Morgunblaðið - 21.03.1982, Qupperneq 4
52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MARZ 1982
Ekki bara pólitík
í Washington DC
Það kemur ansi oft fyrir, að
maður (íleymir því að Washintíton
er ekki bara höfuðborK Bandaríkj-
anna, full af pólitíkusum, þrýsti-
hópum ok blaðamönnum, ráðu-
neytum, minnismerkjum og veit-
ingahúsum, heldur einnig heima-
borg venjuiegs fólks sem stendur
ekki á öndinni þótt Brezhnev flytji
ræðu og lofi öllu fögru um SS-20.
Að öilum líkindum veit það ekki
hvað SS-20 er, og kemst vel af án
þess. Það er helst þegar eitthvað
átakanlegt hendir einhvern íbú-
anna og Washington Post gerir
því sæmileg skil, að maður rankar
við sér og hugsar um fólkið sem
einblínir ekki á Reagan daginn út
og daginn inn.
Réttarhöldin yfir Claus von Búl-
ow í Newport, Rhode Island, vöktu
athygli af því að hann er flugríkur
og þau opnuðu dyrnar inn í heim
„fína“ fólksins sem klæðist pelsum
og étur pillur. Réttarhöldin yfir
náungunum sem rændu MacDon-
ald-hamborgarastað í norðaust-
urhluta Washington í nótt og
skutu starfsmann til bana munu
ekki vekja sömu athygli. Kannski
þeir náist ekki einu sinni. Furðu
fáir munu velta því fyrir sér á
morgun eða hinn. Fólk hefur meiri
áhuga á að vita, hvaða dóm Nancy
Kissinger hlýtur þegar hún kemur
fyrir dómstólana í New Jersey í
maí. Hún er ákærð fyrir að ráðast
á konu sem var með dónaskap við
Henry Kissinger, þegar hann var
á leið í hjartauppskurð.
Fólk vill ekki flækjast inn í mál
annarra. Fyrir skömmu var nak-
inni 19 ára stúlku, sem hafði verið
nauðgað í Washington, í góðu
hverfi skammt frá þinghúsinu,
ekki einu sinni rétt hjálparhönd.
Hún var á leið heim úr vinnu um
miðnætti og þurfti að skipta um
strætisvagn. Það var frost og
snjór úti. Ungur maður kom upp
að henni, ógnaði henni með hníf
og skipaði henni að fylgja sér.
Hann fór með hana inn í skóla-
port, skipaði henni að fara úr föt-
unum og nauðgaði henni. Síðan
hafði hann sig á brott með föt
stúlkunnar og peninga. Hún fann
eitthvað til að hylja nekt sína að
hluta til og leitaði hjálpar. Fyrst
stöðvaði hún leigubíl. Leigubíl-
stjórinn sagðist ekki geta tekið
hana upp í fyrst hún hefði enga
peninga. Hann glápti á hana en
bauðst ekki til að hjálpa henni.
Hún sá síðan ljós í glugga og
bankaði upp á. Maður kom til
dyra. Stúlkan sagði honum að sér
hefði verið nauðgað, sér væri
hræðilega kalt og bað hann um að
hleypa sér inn. Hann benti henni á
að hringja í lögregluna og settist
aftur inn í stofu. Hún fann loksins
almenningssíma og bað stúlkuna á
símstöðinni að hringja í systur
sína og láta hana borga símtalið.
Það náðist í systurina og hún kom,
en stúlkan á símstöðinni lét lög-
regluna vita. Fórnardýrið ætlaði
ekki að gera það. Henni fannst
ekki taka því þar sem lögreglan
gæti ekkert gert. Það reyndist
rétt. Enginn hefur viljað veita
lögregluþjóninum, sem hefur með
málið að gera, neinar upplýsingar.
Fólk vill ekki blanda sér í mál
annarra.
Sem betur fer er fólk ekki alltaf
svona afskiptalaust þegar eitthvað
mannlegt hendir í Washington.
Fyrir skömmu var nýfætt stúlku-
barn skilið eftir í ólæstum bíl í
einu úthverfa borgarinnar. Hún
var þegar flutt í sjúkrahús og náði
sér fljótt, en líkamshitinn var orð-
inn hættulega lár. Móðirin hefur
ekki fundist enn. Barnið hlaut alla
þá umhyggju sem nokkuð barn
getur óskað sér í sjúkrahúsinu.
Fólk sendi því fatnað og margir
buðust til að ættleiða það og ein
kona bauðst til að taka barnið og
móðurina að sér. Um fjögur unga-
börn finnast á ári í Montgomery
County, sem er rétt norðvestan við
Washington og er ein ríkasta sýsla
Bandaríkjanna. Foreldranna er
leitað í þrjá mánuði, en ef þeir
finnast ekki, eru börnin gefin fóst-
urforeldrum og þau ættleidd.
Vonandi alast börnin upp við
ást og umhyggju og verða góðir og
gegnir borgarar. Miklar líkur eru
á að þau fái snemma áhuga á því
sem Bandaríkjamenn kalla fót-
bolta. Það er heldur hrottalegur
Washingtonbúar hafa vaxandi áhyggjur af afbrotamönnum. Hér hafa óeinkennisklæddir lögreglumenn gripið einn,
sem gerði tilraun til bankaráns.
« ,
j0Tui:
Vorum aö fá sendingu af þessum vinsælu
norsku arinofnum.
Þeir sem eiga pantanir eru vinsamlega beönir
aö staðfesta þær.
GEísíPf
SJÁVARRÉTTIR — SJÁVARRÉTTIR — SJÁVARRÉTTIR — SJÁVARRÉTTIR
Sjávarréttakynning
Gómsætir
réttir
Glærnýr
fiskur
Veitingahús
Opiö til
kl. 21.00
Nú er að mæta
Laugavegi116, sími 10312.
SJÁVARRÉTTIR — SJÁVARRÉTTIR — SJÁVARRÉTTIR — SJÁVARRÉTTIR
Strásykurinn í gulu pökkunum
sem pú notar ...
í baksturinn,
í kaffið,
í teið,
í matinn,
á morgunmatinn,
út á grautinn,
út á skyrið.
er fyrsta fflokks strásykur.