Morgunblaðið - 21.03.1982, Page 8

Morgunblaðið - 21.03.1982, Page 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MARZ 1982 1 húsi listmálara Fagrabrekka 5 í Kópavogi. Þar á Sigurður Sigurðsson heimili. Hann er kominn á eftirlaunaaldur þó hann beri það ekki utan á sér. Já, það er eftir gömlu reglunum, sjáðu. Samtals níutíu og fimm ár — aldur mannsins og starfsaldur. Eg hætti undireins og það varð. Það .tekur á taugarnar, skal ég segja þér, að kenna í myndlist- arskóla í 32 ár. En mér líkaði prýðisvel við nemendurna. Það er alltaf verið að tala um að ungt fólk sé ómögulegt — en ég þekkti það ekki, sjáðu! Nei, ég er ekki orðinn gamall — nema ég hafi alltaf verið gamall; sé fæddur gamall. Nei, ég er alls ekki gamall. Ekki nema hálfsjötugur. Já, kem- ur það þér á óvart? Já, ég held mér vel, finnst þér ekki? Líkamsæf- ingar? Nei, biddu fyrir þér. Ég tek lífinu bara með ró. Það er galdur- inn. En ég á helvíti mikið apparat hér niðrí kjallara sem aflrauna- menn skemmta sér með. Maður þarf að leggjast flatur á gólfið til að brúka það og ég ætlaði varla að geta risið á fætur aftur í þetta eina sinn sem ég prófaði það. Ég veit ekki hvort slíkar æfingar eru í rauninni hollar. Ég sé ekki betur en að þessir íþróttamenn séu allir togaðir og teygðir. Heilsulausir menn á miðjum aldri flestir hverj- ir — og nú banka ég í borðið, eins og Þorvaldur gerir. Göngutúra? Nei, í göngutúra fer ég ekki nema eiga erindi. Ég labba oft þegar ég fer í bæinn. Þá legg ég bílnum við Hallgrímskirkju og geng í bæinn. Það eru mínir göngutúrar. Mér finnst gaman að labba um bæinn og hitta kunningja á förnum vegi. Af hverju kaupirðu ekki fjöl- skyldublaðið, spurði hann. — Þú átt að gefa mér það, sagði ég; ég er af svo mikilli íhaldsætt! Sigurður leiðir mig til vinnu- stofu sinnar og sýnir mér myndir. Hvar á bás skyldi hann telja sig í myndlistinni? Ég veit það ekki, ansar hann hugsi: Það er ómögulegt að segja þegar maður er hvorki nýlistar- maður eða abstraktisti. Ætli ég sé ekki bara gamaldags. Ég býst við því. Jú, við skulum segja að ég sé gamaldags. Ég er sáttur við það. En hvað er svo sem gamalt? Það er ekkert nýtt undir sólinni og fyrir mér er aðalatriðið, hvernig hluturinn er gerður. Ég botna ekk- ert í þessari nýlist og hef aldrei fengið útskýringar á því fyrirbæri. Ég kynntist því svolítið við skól- ann og mér líkaði prýðilega við strákana, en þetta brölt þeirra er allt annað en myndlist, held ég. Nýlistin minnir mig á nokkuð sem hét tabló í gamla daga. Á sam- komum voru krakkar stundum dubbaðir í skrautbúninga og kannski látnir bera blys og tákna árstíðirnar uppá sviði. Það var uppákoma. Mín vegna mega menn hafa gaman af nýlist — en mér finnst hæpið að kalla það mynd- list, þó þú látir taka af þér lélega ljósmynd með skankana útí loftið. sinni, var það ekki, og líka Pic- asso? Jú, einu sinni sá ég þessa kalla — en græddi nú lítið á því. Ég græddi á því að sjá myndirnar þeirra. Það var í París; ég var að skoða söfn. Fleiri Islendingar gistu þá París og gáfu sig að list- inni og fengu sér í staupinu. Ég hef aldrei lagt lykkju á leið mína til að horfa á fræga menn og hafði skömm á slíkum hégóma. En eitthvert sinn sem við Þorvaldur Skúlason erum að skoða okkur um á safni, hnippir hann í mig og seg- ir: — Heyrðu, þarna er nú Picasso, þó þú viljir ekki sjá hann! — Jæja, segi ég; ekki slæ ég nú á móti því að sjá hann, fyrst hann er í færi. Og þarna stóð sjálfur Picasso álengdar. Þetta var 1951 minnir mig. Svo rakst ég eitt sinn á Mat- isse ellihruman mjög á göngu, og leiddi ung stúlka gamla manninn. Sigurður dæsir. Gamaldags málara vill hann kalla sig Hann er jafnan með einhverja kalla í tak- inu; portrettin borga sig. En skyldi hann mála úti í sínum nat- úralisma? Nei, ekki lengur. Núorðið tek ég bara skyssur úti við. Og var nú aldrei sérlega spenntur fyrir að mála úti. Það minnir mig á kallinn á Ásólfsstöðum. Við vorum eitt sinn nokkrir í Þjórsárdalnum fyrir mörgum árum og máluðum. Sigurður gengur með rauð axla- bönd eins og Napóleón en hann vinnur sín lönd í kyrrþey — á lér- eftinu. Stór maður, Sigurður, en hæglátur. Það er alltaf kallað að maður sé einhver húðarletingi, ef maður málar lítið, segir hann: En ég segi nú bara fyrir mig: Hvað hefur það uppá sig að mála mynd á dag — ef maður kærir sig ekki beinlínis um það? Hvað er langt síðan þú hefur sýnt? Það eru hundrað ár síðan, bless- aður vertu. Það var í Norræna húsinu minnír mig. Þá sýndum við þrír, Jóhann Briem, Steinþór og ég. Já, það var 1977. Ég hef aldrei haft gaman af því að sýna, en maður á víst að gera þetta. Það eru alltaf að koma til mín menn og segja: — Andskotinn, ætlarðu ekki að fara að sýna, maður? Það gleyma þér allir ef þú sýnir ekki. — Það gerir ekkert til, segi ég, ef maður gleymir sér ekki sjálfur. Ég held það séu nógar sýningarnar útum allar trissur. Og Sigurður kveikir sér í pípu. Það er ágætt að búa í Kópavog- inum, segir hann: Það er friðsælt. Fólk er hér kurteist og skikkan- legt og við látum hvert annað í friði. Nema ef vera kynni á gaml- árskvöld. Eigum við að tala um pólitík, Sigurður? Pólitík? Nei, þú skalt fá hann Einar Hákonarson til að tala við þig um pólitík. Hann er í fram- boði. Ég held, svei mér þá, að það sé vonlaust að skipta sér af póli- tík. Heldurðu það sé ekki allt að fara til fjandans? Ég er fæddur í fyrra stríði, sjáðu, og var í Kaup- mannahöfn í seinna stríði — svo ég er nú ekki sérlega spenntur fyrir þriðja stríði. En við skulum ekki tala um slíkt í Moggann. Fjöl- skyldublaðið, eins og Sigurður frændi minn Bjarnason sagði. — Sigurður tínir fram hverja myndina á fætur annarri. Mynd á að flytja boðskap í sjálfri sér, segir hann; í litum og línum, en ekki að vera innlegg í einhver dægurmál. Karikatúrinn er ágætur til slíks brúks. Þú manst eftir Daumier — hinum franska snillingi karikatúrsins? Austantjalds mála menn traktora og fólk að störfum. Flestar eru þær myndir ekki ólagleg plakat- verk — en lítið meira. Einu sinni fór ég í ferðalag um Rússland. Þar var þá íslensk yfirlitssýning og menn forfölluðust héðan í þessa austurferð og Gylfi Þ. bauð okkur Valtý að fara. Við þökkuðum kær- lega fyrir okkur og heimsóttum Rússa. Fórum alla leið til Úrbik- istan og lifðum í vellystingum. En Valli þurfti að standa fyrir máli sínu sem abstraktmálari. Unga fólkið botnaði ekkert í þeirri kúnst og spurði margs. í annað skipti fór ég til Rússlands fyrir tilviljun. Það var með Jóhannesi Jóhann- essyni. Ágætur túr. Dag einn sýndi túlkurinn okkur mikið mál- verk. Stórmerkileg mynd, sagði hann, fullur lotningar, en okkur fannst hún alls ekkert merkileg. Þá sagði túlkurinn að hún væri af frægum atburði — og þá, sjáðu, var myndin farin að hafa annað gildi en myndlistarlegt og það gát- um við Jóhannes ekki gúterað. Myndin er litur og línur; uppbygg- ing. Ef það væri ekki rétt, þá væri nonfígúratíf mynd bara vitleysa. En hvað er góð mynd? Matisse sagði að góð mynd vekti svipaða tilfinningu hjá manninum og að setjast í hægindastól; semsé vellíðan. Ég veit það ekki. Þegar ég sé góða mynd, þá verð ég hissa, slæ út höndunum og yppti öxlum og segi „ha“. Það eru listfræðingar einir manna sem geta skrifað þykkar bækur um mynd. En hver les þær ritgerðir? Ekki listamenn. Matisse — þú sást hann einu Þangað komu í eina tíð Asgrímur og Jón Stefánsson. Dag nokkurn gekk til okkar kallinn á Ásólfs- stöðum og sagði: — Mikið óskap- lega var hann duglegur hann Ás- grímur, en hann var skrítinn þessi Jón; hann gerði ekki neitt! Jón teiknaði nefnilega í litla vasabók skyssur sem hann kærði sig um. Fékk sér svo göngutúra og naut náttúrunnar. Jón Stefánsson mál- aði sjaldan úti í náttúrunni: Hann málaði íslenskt landslag úti í Kaupmannahöfn. Ég þekkti hann vel. Kom oftlega í hús hans á mín- um árum útí Höfn. Skemmtilegur karl. Hann naut þess að segja af ferðum sínum á íslandi. Við færum okkur til stofu og setjumst í hægindastóla. Það er orðið framorðið. Sigurður kveikir sér í fimmtu pípunni. Það er nú sem betur fer mest vinnan sem á hug manns, segir hann og blæs frá sér reyknum: Ekki þar fyrir að maður spekúleri ekki í öllum fjandanum. Kíkkar í blað, opnar bók, glápir á sjónvarp og talar við fólk. Allt til þess að halda heilanum á hreyfingu, sjáðu. Á sumrin rækta ég blóm. Eg hef alltaf haft gaman af því. Svo ferðast maður útá land og líka til útlanda, ef því er að skipta. Annars er ég latur ferðamaður og lítið gefið um suðræn lönd. Maður tapar vinnuþrekinu í miklum hita. Helst maður endist við að liggja í sjónum eins og nashyrningur. Ég var hæstánægður þegar við feng- um þrumuveðrið í Róm. En ég hef gaman af því að ferðast um ís- land, þó ég sé enginn fjallamaður. Það er hressandi að hreyfa sig svolítið á sumrin; skipta um um- hverfi. Við Þorvaldur og Jóhannes förum í túr á hverju sumri með kellum okkar. Það er ansi skemmtilegt. Oft lágum við í tjaldi, en þeir eru hættir að nenna því, þessir herramenn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.