Morgunblaðið - 18.03.1982, Síða 45

Morgunblaðið - 18.03.1982, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1982 45 „Heimsku ljós- inu í Garðabæ GaberdínmenninKÍn í blóma GABERDÍNMENNING Ís- lendinga stendur nú með miklum blóma. Gaberdín-káp- ur, kjólar og pils, hattar, frakk- ar og alfatnaður. Allt úr gab- erdíni. Það er öllum runnið í merg og bein að vilja ganga vel til fara enda er sannarlega að því mikill menningarauki. Það er líka margt gott um tízkuna að segja, hún er þó að minnasta kosti skemmtiíeg tilbreyting. Og það er ekki sök tízkukónganna, þó að innhverfa manna hafi al- mennt glatað fleiri séreinkenn- um jafnframt því sem þeir hafa sýnt meiri hugkvæmni í sniðum og litavali og sundurgerð út- hverfunnar þannig aukizt. Allt úr gaberdíni EN þetta með gaberdínið er nokkuð öfgakennt. Á skömmtunartímunum var hér ægilegt gaberdínhungur, svo að allar flíkur voru keyptar við feiknarverði, aðeins ef efnið hét gaberdín. Frá upphafi var þannig ekki gerður á því megin- greinarmunur, hvert hráefnið var. Vígindin skiptu öllu máli. Og svo þegar viðskiptin voru gefin frjáls, var eins og opnað væri fyrir ferlegar flóðgáttir. Og árangurinn sézt á klæða- burði fólksins. Þunnar gaberd- ínflíkur í vetrarnæðingunum og rigningunum, krypplaðri og ótrúlegri en við eigum að venj- ast um föt, því að það hefir ef til vill lent baðmull í þá flík, sem venjulega er úr ull eða ein- hverju haldgóðu efni. Allt úr gaberdíni. Minni bilar og ódýrari ELVAKANDI sæll. Ég hefi oft verið að velta því fyrir mér, hvers vegna ekki gæti meiri hagsýni hjá atvinnu- bílstjórum en raun ber vitni. Á ég þar við, hvers vegna skipta- vinum sé ekki gefinn kostur á nema stórum bílum, þó að einn maður þurfi að skreppa eitt- hvað innanbæjar. Ég hef heyrt marga hafa orð á þessu, og hafa orðræður manna alltaf verið á eina lund, að sjálfsagt væri að gefa mönnum völ á minni og ódýrari leigubílum en nú er. Það liggur líka í augum uppi, hve mikil sóun það er á verð- mætum, að ekki skuli reknir aðrir stöðvarbílar en af þyngstu og dýrustu gerð. Egill“ Til Velvakanda. Það er auðséð að Garðbæingar hafa verið að koma sér upp ljósum á Hafnarfjarðarveginum „stóra". Alla vega kemur það aldrei fyrir þegar ekið er um Hafnarfjarðar- veg, að ekki þurfi að stanza við þessi ljós. Já, það er skrítið að rauða ljósið logi jafn lengi og það græna, ef rauða ljósið logar þá ekki bara lengur. Þau eru ekki fá skiptin sem öll „bílastrollan" á Hafnarfjarðarveginum er stopp á meðan ekki sést bíll á Vífilsstaða- veginum. Skýringin á þessari vitleysu er Þessir hringdu . . . Þakkir til eigenda og starfsfólks verslunarinnar Hólagarðs 6678-1836 hringdi og bað fyrir eftirfarandi: „Mig langar til að þakka eigendum og starfsfólki verzlunarinnar Hólagarðs í Breiðholti fyrir sérlega lipra og góða þjónustu. Veikindi voru á heimili mínu fyrir nokkru svo óhægt var um aðdrætti. Ég hringdi þá í verzlunina og þeir buðust þegar til að senda mér heim og var sendingin alltaf kom- in í síðasta lagi um hádegið. Þótti mér líka vænt um að sjá að fremur var valin ódýrari tegund vöru, vöru sem er ódýrari en ekki lakari að gæðum, en oft vill það vera svo að dýrari vara er valin þegar um símapantanir er að ræða.“ Morgunvaka góö- ur þáttur sem ber alls ekki að leggja niöur Breiðholtsbúi hringdi og hafði eftirfarandi að segja: „Ég er alveg kannski sú, að verið sé að launa Garðbæingum fyrir það að Hafn- arfjarðarvegurinn var einmitt breikkaður á þessum stað. Margir muna það ef til vill ennþá hversu reiðir sumir Garðbæingar voru er þessi breikkun vegarins var ákveðin. Svona vitleysa á ekki að þekkj- ast heldur skulu raunhæf sjón- armið ráða tímalengd græna ljóssins. Garðbæingar ættu að taka sér til fyrirmyndar Ijósin í Hafnarfirði sem eru mjög skyn- samlega stillt. Grétar Franksson á öndverðum meiði við Laugar- nesbúa sem leggur til að Morgun- vaka verði lögð niður í Velvakanda sl. þriðjudag því mér finnst þetta ákaflega skemmtilegur þáttur. Hann talar um að fá létta músík í staðinn en mér finnst alveg nóg af slíku í útvarpinu. Þá finnst mér stjórnendur Morgunvöku vera ákaflega gott útvarpsfólk og standa vel fyrir sínu.“ því að hún fór að íslenskum lög- um í talningu sinni við biskups- kjör. Kjörnefnd leit svo á, að flónska nokkurra háskólaborg- ara, sem gert hafa sig að athlægi frammi fyrir alþjóð, yrði ekki notuð til að ákvarða túlkun ís- lenskra laga. Eðli heimsku; handleiðsla Guðs Heimska er ekki dyggð, jafnvel þó þú teljir að svo sé. Þetta verð- ur öllum ljóst, sem nenna að lesa rógburð þinn. Þar tengir þú sam- an forheimskun nokkurra há- skólaborgara við biskupskjör og veitingu Heimis fyrir Þingvöll- um. Af þessu má ráða, að per- sónuleiki þinn virðist klofinn. Mér dettur ekki í hug, að kasta rýrð á þá mætu og góðu menn, sem sóttu um Þingvelli. Þeir eru allir hæfir. Þegar þannig stendur á, er val manna erfitt og þá leit- um við handleiðslu Guðs. Heimir var valinn. í því eigum við að geta séð handleiðslu Guðs, því það eru ófullkomnir menn sem vinna verk hans á þessari jörð. Þetta er öllum ljóst, sem nenna að gá í kringum sig. Skipt- ir þar engu, hvort starfsmaður- inn er prestur, læknir, kennari eða hann vinni í heilbrigðisstétt, við götusópun eða sjómennsku. Raunverulega er öll vinna sem stuðlar að því að skapa fegurra og betra mannlíf hér á jörðu, þjónusta við Guð — guðsþjón- usta. Út frá þessari skoðun minni er ekki óeðlilegt að álíta, að hand- leiðslá Guðs hafí ráðið fyrir okkur óvitrum mönnum og hann hafi valið þann, sem hann vildi, þegar hann forheimskaði svo nokkra háskólaborgara, að þeir voru ófærir um að kjósa utan- kjörstaðaatkvæðagreiðslu í bisk- upskjöri. Þess vegna skora ég á þig að láta af öllum rógburði, en treysta handleiðslu Guðs og biðja hann að taka þessar ranghugmyndir burt úr huga þínum. Eg bið fyrir þér og vona, að þú leitir til hans, sem öllu ræður. Hann mun vissu- lega vel fyrir sjá. Virðingarfyllst, Sigurður Arngrímsson frá ísafirði. Aths. Það er ekkert sjálfsagðara en birta þetta tilskrif, þótt orðljótt sé. Munu vafalaust margir telja að tungutakið sé ekki beinlínis í kristilegum anda. En menn verða að fá að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Mbl. sýndi sr. Heimi fyrrnefnda grein, en það er undantekning og sr. Heimir svar- aði henni hógværlega og af fullri kurteisi, enda hefur sr. Heimir verið fær um það hingað til að svara fyrir sig og þarf enga að- stoðarmenn til þess. Látum við svo útrætt um þetta og minnum á, að sælir eru hógværir, og ennfremur að sitt getur sýnst hverjum án þess um „rógburð" sé að ræða, hvað þá aðför að prent- frelsi! Til útianda í sumar? Feröakynning og kvikmyndasýn- ing frá Lignano og litskyggnur frá Sikiley og öörum sumarleyfisstöö- um Útsýnar í ráðstefnusal Loft- leiöahótelsins, fimmtudag 18. marz kl. 20.30 og kl. 21.30. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Eftir sýningarnar mun starfsfólk Útsýnar veita upplýsingar um sumarleyfisferðir fyrir hópa og einstaklinga. Feróaskrifstofan ÚTSÝN Austurstræti 17, símar 20100 og 26611. EF ÞAÐER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.