Morgunblaðið - 21.03.1982, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 21.03.1982, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 21. MARZ 1982 51 STANDIÐ ÞIÐ ÁTÍMAMÓTUM ? BESTU ÓSKIR UM LÁNSAMA FRAMTÍÐ Allir þeirsem standa á þeim merku tímamótum aö verda fjárráöa, eöa gangi þeirí hjónaband á því ári sem þeir hefja eöa Ijúka söfnun geta fengiö alveg sérstakt plúslán: Tímamótalániö. Mismunurinn ersá aö lánsfjárhæöin er50% hærri en venjulegt plúslán. Endurgreiöslutíminn lengist tilsvarandi. Tímamótalán getur veriö verötryggt eöa ekki skv. ákvöröun lántaka. Er ekki Útvegsbankinn einmitt banki fyrir þig? UTVEGSBANKANS ÞÚ SAFNAR OG BANKINN BÆTIR VIÐ Síðdegisblaðið hefur göngu sína Ólafsvík: 20 bátar lönd- uðu 315 lestum eftir nóttina Ólafsvík 19. marz. MIKIL vinna er í fiskvinnslu- stöðvunum hér, því ágætur afli hefur verið hjá netabtum síð- ustu daga og í gær var mesti afladagurinn til þessa, en þá lönduðu 20 bátar 315 lestum eft- ir nóttina. í dag eru allir bátar á sjó í blíðskaparveðri og tveir komnir að bryggju þegar þetta er skrifað, Auðbjörg með um 24 lestir og Bervík með 16 lestir. Helgi Jón Óttar Kagnarsson Erindi um „Nítrit: bölvun eða blessun“ I)R. JÓN Ottar Ragnarsson flytur erindi í Manneldisfélagi íslands þriðjudaginn 23. mars nk. er nefn- ist: „Nítrit: bölvun eða blessun.“ Fjallar erindið m.a. um hugs- anleg tengsl nítrits og krabba- meins í maga. Fundurinn verður í Lögbergi, stofu 101 kl. 8.30. Brotist inn í tvær verslanir Brotist var inn í tvær verslan- ir aðfaranótt föstudags. í öðru tilvikinu var um að ræða Birki- turninn við Birkimel og var stol- ið þaðan 20 til 30 kartonum af sígarettum. í hinu tilvikinu var brotist inn í verslunina Músík og sport við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. Ekki var fullkann- að í gær hversu miklu hefði ver- ið stolið, en aðallega virtist þar um skíðaútbúnað að ræða. NÝTT vikublað, Síðdegisblaðið, hefur hafið göngu sína. Eru það Sóleyjarsamtökin sem standa að útgáfu þess. Að sögn ritstjóra Síð- degisblaðsins, Guttorms Sigurðs- sonar, er ætlunin að gefa blaðið út vikulega fyrst um sinn, en fjölga síðan útgáfudögum eftir því sem fjárráð leyfa. í upphafi verður upp- lag blaðsins 700 eintök. Sökum þess að fjármunir eru af skornum skammti verður blaðið unnið í sjálfboðavinnu. Og af sömu ástæðu er búist við að það komi út óregluleg í fyrstu. Guttormur sagði að í blaðinu yrði m.a. fjallað um þau málefni sem Sóleyjarsamtökin hafa látið til sín taka, s.s. á sviði atvinnul- ífs og menningar. Það kom einnig fram hjá Guttormi að samtökin væru engum stjórnmálaflokkum háð. En þau berðust m.a. fyrir auk- num áhrifum einstaklingsins á stjórnun fyrirtækja. Að lokum kvaðst Guttormur vera bjartsýnn á að blaðið mundi dafna vel þar sem þau mál sem fjallað yrði um ættu tvímælalaust erindi til fólks. A myndinni eru aðstandendur Síðdegisblaðsins, til vinstri er Tryggvi Hansen og ritstjórinn, Guttormur Sigurðsson, til hægri. Óeining á olíufundi Vín, 19. marz. Al\ SAMKOMULAG náðist ekki á fundi olíuráðherra OPEC í dag um að minnka heildarframleiðsluna tii að koma í veg fyrir verðhrun. Sumir ráðherrarnir útilokuðu ekki þann möguleika að samkomulag næðist um helgina. \SIMI\N KR: 22480 JMorflimblntnti © » * iTn •

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.