum við mörg brotið heilann um það, hvort við gætum tekið okkur þessi orð í munn. Vertu velkominn þegar þú vilt. Við, sem fæðumst í þennan heim, erum um leið dæmd til þess að hverfa héðan aftur. Og fáum við ekki ráðið okkar skapadægri. Sumir eru kallaðir héðan ungir að árum, án þess að vera byrjaðir á nokkru lífsstarfi, aðrir verða fjörgamlir og lifa jafnvel ósjálf- bjarga í mörg ár. Þegar maður fær svo snögglega frétt um það, að þessi og þessi einstaklingurinn og samferðamaður okkar sé frá okkur farinn af þessari jörð, þá setur okkur hljóð, svo vart eigum við orð að mæla. En svo varð mér innanbrjósts er mér var tjáð andlát félaga okkar og starfsmanns, Unnar Bjarna- dóttur, íþróttakennara. Það eru nú ekki nema tvö til þrjú ár síðan ég fékk að kynnast þessari ágætis konu, sem mér fannst og mörgum öðrum. Það fór ekki framhjá nein- um, sem kynntist henni og starf- aði með henni, að þarna var á ferðinni sérstaklega ósérhlífin og aðsópsmikill persónuleiki. Já, það var engin lognmolla í kringum Unni. Alltaf var hún reiðubúin að leggja góðum málum lið og starfa af alhug að framgangi þess, sem hún taldi til bóta í öllum félags- málum, sem og á öðrum sviðum. Iþróttakennari var hún að atvinnu og duldist engum að í því starfi, sem öðrum, var hún heil. Hún unni öllum íþróttum og tók sér- staklega mikinn þátt í þeim, bæði utan húss og innan. Og einhvern- veginn fannst mér, þótt ég hafi ekki haft tækifæri til að fylgjast svo náið með persónulegu lífi hennar, að hún hafi alltaf haft tíma til alls, sem hún ætlaði sér, hvort sem um var að ræða ferða- lög út um landið, til annarra landa eða mæta á þá staði, sem hún hafði gaman af að stunda ásamt félögum sínum. Þannig munum við öll, sem kveðjum nú Unni okkar Bjarnadóttur, muna hana; alltaf með og alltaf reiðubúin til allra góðra verka. Við vitum það líka, sem vorum svo heppin að fá að kynnast og starfa með henni, þó að of stutt væri, að hún var ekki gefin fyrir oflæti né mælgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.